Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 17.11.2006, Blaðsíða 46
46 FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jón HannesGuðmundsson (Jónsi) fæddist í Reykjavík 17. ágúst 1977. Hann lést á heimili sínu, deild 20 á Landspítal- anum í Kópavogi, 12. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans eru Inga Dóra Jónsdóttir, f. 11. júní 1959 og Guð- mundur Ingi Krist- insson, f. 14. júlí 1955. Albróðir Jónsa er Bjarni Þór Guðmunds- son, f. 7. desember 1978, Sam- býliskona Erla Björg Péturs- dóttir, f. 21. október 1977, sonur þeirra er Mikael Máni, f. 16. ágúst 2006. Inga Dóra og Guð- mundur skildu. Eiginkona Guðmundar er Hulda Margrét Baldursdóttir, f. 30. júlí 1962. Synir þeirra eru Baldur Freyr, f. 5. febrúar 1985, Davíð Örn, f. 16. júlí 1987, Guð- mundur Ingi, f. 4. janúar 1992 og Georg Daði, f. 6. maí 1994. Síðari maður Ingu Dóru var Aðalbjörn Gröndal, f. 2. nóvember 1961. Þau skildu. Börn þeirra eru Ágúst, f. 20. ágúst 1984 og Sædís Hulda, f. 10. júlí 1990. Sambýliskona Ágústar er Guðrún K. Reyn- isdóttir, f. 5. ágúst 1984. Börn þeirra eru Reynir Aðalbjörn, f. 11. október 2003 og María Rán, f. 25. apríl 2006. Jónsi bjó á deild 20 á Landspít- alanum í Kópavogi frá 8 ára aldri. Útför Jónsa verður gerð frá Fossvogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Ég var vakin um nótt og mér sagt á hlýlegan hátt að þú værir dáinn, elsku Jónsi minn. Það kom mér mjög á óvart því þú hafðir ekki verið veik- ur eins og svo oft þegar ég hélt að þú mundir ekki lifa af. Þú hefur átt ótrú- legt líf og gengið í gegnum ótrúleg- ustu hluti en þinn tími var ekki kom- inn fyrr en nú. Þínu hlutverki hér meðal okkar hefur þú nú lokið. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að vera mamma þín, ég var bara 18 ára þegar þú komst yndis- lega fallegur og heilbrigður. Þegar þú varst mánaðargamall fékkst þú þennan voðalega sjúkdóm sem gerði svo mikinn usla í þínu lífi og breytti öllu, þar með byrjaði þitt andlega ferðalag í átt til frelsisins. Ég á svo fallegar minningar um þig, elsku drengurinn minn, þú kenndir mér að vera þakklát fyrir allt það smáa sem við stundum tökum ekki eftir og okk- ur finnst bara sjálfsagt. Þú kenndir mér hvað sannur kærleikur þýðir, þú sýndir mér að við þurfum ekki að vera fræg eða gera eitthvað merki- legt til að vera stórkostlegar persón- ur. Það sem einkenndi þig var þessi mikla gleði og kærleikur sem þú virt- ist vera með sérstakan aðgang að og brosið þitt og hlýjan sem geislaði frá þér bræddi hvert einasta hjarta sem færði sig nær þér. Ég sakna þín, elsku Jónsi minn, þú hefur lýst upp líf mitt og gefið mér einstaka gjöf, elsku þína sem ég varðveiti í hjarta mínu að eilífu ég fel þig nú Guði, nú ert þú frjáls. Englarnir elsku Jónsi minn er gæta þín nú þegar gekkst um Gullna hliðið inn í gleði von og trú þeir vilja vaka yfir þér vinurinn sanni og góði nú hinstu kveðju færð frá mér í fátæklegu ljóði. (ÁS.) Mamma. Elsku Jónsi þú varst og verður alltaf hetjan okkar. Líf þitt var svo sannarlega þrautarganga og þú barst þinn kross allt þitt líf. Alltaf var stutt í brosið þitt og hlátur sem yljaði hjartarætur okkar sem þótti svo vænt um þig, en stóðum vanmegnug hjá og gátum svo lítið fyrir þig gert. Að koma á deild 20 á LSH í Kópa- vogi þar sem þér leið alltaf eins vel og kostur var og var heimili þitt til langs tíma var einstakt. Kærleikurinn hreinlega flæddi á móti manni þegar við komum í heimsókn. Starfsfólkið var svo gott við þig og við vitum að þér þótti afskaplega vænt um þetta fólk, sem reyndist þér svo vel. Fyrir mig og alla fjölskylduna var ómetanlegt að hafa engar áhyggjur að umönnun þinni því hún gat ekki verið betri. Bestu þakkir fyrir það kæra starfsfólk deildar 20 á LSH í Kópavogi. Fallegi góði Jónsi, við kveðjum þig með ást og virðingu og þúsund kossum, frjálsan eins og fugl- inn. Víst er þetta löng og erfið leið, og lífið stutt og margt, sem út af ber. En tigið gegnum tál og hverskyns neyð skín takmarkið og bíður eftir þér. (Steinn Steinarr) Pabbi, Hulda, Baldur Freyr, Davíð Örn, Guðmundur Ingi og Georg Daði. Elsku Jónsi, við kveðjum þig með söknuði. Þú hefur staðið þig eins og hetja og verið svo duglegur alla tíð. En nú hefur slokknað á kertinu þínu, þú ert loksins frjáls og laus við allar þján- ingar. Þó okkur finnist mjög sárt að kveðja þig vitum við að þú ert kom- inn á betri stað. Við viljum þakka þér fyrir allar stundirnar okkar saman. Okkur þykir svo vænt um þig. Minningarnar um þig eru vel geymdar í hjarta okkar. Við gleym- um þér aldrei. Hin langa þraut er liðin, nú loksins hlauztu friðinn, og allt er orðið rótt, nú sæll er sigur unninn, og sólin björt upp runnin á bak við dimma dauðans nótt. (Valdimar Briem.) Hvíldu í friði, elsku bróðir, mágur og frændi. Hinsta kveðja Ágúst, Guðrún Kristjana, Reynir Aðalbjörn og María Rán. Þegar ég frétti að þú værir dáinn, átti ég erfitt með að meðtaka það. Þú hefur alltaf verið partur af mínu lífi síðan ég man eftir mér. Þegar ég hugsa til baka sé ég hversu duglegur þú varst. Þú gafst aldrei upp, sama hvað gekk á. Þú varst sannkölluð hetja, það er ekki hægt að lýsa því með orð- um hversu kær þú ert mér og hversu mikið ég elska þig. Það er sárt að þú sért farinn en ég veit þú ert á betri stað þar sem þú ert frjáls og þarft aldrei að hafa neinar áhyggjur af neinu. Þú varst fallegur ungur drengur og heillaðir alla í kringum þig. Ég mun sakna þín rosalega mikið, elsku Jónsi minn, en kannski hitt- umst við aftur einhvern daginn á þessum yndislega stað. Megi engl- arnir gæta þín Ef sólin kemur upp á morgun rís hún upp í dökkt næturhúmið með stjörnur í bakgrunni og rísandi blóm á jörðu hún mun tákna nýtt upphaf og ný tækifæri Nýjan dag fyrir mig og þig og aðra sem leggja hart að sér hún mun ljóma allan daginn og lýsa upp himininn hún hefur mikilvægu hlutverki að gegna hún er líf okkar. Seint um kvöld dofnar sólin uns hún sofnar stuttum svefni systir hennar, nóttin tekur við skyldum hennar og heldur áfram gangi lífsins (SHA) Ástarkveðja Sædís litla systir. Stundum kemur örvænting til mín eins og refsinorn og öskrar í eyru mín: þú getur ekki gengið þú getur ekki notað hendur þínar. Þegar sorgin sker hjarta mitt heyri ég hlýja rödd hvísla. Hugur þinn skynjar heiminn í sárustu sorg og dýpstu gleði Og ég finn kærleika umvefja mig í nálægð vina minna eins og stjörnur jóla sem lýsa sáttfúsum augum okkar. og lífsgleðin mín kemur á ný og sigrar (Ásdís Jenna Ástráðsdóttir) Jón Hannes (Jónsi) sem við köll- uðum hann í daglegu tali hér á deild 20, var yndislegur ungur maður og kær vinur okkar allra, við þökkum samverustundirnar en í minningu verður hann áfram meðal okkar Kveðja Heimilisfólk og starfsfólk á deild 20. Jón Hannes Guðmundsson (Jónsi) ✝ Anna Hauks-dóttir fæddist í Reykjavík 20. jan- úar 1948. Hún lést á gjörggæsludeild Landsspítala – há- skólasjúkrahúss 9. nóvember síðastlið- inn. Anna ólst upp í Hafnarfirði og bjó þar alla tíð að und- anskildum síðustu tveimur árum er hún bjó í Reykjavík. Foreldrar Önnu voru Sigurjóna Sig- urðardóttir, f. 8. febrúar 1919, d. 8 ágúst.2001, og Haukur Krist- jánsson, f. 2. júní 1923, d. 17. jan- úar 1984. Anna ólst upp í stórum systkinahópi og átti hún þrjú hálf- systkini Sigrúnu Davíðsdóttir, Guðmund Davíðsson og Herdísi Hauksdóttur. Anna var elst barna Sigurjónu og Hauks en systkini hennar eru Sigríður, f. 25. desem- ber 1948, Kristján, f. 9. ágúst 1950, Þráinn, f. 18.ágúst 1952, Sjöfn, f. 10. október 1958 og Haukur, f. 10. mars 1960. Anna giftist 22. ágúst 1970 Ægi Hafsteinssyni og áttu þau saman dóttur Jónu Sjöfn, f. 17. júlí 1979, d. 4. maí 1997. Anna og Ægir slitu sam- vistum árið 1993. Anna giftist Heimi Guðjónssyni í september 1999 og bjó með hon- um til dauðadags. Heimir á þrjár dætur frá fyrra hjónabandi, Höllu, Söru og Söndru og fjögur barnabörn. Anna var sjúkraliði að mennt. Anna verður jarðsungin frá Víðistaðakirkju í Hafnarfirði og hefst athöfnin klukkan 13. Elsku Anna, nú á kveðjustund hrannast minningarnar upp. Við vorum fæddar á sama ári, sátum saman í skóla og vorum samrýndar til unglingsára. Það var aldrei logn- molla í kringum þig, þú varst alltaf að flýta þér og allt hefði helst átt að gerast í gær. Þú varst með eindæm- um barngóð, börn og þeir sem minna máttu sín löðuðust að þér. Ég verð þér ævinlega þakklát fyrir hve góð og hjálpsöm þú varst Sigurjóni syni mínum á uppvaxtarárum hans. Lífið fer misjöfnum höndum um okkur mannfólkið og þú fékkst svo sann- arlega að finna fyrir erfiðleikunum. Eftir níu ára hjónaband eignuðust þið Ægir dóttur sem var augasteinn- inn ykkar beggja en sá hörmulegi at- burður gerðist að Jóna Sjöfn drukknaði í Bláa Lóninu fyrir níu ár- um sem varð til þess að lífsvilji þinn varð að engu. Þú háðir baráttu við Bakkus en hann er harður húsbóndi og gaf þér engin grið. Það var stund- um næsta óbærilegt að horfa upp á kvöl þína en sem betur fer komu góðar stundir inni á milli og það eru stundirnar sem við verðum að horfa til. Þú talaðir alltaf um dætur og barnabörn Heimis af mikilli ást og hlýju og barnabörnin hans voru líka þín. Síðastliðið sumar áttum við systur skemmtilegan tíma saman úti í Svíþjóð hjá Sjöfn systur okkar og núna eru þær minningar ómetanleg- ar. Sjöfn, Andrés og börnin voru þér svo mikils virði og þú fylgdist með öllu sem var að gerast hjá þeim. Ég votta Heimi, Guðjóni, föður hans, dætrum og barnabörnum mína dýpstu samúð á þessum erfiðu tím- um. Elsku systir, mín hinsta ósk til þín er að nú sértu komin þangað sem þú þráðir svo heitt að fara. Hvíl í friði Sigríður Hauksdóttir. Elsku Anna, við í fjölskyldu þinni í Eskilstuna eigum eftir að sakna þín sárt, allra símtalanna og svo varst þú svo dugleg að heimsækja okkur til Svíþjóðar. Við viljum þakka þér fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman. Í sumar heimsóttir þú okkur eins og venjulega og var það yndislegur tími með þér. Þú dekr- aðir við okkur og naust þín með börnunum og við nutum þess að vera með þér. Anna mín, við þökkum þér fyrir allar yndislegu stundirnar og mun- um minnast þeirra. Þín systir Sjöfn og fjölskylda. Nú þegar við kveðjum Önnu kem- ur margt upp í hugann. Tíminn sem við áttum saman á Þúfubarðinu þeg- ar stórfjölskyldan hittist var yndis- legur. Þær voru líkar mæðgurnar, Anna og Jóna eldri, elskuðu að búa til mat og baka, sunnudagskaffið var oft eins og fermingarveisla. Anna átti alltaf fallegt heimili þar sem allir voru velkomnir. Dætur okkar þekktu Önnu sem hjartahlýja konu og þótti mjög vænt um hana. Anna var mikill húmoristi gerði grín að sjálfri sér og sá spaugilegu hlutina í lífinu. Anna tók að sér fólk sem átti bágt, ein jólin var hún með andlega fatlaðan einstakling á aðfangadags- kvöld vegna þess að hann átti engan að, þannig var Anna, hún vildi ekki vita af neinum einum á jólunum og lýsir þetta persónuleika Önnu vel. Guð gaf henni Jónu Sjöfn en tók hana aftur og eftir þá erfiðu lífs- reynslu reyndist henni lífið erfitt. Anna eignaðist í gegnum Heimi fjöl- skyldu, þrjár ungar stúlkur sem eiga fjögur börn sem voru hennar ömmu- börn og yndislegan tengdaföður og tengdafjölskyldu sem stóð alltaf við bakið á henni á erfiðum stundum. Við kveðjum kæra systur, mág- konu og frænku með virðingu. Haukur, Sjöfn og dætur. Í dag er til moldar borin áskær vinkona mín, Anna Hauksdóttir. Það eru ekki nema nokkrir dagar síðan ég sat hjá henni ásamt Andra syni mínum og við þáðum gómsætar kræsingar, og áttum yndislega stund með henni. En fljótt skipast veður í lofti. Hræðilegt slys verður og Anna er öll. Og eiginmaður henn- ar liggur mikið slasaður á sjúkra- húsi. Allar fallegu minningarnar sem ég á um Önnu streyma fram í huga minn. Hún var einn minn kærasti vinur og alltaf til staðar fyrir mig. Anna var sjúkraliði að mennt og við kynntumst fyrir mörgum árum þar sem við unnum saman. Þessi kona sem geislaði af orku og kærleika lað- aði alla að sér sem á vegi hennar urðu. Fyrir átta árum varð hún fyrir þeirri miklu sorg að missa einkadótt- ur sína Jónu Sjöfn af slysförum, þá tæplega 18 ára gamla. Þessi atburð- ur varð henni slíkt reiðarslag, að líf hennar varð aldrei samt aftur. Öll sú ást og umhyggja sem Jóna hafði fengið hjá mömmu sinni fór nú til litlu barnabarna eiginmanns hennar, sem litu á hana sem ömmu sína. Hún var þeim einstaklega góð og gerði allt sem hún gat fyrir þær, kenndi þeim að baka og sauma, og gerði eitthvað sem þeim þótti gaman þeg- ar þær voru hjá henni. Því er missir þeirra mikill. Anna átti við heilsuleysi að stríða síðustu ár, en hún lét það ekki aftra sér frá því að hugsa um aðra og gerði oft meira en hún í rauninni gat. Hún átti í vændum stóra aðgerð, og erf- iða, en nú er hún komin á þann stað þar sem þrautir og þjáning eru ekki til. Nú hefur hún tekið Jónu sína í faðminn og þær mæðgurnar samein- ast á ný. Anna var mér, mínum börn- um og móður minni mjög kær. Hún elskaði Andra son minn ofurheitt, og hann var alltaf svo glaður að hitta Önnu. Hún passaði hann stundum fyrir mig, og þá var sko gaman hjá þeim. Hann skilur þetta ekki, að Anna sé farin, en ég mun halda minningu hennar lifandi. Anna var mjög bænheit og ef hún vissi um veikindi eða erfiðleika hjá vinum eða ættingjum, þá bað hún fyrir því fólki og gerði allt til að hjálpa. Anna hugsaði meira um aðra en sjálfa sig, og vildi allt fyrir aðra gera, en óskaði einskis í staðinn. Við töluðum saman oft í viku. Ég á eftir að sakna hennar svo mikið og það kemur enginn í staðin fyrir hana. En það sem huggar mig er að nú hefur hún loksins komist til Jónu og fundið frið. Ég votta eiginmanni hennar, öll- um systkinum hennar og fjölskyld- um þeirra samúð mína, og einnig stjúpdætrum, mökum þeirra og barnabörnunum fjórum. Þau hafa misst mikið. Að lokum vil ég sér- staklega þakka Diddu systur Önnu fyrir þann hlýhug sem hún hefur sýnt mér. Guð geymi þig, elsku Anna, og þú munt ávallt vera í huga mér og hjarta. Þín vinkona Margrét Gunnars. Elsku Anna mín. Ég á bágt með að trúa því að þú sért farin. Ég vil þakka þér fyrir all- ar okkar samverustundir. Þú hjálp- aðir mér mikið þegar ég flutti í Hafnarfjörðinn og þekkt engan. Ég var svo heppin að kynnast þér, þú gast alltaf hjálpað mér þegar ég átti erfitt og varst góður vinur, elsku Anna mín. Þú varst búin að ganga í gegnum erfið veikindi og mikla sorg við missi á einkadóttur þinni, ég veit að hún hefur tekið vel á móti þér. Þú varst gestrisin og myndarleg hús- móðir og það var ávallt yndislegt að koma til þín. Ég á eftir að sakna kaffisopanna okkar og hlátursins og geta hringt og fengið ráð hjá þér, því þú varst ansi góð í því að hjálpa öðr- um. Hvíl þú í friði, elsku vinkona, ég bið Guð að blessa systkini þín, Heimi og fjölskyldu hans og veita þeim styrk. Þú, Guð, ert minn, ég á þig að, ég er í höndum þínum, mitt veika hjarta huggar það á harmaferli mínum. Ég veit þitt voldugt ráð er viska dýr og náð, því gleðst ég, Guð, í þér, er gleðisólin mér í heimi hverfur sýnum. (Helgi Hálfdánarson) Þín vinkona Kolbrún. Anna Hauksdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.