Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 33

Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 33 jósend- ær sex af á móti % and- emó- anna amenn rmenn um þriðj- stríðið ndaríkj- u stund- u sögðust ush í for- i, eða ð með nnig á afa kom- ið upp á þinginu á síðustu tveimur árum. Þrír af hverjum fjórum sögðu að spilling og hneykslismál þingmanna hefðu haft áhrif á það hvernig þeir kusu og flestir þeirra greiddu atkvæði með demókröt- um. Fengu millistéttina á sitt band Demókratar fengu stuðning mikilvægra hópa, sem studdu repúblikana árið 1994 þegar þeir fengu meirihluta á þinginu. Repúblikanar fengu þá til að mynda þorra atkvæða millistétt- arinnar en nú snerist meirihluti hennar á sveif með demókrötum. Demókratar juku einnig fylgi sitt í útborgunum í kosningunum í fyrradag. Á meðal kvenna í út- borgunum fengu þeir tíu pró- sentustiga meira fylgi en repúblik- anar og meðal karlanna var fylgi flokkanna svipað. Í kosningunum fyrir tólf árum fengu demókratar stuðning 61% kjósenda úr röðum karlmanna í útborgunum. Meira en sex af hverjum tíu hvítum karlmönnum kusu repúbl- ikana árið 1994 en í fyrradag fengu þeir aðeins um helming at- kvæða þeirra í kosningunum til fulltrúadeildarinnar. Nokkrir fréttaskýrendur sögðu að báðir flokkarnir hefðu hag af því að vinna saman næstu tvö árin – Bush til að koma einhverju í verk síðustu tvö árin í embætti og demókratar til að sanna að þeir gætu stjórnað. Það kann að þykja kaldhæðn- islegt en niðurstaða kosninganna gæti orðið til þess að auðveldara yrði fyrir Bush að ná fram til- lögum sínum um að gera fleiri út- lendingum kleift að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og auðvelda ólöglegum innflytjendum að fá ríkisborgararétt. Íhaldssamir repúblikanar á þinginu lögðust gegn tillögunum og beittu sér fyr- ir harðari afstöðu gegn ólöglegum innflytjendum. Líklegt er hins vegar að demó- kratar leggist gegn tillögum Bush um skattalækkanir, aukin útgjöld til hersins og breytingar á menntakerfinu. Demókratar hafa einnig lagt fram tillögur í innanríkismálum sem þeir vilja að verði teknar til afgreiðslu á þinginu þegar það kemur saman í byrjun næsta árs. Þeir hafa meðal annars lofað að hækka lágmarkslaunin í Banda- ríkjunum og stuðla að lægra lyfja- verði með breytingum á almanna- tryggingum aldraðra Banda- ríkjamanna. Sigur demókrata virðist tryggja að Nancy Pelosi, leiðtogi demó- krata í fulltrúadeildinni, verði fyrst kvenna til að gegna embætti forseta þingdeildarinnar. Pelosi er mjög vinstrisinnuð og nokkrir af reyndustu þingmönnunum úr röð- um vinstrisinnaðra demókrata verða að öllum líkindum formenn mikilvægra þingnefnda. Talið er þó að erfitt verði fyrir demókrata að knýja fram mjög vinstrisinnaða stefnu. Margir nýju þingmann- anna í flokki demókrata eru lengra til hægri en Pelosi og fleiri þingmenn sem hafa verið lengi á þinginu. Líklegt er að nýju þing- mennirnir reyni að halda flokkn- um á miðjunni. Mestu skiptir þó að demókratar beina nú sjónum sínum að kosn- ingunum í Bandaríkjunum eftir tvö ár. Líklegt er að erfiðara verði fyrir fulltrúadeildarþingmenn, sem sigruðu repúblikana í fyrradag, að ná endurkjöri árið 2008 ef þeir seilast of langt til vinstri fyrir næstu kosningar. Forystumenn demókrata í fulltrúadeildinni hafa því beitt sér fyrir miðjustefnu með það að markmiði að tryggja víð- tækan stuðning demókrata og höfða einnig til kjósenda sem hneigjast til að styðja repúblikana. Þannig vilja þeir leggja grunninn að sigri demókrata í forsetakosn- ingunum eftir tvö ár. Óeining meðal demókrata Eftir að demókratar hafa náð meirihluta á þinginu er líklegt að athyglin beinist meira að ágrein- ingi í röðum þeirra í ýmsum mál- um, meðal annars um hvað gera eigi í Írak, hvort auka eigi út- gjöldin til hersins og hækka skatta. Ekki er eining meðal demókrata um hvað gera eigi í Íraksmálunum og það eina sem hefur sameinað demókrata í þeim efnum er and- staðan við stefnu Bush-stjórn- arinnar. Nokkrir þingmanna demókrata í fulltrúadeildinni og margir þeirra sem kusu þá í fyrradag vilja að Bandaríkjamenn kalli hersveitir sínar í Írak heim tafarlaust. Aðrir demókratar vilja ekki setja nein tímamörk og segja að heimkvaðningin eigi að ráðast af frammistöðu íraskra öryggissveita. Flestir fréttaskýrendur banda- rískra fjölmiðla sögðu úrslit kosn- inganna mikið áfall fyrir stjórn Bush sem þyrfti að fallast á mikl- ar breytingar á stefnu sinni, eink- um í málefnum Íraks. „Eftir að demókratar hafa náð meirihluta í að minnsta kosti annarri þing- deildanna og styrkt stöðu sína í hinni verður Bush nær örugglega undir miklum þrýstingi að endur- skoða stefnu sína í málefnum Íraks, ekki aðeins frá demókrötum heldur einnig eigin flokki,“ sagði fréttaskýrandi The New York Times. „Jafnvel margir repúblik- anar, sem héldu velli, eru orðnir órólegir eftir harðan kosningaslag og leita nú að nýrri stefnu.“ Bush forseti brást við úrslit- unum með því að tilkynna í gær- kvöldi að Donald Rumsfeld léti af embætti varnarmálaráðherra, en hann hafði sætt gagnrýni fyrir framgöngu sína í Íraksmálunum. Fréttaskýrendurnir sögðu að demókratar þyrftu einnig að sýna að þeir væru tilbúnir að fallast á málamiðlanir. Nú þegar repúblikanar hafa ekki lengur bæði tögl og hagldir í stjórnkerfinu í Washington stend- ur Bush frammi fyrir því að staða hans verður veik síðustu tvö árin í embætti en demókratar þurfa einnig að sýna að þeir geti breyst „úr reiðum stjórnarandstöðuflokki í valdaflokk sem getur unnið með repúblikönum“ eins og fréttaskýr- andi The New York Times orðaði það. The Wall Street Journal lagði áherslu á að demókratar gerðu sér grein fyrir því að repúblikanar gætu beitt málþófi í öldungadeild- inni og Bush beitt neitunarvaldi sínu. „Almennt eru menn þeirrar hyggju að tveggja ára pattstaða sé líkleg,“ sagði blaðið. aður fyrir Íraksstríðið Reuters ósendunum, einkum vegna stríðsins í Írak, og vildu breytingar.    ! !" "#$ %&'# ()&$#  * )%&+&') %,-# -&. -+ / (0&+ 10 () )$&+&'2-( &3# &4%%)&# (&$5() # &4&$#  * )%&+ 5 -) (-# - &# & + #(%&#&6&/6&07 0%&# &'2&# &#'% &/ 4 8 )&8#( &# -)% (&+&9 ( +)       #$%!&'($!" :) %,-# - ! "# $%&$%'()* $  0;%      0;% +,# " -.   /)# ) - #  7 (=  >% (&/ (0;%=0123  4-  0123  4-  5    0123  4-  + 5    )%*"+!%! "#  $%   &#  '  (  ) kvöldi. Bush hafði gagnrýnt demókrata harkalega í aðdrag- anda kosninganna en í gær var komið annað hljóð í strokkinn, meiri sáttatónn einkenndi þá tal manna og talsmenn Hvíta hússins sögðu að forsetinn myndi vinna með nýjum meirihluta á þingi, að því að bæta hag landsmanna. Greindi Bush frá því að hann hefði hringt í bæði Emanuel og Pelosi í gær og óskað þeim til hamingju með sigurinn. Hann hygðist eiga gott samstarf við demókrata á þingi um öll helstu mál, ekki síst þjóðaröryggismálin, sem skiptu svo miklu máli á þess- um hættutímum. Engu að síður væru úrslitin vonbrigðim, enginn þyrfti að velkjast í vafa um það. inn bilbug á sér finna. Hann við- urkenndi að úrslitin væru „mikil vonbrigði“ en spáði því að repúbl- ikanar næðu aftur meirihluta á þingi eftir tvö ár. George W. Bush Bandaríkja- forseti tjáði sig um úrslitin – sem óneitanlega eru mikill áfell- isdómur yfir stjórn hans og um leið mikið áfall fyrir hann – í gær- að niðurstaðan væri afgerandi. „Þessi úrslit eru skýr skilaboð til Repúblikanaflokksins,“ sagði öld- ungadeildarþingmaðurinn John McCain, en hann þykir líklegur til að verða frambjóðandi repúblik- ana í forsetakosningum eftir tvö ár. John Boehner, leiðtogi repúbl- ikana í fulltrúadeildinni, lét þó lít- s og í eng. ta. úrs í a krata- m tta mó- rir blik- stir eild- anuel, emó- aði þó gn að u. i t Ro- tjóri af þingi ndu AP Sigurvíma Nancy Pelosi, væntanlegur forseti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings, á sigurhátíð demókrata í Washington í fyrrinótt. Við hlið henn- ar eru, f.v.: Rahm Emanuel, Harry Reid, leiðtogi demókrata í öldungadeildinni, og Charles Schumer, öldungadeildarþingmaður frá New York. a Madrid, París. AP, AFP. | Úrslit kosninganna í Bandaríkjunum „marka upphaf endaloka sex ára langrar martraðar sem veröldin hefur mátt upplifa“. Þetta sögðu meira en 200 þingmenn er tilheyra flokki sósíalista á Evrópuþinginu í sameiginlegri yfirlýsingu. Viðbrögð við niðurstöðum kosninganna í Bandaríkjunum voru kannski ekki alls staðar svona afgerandi en þó er ljóst að víða um heim önduðu menn léttar, enda hefur George W. Bush Bandaríkjaforseti verið umdeildur í meira lagi. Mátti greina að sumir teldu, að tími hefði verið tilkom- inn að hann fengi á baukinn. Sumir helstu bandamanna Bush – t.a.m. Anders Fogh Rasmussen í Danmörku og Shinzo Abe í Japan – veltu vöngum yfir því hvaða áhrif þetta hefði á stefnu Bandaríkj- anna í Írak og í utanríkismálum almennt. Skiptar skoðanir í Írak Skoðanir voru líka skiptar í Írak. Qais Abu Ahmed, miðaldra súnnítí sem starfar í hús- næðismálaráðuneyti landsins, harmaði úr- slitin, enda væri íraski herinn ekki nægi- lega öflugur til að sjá um öryggi í landinu. „Jafnvel minniháttar heimkvaðning Banda- ríkjahers myndi hafa alvarlegar afleið- ingar. Borgarastríð myndi skella á, það yrðu jafnvel framin fjöldamorð strax á fyrsta degi,“ sagði hann. Aðrir vonuðust til að sigur demókrata myndi hraða brotthvarfi Bandaríkja- manna. „Ég vil að Bandaríkjaher fari frá landinu til að okkur Írökum verði kleift að setjast niður saman og koma á stöðugleika á ný,“ sagði sjítinn Ismail Khan. „Martröð“ sem nú er lokið?
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.