Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 34

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 34
34 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN Nemur eyrað það sem augað sér ? Fáðu enn kröftugri hljómburð úr stóra flatskjánum þínum með Yamaha heimabíómagnara. Með Yamaha magnara og réttu hátölurunum verða heildaráhrifin af myndinni og upplifunin öll sterkari, hljómurinn kemur úr öllum áttum í rýminu og þér finnst eins og það sé bíó heima hjá þér. UM ÞESSAR mundir, nánar til- tekið þann 5. september sl. eru liðin 80 ár frá vígslu St. Jósefsspítala í Hafnarfirði. Í tilefni þessara tíma- móta verður afhjúpað listaverk til heiðurs og virðingar við St. Jós- efssystur og þeirra framlag til heilbrigð- ismála í Hafnarfirði og landsins alls. Jafnframt verður af- hjúpað annað listaverk tileinkað Jónasi Bjarnasyni yfirlækni sem mótaði stefnu spít- alans í þá átt að að spít- alinn þróaðist sem sér- greinasjúkrahús í mörgum sérgreinum læknisfræðinnar. Jón- as Bjarnason var yfirlæknir árin 1956–1993. Hann var framsýnn, mik- ill fagmaður og góður stjórnandi, dáður og virtur bæði af sjúklingum og samstarfsfólki. Það var mikið lán fyrir Hafnfirð- inga árið 1926 þegar að St. Jós- efssystur ákváðu að setjast að í Hafnarfirði og reisa þar sjúkrahús. Það var mikið þrekvirki í þá daga að byggja svo stórt hús. Þegar spítalinn reis á Hamrinum var þetta eins og hvítur kastali sem gnæfði yfir Fjörð- inn því það var lítil byggð þarna í kring. Saga spítalans hefur verið skráð og má finna m.a. í bók um störf St. Jósefssystra á Íslandi í 100 ár sem gefin var út 1996. Ég ætla ekki að segja þessa sögu núna heldur minnast þeirra sem spítalinn á sögu sína að þakka, St. Jósefssystrunum í Hafnarfirði og kynni mín af þeim. Það var í nóvember 1964 sem ég kom í fyrsta skipti inn á St. Jósefsspítalann. Ég var þá nýútskrifaður hjúkrunarfræðingur. Mér þótti strax mjög notalegt að koma inn á spítalann. Það var ró og friður yfir öllu og við- mótið hlýtt og gott. Það var fram- andi að sjá nunnur sem gengu um gangana og hlúðu að sjúklingunum. Ég þurfti ekki að hugsa mig lengi um þegar Priorinnan, systir Eaulalia bauð mér vinnu og ég var ráðin frá 1. janúar 1965 sem önnur af tveimur ís- lenskum hjúkrunarfræðingum sem þarna störfuðu. Nýr kafli í lífi mínu og starfi var hafinn sem byggðist á einlægni, fórnfýsi, trúmennsku og óhemju dugnaði systranna. Syst- urnar voru vel menntaðar og fram- sýnar í sínum störfum. Þær fylgdust vel með kröfum tímans um bætta sjúkrahúsþjónustu. Á St. Jósefsspít- ala var snemma tekin upp deilda- skipting, handlækningadeild, lyf- lækningadeild og skurðdeild með sérstökum hjúkrunardeild- arstjórum, sem þekktist ekki þá, en er sjálfsagt og eðlilegt í dag. Þær fóru vel með fjármuni og voru spar- samar í jákvæðri merkingu þess orðs. Þær ráku spítalann í 60 ár á eigin ábyrgð eða til ársins 1987 þeg- ar þær seldu ríki og Hafnarfjarð- arbæ spítalann. Til marks um hve St. Jósefssystur voru kraftmiklar og með miklar hugsjónir þá byggðu þær og ráku 13 sjúkrahús á Norð- urlöndunum á mesta blómatíma sín- um ásamt því að reka barnaskóla samhliða á þessum stöðum. Þó þær ættu góða að þurfti oft mikla útsjón- arsemi og ómælda sjálfboðavinnu þeirra til að láta þetta ganga. Þegar starfsemin á spítalanum varð umfangsmeiri fengu systurnar aðstoðarstúlkur, fyrst einkum út- lendar og síðar íslenskt aðstoðarfólk. Þær stjórnuðu öllu af lipurð og lagni en þó með festu. Til að minnka kostnaðinn við reksturinn voru þær alltaf sjálfar á bakvakt allan sólar- hringinn ef eitthvað kæmi upp á. Jafnframt spítalarekstrinum ráku systurnar barnaskóla, fyrst í litlu timburhúsi, sem þær áttu á spít- alalóðinni en síðar, 1938, byggðu þær stórt og myndarlegt skólahús. Barnaskóli þeirra starfaði til 1960 eða þar til að ný grunnskólalög tóku gildi en eftir það var leikskóli í hús- inu. Skólinn var vel sóttur af hafn- firskum börnum og þau muna nú á fullorðinsárum vel eftir því vega- nesti sem þau fengu þar. Frá upphafi var kapella í spít- alanum fyrir systurnar fyrst og fremst, þar var messa alla daga, margir sjúklingar sóttu þangað and- legan styrk í veikindum sínum. Bæj- arbúum fannst einnig gott að koma til messu í kapelluna, sérstaklega á miðnætti á jólanótt. Þrátt fyrir allar sínar annir fundu systurnar tíma til að stunda fjöl- breytta grænmetisrækt. Þær voru að sumu leyti brautryðjendur í þeim efnum og spöruðu eldhúsi spítalans ómælda fjármuni með þessu enda var það eflaust tilgangurinn. Mat- urinn á spítalanum var hollur og góður, þær notuðu mjög mikið græn- meti daglega í máltíðir fyrir sjúk- lingana sem voru jafnvel þeirra fyrstu kynni af góðu grænmeti. St. Jósefssystur settu svip á bæ- inn þegar þær tóku sér ferð niður í bæ og voru margir tilbúnir að spjalla við þær, bæði börn og fullorðnir. Hafnfirðingar báru ómælda virðingu fyrir þeim og þeirra störfum fyrir bæjarfélagið. Ég þakka St. Jósefssystrum per- sónulega fyrir það sem þær kenndu mér. Ég þakka þeim fyrir alla hlýjuna og umhyggjusemina í minn garð og minna nánustu. Ég þakka þeim fyrir allar góðar fyrirbænir og þann styrk sem þær hafa veitt mér þegar ég hef þurft á að halda. Ég veit að margir geta tekið undir með mér, sérstaklega Hafnfirðingar og ég vil ljúka þessu með kveðju frá Hafnfirðingnum Árna Grétari Finn- syni sem hann orti í tilefni af 80 ára afmæli spítalans. Að líkna sjúkum og lækna sár leiðarljós frelsarinn Jesús Kristur Fjörðurinn þakkar um ókomin ár ykkar kærleiksverk Jósefssystur. St. Jósefsspítali Hafnarfirði 80 ára Gunnhildur Sigurðardóttir fjallar um sögu og starfsemi St. Jósefsspítala » St. Jósefssystursettu svip á bæinn þegar þær tóku sér ferð niður í bæ og voru margir tilbúnir að spjalla við þær, bæði börn og fullorðnir. Gunnhildur Sigurðardóttir Höfundur er fyrrverandi hjúkrunarforstjóri St. Jósefsspítala Hafnarfirði. MIG langar að spyrja alþjóð þessarar spurningar og svara sjálf fyrir mig með skynsamlegum rök- um. Skynsemishugsun verður allt- af og undantekningarlaust að taka mið af heildrænni hugsun. Skyn- semislausnin verður jafnframt alltaf að taka mið af hvað kemur sér best fyrir nærsamfélagið okkar en einnig fyrir heiminn og jörðina í heild þegar um er að ræða málefni sem snerta alla jarðarbúa. Í fyrsta lagi gerir stóriðjustefnan ráð fyrir svo mörgum teravöttum af orku að ekki er hægt að hlífa mörgum svæðum á Íslandi frá nýting- arsjónarmiðinu. En ég tel að flestir Íslendingar séu sammála um það að einhverjum svæðum verði að hlífa og við þurf- um því skýra stefnu sem skil- greinir þau svæði í lögum um um- hverfisvernd. Einnig verðum við að gera ráð fyrir að hér á landi gerist þörf til annars konar orku- nýtingar síðar. Skynsamlegt væri því að spyrja hvar við ættum að sækja orku í framtíðinni ef búið er að virkja öll svæði og binda orkuna í samningum í áratugi? Í öðru lagi er það ekki skyn- samleg hugmynd að selja alla orkuna til álframleiðslu að teknu tilliti til þess að það er orkufre- kasti og mest mengandi iðnaður sem til er í heiminum. Iðnaður sem heimsbyggðin mun á komandi árum draga verulega úr vegna þess að heim- inum stafar mikil ógn af slíkri mengun vegna loftslagsbreyt- inga. Þegar reiknað er með flutningum sú- ráls og unnins áls á milli heimsálfa má reikna með ennþá meiri mengun. Skyn- samlegast væri að úr- vinnsla súráls fari fram á sama stað sem það er upprunnið og frumvinnslan fer fram. Á heimasíðu Alcoa má sjá að 2004 og 2005 urðu um 26% af heildartekjum fyrirtækisins til vegna neyslupakkninga og hefur sá hluti teknanna vaxið hraðast á síðastliðnum árum. Aðeins um 10% tekna kom frá byggingariðn- aði og um 10–11% frá samgöngu- tækjum. Skynsamlegt væri að spyrja hversu mikil not við höfum fyrir þessar álneyslupakkningar. Hlutföll endurvinnslu áldósa er misjafnt eftir löndum en með- altalið í Evrópu er um 40% endur- vinnsla. Í því sambandi vil ég til dæmis minna á það að í Dan- mörku er bannað að selja drykki í áldósum. Það er að sjálfsögðu ekki þörf fyrir svona mikla álfram- leiðslu í neyslupakkningar og brýn nauðsyn fyrir okkur að takmarka eins og hægt er vöruframleiðslu úr áli sem ekki er nauðsynleg. Í þriðja lagi ber að líta til þess að alþjóðasamfélagið hefur mótað stefnu sem felst í að draga úr los- un gróðurhúsalofttegunda. Flest öll samfélög heims hafa skuld- bundið sig til að fara eftir þessari stefnu sem kallast Kyoto-bókunin. En Ísland, eitt af ríkustu löndum heims, samdi sig frá henni og fær undanþágu til að auka á mengun. Á sama tíma eru flest löndin að skuldbinda sig til að draga úr los- un. Samkvæmt tölum í Frétta- blaðinu 11. ágúst 2006 losar stór- iðja á Íslandi, með tilkomu Fjarðaáls, um 2,5 milljónir tonna gróðurhúsalofttegunda á ári. Öll önnur losun frá bílaflotanum, skip- um, landbúnaði og sorpúrgangi er samtals 2,25 milljónir tonna. Jafn- framt ber að geta þess að yfir 80% orku á Íslandi fer til stóriðju. Að mínu mati ber okkur nú að líta til framtíðar til úrlausnar vandans og taka þátt í að draga úr losun á næstu árum, ásamt öðrum löndum heims, því þetta snertir alla jarð- arbúa. Við þurfum að sjá að í nýj- um og umhverfisvænni lausnum felast ótrúleg tækifæri. Nýr og vistvænni markaður er að taka við af þeim gamla og nýjar, fram- sýnar lausnir munu taka við á komandi árum. Mikilvægt er að ís- lensk stjórnvöld verði hugrökk í framgöngu eins mikilvægra mála. Núverandi stjórnvöld virðast hins vegar einblína á stór- iðjustefnu og sjá ekki aðra mögu- leika en orkunýtingu, álfram- leiðslu og frekari mengun. Ísland hefur skapað sér það orðspor er- lendis að vera einstök, hrein og fögur náttúruperla en getur ekki haldið í það orðspor með áfram- haldandi þróun í stóriðju. Stað- reyndin er sú að um 95% ferða- manna sem hingað koma sækjast eftir að upplifa náttúruna og vilja sjá hálendið sem er stærsta óbyggða víðerni Evrópu. Að sjálf- sögðu verðum við að gera okkur grein fyrir að flutningar með flug- vélum valda líka mengun og ætt- um því að leggja okkar lóð á vog- arskálarnar til að breyting verði þar á. Á vormánuðum bárust fréttir í Mbl. um að framleiðendur flugvéla séu nú þegar farnir að huga að því að smíða þær úr létt- ari efnum eins og trefjaplasti, frekar en úr áli og stáli. Framtíðin býður einnig upp á að gera hið sama með önnur farartæki og í framtíðinni munum við nota um- hverfisvænna eldsneyti en við ger- um í dag. Þarna liggja ný við- skiptatækifæri og vettvangur fyrir hugmyndir og nýsköpun. Ísland getur verið með fremstu þjóðum í heimi til að stuðla að nýsköpun og verða með því fyrirmynd annarra þjóða. Hér ætti að vera hægt að skipta út bílaflotanum og keyra um á vænum og grænum bílum og farartækjum. Mögulega væri hægt að stuðla að því að almennings- samgöngur væru því sem næst frí- ar þannig að fleiri myndu nota þær. Hér væri líka hægt að hefja framleiðslu á vetni. Slíkt væri framsýnisstefna og það er eina rétta leiðin til að við getum átt okkur framtíð á jörðu. Niðurstaða mín er að skynsamlega athuguðu máli sú að framsýni er málið. Er álið málið? Andrea Ólafsdóttir fjallar um álver og umhverfismál » Við þurfum að sjá aðí nýjum og umhverf- isvænni lausnum felast ótrúleg tækifæri. Andrea Ólafsdóttir Höfundur er háskólanemi og tekur þátt í forvali Vinstri grænna á höfuðborgarsvæðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.