Morgunblaðið - 17.11.2006, Síða 29

Morgunblaðið - 17.11.2006, Síða 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 29 Ristaður kjúklingaréttur með sætum kartöflum og apríkósufeta fyrir 4 4 sætar kartöflur 4 paprikur 1 tsk. kummin ½ tsk. chilipipar 1 tsk. salt 4 msk. ólífuolía 4 kjúklingalæri 150 g fetaostur 1 dl kotasæla 1 dl sýrður rjómi 12 þurrkaðar apríkósur fersk mynta örlítill svartur pipar ½ dl graskersfræ Afhýðið sætu kartöflurnar og skerið í aflanga bita, skerið paprikur í aflanga bita og setjið í ofnfast mót eða leirpott. Setjið kjúklingalærin í mótið. Blandið kryddi, olíu og salti saman og dreifið yfir. Bakið við 200°C í u.þ.b. 30–40 mínútur eða þar til kjarnhiti í kjúklingalærunum er 73°C og kartölurnar eru orðnar mjúkar. Maukið fetaostinn létt með gaffli í skál og hrærið kotasælunni og sýrða rjómanum saman við. Saxið apríkós- urnar smátt og hrærið þeim saman við ásamt grófsax- aðri myntu og svörtum pip- ar. Smakkið til og látið standa á meðan rétturinn mallar í ofninum. Stráið graskersfræjunum yfir kjúklingaréttinn þegar hann er tilbúinn og berið fram, gjarnan með bragð- miklu rauðvíni. Heilsusamlegur fiskréttur fyrir 4–6 800 g ýsa ½ tsk. salt 1 msk. sítrónusafi 200 g ferskir sveppir, saxaðir 1 laukur, saxaður ½ blaðlaukur, saxaður 2 rauðar paprikur, í bitum 3 gulrætur, í sneiðum 400 g rækjur 1½ dl matargerðarrjómi 150 g rjómapiparostur 1 tsk. paprikuduft 1 msk. karrý 1 msk. humarkraftur 1–2 dl rifinn ostur Skerið fiskinn í bita og raðið í eld- fast fat stráið yfir smá salti og sí- trónusafa. Setjið saxað grænmeti og rækjur yfir. Setjið rjómaost, mat- argerðarrjóma og krydd í hristara eða matvinnsluvél og blandið saman og hellið yfir fiskinn. Stráið osti yfir og bakið í u.þ.b 30 mínútur við 180°C. eða þar til fiskurinn er bak- aður í gegn og kjarnhiti er um 65°C. Berið fram með hrísgrjónum eða brauði og fersku salati. Það eina sem tekur tíma við þennan rétt er að skera niður grænmeti. Það er snjallt að undirbúa þennan rétt alveg dag- inn áður og hafa hann tilbúinn í kæl- inum og skella í ofninn þegar heim er komið. Brátt fyllir yndisleg mat- arlykt húsið …Afslappaður kvöldmatur Ristaður kjúklingur með apríkósufeta. Eftir Steingrím Sigurgeirsson sts@mbl.is Vínsamlög eru starfrækt íflestum víngerðarlöndumEvrópu og eru þau væg-ast sagt misgóð. Stund- um er metnaðurinn enginn en stundum er vínsamlagið leiðandi framleiðandi á sínu svæði og fram- leiðir vín á heimsmælikvarða. Á Ítalíu er vínsamlag nefnt Cantina og gott dæmi um hörku- gott vínsamlag er Cantina Terlano í Suður-Týról. Þar sem Suður- Týrólar eru tvítyngdir hefur sam- lagið einnig þýskt heiti eða Kelleri Terlan. Það var stofnað 1893 og eiga um hundrað vínbændur aðild að því. Cantina Terlano Pinot Grigio 2005 er feykistórt hvítvín, sæt epla- og perubomba með örlitlum sítrus og vínberjum. Mikið boddí og langt. 1.650 krónur. Hörkuvín. 18/20 Cantina Terlano Sauvignon Winkl 2005 er ágengt með ný- slegnu grasi og sætum hvítum ávöxtum, feitt með öflugri sýru út í gegn. 1.750 krónur. 17/20 Cantina Terlano Porphyr Ris- erva 2003 er vín úr þrúgunni La- grein, sem á uppruna sinn að rekja til þessa svæðis og er nær algjörlega óþekkt utan þess. Vínið er dökkt, svarblátt og liturinn ekk- ert farinn að gefa eftir þótt um þrjú ár séu liðin frá því þrúgurnar voru pressaðar. Angan vínsins er kraftmikil með krækiberja- og sól- berjasaft í bland við dökkt súkku- laði og örlítið krydd. Vínið er tannískt mjög, en þau eru mjúk og yfirbragð vínsins í munni er lag- skipt þar sem hver hjúpurinn af öðrum tekur við. Vín til að geyma í 3–5 ár en gefa ella einhverja klukkutíma í karöflu áður en það er borið fram. 2.860 krónur. 19/20 Ég fjallaði í síðustu viku um tvö alveg hreint virkilega góð Chianti Classico-vín. Hér er eitt til við- bótar, en árinu yngra en hin tvö, frá árinu 2004, og enn einn stíll- inn. Castello di Querceto Chianti Classico 2004 er haustlegt vín með ristuðum möndlum, kryddjurtum og laufum í bland við eik og dökk- rauð rifsber og kirsuber. Örlítið sprittað og fínleg eik. Í munni hreint og beint, með flottri fyll- ingu og kröftuga sýru og tannín. Einfaldlega gott vín sem er flott núna en mun halda sér og batna í 2–3 ár. 1.790 krónur. 18/20 Hér að ofan var fjallað um sjald- gæfa þrúgu – Lagrein. En þær eru fleiri þrúgurnar sem ekki eru jafn- þekktar og Cabernet og Char- donnay. Ítalir eiga margar sem eru sumar hverjar þegar best læt- ur síst síðri en þrúgur með þekktari heiti. Má nefna Nero d’Avola, Sagrantino, Aglianico, Primitivo og Fiano í því sam- hengi. Teroldego Rotaliano er annað dæmi en sú þrúga er nær ein- ungis ræktuð Suður-Týrol og Trentino héraði á Ítalíu. Heitið Teroldego er sagt eiga rætur sín- ar í þýsku og merkja Tyroler Gold eða Týrólagull. Fáir gera betri Teroldego en Elisabeta For- adori og er toppvínið hennar Granato alveg hreint magnað. Foradori Teroldego Rotaliano 2003 hefur dökkt yfirbragð, byrj- ar með sedrusvið og kryddi en færist síðan yfir í bláberjaböku blandaðri vanillu og lakkrís. All- langt í munni með tannínbiti. Þarf nokkurn tíma til að opna sig. 1.950 krónur 17/20 vín Morgunblaðið/Ásdís Óvenjulegar þrúgur frá Ítalíu edda.is „FRÁBÆR BÓK“ÁLEITIN OG MARGSLUNGIN un sins 2004 Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 15. nóv. 2. Skáldverk Kristín Steinsdóttir vakti mikla athygli fyrir bók sína Sólin sest að morgni, sem hlaut afar góðar viðtökur lesenda og gagnrýnenda. Nú sendir hún frá sér aðra sögu, skylda þeirri í aðferð og stíl. Bókin fjallar um Sigþrúði sem er einstæðingur en jarðarfarir eru helsta upplyfting hennar og þar hittir hún fólk sem er í sömu sporum í lífinu. Áhrifamikil saga um óvenjulegt efni, skrifuð af næmi og skopskyni. Úr umsögnum gagnrýnenda um Sólin sest að morgni: „Heillandi saga sem lætur lítið yfir sér en býr yfir djúpri visku, æðruleysi og ljóðrænni fegurð.“ Sigríður Albertsdóttir, DV „Gullmoli“ –Hrund Ólafsdóttir, Mbl. Jón Gnarr: Indjáninn - skálduð ævisaga „Jón hefur einstakt lag á að snerta skrýtnar taugar í manni og sveifla sakleysislegum sannleiksþræði milli gleði- hláturs og gráturs. Við sem uxum úr grasi á árunum milli '70-'80 höfum eignast sagna- ritara sem erfitt verður að slá við. Frábær bók!“ Bryndís Loftsdóttir, Eymundsson

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.