Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 55

Morgunblaðið - 17.11.2006, Side 55
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 17. NÓVEMBER 2006 55 menning Miðasala í síma 4 600 200 I www.leikfelag.is ALLIR Í LEIKHÚS Á AKUREYRI! Aðeins sýnt fram að jólum! Tryggðu þér miða núna: Fim 16.nóv kl. 20 UPPSELT Fös 17.nóv kl. 19 UPPSELT Lau 18.nóv kl. 19 UPPSELT Fim 23.nóv kl. 21 UPPSELT Fös 24. nóv kl 19 örfá sæti laus Lau 25. nóv kl. 19 örfá sæti laus Fös 1. des kl. 19 örfá sæti laus Næstu sýn: 2/12, 8/12, 9/12, 15/12, 16/12. - Ekki við hæfi barna. „frábær skemmtun – alvöru hrollur. Flott verk, flottur leikur, flott sýning.“ PBB, DV „frábærlega unnin... drepfyndið“ ÞT, Mbl „gríðarlega áhrifamikil sýning“ SLG, RÚV DV „í heimsklassa“ JJ, Dagur.net „enn ein skrautfjöðurin í hatt LA“ HMB, Akureyri.net Hvað segirðu gott? Allt fínt. Ef þú ættir eina ósk, hvers myndirðu óska þér? (Spurt af síð- asta aðalsmanni, Berki Jónssyni) Ef ég ætti eina ósk, myndi ég óska mér að kunna öll tungumál. (Auðvitað vill maður líka góða heilsu og allt það.) Kanntu þjóðsönginn? Ég held ég kunni þjóðsönginn. Áttu þér gælunafn? Ellý. Hvað talarðu mörg tungumál? Ef óskin rætist, öll. ;) Hvenær fórstu síðast til útlanda og hvert? Búlgaríu í júlí. Uppáhaldsmaturinn? Ís. Bragðbesti skyndibitinn? Ís. Hvaða bók lastu síðast? Skáldið. Hvaða leikrit sástu síðast? Ég er mín eigin kona. Hvaða plötu ertu að hlusta á? Hver á plötur !!!! Spilastokk- urinn (Ipod) minn er með Trans tónlist. Uppáhaldsútvarpsstöðin? X- ið. Besti sjónvarpsþátturinn? Þeir eru svo margir. Elska sjónvarp. Þú ferð á grímuball sem …? Slanga. Helstu kostir þínir? Stundvís. En gallar? Fljótfær. Fyrsta ástin? Er enn að bíða. Besta líkamsræktin? Dans. Algengasti ruslpósturinn? Það veit ég ekki, ég hendi honum án þess að tékka á því. Hvaða ilmvatn notar þú? Ég á minnsta kosti tíu til skiptanna. Hvar myndirðu vilja búa annars staðar en á Íslandi? Ítalíu. Uppáhaldsbloggsíða? X-Factor síðan. Hvers viltu spyrja næsta við- mælanda? Er líf eftir dauðann? Bíður enn eftir fyrstu ástinni Morgunblaðið/Árni Sæberg Aðalskona vikunnar er Elínborg Halldórsdóttir. Hún er líklega betur þekkt sem Ellý í Q4U, íslenskri pönksveit sem sló í gegn í byrjun níunda áratugarins. Ellý er nú myndlistarmaður sem býr á Akranesi og er ein af þremur dómurum í sjónvarpsþættinum X-Factor sem hefur göngu sína á Stöð 2 í kvöld. Íslenskur aðall | Elínborg Halldórsdóttir ÞAÐ HEFUR verið árið tvöþúsund og tvö eða þrjú sem ég heyrði lagið „Pilot“ í fyrsta sinn. „Vá,“ hugsaði ég, „þetta er algjörlega ný stefna fyrir Maus. Biggi er virkilega búinn að taka sig á í söngnum og þessar rokk- uðu raftónlistarpælingar eru al- gjörlega að virka.“ Ég spurði fjölda fólks hvort það hefði heyrt nýja lagið með Maus og hvernig því þætti þessi nýi hljómur. Fólk horfði forviða á mig, enda kom á daginn að „Pilot“ var ekkert með Maus eftir allt saman. Þetta var víst nýtt lag með þýsku rafpoppsveitinni The Notwist. Það er engu líkara en að Birgir Örn Steinarsson, Biggi í Maus, hafi hugs- að á svipuðum nótum þegar umrætt lag fór að heyrast. Hann er allavega búinn að gefa út plötuna Id sem sæk- ir óhikandi í brunn The Notwist (og skyldra sveita eins og Lali Puna) og stundum má varla heyra hvort er hvað. Þetta er ekkert leyndarmál, Biggi nefnir Notwist t.a.m. sem áhrifavald í viðtölum. Söngrödd Bigga er umdeild og hver hefur sína skoðun á „manninum með járnröddina“. Einhverra hluta vegna passar rödd Bigga hvergi inn, vandamálið er ekki að hann hitti ekki á tónana, heldur er áferðin einhvern veginn þannig að hún stingur alls staðar í stúf, bæði í rokksamhengi Maus og í þessum nýja hljóðheimi. Því miður veldur þetta ekki sjarm- erandi áhrifum hjá undirrituðum eins og aðrar „skrítnar“ raddir eiga til að gera (t.d. Joanna Newsom). Lagasmíðar Bigga elta hljómana fremur fyrirsjáanlega og hér er fátt sem kemur á óvart. Hins vegar eru útsetningar víða mjög góðar, sér- staklega vil ég minnast á tréblástur í „Perfect Sunday“ og harmónikku í „Sofðu með ljósið á“ – eina lag plöt- unnar sem er á íslensku (og finnsku!). Notkun ritvélar sem slagverks í „Don’t Break the Silence“ er eft- irminnileg og rafgaldrar heppnast al- mennt vel. Þó að rafhljómur af þessu tagi hafi eiginlega bara heyrst hjá Worm Is Green (og mögulega Am- pop) hér á landi er hann margtugginn erlendis en Biggi lagar sig að helstu klisjunum og gerir þær að sínum eig- in. Það er Id ekki til tekna að hún hljómar ekkert ægilega vel. Þetta má t.d. heyra í „Reverend Bill Hicks“ þar sem hljóðfærin renna saman í óræða drullu á miðju tíðnisviðinu. Það vant- ar tilfinnanlega slagkraft í hljóminn, það er furðulega mikill svefnherberg- isblær á upptökunum. Umslagið er hins vegar ótrúlega vandað, allt frá frábærri grafík Sigga Eggertssonar til ofurprentunar á framhliðinni og skemmtilegra hug- leiðinga frá Bigga um tilurð og um- fjöllunarefni hvers einasta lags sem ljá hverju þeirra aukið gildi. Id slær ekki Neon Golden með Notwist við, og það ætlast heldur enginn til þess. Þó að Biggi sé á kunn- uglegum slóðum í eyrum þeirra sem hafa fylgst með jaðarpoppi síðustu fimm ár rétt nær hann síðustu lest og syngur sig inn í hefðina með ágætis árangri. Síðasta lest TÓNLIST Geisladiskur Öll lög eru eftir Birgi Örn Steinarsson og Tim Simenon. Geoff Smith hjálpar til í „Don’t Break the Silence“, „Just Like the End“ og „Sofðu með ljósið á“ og Sanna Kurki-Suoni er einnig meðhöf- undur síðastnefnda. Textar eru eftir Birgi. The Bigital Orchestra flytur. Geoff Smith og Birgir tóku upp í Reykjavík og Lundúnum. Hljóðblöndun: Jono Podmore og Tim Simenon. Hljómjöfnun: Mike Marsh í The Exchange. Siggi Eggertsson hannar umslag. 12 tónar gefa út. 38:13. Biggi – Id  Atli Bollason Vöggusæn gur vöggusett PÓSTSENDUM Skólavörðustíg 21 ● sími 551 4050 ● Reykjavík

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.