Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 1

Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 1
STOFNAÐ 1913 320. TBL. 94. ÁRG. FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS mbl.is Kynntu þér málið og sæktu um á spron.isAR G U S / 06 -0 55 2 BLÓÐBRÚÐKAUP NEMENDALEIKHÚSIÐ SÝNIR LJÓÐRÆNAN RAUNVERULEIKA Í EINFALDRI SÖGU >> 46 HANDSTÚKUR TÍSKAN FER Í HRINGI — STUNDUM STÓRA ORÐNAR VINSÆLAR >> 26 Eftir Svein Sigurðsson svs@mbl.is AÐ minnsta kosti 160 manns týndu lífi og vel á þriðja hundrað særðist í mörgum bílsprengingum í Sadr- borg, helsta hverfi sjíta í Bagdad, í gær. Er gærdagurinn sá blóðugasti í borginni frá því Bandaríkjamenn réðust inn í Írak og virðist hann taka af allan vafa um það, að í land- inu geisi borgarastyrjöld milli súnníta og sjíta. Eftir neyðarfund í ríkisstjórninni var ákveðið að lýsa yfir ótímabundnu útgöngubanni í borginni. Fjórar bílsprengjur sprungu í hverfinu og þar af ein á fjölsóttu markaðstorgi. Var tala látinna kom- in í 160 í gærkvöld og búist var við, að hún ætti eftir að hækka. Þá voru særðir sagðir vera um 260. Sjúkrahús í Sadr-borg voru í gær yfirfull af særðu fólki og átti til- tölulega fámennt starfsliðið fullt í fangi með að sinna alvarlegustu til- fellunum. Urðu lögreglumenn að bægja burtu hundruðum manna, sem vildu vita hvort ástvinir þeirra væru lífs eða liðnir. Talsmaður lögreglunnar sagði í gær, að hún hefði heimildir fyrir því, að átta bílum hlöðnum sprengiefni hefði verið komið fyrir í hverfinu og hefðu fjórir sprungið. Hafði lögregl- an fundið einn bíl og ökumann hans en leitaði þriggja. Ráðist á ráðuneyti Nokkru áður en sprengjurnar sprungu í Sadr-borg var skotið úr sprengjuvörpum á byggingu heil- brigðisráðuneytisins í Bagdad og nokkru síðar réðust nokkrir tugir manna á hana með skothríð. Svör- uðu öryggisverðir og stjórnarher- menn árásinni en um 2.000 manns voru sem í herkví inni í húsinu. Hef- ur árásum á opinberar byggingar fjölgað mjög að undanförnu. Sjítar biðu ekki boðanna með að hefna blóðbaðsins og létu þeir sprengjum rigna yfir nálægt hverfi súnníta. Lentu þær m.a. á Abu Han- ifa-moskunni, sem er einn mesti helgistaður íraskra súnníta, og unnu á henni miklar skemmdir. Nouri al-Maliki, forsætisráðherra Íraks, ávarpaði landsmenn í sjón- varpi í gærkvöld og sagði, að hryðjuverkin væru alvarleg atlaga að einingu þjóðarinnar og því bræðralagi, sem ætti að vera með múslímum. Skoraði hann á lands- menn að standa saman á þessum erfiðu tímum. Mikið mannfall í Bagdad Reuters Blóðlitað stræti Skór, líkamshlutar og sundurtættar bifreiðar blöstu við eftir árásirnar í Sadr-borg. Í HNOTSKURN » Ekki er vitað hve margirhafa látið lífið frá því í inn- rás Bandaríkjamanna í Írak í mars 2003 en nefndar hafa verið ýmsar tölur allt frá rúm- lega 100.000 og upp í 650.000. » Í tíð Saddams Husseinsréðu súnnítar öllu en sjít- ar, 60% landsmanna, voru undirokaðir. Súnnítar óttast, að það verði nú hlutskipti þeirra og það hafa hryðju- verkasamtökin al-Qaeda nýtt sér. » Ofbeldið í Írak hefur vald-ið því, að hundruð þúsunda manna, jafnvel nokkrar millj- ónir, hafa flúið land. Um 160 manns týndu lífi í bíl- sprengingum í helsta hverfi sjíta London. AFP. | Alexander Lítvínenko, fyrrverandi rússneskur njósnari, lést á sjúkrahúsi í London í gær. Bendir allt til, að eitrað hafi verið fyrir honum en ekki var þó bú- ið að finna hvaða eitur hafði verið notað. Lítvínenko veiktist mjög hastarlega fyrir þremur vikum eftir að hafa átt fund með tveimur löndum sínum, sem þóttust hafa upplýsingar um morðið á rússnesku blaðakonunni Önnu Polítskaju. Versnaði líðan hans stöðugt þrátt fyrir að læknar gerðu allt, sem í þeirra valdi stóð, og í fyrrinótt fékk hann hjartaáfall. Suma grunar, að rússnesk stjórnvöld eigi einhvern þátt í dauða Lítvínenkos en þau vísa því á bug og segja, að ásakanirnar séu ekki einu sinni svaraverðar. Lítvínenko látinn í London Alexander Lítvínenko Eftir Arnór Gísla Ólafsson arnorg@mbl.is FJÁRFESTINGAFÉLÖGIN CVIL og Bivideon, sem eru að stærstum hluta í eigu félaga í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hafa selt eignarhlut sinn í tékk- neska fjarskiptafyrirtækinu Czeske Radiokommunacace (CRa) fyrir jafnvirði 120 milljarða króna en gróflega má áætla að söluhagn- aðurinn gæti numið nálægt 80 milljörðum íslenskra króna. Ekki eru liðin nema um rétt rúmlega tvö ár síðan Björg- ólfur Thor ásamt með Landsbankan- um og Straumi- Burðarási fjár- festi í CRa. Eignarhlutur Björgólfs Thors mun hafa verið nálægt 70% og því má ætla að söluhagnaður hans geti numið um 56 milljörðum króna. Markaðsvirði CRa þegar félagið var afskráð í Kauphöllinni í Prag síðla árs 2004, eða fyrir um tveimur árum, var um 37 milljarðar króna þannig að söluverðið nú er þrefalt það verð og gott betur. Þeir sem kaupa CRa eru Mid Europa Partners, Lehman Broth- ers og Al Bateen Investments. Fjarskiptafyrirtækið CRa var stofnað árið 1963 og var í eigu tékk- neska ríkisins þar til það var einka- vætt árið 2001. Helsta eign þess er um 40% eignarhlutur í öðru stærsta farsímafyrirtæki Tékk- lands, T – Mobile CR. Innleysa um 80 milljarða hagnað á sölu símafélags Í HNOTSKURN » Félög Björgólfs Thors hafa á undanförnum ár- um fjárfest í símafyrir- tækjum í Grikklandi, Búlg- aríu, Póllandi, Finnlandi, Bretlandi auk Tékklands. » Þetta er í fyrsta sinnsem félög Björgólfs Thors hafa innleyst veru- legan söluhagnað af fjárfest- ingum sínum í símafyr- irtækjum. Björgólfur Thor Björgólfsson KONUNGSBÓK Arn- aldar Indriðasonar er í efsta sæti á lista sölu- hæstu bóka vikuna 15.– 21. nóvember. Listann tekur Félagsvísinda- stofnun HÍ saman fyrir Morgunblaðið og verður hann birtur vikulega fram yfir áramót. Í flokki íslenskra og þýddra skáldverka trónir Konungsbók Arnaldar efst. Af íslenskum og þýddum ljóðum er bók Hannesar Péturs- sonar, Fyrir kvölddyrum, í fyrsta sæti. Eragon – Öldungurinn er í fyrsta sæti barna- og unglingabókalistans. Biblían á 100 mínútum er í fyrsta sæti almenns efnis og handbóka. Skáldalíf; Ofvitinn úr Suðursveit og Skáldið á Skriðuklaustri eftir Halldór Guðmundsson er í efsta sæti bóka í flokki ævisagna og endurminninga og Ólafía: Saga Ólafíu Jóhannsdóttur eftir Sigríði Dúnu Kristmundsdóttur í öðru sæti. | 20 Konungs- bók Arn- aldar efst Arnaldur Indriðason ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.