Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 28
ferðalög 28 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Góð gisting í Kaupmannahöfn Hótel í miðbænum. Snyrtileg herbergi. 295 danskar kr. fyrir manninn í 2ja manna herb. með wc og sturtu. Tökum einnig á móti hópum. Løven Hotel, Vesterbrogade 30, DK-1620 Cph. V. Sími +45 33 79 67 20. www.loeven.dk • loeven_bb@hotmail.com Ný skurðarbretti Margar gerðir Kr. 1.995 Klapparstig 44 • sími 562 3614 V illisvínaveiðar er mik- ilvægar fyrir þá Sardin- íubúa sem eru fátækir og þeir sem veiða skipta með sér kjötinu og borða yfir veturinn. Þegar þeir fara á villi- svínaveiðar þá fara tuttugu menn saman, tíu stugga svínunum niður úr fjöllunum en hinir tíu bíða fyrir neðan og skjóta þau. Við gæddum okkur einmitt á grilluðu villisvíni og geit, sem bæði voru eldsteikt á mjög löngum tíma í eldstæði sem var eins og risastór arinn og var utandyra á sérkennilegu veitingahúsi sem stóð uppi í fjalli og þangað var ekki hægt að komast á rútu, svo við vorum ferj- uð þangað á Land Rover-jeppum. Geitaostur var líka glóðaður í eld- stæðinu og þessi máltíð var alveg dásamleg. Marco vinur okkar og far- arstjórinn í ferðinni er mikill sælkeri og áhugamaður um matargerð og hann sá til þess að við fengjum alltaf sérlega gómsætan mat. Hann valdi veitingahúsin og þegar við komum þreytt úr göngu vissum við að við átt- um von á góðu,“ segir Helga Sigrún Sigurjónsdóttir sem kom fyrir mán- uði heim úr fimm daga gönguferð um eyjuna Sardiníu í Miðjarðarhafinu. „Við vorum þrjátíu og tvö í hópn- um, flestir vinnufélagar mínir og meðlimir í gönguhópnum Aðskildir fætur sem hafa verið að ganga saman í fimmtán ár, bæði hér heima og er- lendis. En við hjónin höfum aldrei áð- ur farið í svona gönguferð til útlanda svo þetta var jómfrúarferð fyrir okk- ur. Allt kom þetta til af því að Að- skilda fætur langaði svo til að ganga um hina fögru Sardiníu og höfðu pata af því að ég ætti góða ítalska vini sem koma árlega hingað til Íslands í fjalla- ferðir og leigja Land Rover-jeppa hjá fyrirtæki mínu og mannsins míns. Og það vill svo vel til að þessir Ítalir fara alltaf í sumarfrí til Sardiníu. Auk þess eiga þeir ferðaskrifstofuna Kailas í Mílanó sem gerir út á náttúruferðir. Það lá því beinast við að láta þá um að skipuleggja gönguferð á Sardiníu, sem þeir og gerðu með miklum stæl.“ Helga segir að gönguleiðirnar hafi verið mjög fjölbreyttar og miserfiðar. „Einn daginn keyrðum við á jeppum Aðskildir fætur stika um Sardiníu Glóðuð villisvín og kindaostur fara vel í maga eftir göngu um kóralfjöll og eitt dýpsta gil Evrópu. Svo segir Helga Sigurjónsdóttir sem lýsti dásemdum Sardiníu fyrir Kristínu Heiðu Kristinsdóttur. Fjallafegurð Göngugarparnir feta sig eftir fjallshrygg og útsýnið er ekki amalegt. 17.10. 2006 Það eru allir rosalega spenntir yfir því að ég sé Íslend- ingur. Ég er búin að kynnast ótrú- lega mörgum skemmtilegum hérna og það eru allir viljugir til að sýna mér allt hérna. Nema kannski mamma mín hérna því hún ofvernd- ar mig svolítið. Ég á sko endalaust af systkinum sem eru öll eldri en ég. Það kynna sig allir nefnilega sem systkini mín. Það er gaman. Í dag eignaðist ég nýja frænku í Venesúela. Hún fæddist í morgun og er barnabarn foreldra minna hérna. Ég hlakka mikið til að sjá hana. Ég hef upplifað alveg ótrúlega marga nýja hluti. Ég er sko ekkert að ýkja þetta með umferðina. Mamma mín hérna er sko með verstu ökumönnunum hérna. Í gær lentum við í umferðarteppu og hún klessti tvisvar á sama bílinn. Ég hef aldrei heyrt um svoleiðis tilfelli áð- ur. Reyndar rétt snertust bílarnir bara í bæði skiptin, þannig að ég er sko alveg á lífi og allt, en þetta var samt sko alveg árekstur. Ég hef þetta ekki lengra. Ég þori því varla. Ef það verður aftur raf- magnslaust þá eyðileggst allt bloggið mitt. En ég er búin að setja inn örfáar myndir. Linkurinn er til vinstri undir Venezuela. Njótið! ferðablogg | María Arnardóttir bloggar frá Venesúela Umferðaröng- þveiti og holur María Arnardóttir er skiptinemi í Venesúela, fór þangað á vegum AFS. Hún stundar nám við Menntaskólann við Hamrahlíð, er þó í fríi frá náminu á meðan hún dvelst í Venesúela. Slóðin á bloggið hennar er http:// www.blog.central.is/ohmy.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.