Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 20
      ! "   !         #$%  !   &    '     '% ()*+,-(*-.. (./0 ) '#$ !     )' *+ ' ' ,' -./01 02. 01 1    Kinshasa. AFP, AP. | Leiðtogar stjórnarandstöðunnar í Kongó sögðust í gær ekki ætla að stuðla að stríði eða óeirðum eftir að Joseph Kabila forseti var lýstur sigurveg- ari síðari umferðar forsetakosninga 29. október. „Fólk bjóst við því að við mynd- um hefja stríð eða koma af stað óeirðum en við beitum ekki þeirri aðferð,“ sagði talsmaður Jean- Pierre Bemba, varaforseta og fyrr- verandi uppreisnarleiðtoga, sem var í framboði gegn Kabila. Átök blossuðu upp í Kinshasa, höfuðborg Kongó, í ágúst þegar til- kynnt var að Bemba hefði verið í öðru sæti á eftir Kabila í fyrri um- ferð forsetakosninganna. Stuðn- ingsmenn forsetans og varaforset- ans börðust á götum Kinshasa í þrjá daga áður en friðargæsluliðum Sameinuðu þjóðanna tókst að stilla til friðar. Evrópusambandið hefur sent um 1.400 hermenn þangað til að aðstoða friðargæslulið Samein- uðu þjóðanna. Ásakanir um kosningasvik Bandalag um 50 flokka, sem styðja Bemba, sökuðu yfirvöld um kosningasvik þegar úrslitin voru til- kynnt. Hugsanlegt er að stjórnar- andstaðan skjóti málinu til hæsta- réttar landsins. Kabila ólst upp í Tansaníu og kom ekki til Kongó fyrr en árið 1997 þegar hann gerðist herforingi í uppreisnarher föður síns, Laur- ents Kabila. Uppreisnarherinn steypti einræðisherranum Mobutu Sese Seko sem var við völd í 32 ár. Annað stríð geisaði í Kongó á ár- unum 1998 til 2002 með þátttöku hersveita frá sex Afríkulöndum. Segjast afneita stríði í Kongó 20 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT BENEDIKT XVI. páfi hefur boðað til fundar með sínum helstu ráð- gjöfum til að ræða óskir presta um að fá að kvænast. Ekki er búist við að banni við því verði aflétt í bráð en umræðan um þessi mál verður æ fyrirferðarmeiri. Samkvæmt upplýs- ingum frá Páfagarði eru nú um 400.000 prestar í kaþólsku kirkjunni um allan heim en um 70.000 hafa látið af embætti til að geta kvænst, þar af 20.000 í Bandaríkj- unum einum, að því er sagði á fréttavef BBC, breska ríkisútvarpsins. Meðalaldur presta er nú kominn vel yfir 60 ár og endurnýjunin alls ónóg, fyrst og fremst vegna kröfunnar um einlífi. Meðal umræðuefna á fundi páfa verður Emmanuel Milingo, fyrrverandi erkibiskup og yfirmaður kaþólsku kirkjunnar í Zamb- íu. Hann var settur út af sakramentinu í fyrra fyrir að kvænast og vígja aðra kvænta presta. Síðan hefur hann stofnað samtök kvæntra presta og hefur boðað til fundar með þeim í New York í næsta mán- uði. Prestar una ein- lífinu illa Benedikt XVI páfi. Páfi boðar til sérstaks fundar um málið París. AFP. | Leiðir forföður nútímamanns- ins og Neanderdalsmannsins skildu fyrir um 500.000 árum þegar erfðaefni þeirra tók að þróast með ólíkum hætti. Þessi tímamót áttu sér því stað miklu fyrr en áður hefur verið talið, að því er ályktað er í tveimur rannsóknum sem birtar voru á miðvikudag. Niðurstöðurnar sæta miklum tíðindum en höfundar rannsóknanna telja, að þrátt fyrir að þessar tvær greinar sömu fjöl- skyldu hafi deilt sömu búsvæðum í hundruð þúsunda ára, þ.m.t. í Evrópu, hafi sama sem engin blóðblöndun átt sér stað. Um síðara atriðið hefur verið deilt og þykja rannsókn- irnar sem birtar voru í tímaritunum Nature og Science hafa skorið úr um það. Rannsóknirnar byggjast á greiningu erfðaefnis í beinum en vísindamennirnir telja að búið verði að kortleggja erfðamengi Neanderdalsmannsins innan tveggja ára, verk sem áður var talið útilokað. Í umsögn Nature um greinarnar segir, að „þær séu mikilverðasta framlagið á þessu sviði sem hefur verið birt frá uppgötvun Neander- dalsmannsins fyrir 150 árum“. Bein veita svör um frummann ♦♦♦ HERMAÐUR í flugher Indlands, sýnir færni sína í fallhlífarstökki í Siliguri í indverska rík- inu Vestur-Bengal. Hermaðurinn er í úrvals- sveit sem sérhæfir sig í fallhlífarstökki og sýndi listir sínar á flugsýningu sem flugherinn hóf í Siliguri í gær. AP Fallhlífarhetjur sýna listir sínar Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is MARGIR gíslanna sem voru tekn- ir höndum á rannsóknastofnun í Bagdad á þriðjudag voru pyntaðir og sumir myrtir, að því er Abed Dhiab al-Ujaili, ráðherra æðri menntunar í Írak, fullyrti í gær. Þá sagði Ujaili, að hann teldi að Írak- ar byggju ekki lengur við starf- hæfa ríkisstjórn. Mannránið á þriðjudag þykir undirstrika ágreining innan stjórn- arinnar, sem hefur reynt að gera sem minnst úr málinu í vikunni. Að sögn Ujaili eru 75 gíslanna enn í haldi mannræningjanna, þar af 40 úr starfsliði ráðuneytis hans. Fréttum af þessu mati hans ber þó ekki saman og er haft eftir honum á fréttavef breska ríkisútvarpsins, BBC, að hann telji 40 enn í haldi. Ujaili hefur tilkynnt að hann muni ekki snúa aftur til starfa fyrr en gripið hefur verið til aðgerða gegn vígasveitum sjíta, sem hafa gengið í raðir íraskra öryggis- sveita. Ummæli ráðherrans eru þvert á fullyrðingar Ali al-Dabbagh, tals- manns stjórnarinnar, sem sagði 39 manns hafa verið rænt og að aðeins tveir væru enn í haldi. Ekkert lát er á ofbeldinu í Írak og í gær voru níu starfsmenn bak- arís, sem allir voru sjítar, myrtir í árás vígamanna úr röðum súnníta í Zayuniyah-hverfinu í Bagdad. Þá féllu fjórir hermenn Bandaríkja- hers, sem tilkynnti að hann hefði fellt níu meðlimi al-Qaeda-hryðju- verkasamtakanna í Írak í bænum Yusifiyah suður af höfuðborginni. Á sama tíma tóku á annað þúsund íraskir hermenn þátt í aðgerð sem beindist gegn skæruliðum norður af Kirkuk. Andvígur tillögu demókrata Hershöfðinginn John Abizaid, æðsti yfirmaður Bandaríkjahers í Mið-Austurlöndum, varar við því að lögð sé fram tímaáætlun um brotthvarf hersins frá Írak og telur að kunna þurfi að fjölga í liðinu svo það geti sinnt þjálfun á íröskum hersveitum. Ummæli Abizaids, sem hann lét falla fyrir hermálanefnd öldunga- deildarinnar, ganga þvert á hug- myndir tveggja háttsettra demó- krata um brottflutning í áföngum innan fjögurra til sex mánaða. Deilur um gíslatökumálið innan írösku stjórnarinnar Bandarískur hershöfðingi mælir gegn brotthvarfi hersins frá Írak Í HNOTSKURN »Abizaid telur að banda-rískar og íraskar her- sveitir hafi fjóra mánuði til að draga úr ofbeldinu áður en það þróast út í borgara- styrjöld. »Þingmaðurinn JohnMcCain, sem á sæti í her- málanefndinni, gagnrýndi Abizaid fyrir að leggja ekki til breytingar. EIGENDUR jeppa og annarra bif- reiða með fjórhjóladrifi, „Chelsea- dráttarvélanna“ eins og þær eru kallaðar í Bretlandi, munu þurfa að borga tæplega 3.300 ísl. kr. á dag fyrir að aka í London. Skýrði Ken Livingstone borgarstjóri frá þessum fyrirætlunum nú í vikuunni. Livingstone ætlar einnig að stór- hækka skatta á akstur bifreiða, sem menga mjög mikið, og það þótt eig- endur þeirra séu búsettir innan borgarmarkanna. Það gæti þýtt, að eigendur þeirra yrðu að greiða rúm- lega 16.000 ísl. kr. fyrir að aka þeim á virkum dögum en helgarnar eru gjaldfrjálsar. Sveitarstjórnir um allt Bretland fylgjast grannt með þessu og takist það vel er líklegt, að þær fari eins að. Er það hugsunin, að skattarnir verði notaðir til að efla almenningssam- göngur. Tillögur Livingstones eru róttæk- ari en búist hafði verið við, en það er ekki aðeins í London, að sótt er að „bensínhákunum“, heldur miklu víð- ar í landinu. Sem dæmi má nefna Richmond-upon-Thames en þar hafa bílastæðagjöld fyrir bíla í „Band G“- flokki verið þrefölduð. Er þá átt við bíla, sem menga mjög mikið. Þriggja ára frestur Verði tillögur Livingstones að veruleika, munu þær koma til fram- kvæmda haustið 2009 og þá mun eig- endum „Band G“-bíla verða gefinn þriggja ára frestur til að losa sig við þá og fá sér sparneytnari bíla. Sir Malcolm Rifkind, einn þing- manna Íhaldsflokksins, fordæmdi tillögur Livingstones og sagði þær af pólitískum rótum runnar og tals- maður samtaka breskra bíleigenda var heldur ekki sérlega hrifinn. Liv- ingstone segir hins vegar, að eigend- ur stóru mengunartækjanna hafi getað valið úr stórum flota vistvænni bíla en samt kosið bensínhákana. Jeppunum í London sagt stríð á hendur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.