Morgunblaðið - 17.11.2006, Page 22
22 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
MENNING
SIR George
Martin, sem
gjarnan hefur
verið kallaður
„fimmti bítillinn“,
var meðal þeirra
sem teknir voru
inn í Frægðarhöll
tónlistarinnar í
Bretlandi fyrr í
vikunni. Aðrir
sem hlutu inngöngu þetta sinnið
voru Led Zeppelin, Rod Stuart og
Dusty Springfield. Martin gekk til
samstarfs við Bítlana árið 1962 og
var upptökustjóri á að næstum öll-
um plötum fjórmenninganna.
Það var Gordon Brown sem af-
henti verðlaunin og var púað á hann
úr áhorfendahópnum þegar hann
steig á sviðið. Brown hélt lofræðu
um Martin og sagði m.a. að Martin
hefði gert Bítlana að farsælustu
sveit sögunnar.
Lofið stórlega ýkt
Þegar hinn áttræði Martin veitti
verðlaununum viðtöku sagði hann
hins vegar við áhorfendur að í sann-
leika sagt væri lofið sem á hann væri
hlaðið stórlega ýkt. „Ég held að
ástæðan fyrir því að ég er hér í dag
sé sú að ég hafi verið lánsamur mað-
ur sem hefur unnið með færasta
fólkinu í skemmtanaiðnaðinum,“
sagði Martin hógvær. „Það skiptir
öllu máli að fá tækifæri til að vinna
með þannig fólki.“
Frægðarhöll tónlistarinnar í Bret-
landi var stofnuð árið 2004. Er fyr-
irmyndin Frægðarhöll rokksins í
Bandaríkjunum, en um er að ræða
stofnun sem er ætlað að minnast
helstu áhrifavalda í popp- og rokk-
tónlist. Meðal þeirra listamanna sem
þegar hefur hlotnast heiðurinn eru
Rolling Stones, Madonna, Bob Dyl-
an og að sjálfsögðu Bítlarnir.
Martin
heiðraður
Nýir þegnar teknir
inn í Frægðarhöllina
George Martin
HÖFUNDI Da
Vinci-lykilsins
Dan Brown og út-
gáfufyrirtæki
hans, Random
House, var dæmt
í hag fyrir rétti í
vikunni í máli
gegn rithöfundi
sem sagði hluta
bókar Browns
stolið úr hans eigin verki.
Lewis Perdue er höfundur bók-
arinnar Daughter of God sem var
gefin út árið 2000, hann hélt því
fram í bréfi sem hann sendi útgáfu-
félagi Brown árið 2003 að það væri
margt líkt með bókunum tveimur.
Útgáfufélagið fór þá af stað með mál
gegn Perdue til að fá það staðfest
fyrir rétti að ekkert lagabrot hefði
átt sér stað. Sem mótsvar sóttist
Perdue eftir 150 milljónum dollara í
skaðabætur. Hæstiréttur í Wash-
ington hafnaði kröfu hans án at-
hugasemda og Perdue þarf ekki að
borga neitt af lögfræðikostnaði
Random House.
Perdue heldur því fram að sögu-
þráður og bygging bókanna tveggja
sé mjög lík. En lögmenn Random
House segja bækurnar tvær í
grundvallaratriðum mjög ólíkar.
Á vefsíðu Guardian kemur fram
að Perdue sé vonsvikinn með nið-
urstöðuna en samt feginn að mála-
ferlunum sé lokið.
Þetta var ekki í fyrsta skipti sem
Brown var sakaður um ritstuld í
sambandi við Da Vinci-lykilinn. Fyrr
á þessu ári hafnaði Hæstiréttur
Bretlands kröfum Michael Baigent
og Richard Leigh um að Da Vinci-
lykillinn væri eftiröpun á bók þeirra
The Blood and The Holy Grail.
Enginn
ritstuldur
Dan Brown
MARGIR hafa beðið útgáfu
bókarinnar Öldungurinn, eftir
hinn kornunga höfund Christo-
pher Paolini, með óþreyju hér
á landi. Um er að ræða fram-
hald bókarinnar Eragon sem
hefur slegið í gegn víða um
heim. Bókin kemur í verslanir í
dag og fyrir þá sem ekki geta
beðið með að næla sér í eintak
verður Eymundsson í Smára-
lind með miðnæturopnun, þar
sem lofað er miklu fjöri.
Gerð hefur verið kvikmynd eftir Eragon sem
skartar meðal annars John Malkovich. Verður
hún frumsýnd hérlendis á næstu misserum.
Bókmenntir
Miðnæturopnun
í Eymundsson
Christopher
Paolini
DAGUR rauða nefsins verður
haldinn hátíðlegur í fyrsta sinn
hér á landi á fullveldisdaginn,
1. desember. Af því tilefni hef-
ur Baggalútur samið lagið
„Brostu“ og gefið út á plötu.
Barnahjálp Sameinuðu þjóð-
anna nýtur góðs af sölunni og
fær allan ágóða.
Það eru hvorki smástirni né
aukvisar sem ljá Baggalúti lið
við sönginn: Unnur Birna feg-
urðardrottning, Íþróttaálfurinn, Steingrímur Joð,
Magni rokkstjarna, biskupinn, snigillinn Siv, Páll
Magnússon útvarpsstjóri og Bubbi Morthens, og
platan kostar ekki nema þúsundkall.
Plötuútgáfa
Biskupinn syngur
með Baggalúti
Karl
Sigurbjörnsson
ANNA Jónsdóttir sópran held-
ur debut-tónleika í Hafnarborg
í kvöld kl. 20.
Anna er menntuð í Austur-
Evrópu. Hún lærði fyrst hér
heima hjá Alinu Dubik í Nýja
tónlistarskólanum og lauk
burtfararprófi 2003, en fór í
framhaldsnám til Búkarest í
Rúmeníu áður en hún lauk ein-
söngvaraprófi hér heima.
Á efnisskrá tónleikanna í
kvöld eru sönglög eftir Haydn, Poulenc og Chop-
in, Wesendonk-Lieder eftir Wagner og aríur eftir
Wagner og Giordano. Meðleikari Önnu á píanó er
Jónas Sen.
Debut-tónleikar
Söngkonan mennt-
uð í Austur-Evrópu
Anna
Jónsdóttir
FINNUR Friðriksson aðjúnkt við
kennaradeild Háskólans á Akureyri
telur hversdagsmál hér á landi
standa vel. Sleggjudómar virðist
innistæðulitlir og byggist meira á
ótta við erlend áhrif og þeirri við-
teknu skoðun að íslenska eigi að
vera hrein og óbreytanleg, sem verði
til þess að fólk hnjóti um minnstu
frávik. Þetta kom fram í erindi
Finns í Háskólanum á Akureyri í
gær, í tilefni Dags íslenskrar tungu.
Finnur hefur rannsakað talmáls-
upptökur, alls 20 klukkustundir af
30 sem hann tók upp; samtöl fólks,
tveggja til fjögurra í senn, við eðli-
legar aðstæður. Tekið var upp heima
hjá fólki en hann var ekki við-
staddur; skildi upptökutækið eftir til
þess að trufla ekki samtölin. Um er
að ræða 72 Íslendinga í þremur ald-
urshópum úr ýmsum þjóðfélags-
hópum, á sex stöðum á landinu.
Hann tók upp samtöl alls 108 manna
á níu stöðum, en hefur ekki hlustað á
allt saman ennþá.
Finnur segir að þó staðan sé í
sjálfu sér góð hræðslan þar með
innistæðulítil megi færa rök fyrir því
að hræðslan sé engu að síður nauð-
synlegur liður í því að halda ástand-
inu góðu „og kannski ætti bara að
gefa veiðileyfi á mig fyrir að halda
því fram að allt sé í lagi. Ef við förum
að trúa því snaraukast líkurnar trú-
lega á því að við förum að slaka á
klónni og vöknum ekki til meðvit-
undar fyrr en of seint er að bregðast
við.“
Hann sagði á þessu stigi málsins
aðallega hægt að greina aldursmun,
að magn slettna og slangurs væri
ívíð meira hjá unglingum en hjá
bæði fullorðnum og eldri borgurum.
„Enska er svo til einráð hjá ungling-
um og hún ræður einnig ríkjum hjá
fullorðnum. Hjá þeim eldri eimir
hins vegar enn af dönskum áhrif-
um,“ sagði Finnur og velti því fyrir
sér hvort notkun hinna eldri á slett-
um eða slangri væri jafnvel hættu-
legri að því leytinu til að hún ætti
auðveldara með að falla inn í málið
án þess að vekja sérstaka eftirtekt.
Nokkur munur er líka á notkun:
„Sletturnar eru meira „merktar“
sem slíkar hjá unglingum, notaðar
sem einhvers konar upphrópun í
byrjun svars, viðbragðs við orðum
viðmælenda.“
Hann sagði lítinn kynjamun sjá-
anlegan hvað varðar tíðni en svolítill
munur væri á orðaforða, í það
minnsta hjá unglingum. Lítill munur
er einnig greinanlegur milli svæða
að öðru leyti en því að Reykjavík
sker sig nokkuð úr bæði hvað varðar
hreina tíðni og stærð orðaforða.“
Finnur telur að auka þurfi víðsýni
og umburðarlyndi, ekki síst gagn-
vart unglingum og nýjungagirni
þeirra. „Föstustu skotin á slettur og
slangur þeirra koma gjarnan úr
mennta- og menningargeiranum,
enda þótt mér sé ekki grunlaust um
að hlutfall slettna í daglegu máli t.d.
okkar akademikeranna sé síst lægra
en hjá unglingum. Það skal þó tekið
fram að að þessi grunsemd mín fell-
ur í þann sleggjudómaflokk sem ég
hef sjálfur verið að gagnrýna þar
sem ég byggi hér á tilfinningu frekar
en staðreyndum. Hvað sem því líður
held ég að nauðsynlegt sé að við
verðum samkvæmari sjálfum í við-
horfum okkar til og skilgreiningu
okkar á slettum og slangri.“
Aðjúnkt á Akureyri fjallaði um slettur, slangur og stöðu íslensks hversdagsmáls
Hversdagsmálið stendur vel
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Slettur og slangur Finnur Friðriksson, aðjúnkt við Háskólann á Akureyri.
FINNUR Friðriksson segir að
vissulega megi líta á slettur og
slangur sem eðlilegan hluta hvers-
dagslegs talmáls, „en þetta er þó
líklega ekki eins algengt og flestir
halda“, sagði hann í gær.
Á þeim upptökum sem hann
ræddi um í gær voru sjö manns (af
72) alveg slettulausir og 56 með 10
slettur eða færri, sem hann sagði
ekki mikið miðað við að upptök-
urnar eru 30–60 mínútur. Mest
sletti einn 53 sinnum á þeim tíma.
Einkennismerki
Algengustu sletturnar/slangrið,
að sögn Finns er eftirfarandi: ókei,
bæ, djísöss (eða djísöss kræst), my
god (eða ó my god), sjitt, djamma,
fokk, höstla eða höstler, tékka,
nice, heavy, bömmer, díll eða að
díla og kúl. Finnur segir þessi orð
virðast mynda hinn virka slangur-
eða slettuorðaforða og séu þau einu
sem komi fyrir reglulega. „Sumir
virðast jafnvel nota ákveðnar slett-
ur sem eins konar einkennismerki,
samanber einstakling sem notar
heavy fimm sinnum, og nota þá
gjarnan aðrar slettur minna.“
Tækifærisslettur
Önnur orð koma aðeins fyrir einu
sinni og Finnur segir að kannski
megi kalla þær tækifærisslettur,
eða sviðsbundnar, þ.e. verið sé að
fjalla um eitthvert tiltekið atriði
sem kallar á slettuna. Dæmi um orð
af þessum toga sagði hann nick-
name, unplugged, tattú, garantera,
singull, gimmik, mæk, hardcore og
„interrogeitum hann, setjum hann í
crossexamination“ eins og hann
sagði í fyrirlestrinum.
Kúl díll, sjitt
og bömmer
FORSAGA fyrirlestursins er sú að upp kom hugmynd hjá íslenskukenn-
urum í HA að halda slettulausan dag, sbr. reyklausan eða bíllausan. Við-
brögð voru ekki góð en þeim fannst samt slettur verðugt umræðuefni enda
oftar en ekki taldar í hópi helstu ógna við íslensku, eins og Finnur sagði.
Slettulaus dagur?
Í TILEFNI þess að 16. nóvember að ári verða lið-
in 200 ár frá fæðingu Jónasar Hallgrímssonar hef-
ur tímabilið frá 16. nóvember 2006 til 16. nóv-
ember 2007 verið útnefnt sem Jónasarár. Á þessu
tímabili hyggjast samstarfsaðilar sendiráðs Ís-
lands í Kaupmannahöfn minnast Jónasar á ýmsan
hátt og efna til menningarviðburða af fjölbreyttu
tagi. Hefst afmælisdagskráin formlega með bók-
mennta- og tónlistarkvöldi í Jónshúsi í Kaup-
mannahöfn 23. nóvember nk. kl. 19.30 þegar sung-
in verða lög við ljóð Jónasar og lesið úr verkum
hans.
Á vordögum 2007 verður m.a. boðið upp á hóp-
ferðir undir leiðsögn fararstjóra um þá staði sem
tengjast Jónasi á einn eða annan hátt. Fyrst verð-
ur farið til Sorø, þar sem Jónas bjó sín síðustu ár,
og síðar í gönguferð um Kaupmannahöfn. Erik
Skyum-Nielsen, núverandi garðprófastur á stúd-
entagarðinum Regesen, þar sem Jónas bjó á
námsárum sínum, mun svo ganga með gestum um
staðinn og segja sögu hans 19. maí.
Ráðstefna um Jónas Hallgrímsson
Um haustið verður svo efnt til ráðstefnu um
Jónas Hallgrímsson og verk hans, en Jónasarári
lýkur með sama hætti og það hófst; með dagskrá í
Jónshúsi 16. nóvember 2007, degi íslenskrar
tungu. Þar ber hæst kynningu á bók sem nú er í
burðarliðnum og kemur til með að geyma úrval
ljóða Jónasar í danskri þýðingu ljóðskáldsins
Søren Sørensen. Inngang bókarinnar skrifar
Matthías Johannessen.
Samstarfsaðilar sendiráðsins vegna Jónasar-
ársins eru Bókmenntaklúbburinn Thor, Hús Jóns
Sigurðssonar, Íslenski kvennakórinn í Kaup-
mannahöfn, kórinn Staka, Dansk-Islandsk Sam-
fund, auk fyrirtækjanna Phil og søn og Kaup-
þings.
Jónasarár í Danmörku
Morgunblaðið/Brynjar Gauti
Jónasarár Í Danmörku verður 200 ára fæðing-
arafmælis Jónasar minnst með ýmsum hætti.
♦♦♦