Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 25

Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 25
tíska MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 25 Reuters Rautt Fyrirsæta sýnir klæðnað hinnar rússnesku Diönu Taganova. Létt og loðið Húfan veitir skemmtilegt mótvægi við und- irfötin í þessari hönnun Galina Marchenko. Höfuðfat Rússneski hönnuðurinn Yana Kovaleva á heiðurinn af þess- um skrautlega klæðnaði. Í VIKUNNI fór fram alþjóðleg sam- keppni ungra hönnuða við háskól- ann í St. Pétursborg í Rússlandi. Alls tóku hundrað ungir hönnuðir þátt í samkeppninni. Heldur var fatnaðurinn léttur þegar veðrið í St. Pétursborg er haft í huga en það er ósköp svipað og hér á landi um þessar mundir. Loðhúfur eru þó í takt við árstímann, léttklæddar fyr- irsæturnar minna á hækkandi sól og rauði liturinn er langt frá því að vera kaldur. Hönnunar- samkeppni í Rússlandi ÞEIR sem þurfa að komast á milli bæjarfélaga á Íslandi geta nýtt sér þjónustu vefsíðunnar www.samferda.net. Síðan er tæki til að koma saman fólki sem ætlar milli tveggja staða á sama tíma. Þannig getur það verið sam- ferða í bíl, notið félagsskaparins og deilt bensínkostnaði. Á síðunni skráir fólk inn annars vegar óskir um far milli ákveðinna staða á ákveðnum tíma og hins vegar auglýsa þeir sem eru á bíl eftir farþegum. Þannig græða allir, ferðafélagarnir félagsskap og peninga með því að deila niður kostnaði og einnig umhverfið á því að út- blástur er minnkaður með því að samnýta bíla. Ísfirðingurinn Birgir Þór Halldórsson á heiðurinn af www.samferda.net sem var opnaður í fyrra. Hugmyndin kom upphaflega frá Þýskalandi í gegnum Anitu Hübner en hún fékk Birgi í lið með sér við uppsetningu síð- unnar. vistvænt Vantar far? Morgunblaðið/Arnaldur Samferða Það er óþarfi að vera einn í bíl þegar ekið er milli landshluta.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.