Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 39

Morgunblaðið - 24.11.2006, Side 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 39 ✝ GuðlaugurBjörgvinsson fæddist á Hlíðar- enda í Breiðdal hinn 22. nóvember árið 1919. Hann lést á Sjúkrahúsinu á Egilsstöðum hinn 16. nóvember síð- astliðinn. Foreldrar hans voru Sigur- björg Erlendsdóttir og Björgvin Jónas- son. Guðlaugur fór í fóstur til hjónanna Guðlaugar Pálsdóttur og Guð- mundar Árnasonar á Gilsárstekk í Breiðdal, þar ólst hann upp til fullorðinsaldurs. Systkini Guð- laugs voru níu, nú öll látin nema Erlendur. Eiginkona Guðlaugs er Laufey Soffía Jónsdóttir frá Gilsárvöll- um í Borgarfirði. Þau eignuðust þrjú börn, þau eru: Soffía Jóna, f. 1950, látin sama ár. Baldur Guð- mundur, f. 1951, kvæntur Sesselju Einarsdóttur frá Stóra-Steinsvaði, börn þeirra eru Guðlaugur, Jóna Soffía og Krist- björg. Halldóra Guðbjörg, f. 1953, börn hennar og Kristins Hjaltason- ar eru Laufey Soffía, Sigurlaug Anna, Hjalti Her- mann og Fanney Björk. Langafa- börn Guðlaugs eru sex. Guðlaugur starfaði megin- hluta ævi sinnar sem vélgæslu- maður hjá Kaupfélagi Borgar- fjarðar og Rafmagnsveitum Ríkisins. Útför Guðlaugs verður gerð frá Bakkagerðiskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku afi, það eru ekki allir eins lánsamir og ég að fá að alast upp með afa og ömmu og hafa þau ná- lægt sér langt fram á þrítugsald- urinn. Nú er komið að kveðjustund hjá okkur, afi minn. Afi í Odda, eins og við krakkarnir kölluðum hann, er látinn. Hann hefði orðið 87 ára núna 22. nóvember. Ég vil þakka þér, afi minn, allar stundir sem við höfum átt saman, hefði ég gjarnan viljað hafa þær miklu fleiri. Þegar ég kom til ykkar ömmu í heimsókn, sátum við og spjölluðum um daginn og veginn. Þú spurði mig alltaf hvað væri að frétta en yfirleitt varst það þú sem sagðir mér meira af fréttum en ég þér. Og innkaupaferðirnar fyrir þig, að kaupa ponturnar. Skyldi fólkið í búðinni ekki hafa undrast hve miklu ég ætlaði að moka í mitt litla nef? Það kom nú alltaf gleðisvipur á þig þegar ég birtist í dyrunum með varninginn, gamla pontan var hrist og staðan tekin. Eitt skiptið stóð það tæpt hjá okkur, þú varst að taka síðustu kornin úr pontunni þegar ég kom í dyrnar. Þá til- kynntir þú mér að ég hefði komið á hárréttu augnabliki, þetta hefði nú verið á mörkunum hjá okkur í þetta skiptið. Eftir þetta baðstu mig um að kaupa tvær í einu, þá yrðirðu alveg öruggur, því það liði nú varla svo langur tími þar til að ég kæmi næst í heimsókn, að tvær dygðu ekki. En fyndist þér hafa liðið of langur tími milli heimsókna, hringdi síminn hjá mér. Fyrst var heilsað og spurt: ,,Hvar hefur þú alið manninn?“ Og á eftir kom, hvort að ég væri ekki örugglega ennþá í þessum heimi. Þú varst aldrei að skafa utan af hlutunum. Það er margs að minnast en ekki hægt að rifja það allt upp hér í þessum kveðjuorðum. En, elsku afi, ég hef mikið misst og við öll en amma mín mest. Ég ætla að halda áfram að hlúa að henni og gæta hennar fyrir þig. Það er sárt og erfitt að kveðja þig en á sama tíma er ég þakklát fyrir að hafa átt þig að. Ég ætla að muna allar góðu stundirnar okkar. Húmar að kveldi, hljóðnar dagsins ys, hnígur að Ægi gullið röðulblys. Vanga minn strýkur blærinn blíðri hönd, og báran kveður vögguljóð við fjarðar- strönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró. – Kom, draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. Syngdu mig í svefninn, ljúfi blær. Sorgmæddu hjarta er hvíldin jafnan vær. Draumgyðjan ljúfa, ljá mér vinarhönd, og leið mig um þín töfraglæstu friðar- lönd. Ég er þreyttur, ég er þreyttur, og ég þrái svefnsins fró.– Kom draumanótt, með fangið fullt af friði og ró. (Jón frá Ljárskógum.) Blessuð sé minning þín. Kveðja, þín Sigurlaug Anna (Lauga). Elsku afi minn. Það var margt sem hann afi minn kenndi mér og það eru marg- ar minningar sem koma upp í hug- ann. Ein af þeim sem situr fastast í mér er eitt kvöld þegar ég var 6 ára gömul og átti að vera sofandi. Þá kom afi í heimsókn og kíkti inní herbergið hjá mér og komst af því að ég var ekki sofandi heldur grát- andi. Afi settist á rúmstokkinn hjá mér og fór að spyrja mig hvað væri eiginlega að, ég sagði honum frá því að ég ætti aldrei eftir að giftast neinum af því ég og Hjalti værum svo mikið skyld. Afi var nú snöggur til að svara og sagði að ég ætti örugglega eftir að giftast góðum manni sem myndi hugsa vel um mig. Með þessum orðum sofnaði ég sæl og glöð. Afi og amma borðuðu alltaf með okkur á gamlárskvöld þau ár sem þau bjuggu á Borgarfirði eystra. Þegar sest var við borðið buðum við systkinin afa eitthvað að drekka og þá var það alltaf sama svarið frá honum „sjaldan hef ég nú flotinu neitað“ og með þessum orðum var stokkið af stað og sóttur drykkur handa honum. Afi var mjög kátur og vitur maður sem kunni mjög mikið af skemmtilegum sögum og hlustaði ég af miklum áhuga í hvert skipti sem hann sagði þær. Ég er rosalega þakklát fyrir þann tíma sem ég átti með afa og allar þær minningar sem ég á. Elsku amma mín, megi guð al- máttugur styrkja þig og varðveita í sorg þinni sem og um alla framtíð Ástarkveðjur, Kristbjörg. Jæja, elsku afi, þá er dómarinn búinn að flauta af – svo ég vitni í íþróttirnar, fótboltann sem við átt- um sem sameiginlegt áhugamál. Ég man að sem ungur drengur gerði ég mér far um að hlaupa inn úr boltaleikjum og spjalla við þig þegar þú komst gangandi niður í Sólgarð og fékkst þér kaffibolla – og kannski örlítið í nefið. Þar fórstu í gegnum helstu fréttir dagsins, veðrið og tíðindin úr íþróttunum. Ég man hve mér fannst skemmtilegt að fá að taka þátt í heyskapnum og aðstoða þig við bú- verkin. Alltaf gastu fengið mann til að halda að maður gegndi mikil- vægu hlutverki í því sem var verið að gera. Í hvert skipti sem við hittumst spurðir þú mig frétta úr boltanum og oftar en ekki rifjaðir þú upp at- vik úr fótboltanum frá því í „gamla daga“ þegar þú varst sjálfur að spila. Síðast í sumar áttum við góða stund þar sem þú sagðir mér að þú hefðir spilað þinn síðasta knatt- spyrnuleik í Breiðdalnum kominn á fimmtugsaldur. Þú reyndar bættir því við að þú gætir alveg hugsað þér að taka einn leik í viðbót – eina fyrirstaðan væri að líkaminn myndi sennilega ekki alveg fylgja hugan- um. – Og þar hittir þú naglann á höf- uðið. Þrátt fyrir að árin væru orðin mörg var hugur þinn ávallt skýr þannig að aldrei kom maður að tómum kofunum en því miður fylgdi líkaminn ekki alveg hugan- um og var farinn að gefa sig undir það síðasta. Þar sem þú varst afar lunkinn við að setja saman vísur ætla ég að kveðja þig með tveimur ferskeytl- um – ég veit það afi að þú tekur viljann fyrir verkið. Oft þú léttir mína lund lesinn vel og fróður. Víst er komin kveðjustund kæri Nafni góður. Minningarnar eigum enn allar skulum geyma. Gjarnan er með góða menn (þeir) gæta okkar heima. Afi, ég kveð þig með söknuði og segi með sanni að það fyllir mig stolti að bera sama nafn og þú. Guðlaugur Baldursson (Nafni). Þegar ég kveð Guðlaug Björg- vinsson, sem ég hugsa um sem fóstra minn, hrannast minningarn- ar um liðna daga og minningar um hæglátan, góðan og með eindæm- um þolinmóðan mann sem vildi aldrei neinum nema allt það besta. Þegar ég kom fyrst til Borgar- fjarðar eystra á sólbjörtum vor- degi, þá beið Guðlaugur mín á hafnarbakkanum, hár og grannur, en þá renndi mig ekki í grun að ég ætti eftir tengjast honum og fjöl- skyldu hans órjúfanlegum böndum ævilangt. Laufey og fjölskyldan beið mín með hlöðnu kaffiborði og þannig var það ætíð, minnst fimm máltíðir á dag og alltaf nóg af öllu. Ég gekk í barnaskólann á Borg- arfirði eystra og þar sló Guðlaugur ekki slöku við að hlýða mér yfir námsefnið og oft hef ég hugsað með þakklæti til hans fyrir þolin- mæðina sem hann sýndi mér og þegar ég eitt vorið fékk verðlaun fyrir framfarir í námi, geislaði hann af kátínu, þessi maður sem var annars frekar til hlés. En verð- launagripinn geymi ég vel og verð- ur mér ætíð hugsað að það var raunverulega Laugi sem vann til hans, en ekki ég. En það er svo margar skemmti- legar minningar sem koma upp í hugann, eins og þegar ég fékk að fara með honum upp á Hérað eða til Seyðisfjarðar á Grána gamla, en það kölluðum við vöruflutningabíl- inn sem Guðlaugur keyrði fyrir kaupfélagið og ég hef það á tilfinn- ingunni að þessar ferðir fyrir mig á þeim tíma hafi verið eins og utan- landsferðir fyrir börn í dag. Það sem mér þykir líka notalegt að minnast er að þegar hann kom suður í heimsókn til okkar hjón- anna, þá naut hann þess að fara til rakara, láta klippa sig og raka og fara síðan út að borða, hann kunni að njóta lífsins þegar tækifæri gáf- ust. Elsku Laufey mín, það verða erf- iðir tímar fram undan hjá þér. Þú sem varst ætíð svo sterk og barst hita og þunga af að vel færi um fjölskyldu þína og taldir ekki eftir þér sporin til þess að svo mætti vera. Ég bið að góður Guð gefi þér og fjölskyldu þinn styrk. Laugi minn, ég þakka þér fyrir allt sem þú gerðir fyrir mig, það mun ég ætíð geyma í hjarta mínu. Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð, hjartans þakkir fyrir liðna tíð, lifðu sæl á ljóssins friðar strönd, leiði sjálfur Drottinn þig við hönd. (Guðrún Jóhannsdóttir.) Guð blessi minningu um góðan mann sem gaf meira en þáði. Þín fósturdóttir Arndís. Guðlaugur Björgvinsson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, JÓN BJÖRNSSON frá Siglunesi, Laugarvegi 28, Siglufirði, lést á heimili sínu laugardaginn 18. nóvember. Útför hans fer fram frá Siglufjarðarkirkju laugar- daginn 25. nóvember kl. 15.00. Ingeborg Svensson, Björn Jónsson, Helena Dýrfjörð, Anna Marie Jónsdóttir, Steingrímur J. Garðarsson, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Elskulegur eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir og afi, TÓMAS JÓNSSON skipasmiður frá Sandvík, síðast til heimilis á dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, verður jarðsunginn frá Akraneskirkju þriðjudaginn 28. nóvember kl. 14. Sigrún Stefánsdóttir, Eygló Tómasdóttir, Þorgils Sigurþórsson, Tómas Rúnar Andrésson, Hallmundur Andrésson og afabörn. ✝ Okkar yndislegi og ástkæri sonur og bróðir, ÖRN STEINAR ÁSBJARNARSON, Þorgrímsstöðum, lést á líknardeild Landspítala, Kópavogi, þriðju- daginn 21. nóvember. Jarðarförin auglýst síðar. Kristín Guðjónsdóttir, Ásbjörn Guðmundsson, Þorbjörg og Margrét Ásbjarnardætur. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, dóttir, amma og langamma, ELÍSABET ÓSKARSDÓTTIR, lést á heimili sínu mánudaginn 20. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Óskar Heimir Ingvarsson, Guðrún Matthíasdóttir, Sigrún Pálína Ingvarsdóttir, Alfred Wolfgang Gunnarsson, Helga Björg Björnsdóttir, Hans-Petter Fransrud, Indriði Björnsson, Ekaterina Gagunashvili, Helga Þorleifsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.