Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 29

Morgunblaðið - 09.11.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 29 Sími: 50 50 600 • www.hertz.is Bókaðu bílinn heima - og fáðu 500 Vildarpunkta Vika í Evrópu 16.600 Ítalía kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 13.200 Spánn kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 19.400 Holland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 17.900 Bretland kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. 24.200 Danmörk kr. - ótakmarkaður akstur, kaskó, þjófavörn, flugvallargjald og skattar. ÍS L E N S K A /S IA .I S /H E R 31 58 3 11 /0 6 Við eigum næsta leik Reykvíkingar – munið prófkjör Samfylkingarinnar. Veljum vel á S-listann! Mörður Árnason 4.–6. sæti www.mordur.is Opið öllum stuðningsmönnum – kosið 11. nóvember í Þróttarheimilinu, Laugardal, kl. 10–18 CAJ P’S HELGARSTEIK upp í þúsund metra hæð í Supro- monte-fjöllunum og landið sem geng- ið var um var einna líkast skriðjökli, sprungið og hrjúft. Þetta var erfiður dagur því gangan niður var ansi brött og löng og hitinn þann daginn mikill, eða um þrjátíu gráður. Heill göngu- dagur fór í að fara um eitt dýpsta gil Evrópu sem heitir Gorrupu og annan dag var gengið niður fjallshlíð, um gil og endað á dásamlegri hvítri sand- strönd þangað sem ekki er hægt að komast nema gangandi eða á bát.“ Virki líkust kransakökum „Náttúrufegurðin á Sardiníu er einstök og á norðurhlutanum er mik- ið um hvít fjöll sem eru 200–300 millj- ón ára gömul kóralrif, þannig að við gátum skoðað kóraljarðlög þar sem voru steingerðar skeljar og sjáv- ardýr. Jarðfræðin á Sardiníu er merkileg, þar finnast margar teg- undir af bergi og mikið er um mjög sérstaka hella. Á þessari eyju finnast margar fornminjar, allt frá seinni tímum járnaldar og meðal annars grafir frá því um 3.500 árum fyrir Krist. Einnig eru þar rústir af þorpi frá tímum Rómverja þar sem sjá má hvernig þeir gerðu böðin og vatns- veitur úr steini, sem þeir eru frægir fyrir. Mikið af Nurage finnst á Sard- iníu en það eru varnarvirki sem eru í kringum þorpin og þangað flúði fólkið með húsdýrin þegar hætta steðjaði að. Þessi virki eru frá því 1700 fyrir Krist og eru byggð úr grjóti, hlaðin upp eins og kransakaka gerð úr syk- urmolum.“ Göngugarparnir voru aðallega í mið- og austurhluta Sardiníu, en þar er mjög strjálbýlt. „Meirihluti þeirra sem búa þarna er bændur og búsmal- inn samanstendur af kindum, geitum og kúm en Sardiníubúar eru einkum frægir fyrir kindaostinn sinn. Okkur fannst skemmtilegt að á göngu okkar heyrðum við oft í bjöllunum sem hanga um hálsinn á skepnunum, löngu áður en við sáum þær. Við skoðuðum líka selin þar sem húsdýrin eru mjólkuð og ostarnir búnir til, en þau voru hlaðin með grjóti og þakið gert úr trjágreinum.“ Þau gistu á tveimur hótelum og Helga segir að fyrra hótelið hafi verið falið uppi í fjalli. „Þetta var mjög æv- intýralegt, þar var til dæmis ekki mikið um ljós heldur var þjónn sem lýsti okkur með vasaljósi ef við þurft- um að fara um eftir myrkur. Seinna hótelið var í litlu þorpi niðri við strönd og þar fengum við æðislega sjáv- arrétti í hvert mál. Þessi ferð var al- gjör sæla frá upphafi til enda.“ Ljósmynd/Brynja Guðmundsdóttir The Giant Thumb Helga og Ágúst maður hennar við gröf frá því um 3.500 árum fyrir Krist, en þó nokkuð er um slíkar fornminjar á Sardiníu. www.kailas.it www.palmaseravillage.com www.sugologone.it www.hivenet.is/landrover khk@mbl.is Öðruvísi María drekkur kókosmjólk í sínu náttúrulegasta formi. Kókos- hnetuna hjó hún sjálf niður úr tré sem er í garðinum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.