Morgunblaðið - 17.11.2006, Síða 26

Morgunblaðið - 17.11.2006, Síða 26
|föstudagur|17. 11. 2006| mbl.is daglegtlíf Hvernig væri að bjóða vinum eða ættingjum heim um helgina, baka vöfflur og hafa það huggulegt? » 28 helgin Eftir að hún eignaðist börn sjálf fékk Helga Ólafsdóttir fata- hönnuður áhuga á barnafata- tísku. » 30 tíska Því ekki að gera eitthvað annað á meðan kvöldmaturinn mallar í ofninum, spyr Heiða Björg Hilmisdóttir. » 28 matur Steingrímur Sigurgeirsson segir vínsamlagið Cantina Terl- ano í Suður-Týról vera hörku- gott. » 29 vín Ingólfur Margeirsson útvarpar spjalli og tónlist á heimasíðu sinni og heimilishundurinn Óli- ver lætur líka í sér heyra. » 30 daglegt Hann er búinn að sjá tugiþúsunda kvikmynda ener samt alltaf jafn-spenntur. „Það er alltaf viðburður þegar ný James Bond- mynd er frumsýnd,“ segir Guð- mundur Breiðfjörð, markaðsstjóri kvikmyndadeildar Senu, sem er einn af fáum Íslendingum sem þegar hafa séð myndina. „Ég hafði mínar efa- semdir um að Daniel Craig gæti fet- að í fótspor Pierce Brosnan, sem mér fannst frábær Bond, en það reyndust algjörlega óþarfa áhyggur. Craig er frábær, kominn til að vera,“ segir markaðsstjórinn og var sjálfur tilbú- inn að skella sér í smóking fyrir myndatökuna í tilefni frumsýning- ardagsins en myndin Casino Royal verður frumsýnd í dag í öllum helstu kvikmyndahúsum landsins. – En hvernig má skýra vinsældir njósnara hinnar bresku hátignar? „Það er saga Bond-myndanna. Sú fyrsta, Dr. No, var frumsýnd árið 1962 þannig að sagan spannar 44 ár. Hver kynslóð á sinn Bond og sínar Bond-myndir sem þær tengjast oft til- finningaböndum. Myndirnar endur- spegla líka samtíma sinn og tíðarand- ann og eru því skemmtilegur aldar- spegill. Fyrir fjórum áratugum var kalda stríðið í algleymingi og baráttan við austurblokkina, núna eru það al- þjóðlegir fjárglæframenn, vopnasalar og hryðjuverkamenn.“ Konur orðnar jafnokar En eru ekki óttalegar staðalímyndir dregnar upp af konum og körlum í þessum myndum? „Jú, sjálfsagt má segja það en ímyndirnar hafa nú samt verið að breytast eftir því sem ferskari vindar hafa blásið um samfélagið. Konur gegna sífellt mikilvægari hlutverkum í myndunum og eru sannkölluð hörkukvendi og oft jafnokar Bonds. Þetta eru spennandi og tæknilega vel útfærðar myndir með oft ólíkinda- legum söguþræði og það er einfald- lega skemmtilegt.“ Guðmundur er svo sannarlega í draumastarfi því hann hefur haft áhuga á kvikmyndum frá unga aldri. „Mamma tók mig fimm ára gamlan með sér á myndina „Gone with the wind“ í Gamla bíói og þá má segja að teningunum hafi verið kastað. Ég hef síðan ekki getað slitið mig frá kvik- myndum og það er auðvitað frábært að geta sameinað áhugamál og starf. Ég fór hins vegar ekki á fyrstu Bond-myndina fyrr en tíu ára, í Tónabíó árið 1978, en það var mynd- in „The Spy who Loved Me“ með Roger Moore. Þá þurftu Íslendingar að bíða miklu lengur eftir nýjustu myndunum en nú. Sú sem ég hef hins vegar séð oftast og held mest upp á er Goldfinger sem var fram- leidd árið 1964 en þá var Sean Con- nery í aðalhlutverki.“ Hann á erfitt með að tilnefna besta Bondinn. „Þeir hafa allir eitt- hvað til brunns að bera nema Tim- othy Dalton. Pierce Brosnan var svo- lítið minn maður þar til nú að Daniel Craig kom, sá og sigraði. Mér finnst hann setja Bond á annan stall og þessi mynd vera ein besta Bond- myndin. Ég hlakka bara til þess að sjá hana aftur.“ Morgunblaðið/Ásdís Spenntur Guðmundur Breiðfjörð bíður alltaf spenntur eftir nýrri James Bond-mynd þrátt fyrir að hafa séð tugi þúsunda mynda á lífsleiðinni. Tengist Bond tilfinningaböndum Reuters Heillandi Daniel Craig virðist heilla hörðustu Bond-aðdáendur upp úr skónum. Góðum morgunmat: Hafragrautur með MS léttkakói klikkar ekki ásamt sportþrennu til þess að fá vítamín í kroppinn. Fínni fjölskylduskemmtun: Húsdýragarðurinn er alltaf vinsæll og bíó- ferð vekur iðulega lukku hjá krökkunum. Notalegri kvöldstund: Kveikja á kertum, kúra upp í sófa með konunni og horfa á gamla, góða Bond-mynd. Guðmundur mælir með: Camphylobactermengun reyndist vera í 13% kjúklingasýna sem tekin voru á markaði á Íslandi á tíma- bilinu júlí til september í ár. Að sögn Herdísar Guðjónsdóttur, mat- vælafræðings hjá Umhverfis- stofnun er þetta svipað hlutfall og í rannsóknum undanfarinna ára. Ekkert sýnanna var mengað af salmonellu. Umhverfisstofnun og heilbrigð- iseftirlit sveitarfélaga hefur reglu- legt eftirlit með örveruástandi á kjúklingum á markaði og í gær birtust niðurstöður frá tímabilinu júlí til september. Niðurstöðurnar sýndu að 7 sýni eða tæplega 13% voru campylobactermenguð. Í flest- um tilvikum var um ferska kjúk- lingabita að ræða en í einu tilfelli fannst mengunin í heilum, frosnum kjúkling. „Þetta er svipað eins og verið hefur,“ segir Herdís. „Það er alltaf viss fjöldi sýna sýkt af camphylo- bakter. Fólk er hins vegar meðvitað um að elda kjúklinginn vel, borða hann ekki blóðugan og að skera kjúkling og aðra matvöru, s.s. salat ekki á sama bretti. Því sýkist fólk yfirleitt ekki af camphylobakter sem kemur úr kjúklingi.“ Ekkert sýnanna var mengað af salmonellu. „Það er mjög sjaldgæft að það finnist við þetta eftirlit, sem betur fer, enda er það mun alvar- legri sýking en camphylobakter.“ Sjö kjúklingasýni sýkt Morgunblaðið/Kristján Kjúklingar Engin sýnanna var sýkt af salmonellu. Kristjana F. Steingrímsdóttir, Hrauni í Aðaldal, yrkir um laxveiði: Ósköp finnst mér aflinn tregur engir fiskar gefast hér, en fúll á móti fiska dregur fyrir augunum á mér. Og um valkosti yrkir Kristjana: Mætti ég biðja en bara fá bitann eða sopann, mig sem fleiri mundi þá meira langa í dropann. Þá um tækifæri: Mörgum happ úr hendi smó, hikið varð til skaða, gefist lag í lífsins sjó láttu bara vaða. Og loks yrkir hún um stökuna: Þjóðarstoltið stakan var. Styrk og fegurð málsnilldar áfram grýttar götur bar gegn um myrkar aldirnar. Laxveiði og tækifæri pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ NÝLEG frönsk rannsókn hefur leitt í ljós að mannslíkaminn framleiðir sitt eigið verkjalyf sem er margfalt áhrifa- ríkara en morfín. Svo segir á vefútgáfu BBC, en efni þetta heitir opiorphin og þeim sem stóðu að rannsókninni tókst að einangra það úr munnvatni fólks. Síðan var efni þessu sprautað í rottur sem voru undirlagðar af sársauka og þurfti miklu minna magn af opiorphin heldur en morfíni til að stöðva verkina. Þeir Frakkar sem stóðu að rannsókn- inni binda miklar vonir við að í fram- haldinu verði hægt að finna nýjar leið- ir í verkjameðferðum, en þeir segja að efnið megi finna víðar í líkamanum en í munnvatni. Hingað til hefur morfín verið öflugasta verkjalyfið, en í til- raununum sem gerðar voru á rott- unum þurfti sexfalt stærri skammt af morfíni en af opiorphin til að stöðva sársauka, þannig að það er til mikils að vinna. Þeir sem stóðu að rannsókninni eru enn ekki vissir um hvað eigi sér ná- kvæmlega stað, en þeir halda að opi- orphin komi í veg fyrir niðurbrot á próteinum í líkamanum sem loka þeim leiðum í heilanum sem senda boð um sársauka. Aðrir vísindamenn hafa efasemdir um mikilvægi þessarar rannsóknar og segja að engar haldbærar sannanir séu fyrir því að opiorphin hafi eitthvað að gera með lífeðlisfræðilega þáttinn í sársaukaskynjun. Líkaminn framleiðir sjálfur besta verkjalyfið Reuters

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.