Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 23

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 23 AUSTURLAND Egilsstaðir | Sverrir Jóhannesson eigandi Rendita ehf. og Sigurþór Sigurðsson eig- andi Malarvinnslunnar hf. hafa gert með sér samning um að Malarvinnslan steypi og reisi fyrir Rendita 24 íbúða fjölbýlishús fyr- ir 55 ára og eldri, með félagsaðstöðu og verslunarrýmum á jarðhæð. Húsið verður fimm hæðir auk bílakjallara undir því öllu. Á jarðhæð, sem er 1.323 m² að stærð er gert ráð fyrir 520 m² félagsaðstöðu og dag- vistun fyrir eldra fólk. Einnig er gert ráð fyrir 803 m² verslunarrými á hæðinni. Á þaki jarðhæðar verður 380 m² garður, m.a. með púttvelli. Á 2. til 5. hæð verða 24 íbúðir, frá 86 til 127 fermetra að stærð. Öllum íbúð- um fylgir bílastæði í bílageymslu. Auk þess að vera stærsta bygging sem reist hefur verið á Egilsstöðum er hún fyrsta bygging á Austurlandi þar sem bíla- kjallari verður undir öllu húsinu. Húsið verður fyrsta nýbyggingin við Strikið svo- nefnda í nýjum miðbæjarkjarna á Egils- stöðum. Verkáætlun gerir ráð fyrir að húsið verði tilbúið í febrúarlok árið 2008. Teikning/Rendita ehf. Miðbæjarhús Fjölbýli fyrir eldra fólk er fyrsta nýbygging í nýjum miðbæ. Nýtt fjölbýli fyrir 55 + Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is Egilsstaðir | Alcoa Fjarðaál hefur verið gagnrýnt fyrir að ráða starfsfólk frá öðrum fyrirtækjum á Austurlandi og skapa þannig ruðningsáhrif í atvinnulífinu. Sveitarfélög, stofnanir og fyr- irtæki, þ.m.t. Alcoa Fjarðaál, hafa nú sameinast um sérstakt átak til að fá fólk til að flytja á Austur- land. Hilmar Sigurbjörnsson, upplýs- ingafulltrúi frá Alcoa, sagði á kynningarfundi á Hótel Héraði á miðvikudagskvöld að sú gagnrýni að Alcoa Fjarðaál tæki fólk frá heimafyrirtækjum væri réttmæt og að hugsanlega hefðu verið höggvin nokkuð stór skörð í ýmis fyrirtæki á Austurlandi og dæmi um að fyrirtæki hefðu verið gleypt. „Við viljum ekki að svæðið bíði skaða af þessu og viljum leggja okkar að mörkum til að fá fleiri inn á svæðið,“ segir Hilmar. „Okk- ur hefur þótt vanta að sveit- arfélög, stofnanir og fyrirtæki sameinist um að kynna svæðið því hér eru næg búsetu-, atvinnu- og viðskiptatækifæri. Nú hafa þessir aðilar loks sameinast um slíkt kynningarátak. Við ætlum sameig- inlega að koma á fót upplýsingavef sem Þróunarfélagið mun hýsa og vera með kynningarefni, auk aug- lýsingaherferðar á næsta ári. Þetta er gert til að benda fólki á hvar það getur fengið upplýsingar um öll þessi störf og tækifæri sem eru hér á svæðinu og til að setja þetta allt saman í jákvætt sam- hengi. Átakið gengur undir nafn- inu Austurland tækifæranna.“ Hilmar sagði mikið lagt upp úr því að heimafyrirtæki myndu þjónusta álverið og víkka þannig út starfsemi sína og eflast. „Að einhverju leyti hefur þetta þýtt að við höfum hvatt fyrirtæki til að sameinast til að geta uppfyllt þau skilyrði sem við gerum og lagt upp úr því að samningar séu báðum aðilum hagstæðir og hugsaðir til langs tíma.“ Hilmar segir Alcoa Fjarðaál þó ekki vilja að fyr- irtækin verði of háð sér og að þau verði því að hafa önnur verkefni og aðra samninga líka. Talið sé að slíkt sé samfélaginu fyrir bestu. Gangsetja á hið nýja álver 9. apríl kl. 12 á hádegi eftir tæplega 5 mánuði, með 100 MW raforku úr kerfi Landsvirkjunar, sem nægir til að gangsetja 42 rafgreining- arker. Álverið verður komið í full- an rekstur um áramótin 2007/ 2008. Brugðist við ruðningsáhrifum Sveitarfélög, fyrirtæki og stofnanir markaðssetja Austurland sameiginlega Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Framkvæmdahámark Um 1.600 manns vinna nú við byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði og er mannaflaþörf verkefnisins í toppi. 1⁄3 hluta verksins verður skilað næsta vor og að fullu í árslok 2007. Í HNOTSKURN »Áhyggjur hafa verið afstórfelldri tilfærslu fólks frá austfirskum fyrirtækjum til Alcoa Fjarðaáls. »Sveitarfélög, stofnanirog fyrirtæki á Austur- landi hafa sameinast um öfl- ugt kynningarátak til að fá fólk til búsetu í fjórðungnum. »Álverið verður gangsetteftir tæpa fimm mánuði. LANDIÐ Eftir Helga Bjarnason helgi@mbl.is Borgarbyggð | „Ég á ekki rætur þarna og þekki ekki staðhætti vel. Ég skoðaði viðfangsefnið því meira sem gestur,“ segir Örn Smári Gísla- son, grafískur hönnuð á auglýsinga- stofunni Ó!, en tillaga hans var valin sem nýtt byggðamerki fyrir Borg- arbyggð. Eftir sameiningu nokkurra sveit- arfélaga í Borgafirði og nágrenni undir heiti Borgarbyggðar var ákveðið að efna til samkeppni um nýtt byggðamerki fyrir sveitarfélag- ið. Fyrstu verðlaun fékk tillaga Arn- ar Smára, „Fléttan“, og var það kynnt á opnu húsi í Borgarnesi í fyrradag. Opið til túlkunar Örn Smári segir að merkið hafi verið spunnið út frá þeim atriðum sem komu upp í huga hans þegar hann hugsaði til Borgarbyggðar, sögunnar, menntuninnar og menn- ingarinnar. Hann segist hafa tengt söguna við Skallagrím og Egil og menntunina og menninguna við Snorra Sturluson. Grunnformið er að hans sögn víkingahjálmur en not- að er fornt fléttumynstur. „Það opn- ast margt þegar formið er óhlut- bundið,“ segir Örn Smári og vísar til þess að menn hafi strax séð út úr merkinu íþróttamenn, fjöll og jafn- vel gömlu Hvítarbrúna. Í umsögn dómnefndar kemur fram að merkið sé sérstætt í flokki byggðamerkja. Í stað þess að kalla sjálfkrafa fram hugmynd um ákveð- in einkenni, til dæmis í landslagi eða sögu, eins og algengt er, gefi það til- efni til fjölbreytilegrar túlkunar og persónulegrar skírskotunar. Drykkjarhorn var aðaltáknið í hinu gamla byggðamerki Borgar- ness og fjöðin og laxinn hafa yf- irleitt ekki verið langt undan þegar merki hafa verið teiknuð í héraðinu. Örn Smári segist ekki hafa skoðað fyrri merki mikið enda hafi komið skýrt fram í keppnisreglum að nýja merkið mætti ekki líkjast þeim gömlu. Sigurvegarinn í keppninni fékk peningaverðlaun auk þess sem merkið var keypt, samtals 350 þús- und kr. Víkingahjálmur úr fornu sléttumynstri Morgunblaðiði/Guðrún Vala Byggðamerki Páll S. Brynjarsson bæjarstjóri og Örn Smári Gíslason við nýtt merki Borgarbyggðar. Suðursveit | Guðrún Sveinsdóttir, nú búsett á Höfn í Hornafirði, færði Rit- höfundasambandi Íslands að gjöf húseignina að Sléttaleiti í Suðursveit við stutta en hátíðlega athöfn fyrir skömmu. Ragnheiður Tryggvadóttir fram- kvæmdastjóri og Pétur Gunnarsson formaður tóku við gjöfinni. Um er að ræða nýlegt sumarhús reist þar sem bærinn stóð áður og er gjöf- in til minningar um foreldra Guðrúnar, Auðbjörgu og Svein Mikael, síðustu ábúendur að Sléttaleiti, svo og einkabróður Guðrúnar, Þorgils Bjarna. Einn- ig vill hún með gjöfinni heiðra minningu frænda síns, Einars Braga, skálds og rithöfundar, en Einar var á unglingsárum við sumarstörf hjá frændfólki sínu að Sléttaleiti. Í húsinu er að finna öll ritverk Einars og ýmisleg gögn um höfundarverk hans að auki. Fram kemur í fréttatilkynningu að rithöfundar hugsa sér gott til glóðarinnar að eflast til ritstarfa eystra. Gefur rithöfundum hús

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.