Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 45

Morgunblaðið - 09.11.2006, Qupperneq 45
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 45 endalaust með þér. Þú varst mikill Eyjamaður og á jólunum fórum við alltaf til ykkar ömmu í lunda. Það var alltaf stutt í sönginn hjá fjöl- skyldunni og þú tókst ósjaldan upp gítarinn í boðunum og söngst. Þú varst svo mikill Presley-aðdáandi og ég man hvað þú varst glaður þegar ég gaf þér Presley-bollann og bók- ina. Ég sakna þín, afi minn, en ég veit samt að núna ertu kominn á betri stað og fékkst loksins hvíld eftir veikindin. Hvíldu í friði, elsku afi minn. Þín, Kristín Mjöll (títla) Elsku afi, nú ertu kominn til himnaríkis þar sem Guð mun taka vel á móti þér. Við lærðum mikið af þér, en ekki eins mikið og við hefð- um viljað, þar sem við höfum búið í Bandaríkjunum síðustu 10 ár. Sögur þínar voru alltaf jafn skemmtilegar, ferskar og fræðandi. Þú hefur verið og munt ávallt verða hetjan okkar og við munum taka minningar og sögur þínar með okkur í gegnum þetta líf. Þú varst með sérstakt bros sem ávallt lýsti upp hvar sem þú varst og með þetta sérstaka Elvis Presley brilljantín í hárinu sem við dáðum. Takk fyrir allar ógleymanlegu stundirnar sem við áttum saman sem þó voru alltof fáar. Við geymum minningarnar frá ferðinni til Niag- ara Falls á afmælinu þínu og þegar þú komst með ömmu að heimsækja okkur til Virginia Beach. Við vitum að þú ert nú kominn á góðan stað, ert við betri heilsu og þegar þú gengur í gegnum Gullna Hliðið, í bláa íþróttagallanum, vonum við að Pepsi Max bíði þín í fossum. Þegar við hittum þig aftur verður þú von- andi með gítar í hönd, tilbúinn að spila fyrir okkur „Twilight Time.“ Þjóðhátíðirnar með þér voru margar en þessi síðasta þjóðhátíð í sumar verður okkur ávallt minnisstæð því þú skemmtir okkur hressilega með gítarspili og sögum. Hafðu það gott, elsku afi, hlökkum til að sjá þig aftur og við vonum að þú lítir eftir okkur! Góði Guð, blessaðu nú afa okkar, og taktu hann undir þinn verndar- væng, blessuð veri minning hans og þakka þér, afi, fyrir samveruna. Elsku amma, Guð gefi þér styrk. Gylfi Aron og Alexander Aron. Elsku afi minn, nú er ferðin á enda. Mig tekur það sárt að sitja hér og skrifa þessa grein til þín en um leið fyllist ég mörgum dásamlegum minningum og hlýjum tilfinningum. Ég veit að þú þjáðist í veikindum þínum og oft var ástandið ekki sem best. Samt sem áður er skrítið að þurfa að standa frammi fyrir því að þú sért núna farinn frá okkur þar sem mér fannst þú geta gengið í gegnum allt og komið heill út. Ég er svo þakklát fyrir að eiga svo margar góðar minningar með þér. Þú varst stórkostlegur á allan hátt. Það var svo margt sem við barnabörnin lærðum af þér og þolinmæðin sem okkur var sýnd var ómetanleg. Þú tókst þátt í öllum okkar leikjum í Munaðarnesinu og í Reynilundinum. Veltir þér upp úr snjónum um miðj- an vetur og hoppaðir svo ofan í heita pottinn, okkur til mikillar skemmt- unar. Þú sast með okkur fram á nótt og kenndir okkur bridds og þolin- mæðina vantaði ekki. Þú sýndir okk- ur ávallt mikla ást og umhyggju. Hvert okkar fékk næga athygli eftir þörfum. Ég man vel eftir flugelda- sýningum á áramótum og hvað það var alltaf mikil tilhlökkun að koma til ykkar ömmu. Á meðan ég geymi þessar minningar í hjarta mínu þá er ég þakklátust fyrir að hafa fengið að kynnast þér svona vel og njóta tíma með þér þessi 26 ár lífs míns. Mér er minnisstætt þegar þið amma komuð núna um árið að heimsækja mig og Védísi til London. Við áttum ynd- islegar stundir saman. Við sátum fram á nótt við kertaljós og heima- tilbúnar fiskibollur og töluðum um lífið og tilveruna. Síðast þegar við hittumst þá varstu heima í Sóltúninu og við sátum saman um stund og náðum góðu samtali. Ég mun alltaf muna síðustu orðin sem þú sagðir við mig þegar við föðmuðumst. Á þeim tíma grunaði mig ekki að það væri í hinsta sinn sem ég fengi þig litið augum á lífi. Ég finn samt veru- lega fyrir náveru þinni. Í dag var ég að hugsa að við værum kannski enn nær hvort öðru núna en áður þar sem ég var oft í öðru landi. Það sem stendur upp úr samskiptum okkar, elsku afi minn, er allur sá kærleikur sem þú veittir mér og stuðningur. Þú varst alltaf jákvæður og hafðir alltaf trú á mér, sama á hvaða skeiði lífsins ég var. Mér þótti alltaf vænt um hversu vel þú studdir mig og eykur það metnað minn í lífinu. Ég vildi fá að sýna þér þakklæti mitt og hversu mikið ég elska þig. Ekkert verður eins núna þegar þú ert far- inn, en þú fékkst að finna hversu sterk fjölskylda okkar er og það er huggun í því að vita að þú yrðir stolt- ur. Það er mér huggun að þú þjáist ekki lengur og fékkst að fara um- kringdur kærleika og ást. Þú verður ávallt í hjarta mínu, elsku afi minn. Nú geymir Guð þig. Aldís Kristín Árnadóttir. Elsku afi. Þú gladdir mig með til- vist þinni frá því ég fyrst leit dagsins ljós. Væntumþykjan og hlýjan frá þér var óumdeilanleg. Minningarnar flæða yfir mig og mér bregður bros á vör í gegnum streymandi tárin. Þú varst svo stoltur af þínum barna- börnum og kunnir manna best að láta það í ljós. Það eru ekki allir sem geta sagt „ég elska þig“ án þess að blikna eða laumað að manni hlýjum orðum þegar maður þarf svo á þeim að halda. En það gerðir þú. Ég gat svifið frá þér öll upphafin og full orku til að framkvæma hluti. Þú hafðir hæfileika til að gera menn úr mönnum, ef svo má að orði komast. Ekkert var ómögulegt og þú kenndir mér það snemma að ef vilji væri fyrir hendi þá gæti ég það. Sá hugsunarháttur lýsti sér eflaust best í ferð ykkar ömmu til mín og Aldísar í Lundúnum fyrir um 2 árum. Þar varstu varla göngufær en þú beist þetta í þig, gekkst upp margar þröngar litlar tröppur upp í íbúðina. Leiðsögumaðurinn í þér var svo ekki langt undan. Það var sama hvert var farið, þú vissir þetta allt saman, bentir hægri og vinstri og lést fróð- leiksmolana falla. Hvílíkt ofurmenni sem þú varst. Það lifir svo sterkt í minningunni hvernig við afabörnin kúrðum okkur í heita pottinum að hávetri til í Rey- nilundi á meðan afi stökk út í snjó- inn, velti sér um í honum hlæjandi, á sundskýlunni einni saman. Kom svo með freðna snjóboltana ofan í pott- inn og stríddi okkur. Mannfólkið er misjafnt og allir hafa sína djöfla að draga. Þú skildir og þekktir það vel sjálfur og þar af leiðandi hjálpaðirðu mörgum í starfi þínu sem kennari og félagsmála- fulltrúi. Þú trúðir á, treystir og hvattir mann til að gera eitthvað úr þessu lífi. Það verða alltaf fátækleg orð sem koma frá mér í samanburði við það sem virkilega býr í hjartanu, afi minn. Ég get þó huggað mig við það að ég sagði þér það sem mér þótti mikilvægast áður en þú fórst: „Ég er svo stolt af þér“. Þú brostir lítillega og rétt náðir að svara fyrir þig: „ég er algjört dekurbarn og ég veit það.“ Það má svo liggja milli hluta hvort það þyki dekur að liggja mánuðum saman á spítala án þess að fara úr rúmi. Það voru forréttindi að vera afa- stelpan þín og eiga með þér dýrmæt- an tíma þegar sá tími gafst. Forrétt- indi að geta kvatt þig og eiga með þér hina hinstu stund. Mestu for- réttindin eru þó að tilheyra þessum góða hópi fólks sem þú hefur skilið eftir þig. Þakklætið er manni efst í huga innan um kjarngóða fjölskyldu þar sem allir vilja styðja hver við annan. Ég er stolt af því að vera af þínu bergi brotin. Fólk eins og þú vex ekki á hverju strái. Þú varst mikill persónuleiki og skilur því heil- mikið eftir þig. Farðu í friði, afi minn. Þú dansar nú heilsuhraustur á himnum við „Twilight time“ með Elvis og brosir niður til okkar. Lagið ómar í höfði mér og nostalgían fyllir vitundina: „Each day I pray for evening just to be with you, Together at last at twi- light time.“ Guð geymi þig. Þú verð- ur alltaf hjá mér þar til við hittumst á ný í ljósaskiptunum. Védís Hervör Árnadóttir. Elsku afi minn. Mig dreymdi þig í nótt. Þú varst í stólnum í stofunni og ég var að færa þér glas með pepsí og klaka í. Þér var alveg batnað. Elsku afi, þegar ég kom til þín í Sóltún sagðirðu alltaf svo fallegt við mig. Þú sagðir að ég væri góða stelpan þín og væri svo dugleg. Mér leið allt- af svo vel í hjartanu þegar ég fór nið- ur í lyftunni aftur heim. Elsku afi minn, nú ertu hjá Guði og ég hugsa alltaf til þín. Þín stelpa, Telma Sif. Elsku afi. Það var erfitt að kveðja þig. Þú varst alltaf til staðar ef ég þurfti á því að halda. Ég veit að þú fylgist með mér áfram. Í öll þessi 12 ár sem ég er búin að lifa hef ég átt góðar stundir með þér. Þú varst mér fyrirmynd. Ég man alltaf þegar að ég kom í heimsókn, þá sagðir þú allt- af hvað ég væri í fínum fötum og ég væri alltaf svo glæsileg. Á sjúkra- húsinu um daginn varstu svo flottur því að ég greiddi þér svo vel og þeg- ar þú kvaddir varstu enn með hárið eins og ég greiddi það. Það var svo gott að koma í heim- sókn til þín. Þú varst alltaf að tala um mynd sem þú málaðir og ætlaðir að gefa mér. Ég man um daginn þegar ég kom til þín, þá hafði þér lið- ið mjög illa um morguninn, gast ekk- ert borðað, ég hélt í höndina á þér og það var eins og þér liði betur því að þú borðaðir heila skál af súpu og eina skál af graut í eftirrétt og drakkst 4 glös af djús. Þú brostir og talaðir við mig. Ég veit afi, að þú munt alltaf fylgja mér og hjálpa í gegnum allt. Ég sakna þín mjög mikið en ég veit að þú ert í góðum höndum og verður alltaf með mér. Kveðja Karen Sif Heimisdóttir. „Einu sinni fyrir langalöngu, þeg- ar grasið var grænna og fuglarnir sungu hærra, var afi minn lítill strákur“. Þannig voru upphafsorð ís- lenskuritgerðar sem ég skrifaði í grunnskóla um bernskubrek Sigfús- ar afa í Eyjum. Afi var óþrjótandi viskubrunnur og sagnaþulur sem þreyttist seint á því að rifja upp sög- ur (og lygasögur) úr Eyjum. Áður en hafist var handa við sagnagerðina náði afi jafnan í píputóbakið sem lyktaði svo vel og á stóð stórum stöf- um Half and Half. Því næst tróð hann í pípuna, kveikti í tóbakinu og brosti til mín. Þá var hann tilbúinn að halda áfram með söguna. Elstu minningar mínar um afa eru frá Fýlshólum og Reynilundi. Þar hittumst við frændsystkinin marg- oft, fengum pönnukökur hjá ömmu og lékum okkur í sannkallaðri barnaparadís. Garðskálinn var án efa vinsælasti staður hússins. Þar böðuðum við okkur í heita pottinum með afa á meðan amma útbjó næstu kræsingar. Ef snjóaði úti manaði afi okkur út í garð á sundfötunum og veltum við okkur öll saman í fönn- inni. Sá sem gat haldið lengst út var sigurvegari. Um jólin tók við tími ljóss og ófriðar. Friðurinn í hverfinu var úti þegar afi tók fram kínverja- belti og tívolíbombur og sprengdi um áramótin. Hann sagðist fá sprengjurnar sendar frá Kína á hverju ári. Munaðarnesið bar nafn með rentu. Þar kenndi ég ömmu að elda hamborgara og afa að borða þá. Við Aldís, Védís og Sigfús eyddum þar mörgum yndislegum stundum með afa og ömmu og bundumst þar sterkum böndum. Gítarinn var ávallt með í för og sungum við oft fram á rauða nótt. Afi var sérstaklega leik- inn á gítarinn en sagði þann galla fylgja gjöf Njarðar að hann myndi enga texta nema þegar hann horfði í augun á ömmu. Þá söng hann „I love you for sentimental reasons“ eða „Heavenly shades of nights are fall- ing“. Amma roðnaði í hvert sinn, brosti og lygndi aftur augunum líkt og hún væri sautján ára að nýju. Æðruleysi einkenndi kveðjustund afa míns. Ég heimsótti hann nokkr- um klukkustundum áður, sagðist elska hann og sat hjá honum. Védís las fyrir hann sálm nr. 23 úr Biblí- unni og virtist lesturinn létta honum andardráttinn um stund. Fljótlega fylltist herbergið af ættingjum. Afi kvaddi þennan heim umvafinn ást og hlýju í þéttsetnu herbergi af börn- um, barnabörnum og ástvinum. Úti fyrir tók að rigna. Sagan um bernskubrek afa míns endaði vel líkt og allar sögur sem afi sagði. Þrátt fyrir það er saga afa ekki á enda. Hún heldur áfram í gegnum kynslóðirnar sem minning um yndislegan mann sem elskaði ömmu afar heitt. Sálmur nr. 23 end- ar þannig: Já, gæfa og náð fylgja mér alla ævidaga mína, og í húsi Drottins bý ég langa ævi. Þannig man ég þig afi minn! Davíð Þór Þorsteinsson Elsku Siffi, það er svo skrítið að sitja hér og skrifa kveðjuorð til þín sem varst alltaf svo hress og kátur. Þegar ég sá þig síðast við jarðarför móður minnar, systur þinnar, þá datt mér ekki hug að við myndum kveðja þig næst. En svona er þetta nú skrítna líf. Þú varst alltaf svo góð- ur við mig og mína fjölskyldu. Sam- bandið milli fjölskyldna okkar beggja hefur verið svo gott og ómet- anlegt. Þú kenndir mér í Gagn- fræðaskólanum og ég var svo stolt af því að þú varst alltaf valinn besti og vinsælasti kennarinn þar. Það var sko ekki leiðinlegt. Systir þín hafði áhyggjur af því að hún kæmist ekki út í búð síðasta sumar til þess að elda handa þér lambalæri en það verður vonandi bara stór veisla hjá ykkur öllum á nýjum stað. Guð blessi þig, Siffi minn, og takk fyrir allt. Elsku Stína og fjölskylda, Guð styrki ykkur og veri með ykkur. Áslaug, Grétar og fjölskylda. Á tímamótum sem þessum er það umhugsunarvert hvað tíminn líður hratt. Þá er ekkert sjálfgefið í henni veröld, nema kannski upphaf og endir en tímasetningarnar vantar. Það eru rétt rúmir þrír mánuðir síð- an Siffi, eins og hann var jafnan kall- aður, fylgdi Ingibjörgu systur sinni til grafar en hún var sú síðasta á lífi af alsystkinum hans. Þá var hann ótrúlega brattur að sjá en líklega tókst honum að harka af sér og leyna okkur líðan sinni. Hvað um það, nú er þessi foringi allur. Ég segi foringi, vegna þess að þar fór enginn aukvisi til orðs eða æðis. Hvar sem Siffi fór vakti hann óskipta athygli. Allt fas hans, klæðaburður og atgervi, fékk jafnvel ókunnuga til að halda að þarna færi einhver meiri en með- almaður (sem hann náttúrulega var), jafnvel „mafíósi.“ Þá hafði hann mik- ið dálæti á stórum amerískum „köggum“ sem ýtti undir þessa ímynd. Ég minnist þess að þegar birtist alvöru „ teppi“ í Eyjum, þá var meira en líklegt að Siffi væri þar á ferð. Siffi hafði þennan stíl, allt var gert með stæl og það fór honum vel. Hann naut óskoraðrar virðingar samferðamanna sinna, hvar sem hann fór, fyrir sakir einstakra mann- kosta sem prýddu hann en eru ekki öllum gefnir. Þeir sem kynntust honum á lífs- leiðinni, bæði fjölskylda og aðrir nutu þessara mannkosta, sem hann deildi meðal þeirra af gjafmildi. Ég gæti haldið lengi áfram að mæra hann frænda minn en þess þarf ekki. Ég vil þakka það að hafa kynnst honum, áhuga hans á öllu sem laut að Vestmannaeyjum og þá sérstak- lega úteyjalífinu. Ég tel það líklegt að þið bræð- urnir, heiðursfélagarnir „gammel“ og þú, takið eina, ef ekki tvær rispur með gítarinn og lundaháfinn þarna í efri byggð.Það verður örugglega glerfínt þegar þið syngið „ljúfir lif- um“. Elsku Stína og fjölskylda, Guð- finnur og Jóhannes. Við á Saltabergi sendum ykkur öllum innilegar sam- úðarkveðjur. Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Úr Hávamálum.) Haraldur Geir Hlöðversson, Saltabergi. Ævintýri raunveruleikans er það jákvæða, uppbyggilega og skemmti- lega. Sigfús frændi minn var ævin- týri raunveruleikans, kennari og leiðbeinandi af Guðs náð og í honum bjó hið stórtæka og metnaðarfulla. Hann var hvort tveggja í senn, öfl- ugt athafnaskáld og máttarstólpi þeirra sem minna mega sín. Sigfús var sögufróður og sagnamaður með afbrigðum og öll frásagnaratriði, jafnvel þau smæstu, urðu merkileg í máli hans. Vinsældir hans sem kenn- ara voru með ólíkindum þótt hann héldi mjög miklum aga, en hann kunni svo einstaklega vel að virkja hvern einstakling á þeim nótum sem hentaði. Honum lét vel að fá nem- endur sína til að finna sig í þeim verkefnum sem lágu fyrir, sem var bæði þroskandi og gefandi. Sigfús var stór persóna, stundum í stærra lagi fyrir samtíð sína, en eins og brimaldan brotnar á björgum Vestmannaeyja án þess að þau haggist, þá fór hann stundum sjálfur eins og bjarg á móti ölduföldunum í lífinu sjálfu. Í þessari stóru persónu sló undurhlýtt hjarta, viðkvæmt og Sigfús J. Johnsen Helluhrauni 10, 220 Hf., sími 565 2566, www.englasteinar.is Englasteinar Fallegir legsteinar á góðu verði ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, ÞÓRÐUR MATTHÍAS SIGURJÓNSSON bóndi, Fosshólum, sem lést föstudaginn 3. nóvember, verður jarð- sunginn frá Marteinstungukirkju í Holtum laugar- daginn 11. nóvember kl. 14.00. Vilborg Gísladóttir, Jón Þórðarson, Guðmunda Anna Þórðardóttir, Sæmundur Kr. Egilsson, Sigríður Arndís Þórðardóttir, Sigurður Sigurðarson, Vilborg María Ísleifsdóttir, Sigurður Matthías Sigurðarson.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.