Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 28

Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 28
matur 28 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Gæðastund með vinum og fjölskyldu Það getur verið strembið fyrir þá sem hafa ákveðið að eyða ekki 54 dögum í jólaund- irbúning að komast undan þeim sem eru svo snemma á ferðinni síðustu helgarnar í nóv- ember. Með góðum vilja er slíkt þó mögulegt, einkum þó með því að sniðganga fjölmiðla og verslunargötur og -miðstöðvar, enda er sem betur fer enn margt ójólalegt í boði nú þegar tæpar tvær vikur eru í aðventuna. Maður er manns gaman og yfirleitt þarf ekki að fara langt til þess að sækja það fjör enda fjöl- skylda eða vinir yfirleitt í kallfæri. Á meðan Kári og kuldaboli skemmta sér úti er því mælt með að kveikja á kertum og draga upp spil, hvort heldur sem er hefðbundin eða borðspil, og kenna krökkunum að spila Svarta-Pétur og Ólsen Ólsen eða þá gamla góða spurningaspilið Trivial Pursuit. Skella síðan poppkorni í örbylgjuna og setja í stóra skál og súpa á kóki í gleri með til þess að full- komna fortíðaruppvakningu frá áttunda og ní- unda áratug síðustu aldar. Þetta er skemmtun sem klikkar ekki fyrir fólk á milli þrítugs og fimmtugs – og auðvitað börnin sem kunna vel að meta samveruna með full- orðnum. Samfélagsmyndir í Ljósmyndasafni Reykjavíkur Á hverjum degi dynja yfir okkur myndir en sjaldnast stöldrum við við þær og skoð- um betur. Ljósmyndir eru vanmetið list- form og segja oft meira en hin margtuggðu þúsund orð. Undanfarið hefur umræða um innflytjendur hér á landi farið hátt í frétt- um, þar á meðal Pólverja, en oft erum við ekkert að leggja okkur eftir bakgrunni fréttanna. Um þessa helgi eru síðustu for- vöð að sjá sýningu fréttaljósmyndarans Chris Niedenthals, POLSKA 1969–1989, í Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Grófarhúsinu, Tryggvagötu 15. Hann er heimsþekktur ljósmyndari og hefur unnið m.a. fyrir tíma- ritin Newsweek, TIME og Der Spiegel. Í ljósmyndum Chris Niedenthals má skoða sögu Póllands frá 1960 til dagsins í dag. Þar er einnig sýning ljósmyndarans Kjartans Þorbjörnssonar – Golla, sem sýnir hvað táknmyndir frelsis og fangelsis geta verið sláandi líkar. Hann heimsótti öll fang- elsi á Íslandi og festi á filmu þá aðstöðu sem fangar landsins búa við. Sitji guðs englar í Þjóðleikhúsinu Liðlega 60 ár eru liðin frá því að seinni heimsstyrjöldinni lauk og enn eru á lífi Ís- lendingar sem muna vel eftir atburðum hennar. Blessað stríðið, þ.e. hernám breska hersins og síðan þess bandaríska, hafði geysilega mikil áhrif á íslenskt samfélag. Í leikritinu Sitji guðs englar, sem sýnt er í Þjóðleikhúsinu og gert eftir sögum Guðrúnar Helgadóttur, er brugðið upp mynd af íslensku samfélagi á stríðsárunum. Það ætti engin stórfjölskylda að láta þessa sýningu framhjá sér fara því hún gefur börnum nútímans tækifæri til þess að upplifa og skynja hvernig Ísland var fyrir tíma allsnægtanna, hvernig Ísland var þegar amma og afi ólust upp. Börn eru í mörgum burðarhlutverkum og standa sig frábærlega. Til að kóróna stríðsárastemninguna má einnig mæla með þemasýningunni „Jæja eru þeir þá komnir“ í Byggðasafni Hafnarfjarðar, Vesturgötu 6, sem fjallar um hernám Breta á Íslandi. Á fund við Bond, James Bond Það eru alltaf tíðindi þegar nýr leikari tek- ur við hlutverki njósnara hennar hátignar. Það mun því ekki verða talað um annað en frammistöðu Daniels Craigs í hlutverki James Bonds á næstu dögum. Veldur hann mælt með … Morgunblaðið/Golli hlutverkinu eða ekki? Til þess að hafa skoðun og vera samræðuhæf/ur um þetta dægurmál líðandi stundar má fara til fundar við James Bond um helgina – og já allt er breytingum undirorpið. Nú er honum víst orðið sama hvort Martini-kokteillinn er hristur eða hrærður! Eftirmiðdagskaffi með týndum sauði Að lokum skal mælt með því að heimsækja gamla, góða frænku, vin eða vinkonu eða ann- an týndan sauð sem ekki hefur sést lengi í lífsgæðakapphlaupinu eða þá bara amstri hversdagsins. Það er ótrúlegt hvað ein klukkustund getur styrkt gömul ættar- og vináttubönd. Best væri auðvitað að slá á þráð- inn og bjóða viðkomandi í heitt súkkulaði og vöfflur með rjóma. Það er gott fyrir sálina í kuldanum og myrkrinu – jafnvel þótt það séu 12 dagar þangað til hinn lögboðni góðverka- mánuður hefst. Það einfaldasta af öllu ein-földu er að elda ofnrétt þarsem öllu er skellt saman íofnskúffu, leirpott eða eld- fast mót og maturinn látinn malla með kryddum og eldast í ró og næði. Þetta er einfaldasta matargerð í heimi og hún er meira að segja fljót- leg líka, auk þess sem algjör óþarfi er að standa yfir pottum og pönnum heldur má nýta tímann í eitthvað annað á meðan. Setja í þvottavélina, lesa blöðin, fara í bað, læra með börnunum, taka á móti gestum eða bara slappa af … Uppskrift að notalegum afslöppuðum kvöldverði 1. Komið heim 2. Fá sér eitthvað gott að drekka 3. Kveikja á ofninum 4. Skera grænmeti og setja það ásamt öðru í uppskriftinni í leir- pott eða mót 5. Leggja á borð 6. Láta matinn eldast í ofninum meðan þú gerir eitthvað annað 7. Njóta þess að borða matinn, gjarnan í góðum félagsskap við kertaljós 8. Verði ykkur að góðu! Afslappaður kvöldverður Morgunblaðið/Kristinn Heilsusamlegur fiskréttur Góð kvöldverðarlausn á köldum kvöldum. Suma daga langar mann helst að geta gripið í eitthvað einfalt, fljótlegt og þægilegt í matinn. Daglega eru margir Íslendingar að reyna að leysa þetta mál oftar en ekki í bílnum á leið heim úr vinnu. Mörgum dettur í hug að stoppa einhvers staðar og kaupa í matinn, aðrir ganga lengra og kaupa tilbúinn mat eða panta hann heim þegar heim er komið, Heiða Björg Hilm- isdóttir segir það þó alls ekki bestu lausnina. „ÓGNARSPENNANDI“SOKKABUXNAMÓDEL, VÍSKÍ OG MURAKAMI DJÖRF OG EINLÆG Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 15. nóv. 6. Skáldverk Bókmenntaverðlau Danska ríkisútvarps Dönsku bóksalaverðlaunin 2 Undantekningin er mögnuð saga um hin mörgu andlit ástarinnar og illskunnar. Hún er margföld metsölubók í Danmörku og víða um heim, rómuð jafnt af lesendum sem gagnrýnendum. „Undantekningin er afbragðs saga ... ógnarspennandi ... höfundurinn sýnir ótrúlega innsýn í mannlegt eðli.“ Páll Baldvin Baldvinsson, Frbl. „Framúrskarandi skáldsaga . . . Stórkostleg blanda af spennusögu með útsmoginni og flókinni atburðarás.“ Michael Eigtved, B.T. Tómas er ungur stúdent af landsbyggðinni sem hefur nám í Reykjavík. Hans fábreytta líf umturnast þegar hann kynnist hinni hálfjapönsku Saiko sem starfar sem sokkabuxnamódel og kynnir hann fyrir vískídrykkju og verkum Haruki Murakamis. En Saiko á sér hræðilegt leyndarmál ... „Áræðin og grípandi skáldsaga eftir kjarkaðan höfund.“ Kári Gunnlaugsson, kistan.is Ljósmyndari í New York fær það verkefni að mynda ekkju eins frægasta ljósmyndara samtímans. Þau virðast eiga fátt sameiginlegt annað en að vera Íslendingar en hann heillast af aldri hennar, reynslu og visku og hún af æsku hans, hvatvísi og aðdáun. Frumleg og munúðarfull saga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.