Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 6
6 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VERÐI tjón af völdum óvátryggðs ökutækis og ökumaður þess ber sök á tjóninu gildir hér á landi, líkt og annars staðar innan Evrópska efna- hagssvæðisins, sú regla að tjónþolinn getur leitað til Alþjóðlegra bifreiða- trygginga á Íslandi (ABÍ). „Við ger- um upp þessi tjón með sama hætti og vátryggingafélögin, bæði muna- og líkamstjón,“ sagði Sigmar Ármanns- son, framkvæmdastjóri ABÍ. „Síðan endurkrefjum við vátrygginga- félögin til að standa undir þessum kostnaði og hann leggst á heildar- tjónakostnað þeirra. Heiðarlegir og skilvísir bifreiðaeigendur eru því að borga fyrir skussana sem ekki borga iðgjöldin.“ ABÍ á endurkröfurétt á hendur eigendum og ökumönnum óvá- tryggðra ökutækja sem valda tjóni. Sigmar segir að endurkröfuréttinum sé beitt og gengið alla leið, en oft eigi í hlut bráðungt, eignalaust eða eigna- lítið fólk. „Við reynum að brýna fyrir stjórnvöldum að þau framfylgi þeirri lagaskyldu að fjarlægja skráningar- númer af ökutækjum sem eru óvá- tryggð í umferðinni. Það er bara lög- reglan sem hefur heimild til þess,“ sagði Sigmar. Hann segir að gert hafi verið átak í að leita uppi óvá- tryggð ökutæki fyrir um tveimur ár- um og fjöldi þeirra hafi þá farið niður í um 1.200. Sigmar telur að ástandið nú sé með því verra sem gerist en við þessu megi búast þegar gert sé sér- stakt átak með millibili í stað þess að vinna jafnt og þétt að málinu. Gerður hefur verið lauslegur sam- anburður á ástandinu hér og í nokkr- um Evrópulöndum hvað varðar óvá- tryggða tjónvalda í umferðinni. Sigmar sagði að t.d. í Þýskalandi yrðu einungis um þúsund tjón af völdum óvátryggðra bíla á ári. Miðað við fjölda skráðra ökutækja þar og hér ættu slík tjón að vera einungis um fjögur á ári hér, en þau hafa verið allt að 120. Sigmar sagði ljóst að ástandið hér væri verra en í mörgum öðrum EES-ríkjum. Strangar reglur gilda hérlendis um uppsögn lögboðinna vátrygginga ökutækja. Skrifleg uppsögn er send til eiganda ökutækisins og þar ber að skýra hvaða afleiðingar hún hefur. Jafnframt ber að senda Umferðar- stofu tilkynninguna. Eftir það ber vátryggingafélagið svo ábyrgð á tjóni í fjórar vikur. Sá frestur er hugsaður til þess að lögreglu gefist ráðrúm til að taka skráningarnúmer af ökutækinu. Að þeim tíma liðnum er vátryggingafélagið laust úr ábyrgð. Ástandið í tryggingamálum hér á landi er verra en í mörgum öðrum EES-ríkjum Ótryggðir tjónvaldar í umferðinni                   !"#  $# %&  '(  & )&   *  *++ %# *"   *) , )&   " #  - )  - ) ) #   .% / )&   0 &(/     0 )" 0 & )&   1"!)&  "#  & 2 )&   3" )  45 6   -!"#  *))&      7 /  ! %&  8)   0%  9+    1 %+   1 : % # # %& Morgunblaðið/Golli Tjónvaldar Á fjórða þúsund óvátryggðra ökutækja er í umferð hér á landi, mest fólksbílar, en einnig atvinnubílar, vélhjól, dráttarvélar og vélsleðar. LANDSVIRKJUN ætlar að styrkja gerð heimildarmyndar Ómars Ragn- arssonar um fyllingu Hálslóns – Örkina, um fjórar milljónir króna. Friðrik Sophusson, forstjóri Lands- virkjunar (LV), upplýsti um styrkinn á fundi Félags forstöðumanna ríkis- stofnana í gær. „Ég er mjög þakklátur fyrir þenn- an styrk núna á þessum tímapunkti, vegna þess að ég er kominn í þrot og ógöngur með þetta verk,“ segir Ómar. „Ég vissi að Landsvirkjun hafði veitt 60 milljónum króna til gerðar heimildarmyndar um mann- virkin, hvernig þau yrðu til. En það hafði alveg gleymst að taka myndir af stærsta manngerða fyrirbæri Kárahjnúkavirkjunar, sem heitir Hálslón,“ segir Ómar. Hann segir sína kostnaðaráætlun hljóða upp á 20 milljónir og hann hafi sótt um 12 milljóna styrk frá LV. Þorsteinn Hilmarsson, upplýs- ingafulltrúi LV, segir styrkinn verða tekinn fyrir á stjórnarfundi í dag og ekki búist við öðru en hann verði samþykktur. LV styrkir mynd Ómars um Hálslón Eftir Rúnar Pálmason runarp@mbl.is LEYFI sem bæjarstjórn Ölfuss veitti Fossvélum ehf. til umfangs- mikillar efnistöku uppi á Ingólfsfjalli stendur óhaggað samkvæmt úr- skurði úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarnefndar. Landvernd og Náttúruverndarsamtök Suðurlands kærðu leyfisveitinguna. Skipulagsstofnun lagðist á sínum tíma gegn framkvæmdunum vegna „verulega neikvæðra, varanlegra og óafturkræfra“ áhrifa á landslag. Í áliti Skipulagsstofnunar kom m.a. fram að fjallsbrún Ingólfsfjalls myndi lækka um 80 metra á 400 metra löngum kafla. Nefndin gerir í úrskurðinum nokkrar athugasemdir við þetta álit og m.a. er lýsing á lækkun fjallsbrúnar sögð villandi þar sem ný klettabrún að baki vinnslusvæðinu verði um 12 metrum hærri en núverandi fjallsbrún. Lögum breytt í fyrra Lögum um mat á umhverfisáhrif- um var breytt á síðasta ári, fyrir það kvað Skipulagsstofnun upp úrskurð sem hægt var að kæra til umhverfis- ráðherra en eftir breytinguna leggur hún fram álit. Sveitarstjórnir eru ekki bundnar af álitinu en þurfa að taka rökstudda afstöðu til álitsins áð- ur en þær heimila framkvæmdir. Það gerði bæjarstjórn Ölfuss og veitti leyfið. Í kærunni var m.a. byggt á að það hlyti að vera vilji löggjafans að rök- semdafærslan stæðist skoðun en svo væri ekki í þessu tilfelli. Í niðurstöðu úrskurðarnefndar- innar segir m.a. að þó að fallast megi á að í sumum liðum röksemdafærslu bæjarstjórnar Ölfuss gæti óná- kvæmni og aðrir liðir eigi jafnvel ekki við sé ákvörðunin nægilega rök- studd einungis með tilvísun til já- kvæðra efnahagslegra áhrifa og með ábendingu um hve huglæg þau um- hverfisáhrif eru sem Skipulagsstofn- un lagði til grundvallar niðurstöðu sinni. Þó hefði verið ákjósanlegt að leggja hlutlægan mælikvarða á þá hagsmuni sem í húfi væru með kostnaðarábatagreiningu. Jafnframt skipti miklu máli að svæðið bæri nú þegar merki um efnistöku. Bergur Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Landverndar, sagði að úr- skurðurinn ylli sér vonbrigðum og hann sýndi fram á að náttúruvernd stæði höllum fæti eftir að lögum um mat á umhverfisáhrifum var breytt í fyrra. Áður hefði ekki verið hægt að ganga gegn niðurstöðu Skipulags- stofnunar nema að undangenginni kæru til ráðherra. Nú gætu sveitar- félög veitt leyfi þvert á álit stofnun- arinnar með ónákvæmum og jafnvel óviðeigandi rökum. Mátti leyfa efnistöku uppi á Ingólfsfjalli Kostnaðarábatagreining hefði verið ákjósanleg Í HNOTSKURN » Úrskurðarnefnd skipu-lags- og byggingarmála hafnaði kröfu um að ákvörðun bæjarstjórnar Ölfuss um efn- istöku í Ingólfsfjalli yrði felld úr gildi. » Skipulagsstofnun hafðilagst gegn framkvæmd- unum vegna óásættanlegra áhrifa á umhverfið. » Bæjarstjórnin benti m.a. áað taka yrði tillit til já- kvæðra efnahagslegra og samfélagslegra áhrifa. Framtíðarnáma Leyfi til efnistökunnar var veitt til næstu 15 ára. GEIR Jón Þóris- son, yfirlögreglu- þjónn í Reykja- vík, telur að á listum yfir óvá- tryggð ökutæki sé talsvert um tæki sem ekki eru í notkun og jafn- vel búið að farga en hafa ekki verið afskráð. Hann segir að lögreglan fari eftir listum frá Umferðarstofu en oftar en ekki sé óvátryggðu ökutæk- in ekki að finna í grennd við skráð aðsetur eigenda og þeir jafnvel flutt- ir annað án þess að hafa tilkynnt að- setursskipti. Eftirgrennslan eftir þessum ökutækjum er ákaflega tímafrek og oft árangurslítil, að sögn Geirs Jóns. Þó hafi náðst að klippa númer af allt frá 5 og upp í 20 óvá- tryggðum bílum á dag. „Við höfum alltaf gert átök í þessu og reynt að vinna þetta skipulega undanfarið, en þetta er ekki for- gangsmál hjá lögreglunni. Við leggj- um mest upp úr að koma í veg fyrir alvarleg brot á við ofsaakstur, ölv- unarakstur og þess háttar,“ sagði Geir Jón. Hann benti á að þótt óvá- tryggð ökutæki yllu tjóni ættu tjón- þolar möguleika á að leita bóta. Geir Jón kvaðst þeirrar skoðunar að tryggingafélögin gætu komið til liðs við lögregluna í leit að óvá- tryggðum ökutækjum, t.d. með því að komast að því hvar tækin væru staðsett og láta síðan lögreglu vita. Tímafrek leit og ár- angurslítil Geir Jón Þórisson Tryggingafélög liðsinni lögreglu edda.is Stjórnmál hafa verið eins og rauður þráður í lífi Ásgeirs Péturssonar sýslumanns. Hann ólst upp á miklu stjórnmála- heimili og varð ungur heimagangur á heimili Ólafs Thors, síðar náinn aðstoðarmaður Bjarna Benediktssonar og Geirs Hallgrímssonar – og barðist með hvítliðum á Austurvelli 1949. Frá öllu þessu segir Ásgeir með eftirminnilegum hætti. Innviðir íslenskra stjórnmála

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.