Morgunblaðið - 17.11.2006, Síða 11

Morgunblaðið - 17.11.2006, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 11 FRÉTTIR Jólabasar Iðjuþjálfunar verður haldinn laugardaginn 18. nóvember kl. 13-17 og mánudaginn 20. nóvember kl. 9-15:30. Mikið af fallegum handgerðum munum og hægt er að gera góð kaup fyrir jólin. Endilega mætið og sjáið/kaupið handavinnu heimilismanna Hrafnistu, Reykjavík. Stjórn Ættingjabandsins, sem er félag aðstandenda heimilisfólksins, mun selja nýbakaðar vöfflur og kaffi á laugardaginn í samkomu- salnum Helgafelli C-4. Jólakveðjur, starfsfólk Iðjuþjálfunar Hrafnistu, Reykjavík. 4thfloorhotel Laugarvegur 101 • 4thfloorhotel.is Vetrartilboð 1. nóvember - 1. maí Útvegum miða á leiksýningar og jólahlaðborð 1 manns herbergi 2ja manna herbergi Hópar 10+ Helgarferð kr. 5.900 kr. 7.900 kr. 5.000 á mann kr. 14.000 2 nætur í hjónaherbergi INGIBJÖRG Sólrún Gísladóttir fundaði í vikunni með Myriam Shomrat, sendiherra Ísraels. Á fundinum var sendiherranum meðal annars gerð grein fyrir ályktun sem þingflokkur Samfylk- ingarinnar samþykkti, en þar er mótmælt at- burðum sem áttu sér stað í Beit Hanun 8. nóvember sl., þegar stórskotaárás Ísraela kostaði 18 óbreytta pal- estínska borgara lífið. „Þegar við ákváðum fundinn höfðu ekki þeir atburðir gerst sem síðan áttu sér stað [í Beit Hanun]. Mér fannst að eftir þá atburði væri alveg ófært að sitja á skrafi við sendiherrann og hlusta á réttlætingar á þeim atburð- um,“ segir Ingibjörg Sólrún. Hún segir að ekki sé hægt að taka það sem góð og gild rök að um slysni eða mistök hafi verið að ræða. Margir slíkir atburðir hafi átt sér stað, þar sem óbreyttir borgarar séu skot- mörk. „Létum fundinum lokið“ Ingibjörg afhenti Shomrat yfirlýs- inguna og tjáði henni svo að þannig vildi hún ljúka fundinum. „Hún var ekki sátt við þetta en þannig létum við fundinum lokið,“ segir Ingibjörg og bætir við að Samfylkingin hafi ekki séð ástæðu til þess að sækja fund fulltrúa flokkanna í utanríkis- málanefnd með sendiherra Ísraels, sem haldinn var í fyrradag. Samfylking mót- mælti árás Ísraela Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Ingibjörg Sólrún Gísladóttir átti fund með sendiherra Ísraelsstjórnar Miryam Shomrat Eftir Jóhann Bjarna Kolbeinsson og Sunnu Ósk Logadóttur „ÉG var ekki fyrr kominn fram á stafn en þrír menn birtust út úr myrkrinu, þeir komu róandi hljóð- laust upp að [skútunni] Lady Ann og fyrr en varði horfði ég ofan í þrjú byssuhlaup. Tveir mannanna stukku um borð í einni andrá og settu byssuhlaupin undir hökuna á mér. Ég vissi að Áslaug var steinsof- andi inni í rúmi og það kom ekki annað til greina en að reyna að vekja hana áður en þeir fyndu hana þar. Ég kallaði því á hana og sagði henni hvernig ástatt var. Mennirnir heyrðu mig kalla á íslensku sem þeir skildu ekki og þeir vissu ekki hvaða skipanir ég væri að gefa. Því urðu þeir öllu ákveðnari og hrein- lega boruðu byssuhlaupunum í mig þegar þeir stýrðu mér aftur eftir bátnum.“ Þannig lýsir Kári Jón Halldórs- son sem hefur ásamt konu sinni Ás- laugu Ösp Aðalsteinsdóttur og tík- inni Kötu verið á siglingu um heimsins höf undanfarin tvö ár, upp- hafi hrikalegrar atburðarásar er skúta þeirra var rænd þar sem hún lá við akkeri utan við smáþorp á eyj- unni Isla Maragrita við Venesúela aðfaranótt sl. laugardags. Bundin í tvo tíma Hjónin höfðu ákveðið að ganga snemma til náða en Kári festi ekki svefn og fór um miðnættið að reyna að breyta akkerisfestingunum. Þá birtust allt í einu þrír vopnaðir menn. Áslaug var enn sofandi en var fljótt vakin af værum svefni. „Það eru komnir þrír gestir sem allir beina að mér byssum,“ lýsir Áslaug atburðarásinni á vefsíðu þeirra hjóna. „Mér brá alveg rosa- lega þegar ég fann hvergi bóndann í bælinu og hentist fram allsnakin því hér er alltof heitt til að sofa í nátt- fötum. Ég var komin fram í eldhús þegar ég sá út og að þar voru í raun- inni menn með nef og munn falin sem héldu byssum að Kára. Ég endasentist inn í svefnherbergi þar sem ég reif lak af rúminu til að vefja mig í og hljóp síðan að VHF-stöð- inni til að kalla á hjálp. Ég náði að kalla tvisvar til þrisvar á hjálp áður en ég fékk byssuhlaup undir hökuna og var skipað á spænsku að hypja mig út til bónda míns.“ Næstu tvo tímana sátu hjónin bundin saman bak í bak á meðan maður stóð yfir þeim og potaði í þau með byssu á meðan félagar hans stálu öllu steini léttara. „Þeir komu um borð nálægt miðnætti og um hálfþrjúleytið henti einn þeirra út laki sem var sett yfir höfuð okkar,“ segir Áslaug. Þegar ræningjarnir höfðu stolið öllu sem hönd á festi reru þeir á brott. Er Áslaug og Kári höfðu los- að sig sigldu þau til Porlamar, sem er stærsta borgin á Isla Margarita, þar sem þau gáfu lögreglu skýrslu og er málið nú í rannsókn. Á góðri siglingu í tvö ár „Við ákváðum fyrir tæpum tveim- ur árum að skipta um lífstíl, og fara í skútuferðalag í tvö ár í það minnsta,“ segir Kári Jón í samtali við Morgunblaðið. Þau seldu allt sitt á Íslandi og lögðu af stað. „Á þess- um tveimur árum erum við búin að sigla meðfram austurströnd Banda- ríkjanna, þar sem við hófum ferða- lagið, um Bahama-eyjar, Puerto Rico, Dóminíkanska lýðveldið og eyjarnar í Karíbahafinu.“ Kári Jón segir þau hjónin þurfa að endurnýja allan sinn búnað en það sé erfitt á þeim slóðum þar sem þau eru núna. „Það sem er til hérna er mjög dýrt þannig að við kaupum hér það allra nauðsynlegasta og för- um svo á aðrar slóðir til að kaupa af- ganginn.“ Árás vopnaðra sjóræningja Íslensk hjón urðu fyrir barðinu á sjóræningjum í Karíbahafinu um helgina. Þrír vopnaðir menn komu um borð, bundu þau og hótuðu með byssum áður en þeir hurfu á brott með ráns- fenginn. Ævintýri Áslaug Ösp Aðalsteinsdóttir og Kári Jón Halldórsson hafa verið á ferðalagi í tvö ár. Þar til um helgina hefur ferðin gengið eins og í sögu. 1   2                      3'  4&' 565 7   „BÁTASAMFÉLAGIÐ hérna er mjög samheldið og hefur aðstoðað okkur eins og mögulegt er og veitt okkur mikinn stuðning,“ segir Kári Jón Halldórsson, er hann er spurður hvernig þeim hjónum gangi að komast yfir áfallið. „Andlega líðanin er þannig að maður er pínulítið reiður og pínulítið leiður. Það er mjög óþægilegt að lenda með byssu beint ofan í andlitið.“ Kári Jón segist ekki beint hafa verið hræddur um líf sitt meðan á sjóráninu stóð, frekar hafi hann haft áhyggjur. „Það var eiginlega ekki fyrr en þeir settu teppi yfir hausinn á okkur að mér fannst þetta vera orðið mjög skuggalegt. Þeir voru að fara og við viss- um ekki hvernig þeir ætluðu að halda okkur góðum, hvort þeir myndu skjóta okkur eða rota okkur.“ Kári telur að við Venesúela séu framin 4–5 vopnuð sjórán á ári. Kári og Áslaug eru ekki tryggð fyrir sjóránum og þurfa því að greiða tjónið úr eigin vasa. Telur Kári að það nemi um 1,5 milljónum króna. Hann segir óákveðið hvað taki nú við, enda hafi þau hingað til „siglt eftir því hvernig vindurinn blæs.“ Allan tímann hafa þau sofið í bátnum og stoppað á athyglisverðum stöðum í lengri eða skemmri tíma. Ekkert langtíma ferðaplan er haft að leiðarljósi. „Maður veit ekki alveg hvernig viðbrögðin við þessu verða eftir viku eða mánuð. En eins og okkur líður núna þá ætlum við að halda ferðalaginu áfram.“ Var orðið mjög skuggalegt LENKA Ptácník- ová fékk fullt hús á Íslandsmóti kvenna í skák og varð Íslands- meistari í fyrsta sinn sem íslensk- ur ríkisborgari. Lenka sigraði alla sjö mótherja sína og fékk 7 vinninga. Guðfríður Lilja Grétars- dóttir, forseti Skáksambands Ís- lands, varð í öðru sæti með 5,5 vinn- inga en hún hefur orðið Íslandsmeistari 11 sinnum. Hin 14 ára Hallgerður Helga Þorsteinsdótt- ir varð í þriðja sæti með 5 vinninga en næstu keppendur voru með 2,5 vinninga. Lenka Íslands- meistari í skák Lenka Ptácníková ♦♦♦ MAÐURINN sem slasaðist alvar- lega í eldsvoðanum í Ferjubakka 12 þann 7. nóvember, liggur enn þungt haldinn á gjörgæsludeild Landspítalans. Hann er tengdur við öndunarvél og hefur líðan hans verið óbreytt frá innlögn. Honum var bjargað út úr íbúðinni ásamt konu sinni, en hún lést á gjörgæsludeild eftir tveggja daga legu. Óbreytt líðan eftir brunaslys

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.