Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 38

Morgunblaðið - 24.11.2006, Síða 38
38 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Ingibjörg Jóns-dóttir ljósmóðir fæddist á Gemlufalli í Dýrafirði hinn 31. desember 1922. Hún andaðist á Dvalar- og hjúkr- unarheimilinu Grund hinn 18. nóv- ember síðastliðinn. Foreldrar hennar voru Jón Ólafsson bóndi, ferjumaður og símstöðvarstjóri frá Hólum í Þing- eyrarhreppi og Ágústa Guðmundsdóttir frá Brekku, einnig í Þingeyrarhreppi. Systkini Ingibjargar eru Sigríður Kristín, f. 6. október 1917, d. 17. febrúar 1999, gift séra Eiríki J. Eiríkssyni, Nanna Valborg, f. 28. maí 1919, d. 8. júní 1919, Jónína, f. 11. júní 1920, gift Pétri Sigurjóns- syni húsasmið, Elín, f. 29. júní 1921, gift Oddi Andréssyni bónda og Guðmundur, f. 7. september 1924, d. 16. ágúst 1983, kvæntur Steinunni Jónsdóttur talsíma- verði. Fóstursystkini Ingibjargar voru Ragnheiður Stefánsdóttir, f. 27. október 1911, d. 28. nóvember 1985, gift Steinþóri Árnasyni og Skúli Sigurðsson, f. 8. september 1932, núverandi bóndi á Gemlu- falli, kvæntur Ragnheiði Jóns- dóttur. Árið 1950 giftist Ingibjörg Gísla Andréssyni bónda og hreppstjóra frá Hálsi í Kjós, f. 14. nóvember 1917, d. 1. mars 1987. Börn þeirra eru: 1) Guðmundur fyrrv. skrif- stofumaður, f. 21. september 1950, maki Nína Björnsdóttir, f. 4. júní 1949, þau slitu samvistum. Börn þeirra eru a) Ingvar Mar, f. 29. mars 1972, d. 1. apríl 1972. b) Gunnar Freyr, f. 11. mars 1974, maki Helma Rut Einarsdóttir. Börn þeirra eru María Nína, f. 9. október 2000 og Aron Atli, f. 27. ágúst 2004. c) Ívar Örn, f. 25. mars 1976. d) Björn Óli, f. 4. júní Eysteinn Gústafsson, f. 10. júlí 1954. 7) Gísli Örn búfræðingur, f. 14. maí 1961. Dóttir hans er Inga Guðrún, f. 4. nóvember 1992. 8) Andrés Freyr húsasmíðameistari, f. 2. nóvember 1962, maki Svana Lísa Davíðsdóttir, f. 8. apríl 1960, var áður í sambúð með Ingu Önnu Gunnarsdóttur, f. 13. nóvember 1964. Börn Andrésar og Ingu eru: a) Þóra Björg, f. 27. desember 1983, maki Guðjón Rúnar Sveins- son. Þóra Björg á soninn Andrés Blæ Oddsson, f. 20. febrúar 2003 og saman eiga þau dótturina Ingu Dís Guðjónsdóttur, f. 21. mars 2006, b) Sandra Ýr, f. 28. ágúst 1988. Fyrir átti Svana Lísa börnin Söru Ósk Rodriguez Svönudóttur, f. 16. apríl 1987 og Kristófer Rodriguez Svönuson, f. 8. október 1988. 9) Hjörtur rafiðnfræðingur, f. 25. mars 1965, maki Guðrún Ingadóttir, f. 16. mars 1965. Synir þeirra eru Björgvin, f. 16. júní 1995 og Ingvar, f. 17. júní 1999. Ingibjörg ólst upp á Gemlufalli, ferjustaðnum vestur yfir Dýra- fjörð. Í æsku gekk Ingibjörg í öll bústörf ásamt systkinum sínum og foreldrum. Eftir skólagöngu heima í héraði hélt hún til náms í ljósmóðurfræðum og tók embætt- ispróf frá Ljósmæðraskóla Íslands árið 1947. Heima í héraði setti Ingibjörg upp starfsstöð að Gemlufalli og fetaði þannig í fót- spor ömmu sinnar Sigríðar Krist- ínar Jónsdóttur sem var starfandi ljósmóðir í Dýrafirði á árunum 1885 til 1910. Ingibjörg var húsfreyja að Hálsi í Kjós og stýrði þar stóru heimili allt til ársins 2000 er hún flutti á Dvalar- og hjúkrunarheimilið Grund í Reykjavík. Ingibjörg var alla ævi mjög félagslynd og starf- aði fyrir vestan með Ungmenna- félagi Mýrarhrepps og síðar með Kvenfélagi Kjósarhrepps. Ingi- björg tók einnig virkan þátt í ýms- um félagstörfum með bónda sín- um Gísla og var mikið um gesta- komur á heimili þeirra. Útför Ingibjargar verður gerð frá Grafarvogskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. 1980, maki Ingibjörg Ösp Sigurjónsdóttir. e) Hildur Inga Rós, f. 6. ágúst 1982. 2) Jón bóndi, f. 19. desem- ber 1951, maki Sól- rún Þórarinsdóttir, f. 24. janúar 1950. Börn þeirra eru a) Kristín búsett í Finn- landi, f. 3. febrúar 1967, maki Henry Crister Erikson. Börn þeirra eru Sara Viena Erikson, f. 4. mars 1991, Ina Mari Erikson, f. 29. október 1992 og Jón Henrik Erikson, f. 17. janúar 1998. b) Ingibjörg, f. 24. mars 1970, maki Axel Jóhannsson. Son- ur þeirra er Jóhann, f. 1. ágúst 2000. c) Þórarinn, f. 22. mars 1971. 3) Halldór, búfræðikandídat búsettur í Noregi, f. 15. júlí 1954, maki Vilborg Sigurðardóttir, f. 15. október 1960. Börn þeirra eru a) Valberg Gunnar Birgisson, f. 22. nóvember 1977, maki Paulina Birgisson. Dóttir þeirra er Julia Casandra Birgisson, f. 2. apríl 2003, b) Sigrún Ólöf Halldórs- dóttir, f. 5. janúar 1979, maki Saj- ed Ali, c) Andrés Kristján Hall- dórsson, f. 24. júlí 1982, d. 26. júlí 1982, d) Rannveig Ósk Halldórs- dóttir, f. 28. maí 1985, maki Tor- björn Dahle, e) Harpa Hrönn Hall- dórsdóttir, f. 14. apríl 1986, maki Örjan Tveteraas, og f) Gísli Már Halldórsson, f. 15. október 1991. 4) Guðrún hjúkrunarfræðingur, f. 11. febrúar 1956, d. 10. ágúst 1990, maki Sigurður Kristján Runólfsson, f. 4. júní 1952. Börn þeirra eru a) Elvar Gísli, f. 30. desember 1977, d. 26. febrúar 1983 og b) Lilja, f. 14. júlí 1981, maki Kristján Atli Ragnarsson. 5) Ágústa matvælafræðingur, f. 4. janúar 1958. Dóttir hennar er Þórunn Sigurðardóttir, f. 16. ágúst 1980. 6) Sigríður Kristín iðjuþjálfi, f. 29. mars 1959, maki Stúlkuhnokki hoppar tindilfætt um hlað og tún á Gemlufalli, hendist upp á baðstofuloft og sest við rúm- gafl ömmu sinnar, sem les fyrir hana valda kafla úr Familie Journal og kastar fram stöku: Ingibjörg mín elskuleg, yndisfagra vífið; gangi þér allt á góðan veg, Guð þér blessi lífið. (S. Kr. Jónsdóttir) Unglingshnáta hendist með blautar fléttur með grænum borð- um fram kirkjugólfið, að verða of sein í eigin fermingu. Skundar heim og skömmu síðar sést hún við afl- raunir ásamt bróður sínum. Þau standa í þeirri einlægu trú að kálfa- lyftur efli þrótt og þol. Kankvís ung kona hendist í síð- buxum um lautir og móa, tínir 5 blá- ber og stilk af rabarbara í skókassa og sendir til auðmanna á Ísafirði, þreytt á endalausri þrautseigju systra sinna við að sinna slíkum óþarfa. Fulltíða kona fer suður til náms í ljósmóðurfræðum, og fetar þar í fót- spor ömmu sinnar, sem var langt á undan sinni samtíð í skráningu og umönnun sængurkvenna og ný- fæddra Dýrfirðinga. Fær margt að reyna, lítið barn fæðist sem rúmast í skókassa og bregða má hring upp á ökkla. Hugrökk ljósa tekur stefnu á hér- að, hendist með póstpoka og sinnir mæðravernd. Vetur sem sumar að mörgu að hyggja. Driftug kona dúð- ar sig í plögg og leggur af stað út í hríðarkófið yfir að Núpi, þar sem skera þarf af henni ysta lag fata vegna klakabanda. Hugurinn leitar suður fyrir heið- ar til heillandi bjartleits bóndasonar frá Hálsi í Kjós. Þykknar undir belti og sigldi brátt suður, gerist hús- freyja á stóru heimili. Frúin komin í sparispjarir á leið- inni á þorrablót. Bregður yfir sig Hagkaupsslopp til að raska ekki ró smábarna sem hún er að svæfa. Stúlkubarn stingur nebbanum í hálsakot, setur í brýnnar, og segir: „Hvaða sparifatalykt er þetta?“ Ilmandi hveitikökuangan og krakkaskari með smjör í skeið situr spenntur við borðsendann. Hávær- ar skærur og hnútukast, flúið í borðkrókinn í skjól bak við Dýr- firska dáðakonu, sem ekkert virtist hagga og heldur ótrauð áfram að prjóna peysu eða sokk. Stillt sitja börn í „Bessabeggi“, horfa út að Eyri. Fylgja ljósum bíla sem færast nær og eftirvæntingin skín úr augum. Skyld’ann beygja inn heimreiðina? Pabbi og mamma væntanleg úr borginni. Fullorðin kona hvetur börn sín til náms og dáða, spör á hrósið í heyr- anda hljóði en rífandi stolt af hópn- um sínum. Aldurshnigin gyðja með grá- sprengda lokka situr og rifjar upp minningar frá fyrri tíð. Segir sögur af brellum og brögðum, hænum og hönum, og ferjuferðum yfir Fjörð- inn í misjöfnum veðrum. Aldin ættmóðir hvílir í rúmi, ung- arnir stórir og smáir í kring, strokið um vanga og hvílt í augnabliki óend- anleikans. Sigríður Kr. Gísladóttir. Það var ókyrrð í veðrinu í síðustu viku og kannski var ókyrrð í sálinni hjá ömmu, hún gat ekki tjáð það en maður merkti það á ýmsu í tilveru hennar. Hins vegar færðist meiri friður yfir þegar nær dró vikulokum og á aðfaranótt laugardags var ein- stök froststilla og fallegur himinn- inn. Allir ungarnir flognir heim og búnir að heilsa og kveðja, hún beið held ég eftir því. Myndir leita á hugann. Stelpu- hnokki með höndina í lófa ömmu, gengið um móana á leið í fjöruferð ... þetta er geldingahnappur ... og þetta, þetta er melasól. Morgunsól í sveit, hattkúfur á höfði ömmu og rótað í moldinni með arfaklóru, ég horfi að heiman og heim, myndin greypist í hugann. Heppin að fara heim þegar ég fór í ömmu- og afa- hús og heim þegar ég fór aftur í pabba- og mömmuhús, rík stelpa með tvö heimili. Aftur sól, frost- stilla, út um skemmudyrnar kemur vel skóuð amma með skíðaklossa á fótunum, smellir sér í gömul Adda- skíði og gengur af stað. Tilhöfð með gullhálsfesti á leið á þorrablótið, vel strikaðar augabrúnir, lakkað hár og ilmandi. Eldhúsbekkur og tif í prjónum, vantar þig ekki bráðum sokka, Ingibjörg mín? Hveitiköku- ilminn leggur heim á hlað, renn á lyktina, annað eins hnossgæti er vandfundið, sjóðheit svo smjörið rennur, fyrst er það mjólkurglasið, seinna er það kaffið. Nesti í ævin- týraleiðangur að Litla læk og háskaför að Bollastaðalæk, margir munnar, heill kexpakki, Sæmundur á sparifötum ef vel lá á, appelsínud- jús í flösku. Súkkulaðið á afmæl- isdaginn, rottukökur og randalínur á disk, spilin á borðinu og alltaf fjölgar í boðinu. Í ár verður það tómlegt, afmælisbarnið horfið af sjónarsviðinu. Eftir stendur stelp- an, hnípin með hjartað fullt af þakk- læti. Ingibjörg Jónsdóttir. Hún amma var alltaf ímynd hinn- ar „fullkomnu ömmu“. Þegar ég var yngri ætlaði ég sko að verða alveg eins og hún þegar ég yrði sjálf amma, enda var maður ekki alvöru amma nema baka hveitikökur, vera þétt um mittið og segja nákvæm- lega það sem maður hugsaði. Á síð- ari árum hefur aðdáun mín ekki minnkað nema síður sé. Hún hvatti mig til dáða og sannaði það, að vel sé hægt að mennta sig fyrst og eign- ast svo fjölskyldu, því amma var jú orðin 27 ára þegar hún kynnist afa og 28 þegar hún átti sitt fyrsta barn. Hún snerti mig þannig á besta mögulegan hátt, allt í senn með tár- um, hlátri og sem fyrirmynd. Eftirfarandi kafli úr endurminn- ingum ömmu þykir mér mjög vænt um því hann lýsir því hvernig amma ákvað að verða ljósmóðir aðeins 8 ára gömul: „Þegar pabbi týndist var ég 8 ára. Hann var búinn að fara eina ferð til Þingeyrar og báturinn var á sínum stað á legufærunum. En hvar var pabbi? Hann var horf- inn með öllu, var vanur að koma strax heim og fara í verkin á milli ferða. Þetta var um sauðburðinn, fínt veður og ekkert að óttast. „Hleypið þið hundinum út, hann verður fljótur að finna hann,“ sagði mamma. Og það gekk eftir. Bangsi tók stökkið lengst upp í fjall og þá urðum við nú hissa. Hann pabbi hafði fundið gemsann sem var búinn að vera týndur í 3 daga og kominn að burði. Þetta gemlingskríli var með lambið í burðarliðnum og allt stóð fast. Hausinn á lambinu var fæddur og önnur löppin komin. Hann spurði nú dætur sínar hvort einhver með litla hendi vildi reyna að losa klemmda fótinn. Það kom í minn hlut því ég var aumingjalegust en pabbi með stóra hendi og það fór vel. Ég smokraði mér inn með hausnum og krækti í kreppta löpp- ina og náði að rétta hana. Þá varð pabbi drepfeginn og gemsinn ekki síður. Þá datt mér í hug að gerast ljósmóðir og gera konur líka svona glaðar.“ En amma var líka alger prakkari og lýsir það sér e.t.v best í sögunni um það þegar þau systkinin dáleiddu hænurnar og dreifðu þeim svo á tröppurnar fyrir framan bæ- inn. Langamma greyið hélt að þær hefðu tekið upp á því að drepast all- ar á tröppunum hjá sér. Það fór ekki betur en svo að í þann mund fór ein og ein að vakna og hlaupa um eins og brjáluð … langömmu til mikils léttis en ömmu síður, því hún fékk ansi miklar skammir fyrir. Elsku amma mín. Minning þín mun lifa í gegnum okkur og ég lofa að halda áfram að gera þig stolta. Margt er það og margt er það sem minningarnar vekur, og þær eru það eina sem enginn frá mér tekur. (Davíð Stefánsson.) Þín Þórunn. Alltaf bregður manni jafnmikið þegar fréttir berast af láti náins ættingja. Eins og það eigi ekki að vera sjálfsagður hlutur. Slík er af- neitunin og óskin um að allt sé óum- breytanlegt. Því meir sem minning- arnar tengjast æsku og uppvexti. Þannig var það þegar mér barst fréttin af andláti frænku minnar og móðursystur, hennar Boggu. Eins og á hraða ljóssins birtust myndirnar hver af annarri. Bogga í eldhúsinu, hveitikökur, fullt af fólki, ys og þys um allt hús og mikið að gera. Ólöf amma á loftinu, kamfór- ulyktin, kóngabrjóstsykurinn, kand- ísmolarnir, lesið í Gagn og gaman og hlustað á sögur. Maður taldist heppinn að komast þangað og geta dvalið hjá ömmu um stund. Með mislinga eða hettusótt í sama rúmi og Jónsi frændi er eitt minningar- brotið. Ég finn ennþá lyktina uppúr „hænsnafötunni“ með matarafgöng- unum sem geymd var í litla skápn- um á ganginum. Hana sótti ég oft og gaf hænunum og koma með egg til baka. Ég geymi ennþá eggjakassa frá þeim tíma sem Gísli lét mér góð- fúslega í té. Ég held að forvitni minni hafi á margan hátt verið svalað með því að eiga erindi til að kíkja inn til Boggu og Gísla þegar fatan var sótt. Mikið af fólki og margt að gerast. Held að kökurnar um kaffileytið hafi ekki dregið úr áhuga mínum fyrir að sinna þessu verkefni, því oftar en ekki var mér boðið upp á slíkt á þessum ferðum mínum. Þá heyrði maður margt og sá. Fréttir og sög- ur flugu um loftið og margt um að hugsa. Velta dekki með Jónsa fyrir bíl á þjóðveginum fyrir neðan bæinn, hitta hann og setja íslandsmet í 100 m hlaupi, fela sig í moldarlyktinni í kjallaranum, koma út eftir langan tíma. Aldrei talað um það við okkur en bílstjórinn kom heim á bæ og kvartaði. Vinnufólk, heill skóli af börnum, frændfólk, gestir fólk í alls konar erindum, sumir í vanda, á biluðum bílum. Bensínsalan, sjoppan, leik- irnir, fallin spýtan, yfir, parís, bíla- leikur með olíubrúsalok að stýri eða hjólkopp, keyrt norður til Akureyr- ar, suður til Reykjavíkur, upp á Akranes og bara út um allt, alls konar áætlunarferðir og þunga- flutningar. Þessa fortíð og svipaðar minning- ar eiga margir sem dvöldu á Háls- bæjunum á þessum tíma. Stórbýlis- bragur og uppgangur í búskapnum þó eflaust hafi foreldrarnir þurft að hafa mikið fyrir því að halda utan um rekstur og uppeldi og ekki hafi alltaf verið nóg til að bíta og brenna. Frænkum, frændum, aðstandend- um og vinum Boggu frænku votta ég innilega samúð og óskir um gæfu í framtíðinni. Ólafur Oddsson. Það var í byrjun sjötta áratug- arins, að bróðurdóttir pabba míns- ,Ingibjörg Jónsdóttir, tók mig með sér í Kjósina. Þessi fyrsta dvöl mín var í eina viku. Áður, en að ég fór aftur heim, var mér boðið að koma til sumardvalar, sumarið eftir. Síðan þá, hefur hún frænka mín átt í mér hvert bein. Næstu sex vorin, að skóla loknum, var haldið á vit æv- intýranna í sveitinni. Til baka fór ég svo aftur, að hausti, daginn áður en skólinn var settur.Á Félagsbúinu Neðra–Hálsi var stundaður bland- aður búskapur. Þar bjuggu Gísli og Ingibjörg og svo Oddur og Elín. Á Hálsi bjó bróðir þeirra Karl með sinni konu Huldu. Inni í vestari bænum réði Bogga frænka mín ríkj- um. Auk stækkandi fjölskyldu hennar voru á heimilinu tengdamóð- ir hennar, Ólöf Gestsdóttir. Tvö systkini Gísla, Sesselja og Bergur og bróðursonur hans Þorvaldur. Kaupafólkið og ég snúningastelpan. Þegar ég kom fyrst, voru tveir drengir fæddir hjá Ingibjörgu og Gísla, eiginmanni hennar, en á 14 árum eignuðust þau 9 börn. Ég man varla eftir því að ég legði á borð fyr- ir færri en 12 en oft voru 14 við mat- arborðið. Bogga átti hauk í horni sem amma barnanna var, því hún tók til sín eldri börnin þegar þrengdi að með svefnpláss á neðri hæðinni. Sváfu þau þá á svefnloftinu í hennar umsjá. Hún prjónaði líka sokka og vettlinga og kenndi börn- unum að lesa og skrifa þegar þau höfðu aldur til. Gísli var hreppstjóri sveitarinnar. Benzinsala með hand- dælu var á hlaðinu og peningakass- inn inni í bæ. Endastöð áætlunar- bílsins Kjalarnes–Kjós úr Reykja- vík var á bænum að kvöldi og hafði bílstjórinn þar fæði og gistingu yfir nóttina. Þangað kom líka póstpok- inn. Allt þetta jók umferð fólks á hlaðinu og inni í bæ. Í minningunni liðu dagarnir ljúf- lega hjá. Alltaf sól. Maður var einn hlekkur í keðju. Ég lærði margt um lífið og tilveruna í sveitinni. Að vera og vinna með fullorðnu fólki sem barn og unglingur er dýrmæt reynzla. Vegna starfa Gísla sem hreppstjóri, þekkti ég alla bændur í sveitinni með nafni og vissi á hvaða bæ þeir bjuggu og hvar þeir bæir stóðu. Það var ekki fyrr en ég fór að sækja þorrablót sveitarinnar í Fé- lagsgarði að ég fór að tengja kon- urnar við menn og bæi. Þær áttu sjaldan erindi við hreppstjórann. Ég var eins og áður sagði sex sumur í sveit á Hálsi. Jafnlengi eftir það, var ég þar öllum stundum í mínum fríum. Ég fór HEIM að Hálsi. Aldr- ei fann ég annað en að ég væri ein af heimilisfólkinu. Ég bara kom, þegar ég átti frí. Hálsbæirnir standa sunn- an undir Reynivallahálsi Víðsýnt er yfir sveitina. Neðsti hluti Laxár, vogurinn og hólmurinn. Norðurhlíð- ar Esjunnar, Meðalfells og Eyrar- fjalls. Lengra frá er Akrafjall. En þegar komið er inn á Hálsendann sér inn Hvalfjörðinn og yfir í Skarðsheiðina. Ennþá finnst mér þetta vera feg- ursti staður á jörðu. Nú, þegar hún frænka mín hefur lokið sinni jarðvist og skilað drjúgu æfistarfi, er mér efst í huga þakk- læti til hennar og Gísla fyrir góðvild þeirra í minn garð. Blessuð sé minning þeirra hjóna Hrafnhildur Hrafnhildur Guðmundsdóttir. Ingibjörg Jónsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.