Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 32

Morgunblaðið - 09.11.2006, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjórar: Karl Blöndal, Ólafur Þ. Stephensen. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. BUSH FÆR Á BAUKINN Úrslitin í kosningunum í Banda-ríkjunum á þriðjudag hafabreytt hinu pólitíska lands- lagi þar í landi. Demókratar náðu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkja- þings og gætu náð meirihluta í öld- ungadeildinni. Ekki er ljóst með hvaða hætti þessi úrslit munu hafa áhrif á stefnu stjórnar George Bush Bandaríkjaforseta, en hann fékk á baukinn og fyrstu viðbragða var ekki lengi að bíða. Í gær var afsögn Don- alds Rumsfelds varnarmálaráðherra tilkynnt. Bush sagði í gær að þetta hefði verið ákveðið á þriðjudag og af- sögnin því ekki oltið á útkomu kosn- inganna. Hins vegar var orðið mjög heitt undir Rumsfeld, sem var í huga margra orðinn að táknmynd þess, sem aflaga hefur farið í stjórnartíð Bush. Samkvæmt könnun, sem var birt daginn fyrir kosningarnar, eru aðeins 35 af hundraði Bandaríkjamanna ánægðir með frammistöðu Bush og sagðist 41 af hundraði aðspurðra ætla að láta óánægju sína bitna á flokki hans, repúblikönum, í kosningunum. Íraksstríðið er meginástæða óvin- sælda Bandaríkjastjórnar heima fyr- ir. Um þrjú þúsund bandarískir her- menn hafa fallið í Írak, sem rambar á barmi borgarastyrjaldar, og ekkert útlit er fyrir að Bandaríkjamenn geti horfið þaðan með reisn. Það er þó ekki hægt að segja að kú- vendinguna í kosningunum í Banda- ríkjunum megi eingöngu rekja til Íraksstríðsins. Fyrir rúmum mánuði benti flest til þess að repúblikanar myndu halda meirihluta í báðum deildum þingsins. Hneyksli þurfti til að fjaraði undan repúblikönum og er þar nærtækast að nefna fall fulltrúa- deildarþingsmannsins Marks Foleys. En hverju mun ný staða breyta? Má búast við því að Bush verði reiðubúinn til að miðla málum? Má vænta þess að nýr tónn verði sleginn í Washington? Það veltur á því hvernig demókratar fara með nýfengið vald. Munu þeir reynast samvinnufúsir, eða munu þeir reyna að niðurlægja forsetann við hvert tækifæri? Stjórn George W. Bush hefur gert mörg mistök. Innrásin í Írak var illa skipulögð. Inn í landið var sendur nógu öflugur her til að vinna stríðið, en allt of fámennur til að tryggja frið- inn. Bandaríkjamenn hafa sett niður í samfélagi þjóðanna vegna þess hvern- ig þeir hafa grafið undan mannrétt- indum með meðferð sinni á föngum. Orðið ofdramb hefur verið notað um það hvernig Bandaríkjamenn hafa farið sínu fram í heiminum án þess að taka tillit til annarra, þar á meðal bandamanna sinna. Í yfirlýsingum leiðtoga bæði demó- krata og repúblikana í gær mátti heyra sáttatón. Nancy Pelosi, sem nú verður forseti fulltrúadeildarinnar, sagði að markmið demókrata væri ekki að ná sér niðri á repúblikönum og tók fram að ekki yrði gerð tilraun til að svipta Bush embætti. Bush sagði á blaðamannafundi að hann hygðist vinna með demókrötum. Þessar yfir- lýsingar vekja væntingar um breytta tíð, en þó má ekki gleyma að Bush hef- ur áður talað í sáttatóni án þess að sáttfýsinnar sæjust merki í verkum hans. Verða kosningaúrslitin á þriðju- dag fyrsta skrefið í þá átt að rétta stefnu Bandaríkjamanna af? TÖFLUÁT DAUÐANS Það eru sorgleg sannindi í orðtak-inu brennt barn forðast eldinn. Hörmulegt dauðsfall ungu stúlkunn- ar á laugardag, eftir neyslu einnar e-töflu, hlýtur að vekja þá til umhugs- unar sem leika sér að eldinum. Unga stúlkan þurfti að gjalda fyrir með lífi sínu eftir að hafa leikið sér að eld- inum. Hún fær ekki annað tækifæri; hún fær ekki að læra að forðast eld- inn eftir að hafa brennt sig. Það fá aftur á móti ungu piltarnir tveir, sem voru lagðir alvarlega veik- ir inn á sjúkrahús eftir e-töfluneyslu. Þeir brenndu sig; þeir munu vonandi læra af þessum háskaleik sem e-töfluneysla er og forðast slíkt dauð- ans töfluát hér eftir. Vonandi á slíkt hið sama við hinn mikla fjölda íslenskra ungmenna sem, samkvæmt fréttaskýringu Rún- ars Pálmasonar hér í Morgunblaðinu í gær, ýmist fiktar við neyslu e-taflna eða neytir þeirra reglulega ásamt öðrum örvandi fíkniefnum. Það hlýtur að vera alvarlegt um- hugsunarefni fyrir þá sem vinna að forvörnum gegn fíkniefnum hversu útbreiddur fíkniefnavandinn er og hversu jafnt og þétt ungum fíklum fjölgar frá ári til árs. Magnús Jóhannsson, læknir og prófessor við Háskóla Íslands, lýsir hinu hættulega eiturlyfi e-töflunni svo í fréttaskýringu Rúnars: „Þetta er hættulegasta fíkniefnið af þeim öllum. Það deyr enginn af venjuleg- um skammti af neinu öðru fíkniefni en þessu.“ Þessi vitneskja hefur verið almenn í allmörg ár þótt dauðsfall ungu stúlkunnar um síðustu helgi sé fyrsta dauðsfallið hér á landi sem eingöngu er rakið til e-töfluneyslu. Fjölmargar fregnir hafa á undanförnum áratug borist að utan af dauðsföllum sem rakin hafa verið til e-töfluneyslu. Hversu grimm getur gróðahyggja sölumanna dauðans í raun og veru verið, að þeir skuli selja e-töflur í þúsundatali til íslenskra ungmenna með þá vitneskju í farteskinu að þeir geta verið að senda sömu ungmenni út í opinn dauðann eða í besta falli í stórkostlegan lífsháska? Ragnheiður Bragadóttir, prófessor við lagadeild Háskóla Íslands, hefur bent á það í grein í Úlfljóti um þyng- ingar refsinga við fíkniefnabrotum að varnaðaráhrif fangelsisrefsinga auk- ist ekki með lengri fangelsisdómum. Sömuleiðis benti hún réttilega á að fíkniefnavandinn er ekki einkamál réttarkerfisins heldur mikið fé- lagslegt og heilsufarslegt vandamál. Það er mergurinn málsins. Stór- aukin fræðsla og aftur fræðsla um skaðleg áhrif og afleiðingar af neyslu fíkniefna hlýtur að vera það tæki sem foreldrar, kennarar, skólayfirvöld, félagasamtök og þeir sem vinna að forvörnum sameinast um að beita af enn meira afli hér eftir en hingað til. Reynslan sýnir að þörfin er brýn. P ólitíski pendúllinn í bandarískum stjórn- málum færðist aftur til vinstri í kosning- unum í Bandaríkj- unum í fyrradag, tólf árum eftir að repúblikanar fengu meirihluta á þinginu. George W. Bush Bandaríkja- forseti fékk snuprur frá kjósend- unum, einkum vegna stríðsins í Írak, og þeir sendu stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að þeir vildu breytingar. Líklegt er að niðurstaða kosninganna leiði til aukinna átaka á þingi Bandaríkj- anna. Hafa boðað rannsóknir Demókratar fengu meirihluta í fulltrúadeild Bandaríkjaþings í fyrsta skipti í tólf ár og í gær áttu þeir jafnframt möguleika á að komast í þá stöðu í öldungadeild- inni. Þeir fengu einnig meirihluta ríkisstjóraembættanna í fyrsta skipti í tólf ár. Bush stendur frammi fyrir því að pattstaða getur skapast í bandarískum stjórnmálum síðustu tvö ár hans í embætti forseta. Lík- legt er að demókratar komi í veg fyrir að íhaldssöm stefna Bush nái fram að ganga á þinginu og þeir hafa lofað að beita sér fyrir því að þingið rannsaki framgöngu stjórn- arinnar í ýmsum málum, meðal annars í stríðinu í Írak og eftirliti með meintum hryðjuverkamönn- um án lögformlegrar heimildar dómstóla. Demókratar hafa nógu mörg at- kvæði í fulltrúadeildinni og a.ö.l. í öldungadeildinni til að hindra til- lögur Bush. Forsetinn heldur þó enn verulegum völdum og getur beitt neitunarvaldi sínu gegn laga- frumvörpum sem eru honum ekki að skapi. Mikil óánægja með stríðið og hneykslismálin Demókratar sögðu að kjósend- urnir hefðu fyrst og fremst hafnað stríðinu í Írak og forsetanum sem hóf það. Skoðanakannanir, sem gerðar voru fyrir utan kjörstaði, bentu til þess að efnahagsmálin, baráttan gegn hryðjuverkastarfsemi, spill- ing stjórnmálamanna í Wash- ington og Íraksstríðið hefðu ráðið mestu um það hverjum kj urnir greiddu atkvæði. Næ hverjum tíu sögðust vera stríðinu í Írak og um 80% stæðinga stríðsins kusu de krata. Meirihluti kjósenda kvaðst vilja að Bandaríkja kölluðu flesta eða alla her sína í Írak heim. Aðeins u ungur aðspurðra taldi að s yrði til þess að öryggi Ban anna ykist þegar fram liðu ir. Nær sex af hverjum tíu vera óánægð með störf Bu setaembættinu. Enn fleiri 61%, sögðust vera óánægð störf þingsins. Kjósendurnir virðast ein hafa fengið sig fullsadda á hneykslismálunum sem ha Bush snupra Snuprur George W. Bush Bandaríkjaforseti fékk snuprur frá kjó þeir sendu stjórnvöldum í Washington skýr skilaboð um að þeir v Fréttaskýring | Lík- legt er að demókratar notfæri sér úrslitin til að leggja grunn að sigri í forsetakosning- unum eftir tvö ár, skrifar Bogi Þór Arason um kosning- arnar vestra. Eftir Davíð Loga Sigurðsson david@mbl.is FORYSTUMENN Demókrata- flokksins í Bandaríkjunum lýstu því yfir undir eins og ljóst var orðið að þeir færu með sigur af hólmi í þingkosningunum vestra, að George W. Bush Bandaríkja- forseti yrði að breyta um kúrs í Írak. Væntanlegur forseti full- trúadeildarinnar, Nancy Pelosi, rétti þó jafnframt út sáttahönd til forsetans en hún lýsti vilja til þess að repúblikanar og demókratar ynnu að því í sameiningu að finna lausn á þeim vanda sem við blasir í Írak. „Bandaríska þjóðin lýsti því hvergi eins skýrt yfir eins og í Íraksmálunum að hún vill breytt- ar áherslur,“ sagði Pelosi, sem verður fyrsta konan til að gegna embætti þingforseta full- trúadeildarinnar, er hún ávarpaði stuðningsmenn sína í fyrrinótt. „Sú afstaða, að halda settu marki, hefur ekki gert Bandaríkin öruggari, tryggir ekki hagsmuni hermanna okkar og hefur ekki komið á stöðugleika í heimshlut- anum,“ sagði Pelosi ennfremur. „Við getum ekki haldið áfram á ar meirihluta þar einnig, eins stefndi í gær, tók í sama stre „Bush forseti verður að hlus Við verðum að breyta um kú Írak,“ sagði hann. Athygli vakti hversu mikla áherslu forystumenn Demók flokksins lögðu á samstarf um nýjar áherslur í Írak. Er þet auðvitað til marks um að dem kratar standa nú frammi fyr sömu staðreyndum og repúb anar áður; að engir góðir kos eru til í stöðunni. Fulltrúard arþingmaðurinn Rahm Ema sem stóran hlut átti í sigri de krata í fulltrúadeildinni, hika ekki við að fara fram á afsög Donalds Rumsfelds varn- armálaráðherra. Sagði hann þingmenn í báðum flokkum styddu þá tilteknu breytingu Undir kvöldið í gær tilkynnt Bush forseti síðan að einmitt þessi breyting yrði gerð, að R bert Gates, fyrrverandi forst CIA, myndi leysa Rumsfeld hólmi. „Mikil vonbrigði“ en líka „skýr skilaboð“ Forystumenn repúblikana á sýndu auðmýkt og viðurkenn þessari hörmulegu braut. Það, er ástæða þess að við segjum: Herra forseti, við þurfum að breyta um stefnu í Írak,“ hélt hún áfram. „Kosningabaráttunni er lokið. Demókratar eru tilbúnir til að taka forystuna. Við erum reiðu- búnir til að stjórna [landinu],“ sagði Pelosi. „Þetta munum við gera í samvinnu við ríkisstjórnina og repúblikana á þingi, við viljum samstarf, ekki sundrungu.“ Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, sem verður þingforseti hennar nái demókrat- Demókratar fagna tímamótasigri Í HNOTSKURN »Demókratar hafaverið í minnihluta í fulltrúadeild Banda- ríkjaþings síðan 1994. Úrslitin nú marka því ákveðin þáttaskil. »Bush hefur getaðtreyst á liðsinni þingsins sl. sex ár en ljóst er að breyting verður þar á síðustu tvö ár hans í embætti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.