Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 51

Morgunblaðið - 09.11.2006, Síða 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 51 Sigtryggur og Hrólfur Íslandsmeistarar Sigtryggur Sigurðsson og Hrólf- ur Hjaltason sigruðu af öryggi á Íslandsmóti eldri spilara sem fram fór sl. laugardag. Þeir hlutu 59% skor. Keppnin um næstu sæti var annars spennandi en annað sætið hlutu Guðmundur Pálsson og Júl- íus Snorrason með 56,8% skor. Unnar A. Guðmundsson og Jó- hannes Guðmannsson urðu þriðju með 56,6% og Hrafnhildur Skúla- dóttir og Jörundur Þórðarson fjórðu með 56,2%. Sautján pör tóku þátt í mótinu. Óttar og Atli Már unnu yngri flokkinn Samhliða móti eldri spilara var spilað í flokki ungra spilara. Þar sigruðu Óttar Ingi Oddsson og Ari Már Arason með miklum yfirburð- um, hlutu 65 yfir meðalskor eða 69,3% skor. Guðjón Hauksson og Jóhann Sigurðarson urðu í öðru sæti með 28 og Grímur Kristinsson og Inda Hrönn Björnsdóttir urðu þriðju með 13 yfir meðalskor. Átta pör kepptu í þessum flokki. Miðvikudagsklúbburinn Miðvikudaginn 1. nóvember var spilaður eins kvölds Barometer-tvímenningur með þátttöku 20 para. Staða efstu para var: Halldór Ú. Halldórss.- Rúnar Gunnarss.71 Páll Þórsson - Ómar Olgeirsson 62 Anna G. Nielsen - Guðlaugur Nielsen 41 Hrafnhildur Skúlad.- Jörundur Þórðars. 33 Arngunnur Jónsd.- Guðrún Jóhannesd. 32 Í Bronsstigakeppni Sævars Karls standa Guðlaugur Sveinsson og Guðjón Sigurjónsson best að vígi hjá karlspilurum, en Hrafn- hildur Skúladóttir leiðir kvenspil- ara. Stigahæstu karl- og kvenspil- arar í lok tímabilsins fá gjafaúttekt. Miðvikudagsklúbburinn spilar öll miðvikudagskvöld í húsnæði BSÍ, Síðumúla 37, 3. hæð. Spila- mennska byrjar kl. 19:00 og eru alltaf spilaðir eins kvölds tvímenn- ingur með forgefnum spilum. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánud. 06.11. Spilað var á 13 borðum. Með- alskor 312 stig og besti árangur N-S: Júlíus Guðm.s. - Rafn Kristjánsson 421 Sæmundur Björns. - Magnús Halldórss. 385 Oliver Kristóferss. - Gísli Víglundss. 361 Árangur A-V Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 431 Jóhannes Guðmannss. - Unnar Guðm.s. 421 Friðrik Jónsson - Tómas Sigurjónss. 372 Hörkukeppni í sveitakeppn- inni í Gullsmáranum Eftir fjórar umferðir í átta sveita keppni Bridsdeildar FEBK í Gull- smára eru þessar sveitir efstar: Sveit Þorsteins Laufdal 80 Sveit Eysteins Einarssonar 79 Sveit Ara Þórðarsonar 73 Sveit Kristins Guðmundss, 68 Sveitakeppninni verður fram haldið 9. og 13. nóvember. Frá eldri borgurum í Hafnarfirði. Þriðjudaginn 7. nóv. Var spilað á 13 borðum. Úrslit urðu þessi í N/S Sigurður Herlufs. – Steinmóður Einars. 369 Magnús Oddsson – Oddur Jónsson 367 Oddur Jónsson – Oddur Halldórsson 362 Rafn Kristjánss. – Oliver Kristóferss. 360 A/V Ragnar Björnss. – Eysteinn Einarsson 405 Sigurður Hallgrímss. – Anton Jónss. 373 Sverrir Gunnarss. – Kristrún Stefánsd. 366 Hera Guðjónsd. – Þorvaldur Þorgrímss. 323 Þá stendur yfir stigakeppni á þriðjudögum og eru eftirtaldir spil- arar efstir: Björn Björnsson 99 Ragnar Björnsson 94 Oliver Kristófersson 82 Haukur Guðmundsson 77 Bridsdeild Hreyfils Lokið er fjögurra kvölda hausttvímenningi og var keppnin afar jöfn og spennandi allan tím- ann. Síðasta spilakvöld: Birgir Kjartanss. - Árni Kristjánss. 95 Daníel Halldórss. - Ágúst Benediktss. 87 Björn Stefánss. - Þórir Jóhanness. 87 Guðjón Jónsson - Einar Gunnarss. 86 Lokastaðan: Jón Sigtryggss. - Skafti Björnss. 312 Daníel Halldórss - Ágúst Benediktss. 303 Gunnar Bíldal - Jóhanna Einarsd. 298 Birgir Sigurðss. - Sigurður Ólafsson 297 Árangur Gunnars og Jóhönnu er athyglisverður en þau eru nánast nýliðar hjá félaginu. Næst verður spilað nk. mánu- dagskvöld og ræðst fyrirkomulagið af fjölda þátttakenda. Spilað er í Hreyfilshúsinu og hefst spila- mennskan kl. 19.30. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is FRÉTTIR Toyota LC 120 LX 2003, 38" Toyota LC120 LX, dísel, sjsk. Nýskr. 06.2003, 38" breyttur hjá AT. Ekinn 62.000 km. Einn eigandi. Loftdæla, prófílbeisli, þjónustubók. V. 4.990. S. 860 0604. Útsala - Renault Megane árg. 2000. Ekinn 77.000 km. Ný tímareim, vel með farinn, lítur vel út. Ásett 700 þús. Tilboð 480 þús. stgr. Símar 898 1007 og 697 9798 í Rvík. MMC Pajero árg. 1998 til sölu, 2.8 dísel, sjálfskiptur, topplúga, raf- magnsrúður o.fl. 35" jeppaupphækk- un. Toppbíll. Upplýsingar í síma 544 4333 og 820 1070. Árg. '95, ek. 136 þús. km. Golf til sölu, vel með farinn. Algjör spari- baukur. Skoðaður 2006. Sími 865 0599 eftir kl. 17. Subaru Impreza 2WD árg. 1997, ek. 180 þ., 5 gíra, 4 dyra, álf., spoiler, vetrardekk, ný skoðaður, ný tímareim. Verð 250 þús. Uppl. 692 3820. Hyundai árg. '05, ek. 15.000 km. Til sölu Getz, 4 dyra, lítur mjög vel út. Fæst gegn yfirtöku á láni.Upplýsingar í síma 565 9574, 895 6274, Erna. Smáauglýsingar „FÉLAG múslima á Íslandi fagnar því að allir stjórnmálaflokkar skuli vera sammála um að tekið verði á málum innflytjenda með mannrétt- indi að leiðarljósi,“ segir í ályktun frá félaginu. „Félag múslima vill ítreka, að leiðin til aðlögunar innflytjenda í okkar samfélagi byggist á því að gera þeim kleift að læra tungumálið sem fyrst og gera ráðstafanir til að auðvelda innflytjendum að stunda nám í ís- lensku. Jafnframt er aðlögun Íslend- inga að breyttu samfélagi brýn, þar sem íslenskt samfélag hefur breyst mikið. Framlag innflytjenda, bæði efnahagslegt og menningarlegt, er ómetanlegt. En félagið vill vara við því að þetta verðuga verkefni verði notað til að breiða út hræðslu, tortryggni og kyn- þáttahatur í samfélaginu. Við höfum séð mörg dæmi frá útlöndum þar sem rasistar hafa notfært sér verðugan málstað eða málefni, til þess að krækja sér í nokkur atkvæði. Öll nei- kvæð umræða um trúflokk eða kyn- þátt hefur þær afleiðingar að skaða samfélagið og auka sundrung innan þess. Félagið harmar, að nokkrir framá- menn Frjálslynda flokksins hafa ver- ið með ógeðfelldar, óréttlátar og óréttmætar yfirlýsingar um múslima í samband við innflytjendamálið. Við sjáum ekki samhengið milli íslams og innflytjenda frá Rúmeníu, Póllandi eða hvað landi sem er. Múslimar koma frá ólíkum löndum, og oft virðist gleymast í umræðunni, að það eru til Íslendingar sem hafa tekið trúna. Félag Múslima hvetur til málefna- legrar umræðu um málefni innflytj- enda hér á landi, auk þess að hvetja stjórnvöld til að taka harðar á öllum brotum á mannréttindum fólks vegna uppruna, litarháttar eða trúar.“ Hvetja til málefnalegrar um- ræðu um málefni innflytjenda Rétt slóð heimasíðu Í VIÐTALI við fatahönnuðinn Helgu Lilju Magnúsdóttur í Dag- legu lífi var ranglega farið með slóð á heimasíðu hennar. Rétt slóð er: www.helicopter-design.com. LEIÐRÉTT KVENFÉLAGIÐ Hringurinn er nú enn einu sinni að hefja sína árlegu jólakortasölu. Allur ágóði af söl- unni rennur til styrktar veikum börnum á Íslandi. Myndin á jólakortinu 2006 er eft- ir Kolbrúnu Sigurðardóttur og ber heitið „Í skýjunum“. Kortin eru seld í 5 eða 10 stk. pökkum með hvítum umslögum á kr. 500 eða kr. 1000 pakkinn. Sölu- staðir: Lyf og heilsa, Hagkaup, Landspítali, Barnaspítali Hringsins og fleiri staðir. Fyrirtæki og aðrir, sem þurfa mikinn fjölda af kortum, geta sent pöntun í tölvupósti á póstfangið: hringurinn@simnet.is. Kortin er þá hægt að fá ýmist með eða án texta. Prentsmiðjan Oddi tekur einnig að sér að prenta merki (logo) fyr- irtækja í kortin. Einnig má lesa inn pöntun á símsvara félagsins. Jólakort Hringsins NÝLEGA var opnuð L’Occitane-verslun í Kringlunni 4–12. Þetta er önnur L’Occitane verslunin sem opnuð er í Reykjavík en hin var opnuð að Laugavegi 76 árið 2001. Í fréttatilkynningu frá nýju L’Occitane-versluninni kemur fram að þar er boðið upp á úrval af vörum fyrir húð og hár, bæði fyrir dömur og herra. Má meðal annars má nefna úrval af baðvörum, sápum, líkamskremum, handáburðum og fótakremi auk fjölbreyttra andlitslína. Í hverjum mánuði leggur fyrirtækið áherslu á eina vörutegund. Í dag eru starf- ræktar um 800 L’Occitane-verslanir um heim allan. L’Occitane-verslanir á Ísandi eru í eigu RS snyrtivara ehf. Ný L’Occitane-verslun í Kringlunni HIN ÁRLEGA haustráðstefna Mið- stöðvar heilsuverndar barna verður haldin föstudaginn 10. nóvember á Grand hóteli í Reykjavík. Yfirskrift ráðstefnunnar er Lengi býr að fyrstu gerð, en meginþemað er næring, vöxtur og forvarnir. Ráð- stefnan er ætluð starfsfólki heilsu- gæslunnar á landinu öllu, læknum, hjúkrunarfræðingum og ljósmæðr- um sem sinna ung- og smábarna- vernd og skólaheilsugæslu. Tilgang- ur hennar er að viðhalda og auka þekkingu fagfólksins á heilsuvernd barna frá fæðingu til 17 ára aldurs, en ekki síður að styrkja tengsl starfsfólksins persónulega og fag- lega og skiptast á reynslu og hug- myndum um fagleg málefni. Ráðstefnan hefst klukkan 9 með ávarpi Sivjar Friðleifsdóttur heil- brigðisráðherra. Síðan taka við fyr- irlestrar en ráðstefnunni lýkur um kl. 16. Haustráðstefna Miðstöðvar heilsu- verndar barna MÁLÞING um lagalegan grundvöll hvalveiða verður haldið í Háskóla Ís- lands, Lögbergi, stofu 101, á morg- un, föstudag, kl. 12.15-14. Í málstofunni mun Tómas H. Heiðar fjalla um Ísland og Alþjóða- hvalveiðiráðið, Stefán Ásmundsson fjalla um lagalegar hliðar hvalveiða frá íslenskum sjónarhóli og Richard Caddell, prófessor við Háskólann í Wales, lýsa öndverðum sjónarmið- um. Loks verða fyrirspurnir og um- ræður. Allir eru velkomnir. Málstofa um laga- legan grundvöll hvalveiða FYRIRTÆKIÐ A.H. Lindsay ehf., sem rekur Litlu jólabúðina hefur ákveðið að flytja verslunina á Lauga- veg 8. Síðastliðin 5 ár hefur Litla jóla- búðin verið starfrækt í bakhúsi að Grundarstíg 7 í Reykjavík. „Á Laugaveginn bjóðum við við- skiptavinum okkar, og þeim sem hafa áhuga á að gleðja augað, að koma til okkar og skoða það sem við höfum upp á að bjóða,“ segir í frétta- tilkynningu. Litla jólabúðin flytur á Laugaveg HÓPUR nemenda í Menntaskólan- um í Kópavogi heldur fatamarkað laugardaginn 11. nóvember kl. 11–16 í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands að Hamraborg 11. Notuð föt verða seld á vægu verði, allt á 300 eða 500 krónur. Allur ágóði rennur í útskriftarsjóð fyrir munaðarlausa unglinga í Mós- ambík sem Rauði kross Íslands hef- ur stutt við bakið á og veitt náms- aðstoð. Úrvalið á fatamarkaðnum er verulegt. Meðal þess sem verður á boðstólum er föt á konur og karla á öllum aldri, barnaföt, skór, hand- töskur, leðurjakkar og lopapeysur ásamt fjölmörgu öðru. Fatamarkaðurinn er lokaverkefni nemendanna í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Nemendurnir vonast til að sjá sem flesta á markaðnum þar sem hægt er að gera góð kaup og styrkja um leið gott málefni, segir í fréttatilkynn- ingu. Fatamarkaður MK- nema fyrir ung- linga í Mósambík FRÆÐSLUFUNDUR hjá Félagi stjúpfjölskyldna verður haldinn laugardaginn 11. nóvember nk. kl. 12 í Hringsjá, Hátúni 10d, Reykjavík. Fundarstjóri er Valgerður Halldórs- dóttir, félagsráðgjafi, MA og for- maður félagsins. „Margvíslegar spurningar vakna þegar einstaklingar sem eiga barn eða börn af fyrri samböndum ganga í hjónaband. Gildir t.d. reglan um setu í óskiptu búi um stjúpfjölskyldur? Hver erfir hvern og af hverju? Ingi- björg Bjarnardóttir, lögmaður hjá Lögsátt mun halda erindi um erfða- mál í stjúpfjölskyldum og svara síð- an fyrirspurnum,“ segir í fréttatil- kynningu. Allir eru velkomnir á fundinn og kostar kr. 500 fyrir aðra en fé- lagsmenn. Kaffiveitingar eru í boði félagsins og eru félagsmenn hvattir til að taka með sér gesti. Nánari upp- lýsingar er að finna á: www.stjup- tengsl.is Að loknum fræðslufundinum kl. 14 verður haldinn aðalfundur Félags stjúpfjölskyldna með venjulegum aðalfundarstörfum. Stjórnin. Erfðamál í stjúpfjölskyldum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.