Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 38
38 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN HÚSNÆÐISVERÐ hefur hækkað mikið að undanförnu og hefur náð nýjum hæðum. Þessi þróun hefur gert mörgum erfiðara um vik að fjárfesta í húsnæði, sér- staklega ungu fólki sem hyggst festa kaup á sinni fyrstu fasteign. Að hluta á þessi hækkun rætur að rekja til öflugrar komu viðskiptabank- anna inn á húsnæð- islánamarkaðinn. Betri vaxtakjör og frjáls samkeppni á þessum markaði eru vitaskuld af hinu góða. Hins vegar þarf að huga að mik- ilvægum úrbótum til þess að stuðla að því að almenn- ingur eigi kost á húsnæði á viðráð- anlegum kjörum. Nægt framboð af lóðum Mikilvægt er að sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafi alltaf upp á að bjóða nægt framboð af lóðum. Nóg framboð myndi slá á þenslu á þessum markaði og hamla gegn of miklum hækkunum. Því miður hafa mörg sveitarfélög ekki staðið sig sem skyldi í þess- um efnum, sérstaklega Reykjavík undir stjórn vinstri manna. Þing- menn kjördæmisins taka ekki ákvörðun um lóðaframboð, en geta hins vegar verið öflugir málsvarar umbjóðenda sinna í skipulags- málum höfuðborgarsvæðisins. Stimpilgjald á að afnema Stimpilgjöldin eru of þung byrði á þá sem eru að reyna að stofna heimili. Þau auka kostnaðinn sem fylgir fasteignakaupum verulega, og eru ranglát og óhagkvæm skattheimta. Meðal annars hamla þau gegn því að menn bæti kaup- mátt sinn með því að endur- fjármagna óhagstæð lán og draga þannig úr samkeppni milli lánveit- enda um að bjóða bestu kjörin. Stimpilgjöld gera það að verkum, að fólk veigri sér við að festa kaup á húsnæði við hæfi. Aukna skilvirkni Ríkið á að hætta að keppa við banka um að veita lán til hús- næðiskaupa. Það leið- ir til mjög skakkrar samkeppnisstöðu og var kveikjan að þeirri sprengju sem varð á fasteignaverði. Hlut- verk ríkisins ætti að einskorðast við fé- lagsleg úrræði á þessu sviði. Einkafyrirtækjum er best treystandi til þess að reka lána- starfsemi með hagkvæmum hætti, eins og á öðrum sviðum atvinnu- lífsins. Í nágrannalöndum okkar gegna viðskiptabankar lykilhlut- verki á húsnæðislánamarkaði, en hér er þátttaka þeirra á frumstigi. Viðskiptabönkunum hér landi verður að gefa svigrúm til að þróa þjónustu sína. Þeir hafa þegar byrjað að nýta sér fjármögnunar- aðferðir, eins og verðbréfum hús- næðislána, sem eru viðteknar í þróuðum fjármálakerfum ná- grannalandanna, til þess að stuðla að því að hægt verði að bjóða hús- næðislán á sem allra bestum kjör- um. Það er brýnt að ríkisvaldið trufli ekki þessa þróun með óþarfa afskiptum. Til lengri tíma litið mun hinn frjálsi markaður tryggja betri þjónustu og kjör fyrir fast- eignakaupendur. Heilbrigðan fasteignamarkað Brýnt er að okkur takist áfram að búa svo um hnútana að flestir geti búið í eigin húsnæði. Þrösk- uldurinn fyrir ungt fólk hefur óneitanlega hækkað með hækk- andi fasteignaverði. Þess vegna er afar brýnt að þannig verði á mál- um haldið á næstu misserum að fasteignamarkaðurinn þróist með eðlilegum og skynsamlegum hætti. Því miður kalla margir nú á af- skipti og inngrip ríkisvaldsins, sams konar úrræði og eru á hröðu undanhaldi á öllum öðrum sviðum efnahagslífsins. Lausnin er þvert á móti sú að greiða fyrir skilvirkum markaði með nægu framboði, lægri álögum og samkeppn- isumhverfi á fjármálamarkaði. Allir þurfa þak yfir höfuðið Pétur Árni Jónsson skrifar um húsnæðismál »… er afar brýnt aðþannig verði á mál- um haldið á næstu miss- erum að fasteignamark- aðurinn þróist með eðlilegum og skyn- samlegum hætti. Pétur Árni Jónsson Höfundur býður sig fram í 5. sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV- kjördæmi. ÞAÐ er ekki auðvelt að fylgja hugsanagangi meiri- hlutans í borgarstjórn svo mikið er víst. Fyrir borgarstjórnarkosn- ingar í vor kepptust frambjóðendur Sjálf- stæðisflokksins við að gefa yfirlýsingar um allt það sem þeir ætluðu að gera fyrir eldri borg- ara ef þeir næðu meiri- hluta í borginni og trúr fylgifiskur þeirra, Framsóknarflokkurinn, tók undir í einu og öllu. Í dag er meirihlutinn samsettur af sjálfstæð- ismönnum og einum framsókn- armanni, sem sagt, nú mega borg- arbúar búa við það sama og landsmenn allir gera enn, sem er að flokkurinn sem þeir höfnuðu, Fram- sókn, fer með völdin í stjórn Reykja- víkur ásamt sjálfstæðismönnum, sem er sama samsetningin og á meirihlut- anum í ríkisstjórn. Svikin loforð Fyrir kosningar var meðal annars hamrað á að auka þyrfti ýmiss konar aðstoð við eldri borgara, það væri skömm að því hve skarðan hlut þeir bæru af allri velferðinni. Síð- ustu fréttir eru að hækka eigi þjón- ustugjöld, sem aldraðir þurfa að greiða fyrir þá þjónustu sem þeir þurfa um tæp 10%, en sam- tímis koma fréttir af því að borgarstjóri hafi selt hlut borgarinnar í Landsvirkjun langt undir matsverði. Er ekki eitt- hvað athugavert við þetta? Er meiri- hlutinn í borgarstjórn að sækja eitt- hvað af því, sem upp á vantar af sölu eignarhluta borgarinnar í Lands- virkjun, í vasa eldri borgara? Hvar eru nú öll kosningaloforðin til eldri borgara? Lái mér hver sem vill en ég hef á tilfinningunni að hér sé á ferð- inni sami hrokinn gagnvart þeim borgarbúum sem lagt hafa lífsstarf sitt í að leggja grunninn að Reykjavík og ríkisstjórnin sýnir þegar hún leyfir sér að segja að allir hafi fengið sömu kaupmáttarhækkun á undanförnum góðærum og eru þá að tala um pró- sentur en ekki krónur. Sami rassinn í ríki og borg En það er auðvitað sami rassinn undir báðum, bæði þeim sem stjórna landinu og þeim sem stjórna borg- inni. Fyrrverandi forsætisráðherra, sem er framsóknarmaður og nú ný- orðinn framkvæmdastjóri Norð- urlandaráðs, hefur engar áhyggjur, segir hann, af því hver laun hans verða fyrir nýja starfið enda enn á biðlaunum ráðherra og sjálfsagt fljót- lega á hinum alræmdu eftirlaunum líka. Núverandi borgarstjóri er sjálf- stæðismaður og hefur vafalaust 5–6 sinnum hærri laun en ellilífeyrisþegi með fulla tekjutryggingu. Má ég biðja um fólk sem er í tengslum við manninn á götunni til að stjórna ríki og borg en ekki fólk sem lítur niður á og telur sig geta sagt og gert hvað sem er á kostnað þeirra sem lögðu grunninn að velsældinni. Þjónustugjöld á eldri borgara eru hækkuð um nær 10% í Reykjavík um leið og Landsvirkjun er seld á und- irverði. Borgarstjóri sýnir Landsvirkjun linkind en eldri borgurum hörku Ragnhildur Sigríður Eggerts- dóttir skrifar um borgarstjórn- arkosningarnar í vor » Þjónustugjöld á eldriborgara eru hækkuð um nær 10% í Reykja- vík um leið og Lands- virkjun er seld á und- irverði. Ragnhildur Sigríður Eggertsdóttir Höfundur er eldri borgari og félagi í Samfylkingunni. Maður sagði: Líttu við í kvöld. Hann hugsaði: Líttu inn. Eða: Komdu við. (Að líta við merkir að líta um öxl.) Gætum tungunnar HEGÐUN í umferðinni og akst- urslag hefur verið í umræðunni und- anfarið. Þetta eru mál sem mér finnst fólk velta töluvert fyrir sér en lengra nær það svo ekki. Það mætti kalla þetta umferðarmenn- ingu og -siðferði. Öku- kennsla hefur líka ver- ið tengd við umræðuna. Ég held, eins og málin standa, að bætt umferðarmenning og siðferði í umferðinni og breyttur umferð- aráróður sé það sem við viljum sjá í fram- tíðinni. Umferðarmenning annarra þjóða Ég bjó í Danmörku í nær átta ár og mót- aðist dálítið af umferð- armenningu þar í landi og umferðaráróðri enda var það ekki mörgum árum eftir að ég tók bílprófið hér á landi. Það tók mig hins vegar drjúgan tíma, eftir að ég kom heim, að aðlagast umferðinni hjá landanum „með fullri virðingu“. Mér finnst að ég hafi ekki aðlagast alveg og mun sennilega aldrei gera. Ég hef ekki gert eins og þegar ég ók í París einu sinni. Þar er maður hreinlega neyddur til að aka eins og innfæddur til þess að komast eitt- hvað áfram. Næstum allir sem aka bifreið eru með frekar brúnan og veðraðan vinstri handlegg, vegna þess að hann er alltaf hafður fyrir utan bílinn í akstri og þannig stjórna allir umferðinni af tilfinningu og með tilþrifum. Veðurfarið hérlendis er hins vegar of kalt fyrir tilburði af þessu tagi. Meiraprófið Fyrir rúmu ári síðan tók ég ákvörðun um að fara í ökuskóla og taka meiraprófið, eins og það er kall- að. Ég get ekki neitað því að eftir að ég fór í gegnum öll námskeiðin og prófin sé ég hlutina frá enn öðru sjónarhorni en áður. Ég tel að margt af því, sem farið var yfir þar, ætti heima í almennu öku- námi. Mér finnst, að um- ferðarfræðsla ætti að vera stærri þáttur í skólum, kannski ættu ökukennarar að vera í skólunum, ef það gæti orðið til að bæta menn- inguna og viðhalda stöðugum áróðri. Að mínu mati gerast hlutirnir dálítið snöggt þegar unglingar kom- ast á bílprófsaldurinn og fá prófið. Allt í einu má maður aka tæki sem vegur oftast milli eitt og tvö tonn, á töluverðum hraða innan um alla hina þungu bílana. Að maður tali ekki um ef þessir nýju bílstjórar eru með einhverja til- raunastarfsemi í um- ferðinni. Kannski ætti að út- búa einhvers konar fyr- irbyggjandi námskeið og síðan próf, sem gætu mælt væntanlega hegðun, ábyrgð og samkennd. Og þeir sem sækja tíma og sýna samvinnu fái skírteinið á réttum tíma, en hinum kannski seinkaði aðeins sem ekki finna hjá sér ábyrgðina. Við ættum einnig að kynna okkur betur umferðaráróður annarra og tileinka okkur það besta, ef það gæti orðið til þess að fækka óþægilegum og óvæntum uppákomum í umferð- inni. Ljóst er að það dregur ekki úr sorg að missa ástvin eða náinn ætt- ingja í umferðinni vegna óþarfa- hegðunar annarra. Umferðarmenning og -siðferði Árni Þór Helgason skrifar um þörfina á að bæta umferð- armenningu Íslendinga Árni Þór Helgason » Við ættumeinnig að kynna okkur betur umferð- aráróður ann- arra og tileinka okkur það besta ... Höfundur er arkitekt og gefur kost á sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Fréttir í tölvupósti mbl.is smáauglýsingar WWW.BJARNIBEN.IS Bjarni Benediktsson efnir til opins fundar um samgöngumál í Suðvesturkjördæmi á kosningaskrifstofu sinni að Garðatorgi 7 í kvöld kl. 20. Gestur fundarins verður Eysteinn Harldsson, bæjarverkfræðingur í Garðabæ. OPINN FUNDUR UM SAMGÖNGUMÁL Í KVÖLD TRYGGJUM TRAUSTA FORYSTU BJARNA BENEDIKTSSON Í 2. SÆTIÐ

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.