Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
HÆSTIRÉTTUR staðfesti í gær
dóm Héraðsdóms Reykjavíkur yfir
tæplega þrítugum karlmanni fyrir
kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni
og vinkonu hennar. Maðurinn mun
sitja í fangelsi í þrjú og hálft ár og er
gert að greiða stjúpdóttur sinni 1,5
milljónir króna í miskabætur og vin-
konu hennar eina milljón króna.
Brotin gegn stjúpdótturinni framdi
maðurinn á heimili þeirra á tímabilinu
frá miðju ári 2000, þegar stúlkan var
aðeins sex ára gömul, til október á
árinu 2004. Vinkonu stúlkunnar mis-
notaði maðurinn á árinu 2004, að
minnsta kosti í fimm skipti við heimili
sitt.
Í niðurstöðu Hæstaréttar er vísað
til héraðsdóms en þar kemur fram að
maðurinn eigi sér engar málsbætur.
Hann hafi ítrekað brotið gegn stjúp-
dóttur sinni og hins vegar vinkonu
hennar.
Málið dæmdu hæstaréttardómar-
arnir Gunnlaugur Claessen, Árni Kol-
beinson, Garðar Gíslason, Hrafn
Bragason og Markús Sigurbjörnsson.
Kolbrún Sævarsdóttir saksóknari
sótti málið af hálfu ákæruvaldsins og
Sveinn Andri Sveinsson hrl. og Björn
Þorri Viktorsson hdl. vörðu manninn.
Fangelsi
fyrir kyn-
ferðisbrot
Í PRÓFKJÖRI Sjálfstæðisflokksins
í Norðausturkjördæmi á morgun er
mikilvægt að valinn verði listi sem
skapi sterka heild og endurspegli
ákveðna breidd bæði út frá lands-
hlutum en ekki síður út frá kynjum.
Þetta er mat Þorgerðar Katrínar
Gunnarsdóttur, varaformanns Sjálf-
stæðisflokksins, sem segir flokks-
menn bera mikla ábyrgð með þátt-
töku í prófkjöri en þar ráðist hver
heildarmynd listans verður, ekki ein-
ungis í kjördæminu heldur landinu í
heild. Þátttakan snúist ekki um
stuðning við einn einstakling heldur
að raða saman sigurstranglegum
lista.
Prófkjörið á morgun er það síð-
asta hjá flokknum fram að næstu al-
þingiskosningum. Að mati Þorgerð-
ar eru listar Sjálfstæðisflokksins
sem settir hafa verið saman fram að
þessu afar sterkir. „En það er engu
að síður þannig
að það skiptir
máli núna þegar
gengið er til kosn-
inga í þessu stóra
kjördæmi, þar
sem margir öflug-
ir og frambæri-
legir einstakling-
ar eru í framboði,
að flokksmenn
hafi það í huga
þegar þeir velja á listann að menn
eru ekki bara að velja einn einstak-
ling heldur eru menn að skapa
sterka liðsheild sem endurspegli
ákveðna breidd bæði út frá lands-
hlutum, en ekki síður út frá kynjum.
Það skiptir ekki eingöngu máli fyrir
Norðausturkjördæmi heldur fyrir
landið allt.“
Að sögn Þorgerðar er mikilvægt
að forystukonum innan flokksins
vegni vel í prófkjörinu. Þorgerður
tekur fram að hún telji þýðingarmik-
ið að konur séu ekki eingöngu í bar-
áttusætum heldur líka í öruggum
þingsætum.
Spurð hvort hún sé þeirrar skoð-
unar að prófkjör sé leið sem henti
konum ekki jafnvel og körlum svarar
Þorgerður: „Af eigin reynslu myndi
ég svarar þessari spurningu neit-
andi, enda hefði ég aldrei getað kom-
ist til metorða innan flokksins nema í
gegnum prófkjör,“ segir Þorgerður
og tekur fram að vissulega hafi hún
ákveðnar efasemdir um að prófkjör
fleyti konum jafnlangt og körlum.
„Við erum með konur sem hafa sýnt
það og sannað að þær geti verið öfl-
ugir talsmenn flokksins og því tel ég
að við eigum að styðja við þær eins
og við höfum stutt við karlmenn sem
verið hafa öflugir talsmenn flokks-
ins.“
Listinn endurspegli
ákveðna breidd
Varaformaðurinn vill sjá fleiri konur í öruggum þingsætum
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
LÖGREGLAN á Blönduósi hlaut
viðurkenninguna „Umferðarljósið“
á Umferðarþingi í gær fyrir fram-
lag sitt til umferðaröryggis en
þetta var í sjöunda skipti sem verð-
launin eru veitt.
Það var Sturla Böðvarsson sam-
gönguráðherra sem afhenti verð-
launin og í ræðu sinni sagði hann
meðal annars: „Lögreglan á
Blönduósi hefur kennt okkur að
aka skikkanlega og fara að lögum –
að minnsta kosti í umdæmi sínu.“
Sem dæmi um árangur lögregl-
unnar nefndi Sturla að meðaltal
sektarboða á stöðugildi á Blönduósi
var 361 í fyrra en 43 þegar hlutfall
á stöðugildi yfir landið er skoðað.
Ljósmynd/Einar Magnús Magnússon
Blönduóslögreglan
fékk Umferðarljósið
HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hef-
ur dæmt tvo Litháa á fertugsaldri í
sjö ára fangelsi fyrir að gera tilraun
til að smygla 11,9 kg af amfetamíni til
landsins í bíl, sem þeir fluttu til
landsins með ferjunni Norrænu í
sumar.
Mennirnir heita Šarûnas Budvytis
og Virûnas Kavalèiukas, báðir bú-
settir í Kaunas í Litháen. Þeir komu
með Norrænu til Seyðisfjarðar 6.
júlí.
Við skoðun í farþegarými sáust
fjögur ilmspjöld og vakti það athygli
tollvarða sem greindu réttinum frá
því að mennirnir hefðu virst tauga-
óstyrkir og ekki gefið trúverðugar
skýringar á ferðum sínum. Við nán-
ari leit í bílnum fundust átta 1,5 lítra
plastflöskur, fullar af hvítu dufti, sem
komið hafði verið vandlega fyrir í
eldsneytistanki. Mennirnir tveir
sögðust hins vegar ekki kannast við
að neitt væri falið í tankinum.
Í niðurstöðu héraðsdóms segir
m.a, að Šarunas hafi ítrekað orðið ber
að ósannsögli um veigamiklar stað-
reyndir málsins. Um félaga hans seg-
ir í dómnum, að vegna ítrekaðra
rangfærslna og ósannsögli sé erfitt
að henda reiður á hlut hans í innflutn-
ingi fíkniefnanna. Dómurinn horfði
til þess m.a. að mennirnir hefðu sam-
mælst um upplogna ferðasögu til að
villa um fyrir íslenskum yfirvöldum
og loks þess, að Virûnas tók sér í
framhaldi far með Norrænu í nafni
þriðja manns. Var því talið hafið yfir
allan skynsamlegan vafa að Virûnas
hefði vitað eða honum hlotið að vera
ljós raunverulegur tilgangur ferðar-
innar.
Í niðurstöðu dómsins kemur fram
að báðir mennirnir hafa hlotið refsi-
dóma í öðrum ríkjum. Dómurinn
taldi mennina ekki eiga sér neinar
málsbætur og magn og styrkleiki
efnisins, sem þeir fluttu til landsins,
var virt til sérstakrar refsiþyngingar.
Málið dæmdu héraðsdómararnir
Jónas Jóhannsson sem dómsformað-
ur, Eggert Óskarsson og Greta Bald-
ursdóttir. Jónas taldi átta ára fang-
elsi hæfilega refsingu en lenti í
minnihluta með þá niðurstöðu.
Verjendur voru Sveinn Andri
Sveinsson hrl. og Björgvin Jónsson
hrl. Sækjandi var Sigríður Elsa
Kjartansdóttir saksóknari hjá ríkis-
saksóknara.
7 ára fangelsi fyrir tæp
12 kíló af amfetamíni
Tveir Litháar áttu sér engar málsbætur að mati dómsins
Eftir Andra Karl
andri@mbl.is
„VIÐ ræddum ýmis málefni tengd
tvíhliða viðskiptum Íslands og
Finnlands og það eru engin vanda-
mál okkar á milli þar,“ sagði Geir
H. Haarde forsætisráðherra eftir
fund sinn með Matti Vanhanen, for-
sætisráðherra Finnlands, í gær-
kvöldi. Geir sagði mjög ánægjulegt
hversu mörg íslensk fyrirtæki væru
að hasla sér völl í Finnlandi og ekki
annað að heyra en vel væri tekið
undir það. „Þeir eru fullgildir þátt-
takendur í alþjóðavæðingunni og
þeirra fyrirtæki eru um allan heim,
þannig að þeir skilja þetta vel.“
Fjölmörg mál báru á góma á fundi
forsætisráðherranna og sérstaklega
var farið yfir formennskutíð Finna í
Evrópusambandinu (ESB), það sem
hefur verið að gerast og það sem
fram undan er. Einnig var vikið að
stækkun ESB og málefnum Evr-
ópska efnahagssvæðisins. „Þar
vakna upp spurningar um markaðs-
aðgang fyrir okkar vörur í nýju
löndunum tveimur og eins aðild
okkar að þróunarsjóðum. Við höfum
lagt áherslu á að þarna sé virkt
jafnvægi og einhliða framlög kæmu
ekki til greina nema við fengjum
bættan aðgang,“ sagði Geir sem tel-
ur Íslendinga eiga ágæta banda-
menn í Finnum.
Þá gerði Geir grein fyrir þeirri
breyttu stöðu sem uppi er á Norð-
ur-Atlantshafi og farið var yfir ör-
yggis- og varnarmálin. „Við rædd-
um þetta í heild sinni og þeir hafa
heilmikinn áhuga á því máli. Þeir
eru næstu nágrannar við Rússa og
hafa mikinn skilning á öllu því sem
lítur að vörnum og öryggismálum.“
Í kjölfar fundarins var haldinn
blaðamannafundur og beindust
spurningar til Vanhanen aðallega
að samskiptum Pólverja og Rússa.
Einnig voru spurningar varðandi
hagkerfi Íslendinga og stöðu þess.
„Þarna voru viðskiptablaðamenn
frá Reuters og Bloomberg sem
höfðu áhuga á þeim málum. Þeir
spurðu mikið út í efnahagsmál þjóð-
arinnar, gengismál og þess háttar
og vildu heyra skoðanir mínar á
því.“
Ánægja með aukin við-
skipti Íslendinga og Finna
Forsætisráðherrar
Íslands og Finnlands
funduðu í gær
Reuters
Eftir fund Geir H. Haarde forsætisráðherra og Matti Vanhanen, forsætis-
ráðherra Finnlands, takast í hendur í kjölfar fundar þeirra.