Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 12

Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 12
12 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is EKKI er verið að sjúkdómsvæða mæðravernd með breytingum á skipulagi Miðstöðvar mæðra- verndar (MM), líkt og Kolbrún Halldórsdóttir, þingkona vinstri grænna, sagði í umræðum á Al- þingi um MM á miðvikudag. Þetta segir Hildur Harðardóttir, yfirlæknir á kvennasviði LSH, en hún telur breytingarnar framfaraspor. „Í reynd er verið að gera hið þveröfuga, það er að segja að beina öllum heilbrigðum konum í heilsugæslu þar sem frumheilsugæslan á að vera,“ segir Hildur. Breytingarnar á skipulagi MM fela í sér að mið- stöðin hættir að sinna eftirliti við þungaðar konur og munu um tveir þriðju hlutar þeirra kvenna sem sótt hafa þjónustu til MM sækja á sína heilsu- gæslustöð eftir breytinguna. Um þriðjungur kvennanna mun fá þjónustu á LSH. Hildur bendir á að á þeim tíma sem liðinn er frá stofnun MM hafi fleiri ljósmæður verið ráðnar til starfa á heilsugæslustöðvum og því tekið við fleiri konum þar. Um 15% með alvarlega áhættuþætti Verið sé að beina til heilsu- gæslunnar þeim konum sem eru frískar og verða þá í mæðravernd hjá ljósmóður og heimilislækni, en konur sem eru með alvarleg vandamál komi á LSH. Þetta er í sam- ræmi við leiðbeiningar sem Landlæknisembættið gefur út um fyrirkomulag mæðraverndar í land- inu. „Við getum búist við því að það séu um 15% af öllum þunguðum konum sem hafa alvarlega áhættuþætti,“ segir Hildur. Síðan er hópur kvenna með áhættuþætti á meðgöngu sem koma í eitt eða fleiri skipti á mæðravernd LSH en eru annars í mæðravernd á heilsugæslustöð. Hildur segist ekki geta séð að breytingarnar á skipulagi MM hafi í för með sér að þjónusta við konur með vægari áhættuþætti versni þótt þessar konur sæki skoðanir á sinni heilsugæslustöð. „Hagsmunum kvenna er best borgið með því að þær fái þjónustu á sinni heilsugæslu þangað sem þær sækja einnig almennt heilsugæslueftirlit og ungbarnavernd,“ segir Hildur. Hildur segist telja að breytingarnar séu til marks um framfarir. „Þeim konum sem voru með vandamálin var ef til vill ekki nógu vel sinnt [í gamla kerfinu],“ segir hún og nefnir sem dæmi að konur með sykursýki þurftu fyrst að fara á göngu- deild sykursjúkra í Fossvogi, hitta þar lækni og næringarráðgjafa. „Síðan þurftu þær að fara á MM og hitta lækni og ljósmóður þar og svo gjarn- an að koma aftur í þriðja stoppið hér á LSH til þess að fara í sírita.“ Nú þurfi konur aðeins að fara á einn stað og muni LSH kappkosta að konurnar fái þá einstaklingsmiðuðu þjónustu sem þær þurfa. Húsnæði mæðraverndar sé tilbúið á LSH og eftir sem áður verði samfella í þjónustu. Breytingar á mæðravernd til marks um framfarir Segir breytt skipulag á mæðravernd ekki fela í sér sjúkdómsvæðingu Hildur Harðardóttir DOKTORSVÖRN fer fram laug- ardaginn 25. nóvember við hugvís- indadeild Háskóla Íslands. Þá ver Sveinn Einars- son leikstjóri rit- gerð sína, A People’s Theatre Comes of Age – A Study of the Icelandic Theatre 1860– 1920. Vörnin fer fram í Hátíðasal Háskólans, aðal- byggingu, og hefst kl. 13. Andmælendur eru dr. Sveinn Yngvi Egilsson og dr. Trausti Ólafsson. Athöfninni stýrir Oddný G. Sverrisdóttir, forseti hugvísindadeildar. Meginkenning Sveins í þessari ritgerð er sú, að íslenskt leikhús hafi komist miklu fyrr til listræns þroska atvinnumennskunnar en al- mennt hefur verið talið. Hann skoðar hugtök eins og áhugaleik- list og atvinnuleiklist og kannar hvaða merkingu svipuð hugtök á öðrum tungumálum fela í sér. Í kjölfar þess setur hann upp nokk- ur viðmiðunarmörk, sem sýna að íslensk leiklist varð ekki atvinnu- leiklist á einni nóttu, þegar leik- arar og aðrir leikhúsmenn fluttu inn í Þjóðleikhúsið árið 1950 og byrjuðu að sýna þar. Doktors- vörn við hugvísinda- deild HÍ Sveinn Einarsson FLUTNINGABÍL frá Flytjanda var ekið á öryggisbita í Hvalfjarð- argöngunum í fyrrakvöld og sat þar fastur. Flutningabíllinn var á leið norður í land með stóran blás- ara á vagni en stöðvaðist í suð- urmunna ganganna. Þar er lögleg hámarkshæð farms 4,2 metrar og var farmurinn á bílnum talsvert hærri. Að sögn Más Þorvarðarson- ar hjá rekstrardeild innanlands- flutninga mun hæðarmælir fyrir- tækisins hafa sýnt ranga mælingu á athafnasvæðinu og því var lagt af stað í góðri trú. Bílstjórinn hafi engu að síður átt að athuga nánar hæð farmsins en mannleg mistök hans hafi valdið því að það var ekki gert. Rakst á bita í göngunum HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur sýknað mann af ákæru um að hafa nauðgað stúlku í aftursæti bíls í Reykjavík í fyrra. Sannað var að samræði hefði átt sér stað en dóm- urinn taldi framburð stúlkunnar um það hvort mökin hefðu verið gegn hennar vilja afar óljósan. Benti hann ekki skýrt til þess að ákærði hefði beitt ofbeldi eða hótað ofbeldi, eða að hann hefði mátt skynja að mökin væru gegn vilja stúlkunnar. Sálfræðiathugun á henni leiddi í ljós mjög sterka endurupplifun hennar á atburðum. Hún hefði hliðr- unareinkenni, þ.e. forðaðist umræðu tengda kynferðisafbrotum og ákveðna staði. Þá hefði hún stöðugt verið á varðbergi og hrædd við að vera ein á ferli. Maðurinn neitaði sök og vegna vafa í málinu var hann sýknaður þótt dómurinn tryði ekki frásögn hans um að hann þekkti ekki stúlkuna. Ingveldur Einarsdóttir héraðs- dómari dæmdi málið. Sýknaður af nauðg- unarákæru Of mikill vafi lék á sekt ákærða EIGNARHALDSFÉLAGIÐ Samvinnutryggingar af- henti í Ráðherrabústaðnum við Tjarnargötu í gær, styrki til Háskólans á Hólum og til Landbúnaðarhá- skóla Íslands á Hvanneyri. Fékk Hólaskóli 10 milljóna króna styrk til eflingar á starfsemi sinni í samræmi við markmiðslýsingar skólans og Landbúnaðarháskólinn á Hvanneyri hlaut sömu styrkupphæð frá eignarhalds- félaginu. Á myndinni sést Axel Gíslason, hjá eignarhaldsfélag- inu Samvinnutryggingum, afhenda Skúla Skúlasyni, rektor háskólans á Hólum styrk skólans í Ráð- herrabústaðnum í gær. Morgunblaðið/Ómar Styrkir til landbúnaðarháskóla ♦♦♦ Eftir Silju Björk Huldudóttur silja@mbl.is „ÉG tel vert að skoða allar tillögur sem bera það í sér að reynt sé að stuðla að sátt í mikilvægum mál- efnum. Það er mikil umræða um orkunýtingu og umhverfismál í þjóðfélaginu í dag og ég held að okkur beri öllum skylda til þess að fara yfir slíkar tillögur,“ segir Þor- gerður Katrín Gunnarsdóttir, vara- formaður Sjálfstæðisflokksins, um hugmynd Víglundar Þorsteinsson- ar, stjórnarformanns BM-Vallár, sem greint var frá í Morgunblaðinu sl. miðvikudag. Eins og fram kom felur hug- myndin í sér að allar sameiginlegar auðlindir þjóðarinnar yrðu lagðar í auðlindasjóð í sameiginlegri eigu almennings. „Aðalmálið er að auð- lindirnar, ef nýta á þær, skili sem mestri arðsemi inn í samfélagið,“ segir Þorgerður, en bendir á að ekki sé hægt að nálgast þessi mál án þess að náttúruverndarsjónar- mið verði sterkt höfð til hliðsjónar. „Sáttin snýst um verndun og nýt- ingu orkunnar. Ef við erum að tala um sátt um nýtingu auðlinda þá hljótum við að taka með einhverju móti tillit til náttúruverndarsjón- armiða,“ segir Þorgerður. Greiðsla fyrir afnot lykilatriði „Þetta er spennandi hugmynd sem við eigum að skoða eins og aðrar hugmyndir, því kjarni máls- ins er auðvitað sá að þjóðin á þess- ar auðlindir, hvort sem litið er til fiskistofnana, fallvatna, fjarskipta- rása, hafsbotnsins eða orkulinda,“ segir Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar. „Við viljum að þessar auðlindir séu nýttar en viljum einnig að greitt sé fyrir afnotin en á það hefur skort á öllum þessum sviðum. Við þurfum að tryggja að auðlindir þjóðarinnar séu tryggðar í stjórnarskrá og síð- an þurfum við að tryggja að arð- urinn renni með einhverjum hætti til almennings. Þessi hugmynd Víg- lundar er því þarft innlegg inn í umræðuna,“ segir Ágúst Ólafur og bendir á að það muni aldrei nást sátt um auðlindanýtingu nema þjóðin fái beinan arð af auðlindum sínum. „Mér finnst þetta mjög athygl- isverð tillaga hjá Víglundi og auð- vitað kemur hún vissulega til greina í framtíðinni,“ segir Guðni Ágústsson, varaformaður Fram- sóknarflokksins, og tekur fram að í sínum huga sé ekkert mikilvægara en að finna leið út úr þeim deilum sem verið hafa um nýtingu orku- auðlindanna. „Ég fagna því að um- ræðan sé að fara úr öfgafarvegi, þar sem ekkert má, í það að leitað sé sátta. Því það eru allir sáttir um að ná niðurstöðu um vernd og nýt- ingu og Jón Sigurðsson iðnaðarráð- herra vinnur nú að því að fullum krafti. Ég þakka því Víglundi þessa frjóu hugsun,“ segir Guðni. Einföldun markaðsmannsins „Ég er ekki viss um að þetta sé leið til þess að ná sátt um auðlinda- nýtinguna,“ segir Katrín Jakobs- dóttir, varaformaður Vinstrihreyf- ingarinnar – græns framboðs. „Mér sýnist þetta vera gamla hug- myndin um að gefa út hlutabréf á hálendið. Það finnst mér vera týp- ísk einföldun markaðsmannsins á ástandinu, þar sem eignarrétturinn og markaðsmálin eigi að bjarga málum. Við höfum kynnt okkur þá leið og ekki séð að hún gefist best þegar kemur að öðrum sjónarmið- um eins og umhverfis- og félagsleg- um sjónarmiðum, enda er ekki að- eins hægt að hafa efnahagslega forsendur að leiðarljósi. Við teljum að hafa þurfi umhverfissjónarmiðin að leiðarljósi við stjórnun orkuauð- lindanna.“ Magnús Þór Hafsteinsson, vara- formaður Frjálslynda flokksins, telur hugmynd Víglundar mjög góða og vert að skoða. Minnir hann á að Norðmenn hafi í tengslum við nýtingu á olíu og gasi farið svipaða leið. „Um það módel, þ.e. norska olíusjóðinn, ríkir mjög mikil sátt þar í landi og við ættum hiklaust að íhuga það að gera það sama hér á Íslandi varðandi okkar orkulind- ir,“ segir Magnús og tekur fram að sú leið sé vænlegust til að skapa sátt um nýtinguna. „Við megum ekki lenda aftur í endalausum deil- um eins og við höfum staðið í sl. aldarfjórðung um kvótakerfið. Það þjónar ekki hagsmunum þjóðarinn- ar að standa í slíkum illdeilum.“ Mikilvægt að skapa sátt um nýtinguna Nær öllum varaformönnum flokkanna finnst hugmynd Víglundar Þorsteinssonar spennandi

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.