Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 14

Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 14
14 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF SÆVAR Gunnarsson, formaður Sjó- mannasambands Íslands, telur að Íslendingar eigi að vinna að upp- byggingu markaða fyrir hvalaafurð- ir og stefna að því að veiða nokkur hundruð stórhvali á ári, auk hrefnu, undir eftirliti sérfræðinga. Þing Sjómannasambands Íslands, það 25. í röðinni, hófst í Reykjavík í gær með ávarpi Sævars Gunnars- sonar, sjávarútvegsráðherra og fleiri gesta. Á þinginu er fjallað um atvinnu- og kjaramál, lögskráningu sjómanna og öryggismál. Þinginu lýkur í dag með afgreiðslu ályktana. Á ræðu sinni fagnaði Sævar því að Íslendingar hefðu hafið hvalveiðar í atvinnuskyni að nýju og bar sérstakt lof á Einar K. Guðfinnsson sjávarút- vegsráðherra fyrir skynsemi og hug- rekki í málinu. Tók Sævar fram að þeir sem teldu það lausn frá hval- veiðum að bjóða út hvalveiðikvótann þannig að þeir sem best byðu gætu ákveðið hvort hvalurinn yrði veiddur eða ekki, væru ekki að hlusta á meg- inrök þeirra sem teldu nauðsynlegt að stunda hvalveiðar. „Okkur ber skylda til að gera allt sem í okkar valdi stendur til að stuðla, sem mest við getum, að jafnvægi í náttúrunni. Það sjá allir sem vilja, að það getur ekki gengið til frambúðar að við veiðum og veiðum allt kvikt í sjón- um, nema sjávarspendýr. […] Við þurfum á næstu árum að byggja upp að nýju markaðinn fyrir hvalaafurð- ir sem tapast hefur meðan ekkert var veitt, allt þar til við erum farin að veiða nokkuð hundruð stórhvali á ári, auk hrefnu, að sjálfsögðu undir eftirliti okkar hæfustu sérfræðinga. Við skulum gæta að því að stórir hvalastofnar sem eru langt frá því að vera í útrýmingarhættu, eins og hrefna og langreyður, eru ekki að- eins í samkeppni um fæðuna við helstu fiskistofna okkar, ekki síður eru þeir að taka fæðu frá öðrum hvalastofnum sem hugsanlega eru í útrýmingarhættu,“ sagði Sævar og lagði áherslu á mikilvægi þess að nýta allar auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti. Má ekki skerða lífeyri Í umfjöllun um kjaramál kom Sævar inn á umræðu um örorkubæt- ur lífeyrissjóðanna sem hann sagði að væri á afar lágu plani. Hann sagði að ekki yrði við það búið að örorku- greiðslur skertu sífellt meira eftir- laun þeirra lífeyrissjóðsfélaga sem oft af lágum launum hafi lagt fyrir með greiðslum í lífeyrissjóð, til að búa í haginn til efri áranna. „Það má enginn skilja orð mín svo að öryrkj- ar séu ofsaddir af sínu, þvert á móti þá verður að búa þeim eins og öðrum mannsæmandi viðurværi, og eiga þeir peningar sem til þess þarf að koma úr sameiginlegum sjóði okkar allra,“ sagði Sævar. Formaður Sjómannasambandsins sagði frá óformlegum viðræðum sem samtök sjómanna hefðu átt við Landssambands smábátaeigenda um gerð kjarasamnings fyrir sjó- menn á bátum sem ekki falla undir samninga við LÍÚ. „Efnislega tel ég að viðræðurnar séu komnar það vel á veg að ekki ætti að taka marga mánuði að ljúka málinu sem er löngu tímabært.“ Þá sagði Sævar óviðunandi að ekki skuli vera skylt að lögskrá á þá báta eins og önnur skip. Nauðsyn- legt væri að setja sem allra fyrst lög um að skylt verði að lögskrá á öll skip og báta sem gerð eru út í at- vinnuskyni. Stefnum að veiðum hundraða stórhvala Morgunblaðið/ÞÖK Samtal Sævar Gunnarsson leggur áherslu á mál sitt í samtali við Einar K. Guðfinnsson og Guðmund Hallvarðsson við upphaf þingsins í gær. Sjómenn ræða atvinnu- og kjara- mál og öryggismál á þingi sínu ÚR VERINU FRAMLÖG sjávarútvegsráðuneyt- isins til rannsókna hafa liðlega tvö- faldast frá árinu 1999, reiknað á verðlagi hvers árs. Kom það fram í ávarpi Einars K. Guðfinnssonar sjávarútvegsráðherra við setningu þings Sjómannasambands Íslands. Sjávarútvegsráðherra fjallaði sérstaklega um mikilvægi rann- sókna í ávarpi sínu. Sagði hann að framlag ráðuneytisins til Hafrann- sóknastofnunarinnar hefði hækkað úr 816 milljónum árið 1999 í 1420 milljónir á yfirstandandi ári, eða um rúm 74%, á meðan vísitala neysluverðs hefði hækkað um 37%. „Því er þó ekki að leyna að við þurf- um að gera enn betur. Vitaskuld er það ekki viðunandi að við séum í þeirri stöðu að hafrannsóknaskipin nýtist ekki betur til hafrannsókna en þau gera. Þetta er einfaldlega kostnaðarsöm útgerð, en þessi starfsemi er þó ómetanleg.“ Síðar í ræðu sinni lagði Einar áherslu á mikilvægi verkefna Haf- rannsóknastofnunarinnar og um- ræðna um fiskveiðiráðgjöf. „For- senda árangurs er þekking og að við stjórnmálamenn nýtum hana til góðs. Okkur er það áhyggjuefni hve illa hefur gengið að byggja upp þorskstofninn. Þar er úr vöndu að ráða. Þetta er verkefni sem við verðum að sinna og getum ekki skotið okkur undan. Það er því ástæða til að hvetja til umræðu um fiskveiðiráðgjöfina og ég held að það sé mikilvæg forsenda þess að komast að skynsamlegri nið- urstöðu. Sú umræða þarf að fara fram undir þeim formerkjum að glæða almennan skilning á við- fangsefninu. Vísindamenn innan og utan Hafrannsóknastofnunarinnar, hagsmunaaðilar í greininni og fleiri eiga að leggja þar til málanna.“ Þá rifjaði hann upp að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu til að efla forsendur umræðunnar. Ráðherra greindi líka frá hækk- unum framlaga til Rannsóknastofn- unar fiskiðnaðarins og stofnun AVS rannsóknasjóðsins. Þá vakti hann athygli á nýjum möguleikum sem vísindamönnum bjóðast á sam- keppnissviði. Næstu þrjú árin verð- ur 25 milljónum króna varið árlega til að styrkja verkefni einstaklinga, fyrirtækja, rannsókna- og há- skólastofnana sem miða að því að efla rannsóknar- og þróunarverk- efni um lífríki sjávar. Auglýst var eftir umsóknum um þessa styrki í október og bárust 33 umsóknir sem nú er unnið úr. „Ég vænti mikils af þessari nýbreytni og geri ráð fyrir að hún verði til að styrkja enn frek- ar grundvöll þess öfluga rann- sóknastarfs sem fram fer hér á landi. Þarna er verið að feta nýja slóð. Skrefið er að sönnu ekki stórt, en það er þó mikilvægt. Við erum að opna fleirum leið inn til hafrann- sókna og teljum einfaldlega skyn- samlegt að svo sé gert og að það stuðli að auknum og bættum haf- rannsóknum í landinu. Það er aðal- atriðið,“ sagði Einar. Framlög ráðuneytisins til rann- sókna hafa tvöfaldast á sjö árum Morgunblaðið/ÞÖK Fulltrúar Konráð Alfreðsson, varaformaður Sjómannasambandsins, gluggar í plögg ásamt félögum sínum úr Sjómannafélagi Eyjafjarðar. ARNÓR Sighvatsson, aðalhagfræð- ingur Seðlabanka Íslands, sagði í við- tali við fréttaveitu Bloomberg í gær að líkur væru á að herða þyrfti á pen- ingalegu aðhaldi til að ná verðbólgu- markmiði bankans innan ásættanlegs tíma. Gengi krónunnar hækkaði um 0,5% í gær eftir að hafa lækkað um 3% síðustu fjóra viðskiptadaga og 7,6% það sem af er nóvembermánuði. Greining Kaupþings banka leiðir lík- ur að því að styrkingu krónunnar í gær megi rekja til ummæla Arnórs. Lars Christensen, hagfræðingur Danske Bank, segir í viðtali við Bloomberg að enginn vafi sé á að krónan hafi styrkst vegna ummæl- anna. Arnór sagði verðbólguhorfur til skemmri tíma hafa versnað frá síð- asta vaxtaákvörðunardegi þann 2. nóvember sl. en þá hafi bankinn gefið sterklega til kynna að frekari vaxta- hækkana væri þörf. Hann sagði jafn- framt að mögulegt væri að ná verð- bólgumarkmiðinu með núverandi stýrivaxtastigi en slík þróun myndi taka lengri tíma en ella. Hagfræðingar og bankaráð Seðlabankans deila Björn Rúnar Guðmundsson, hag- fræðingur í greiningardeild Lands- bankans, segir í viðtali við Bloomberg að það sé engum vafa undirorpið að síðasta ákvörðun Seðlabankans um að hækka ekki vexti bankans hafi verið málamiðlun milli hagfræðinga og bankaráðs Seðlabankans. Segir Björn að greiningadeildin veðji á að bankaráðið muni aftur hafa yfirhönd- ina í næsta mánuði, en í Vegvísi Landsbankans í gær spáir deildin því að stýrivextir verði áfram óbreyttir í desember. Þóra Helgadóttir, hagfræðingur hjá Greiningu Kaupþings banka, seg- ir sömuleiðis í viðtali við Bloomberg að skoðanir hagfræðinga og banka- ráðs Seðlabankans séu skiptar, en samkvæmt stýrivaxtaspá Kaupþings hafa stýrivextir náð hámarki. Morgunblaðið/ÞÖK Ber á milli Greiningardeildir telja skoðanir skiptar á milli bankaráðs og hagfræðinga Seðlabankans um nauðsyn á frekari hækkun stýrivaxta. Segir líkur á auknu aðhaldi Gengishækkun krónu rakin til ummæla aðalhagfræðings Seðlabankans Eftir Kristján Torfa Einarsson kte@mbl.is KAUPÞING banki hefur aukið hlut sinn í norska tryggingafélaginu Storebrand og á nú um 9% hlut að því er kemur fram í frétt á vefnum Näringsliv24. Greint er frá því að Kaupþing banki hafi smám saman aukið hlut sinn í félaginu og hafi átt um 7,8% í byrjun október. Í Vegvísi Landsbankans kemur fram að verð- mæti hlutar Kaupþings banka í Storebrand sé um 20 milljarðar ís- lenskra króna og hafi aukist um hátt í sex milljarða, bæði vegna kaupa á bréfum en eins vegna hækkunar á gengi bréfa Storebrand og hækkun- ar norsku krónunnar gagnvart þeirri íslensku. „Kaupþing hefur bent á að eign félagsins í Storebrand sé hugs- uð sem fjárfesting. Norræn fjár- málafyrirtæki séu hagstætt verðlögð í samanburði við önnur evrópsk fjár- málafyrirtæki og afkoman sterk. Þá sé líklegt að samrunaferli norrænna fjármálafyrirtækja muni halda áfram og líklegt sé að Storebrand verði yfirtekið,“ segir í Vegvísi Landsbankans. Näringsliv24 ræðir við Hreiðar Má Sigurðsson, forstjóra Kaupþings banka, m.a. um nýlega hlutafjár- aukningu. Hreiðar Már segir að ekki hafi verið gert ráð fyrir kaupum á öðrum fjármálastofnunum á yfir- standandi ári en að hann vilji ekki útiloka að til þess geti komið á því næsta. Kaupþing banki vilji helst vaxa á þeim svæðum þar sem hann sé þegar með starfsemi, þ.e.a.s. á Norðurlöndunum og á Bretlandi. Kaupþing komið með 9% hlut í Storebrand WYNDEHAM Press Group, breska prentsmiðjufyrirtækið sem hefur ver- ið í eigu Dagsbrúnar, og síðar 365, frá því að það var keypt fyrr á árinu, hef- ur gefið út endanlegar afkomutölur fyrir fjárhagsárið sem lauk 31. mars síðastliðinn. Rekstrarhagnaður fyrirtækisins dróst saman um þriðjung á árinu og fór úr 9,5 milljónum punda (um 1,3 milljörðum íslenskra króna) í 5,9 milljónir punda þrátt fyrir 4% veltu- aukningu, úr 141,3 milljónum punda í 146,9 milljónir. Fyrirtækið segir auk- inn kostnað, einkum orkukostnað, og lægra söluverð helstu ástæður minnkandi hagnaðar. Samkeppnin á markaðnum sé hörð og hefði það áhrif á afkomu fyrirtækisins. Hagnaður eftir skatta dróst mjög saman á tímabilinu, eða úr 4,4 millj- ónum punda í 18,2 milljóna punda tap, en talsmaður fyrirtækisins segir ástæðuna liggja að mestu leyti í breyttum reikningsskilareglum, en fyrirtækið hætti að nota breskar regl- ur (svokallaðar GAAP-reglur) og tók upp hinar alþjóðlegu IFRS-reglur. Eins og fram hefur komið hefur 365 ákveðið að selja Wyndeham, en það var keypt fyrir um sex mánuðum fyrir rúmar 80 milljónir punda. Versnandi afkoma hjá Wyndeham

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.