Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„NÆSTU dagar verða fremur
kaldir en svo ætti að draga aðeins
úr frostinu þegar líður á næstu
viku. Það sér alla vega fyrir end-
ann á þessu kuldakasti þótt ekki
verði það um sinn,“ segir Þor-
steinn V. Jónsson, veðurfræð-
ingur hjá Veðurstofu Íslands, um
kuldann sem hrjáð hefur íbúa
landsins að undanförnu. Hvass-
viðri og úrkoma hafa fylgt kröpp-
um lægðum en nú er útlit fyrir að
vind lægi og bjart veður og stillt
verði um helgina.
Þorsteinn segir ekki óalgengt
að krappar lægðir gangi yfir
landið í nóvember og aðallega
komi það flatt upp á fólk vegna
þess hversu hlýtt og stillt veður
hefur verið undanfarna mánuði.
„Lægðirnar koma frekar fyrr
þannig að það má kannski segja
að þær séu fyrr á ferðinni núna
en oft áður,“ segir Þorsteinn sem
bætir því við að nóvember í ár sé
heldur kaldari en verið hefur á
undanförnum árum og svona
miklir kuldar komi venjulega
ekki fyrr en eftir áramót. Hann á
allt eins von á því að hiti í mán-
uðinum verði undir meðallagi en
segir að ekki þurfi að túlka það
sem óvanalegt þrátt fyrir að hiti
hafi verið yfir meðallagi und-
anfarna mánuði. „Síðustu mán-
uðir hafa verið hlýir en það koma
alltaf inn á milli einhverjir mán-
uðir þar sem hitinn fer niður fyrir
meðaltal.“
Ekki flogið til Austurlands
Flug til og frá Egilsstöðum lá
niðri mestan hluta gærdags enda
mikil ofankoma og raunar blind-
bylur fyrir austan. Um 200 far-
þegar biðu þar eftir flugi til
Reykjavíkur en aftur á að reyna
að fljúga í dag. Flug til Akureyr-
ar gekk hins vegar vel og var á
áætlun.
Samkvæmt upplýsingum frá
vaktstöð siglinga voru um eitt
hundrað íslensk skip á miðunum í
gær og höfðu nokkur lent í vand-
ræðum vegna veðurs. Ekkert
tjón varð þó en vaktstöðin fylgd-
ist sérstaklega vel með ferðum
þeirra. Að meðaltali væru um 300
skip úti ef veður væri skaplegt.
Ekkert lát á kuldakasti
þótt vind lægi yfir helgina
Ljósmynd/Atli Vigfússon
Rúningur Sigurður Þórarinsson bóndi klippir mest sjálfur og er þá oft mikill handagangur í öskjunni.
Tvö hundruð biðu eftir flugi frá Egilsstöðum og skip lentu í vandræðum
Eftir Atla Vigfússon
Reykjahverfi | Kuldakastið í vikunni varð til þess
að allt sauðfé í Þingeyjarsýslu er komið á fulla
gjöf enda veður mjög slæm og varhugavert að
hafa skepnur úti þegar svo viðrar. Lömb voru víða
komin á hús áður, en margir hefðu kosið að hafa
ærnar lengur úti þar sem ennþá var beit á sumum
bæjum.
Ekki er þó hægt að segja að féð komi snemma
inn, því í mörgum árum koma allar kindur á gjöf
um mánaðamótin október, nóvember í héraðinu og
illviðri hafa ekki hamlað útvist búpenings und-
anfarna haustmánuði.
Margir bændur hafa hraðan á þegar féð kemur
snöggt inn, eins og núna, og fara að rýja af fullum
krafti til þess að ná ullinni hreinni þannig að hún
flokkist sem best. Sigurður Ágúst Þórarinsson,
bóndi í Skarðaborg í Reykjahverfi, sem er með 788
kindur á fóðrum í vetur klippir mest sjálfur en
stundum klippir sonur hans með honum. Þá er oft
handagangur í öskjunni og sá þriðji sem leggur
ærnar þarf að hafa sig allan við.
Rúningurinn hefur gengið vel að sögn Sigurðar
og er hann búinn með töluvert stóran hluta af án-
um og búinn að klippa lömbin. Hann reiknar ekki
með að ærnar fari út aftur úr þessu þar sem spáin
er svipuð langt fram í næstu viku.
Ullina metur hann sjálfur sem er töluvert verk
og flokkar í ullarpokana eftir því. Afklippur og
kleprar fara ekki með sjálfum reifunum og dökka
ullin er höfð sér.
Hann segir ekki líða nema hálfan mánuð þangað
til ærnar fara að loðnast aftur og ef geri einstaka
tíð sé e.t.v. mögulegt að hleypa þeim aðeins út en
þá þurfi að vera mjög gott. Mikilvægt sé að hafa
hlýtt og þurrt á fénu nýrúnu og hefur hann hita-
blásara í fjárhúsunum til þess að hækka hitastigið
og minnka raka. Þannig er einnig hægt að spara
fóður en féð hefur mikla lyst þegar það er nýrúið.
Rúningsnámskeið verður haldið í Reykjahverfi
um aðra helgi en það er liður í því að kenna mönn-
um réttu handtökin og líka til þess að fleiri gefi sig
í það að rýja fyrir bændur. Margir kaupa rúning í
verktöku sem ekki rýja sjálfir, en mjög fáir stunda
þessa atvinnu og því er skortur á rúningsmönnum.
Starfið er slítandi og reynir mikið á bakið þegar
þetta er unnið í akkorði.
Allt sauðfé komið á fulla gjöf
EKKI hafði verið tilkynnt að lend-
ingarstaður á Selfossflugvelli væri
lokaður þegar flugvél lenti þar á
gamlársdag í fyrra, en búið var að
koma fyrir flugeldaskotpalli á flug-
brautinni. Þetta kemur fram í
skýrslu Rannsóknanefndar flugslysa
um umrætt atvik, en flugmaður vél-
arinnar varð að sveigja fram hjá
skotpallinum til þess að forðast
árekstur.
Fram kemur í skýrslunni að flug-
vélinni hafi verið flogið frá Vest-
mannaeyjaflugvelli til Selfossflug-
vallar. Undirbúningur fyrir það fór
fram í Vestmannaeyjum, en hann
var með hefðbundnum hætti. Engin
NOTAM voru gefin út fyrir Selfoss-
flugvöll á vefsíðu Flugmálastjórnar
áður en flugið hófst, en það eru upp-
lýsingar er varða sérstakar reglur
og aðvaranir á flugleið. Gekk flugtak
og farflug til Selfossflugvallar vel og
lét flugmaðurinn fjórum sinnum vita
af komu sinni í aðflugi að Selfoss-
flugvelli.
Sveigði vélinni fram hjá til að
koma í veg fyrir árekstur
Í lendingarbruninu varð flugmað-
urinn var við flugeldaskotpallinn
austan megin við miðlínu brautar-
innar. Sveigði hann vélinni framhjá
til að koma í veg fyrir árekstur, en
tveimur bílum hafði einnig verið lagt
á braut á vellinum. Samkvæmt mæl-
ingum lögreglunnar á Selfossi mun
skotpallurinn hafa verið um fimm
metra inni á flugbrautinni austan
megin og um það bil fjóra metra frá
mótum flugbrautarinnar við austur-
vesturbraut vallarins.
Hjólfar eftir flugvélina mældist
vera 9 metrum vestan við skotpall-
inn. Eftir lendinguna hringdi flug-
stjórinn í Flugstjórnarmiðstöðina í
Reykjavík og spurði hvort Flug-
málastjórn vissi af lokun Selfossflug-
vallar og í ljós kom að vaktstjóri í
Flugstjórnarmiðstöðinni hafði ekki
upplýsingar um lokun flugvallarins.
Í niðurstöðu Rannsóknanefndarinn-
ar segir að upplýsingaþjónusta flug-
mála hjá Flugmálastjórn Íslands
hafi meðal annars það hlutverk að
safna og dreifa upplýsingum fyrir ís-
lenska flugstjórnarsvæðið og fyrir
flugumferð. Hluti af upplýsingagjöf
þjónustunnar felist í útgáfu NOT-
AM-tilkynninga.
Segir að umráðendur Selfossflug-
vallar hafi ekki tilkynnt um lokun
lendingarstaðarins og vafasamt
ástand flugbrauta til upplýsinga-
þjónustu flugmála, líkt og kveðið sé á
um í reglugerð um flugvelli.
Sveigði hjá flugeldaskotpall-
inum til að forðast árekstur
Ekki tilkynnt að lendingarstaður flugvélar væri lokaður
FLUTNINGASKIPIÐ Wilke sem lenti í vand-
ræðum í hafinu suðaustur af landinu fyrr í vik-
unni lónaði út af Höfn í Hornafirði í gær og
beið þess að norðanáttina lægði svo að það gæti
haldið áfram til Reyðarfjarðar þangað sem för-
inni er heitið. Var gert ráð fyrir að það myndi
halda þangað í gærkveldi eða nótt, eftir því
hvenær veður gengi niður, og að varðskip
myndi fylgja því eftir.
Landhelgisgæslan hefur farið fram á það við
lögregluyfirvöld að skýrsla verði tekin af skip-
stjóra skipsins þegar það kemur til hafnar á
Reyðarfirði, en skipið lenti í vandræðum í
óveðrinu aðfaranótt þriðjudags, djúpt suðaust-
ur af landinu, og missti timbur á dekki í sjóinn
og gáma með vélasamstæðu, sem talið er að
hafi sokkið strax. Skipið hafði samband við
Landhelgisgæsluna og Vaktstöð siglinga og
voru þyrlur Gæslunnar í viðbragðsstöðu á
Höfn í Hornafirði, en ekki þurfti að koma til
kasta þeirra. Skipið komst af eigin rammleik
upp að suðurausturlandinu á þriðjudag og hélt
þá vestur með landi og alveg vestur fyrir
Skarðsfjöru. Það hefur síðan lónað austur á
bóginn. Fóru varðskipsmenn um borð í fyrra-
dag og amaði þá ekkert að um borð. Seinni-
partinn í gær var skipið suður af Hornafirði.
Skýrsla
tekin af
skipstjóra
Wilke var væntanlegur
til Reyðarfjarðar í nótt
!"#" #"
$% $$
& ""
'$($)*$+$# $,$"
"$
" #!"-"$."
/ $0" #!
Í vandræðum Wilke er rúmlega 90 metra
langt skip og um þrjú þúsund tonn að stærð.
edda.is
„Sagan er fjörug og skemmtileg en stærsti kosturinn við
hana er stíllinn, djarfur og myndrænn, og frjór leikurinn
með tungumálið
...Persónur bókar-
innar eru vel skapaðar
og fullar af lífi, en
eiginlega verður sögu-
maðurinn með sinn
litríka frásagnarstíl
skemmtilegasta
persóna hennar!“
Silja Aðalsteinsdóttir,
tmm.is