Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 43

Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 43 ✝ Vigdís Ferdin-andsdóttir fæddist í Reykjavík 11. ágúst 1921. Hún lést í Víðinesi 15. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Ferd- inand Róbert Ei- ríksson skósmiður, f. á Eyvindarstöðum á Álftanesi 13.8. 1881, d. 12.2. 1978, og Magnea Guðný Ólafsdóttir, f. á Ólafsvöllum á Skeiðum 4.4. 1989, d. 20.3. 1981. Systkini Vigdísar eru: Gunnar Óli, f. 24.11. 1922, d. 30.8. 2001; Eiríkur R., f. 14.6. 1924; Árni G., f. 13.1. 1926; Gísli F., f. 13.10. 1927; Jón F., f. 1.3. 1929, d. 20.7. 1996; og Ferdinand Þ., f. 17.8. 1936. Vigdís trúlofaðist Harvey G. Tousignant sem starfaði sem læknir hér á stríðsárunum 1941– 1943, og er sonur þeirra Harvey G. Tousignant jr. Síðan giftist Vigdís Ragnari Frímannssyni 1955. Börn þeirra eru: 1) Róbert Magni, f. 6.4. 1956, hann á tvö börn. Þau eru: Rakel María, f. 6.2. 1984, barnsmóðir Bára Traustadóttir; Ívar Örn f. 20.10. 1984, barnsmóðir Gunnlaug Kristjáns- dóttir. b) Ragnar Frímann Ragnars- son, f. 18.6. 1957, hann kvæntist Lindu B. Vilhjálms- dóttir, þau skildu. Þau eiga þrjú börn. Þau eru: a) Kristján Róbert, f. 23.6. 1979; Ómar Björn, f. 21.11. 1980; og Ragnar Freyr, f. 20.7. 1993. Sam- býliskona Ragnars er Bryndís Ósk Erlingsdóttir. Vigdís kláraði Verzlunarskól- ann 1939, starfaði síðan í Pípu- verksmiðjunni á stríðsárunum, seinna í atvinnu- og samgöngu- ráðuneytinu, í Héðni í nokkur ár, hjá Sigurði Ólafssyni hrl. í Von- arstræti 12. Eftir það starfaði Vigdís sjálfstætt sem ritari fyrir Kristin Gunnarsson hrl. og Línu- hönnun meðal annars. Útför Vigdísar verður gerð frá Fríkirkjunni í Reykjavík í dag og hefst athöfnin klukkan 13. „Þarna er ég á Copacabana í New York … ásamt Jimmy Durante og strákunum af Lagarfossi. Stráka- greyin voru staurblankir en ég átti nóg klink.“ Þannig lýsti Vigga föð- ursystir okkar myndinni á náttborð- inu á 85 ára afmælisdaginn. Hún var til hinstu stundar fullkomlega sjálfri sér lík. Óvenjulegt orðfæri og lifandi frá- sagnir voru aðalsmerki hennar. Fjöl- skyldusamkvæmi sem virtust ætla að leysast upp í doða og leiðindi urðu skyndilega rafmögnuð af kjarnyrtri athugasemd eða hispurslausri frá- sögn. Siðavandir áheyrendur virtust öllu jafnan kalla fram þau viðbrögð sögumanns að dýpra væri tekið í ár- inni. Hún náði ætíð beinu sambandi við ungt fólk og börn okkar skynjuðu fljótt að þessi frænka var enginn venjulegur ellilífeyrisþegi og vildu ólm hafa hana nærri þegar mikið stóð til. Áhrifa hennar gætti þannig meðal kynslóðanna. Þrátt fyrir þessi sterku persónu- einkenni var hún í rótina kyrrlátur fagurkeri sem var vel heima í tónlist, bókmenntum og myndlist. Notalegt stefnulaust skraf, hásri röddu, í reyk- mettaðri stofu verður kannski sterk- asta minningin sem situr eftir. Hún ólst upp á Grettisgötunni, elst í stórum systkinahópi og var í blóma lífsins þegar stríðið og nútíminn komu til Íslands. Þá kynntist hún Harvey George Tousignant sem var læknir í bandaríska hernum. Þrátt fyrir að þeim væri skapað að skilja hélst ævilangt samband og úr varð einstakt drama sem gerir Casablanca að barnahjali. Ávöxtur þessara kynna varð Tússi frændi, einhver fágætasti laukur í okkar stóru ætt. Óvenjuleg lífsreynsla hóf frásagnir hennar upp í æðra veldi og á inn- blásnum stundum voru henni hug- leikin örlög fangans í Reading og vitnaði í Oscar Wilde: „Og allir myrða yndi sitt, þess engin dyljist sál“ … Við minnumst þeirrar miklu vænt- umþykju sem var á milli föður okkar, Viggu og Tússa. Þetta þríeyki átti einstaklega elskuríkt samband þar sem verðleikar hvers og eins nutu síns til fulls. Svo kveðjum við þessa stórmerki- legu frænku okkar sem þiggur nú þráða hvíld. Lyngt geymir vatnið leið mína yfir fjallið, felur hana rökkri og ró í nótt. Vær geymir svefninn söknuð minn í lautu, með degi rís hann aftur úr djúpsins ró. (Snorri Hjartarson) Alfreð, Ingibjörg Ósk, Eiríkur og Ferdinand. Mig langaði að fá að minnast minn- ar elskulegu afasystur, Vigdísar Ferdinandsdóttur, í örfáum orðum. Vigga frænka og afi Jón voru mjög náin og fór ég því gjarnan í heim- sóknir með afa og ömmu til hennar og Tússa í Gnoðarvoginn. Mínar sterkustu minningar um hana eru samt úr fjölskylduboðunum. Þar var hún hrókur alls fagnaðar og sannur gleðigjafi. Ungir jafnt sem aldnir hópuðust í kring um hana og hlustuðu á ævintýralegar sögur hennar úr litríku lífi. Einn af hennar miklu hæfileikum var að brúa kyn- slóðabilið eins og ekkert væri sjálf- sagðara. Ég og frændsystkini mín dýrkuðum hana og dáðum. Seinustu jól samþykkti Vigga frænka að ég fengi að taka viðtal við hana í Verslunarskólablaðið. Eðlilega fór hún á kostum í að rifja upp gamla tíð, þá hún var verslunar- skólamær fyrir tæpum 70 árum. Vigga frænka hafði frábæra frá- sagnargáfu og hreint yndislega kímnigáfu. Eftir þetta viðtal urðum við enn nánari vinkonur og vissi ég fátt skemmtilegra en að fá símtal frá henni á laugardagskvöldum. Þar gaf hún mér heilræði um hvernig ætti meðal annars að heilla hitt kynið upp úr skónum. Einnig fékk ég að njóta hennar ómældu hlýju og veraldar- visku. Hún vissi manna best hvernig átti að takast á við vandamál hvers- dagsins og ætíð sjá hið broslega í lífs- ins ólgusjó. Að Vigdísi genginni er skarð fyrir skildi í fjölskyldunni. Einhvern veg- inn fannst mér að svona stór kona gæti ekki farið. Ég sakna hennar sárt og það veit ég að frændsystkini mín gera líka. Ég sendi Tússa frænda og bræðr- um hans mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Mín huggun er að nú verða miklir fagnaðarfundir milli hennar og afa Jóns. Vigdísi þakka ég allt hið góða sem hún gaf mér. Megi hún hvíla í friði. Þín Olga Lilja. Nú er Vigdís Ferdinandsdóttir vin- kona mín horfin á braut. Hún dvaldist síðustu árin í Víðinesi og heilsan var farin að gefa sig. Örlög manna eru á ýmsa lund. Örlögin gáfu og örlögin tóku. Sem ung stúlka var Vigdís óvenjulega glæsileg, dökkhærð og brúneyg, glaðvær og greind. Ungu mennirnir litu um öxl þegar hún gekk fram hjá. Hún var borinn og barnfæddur Reykvíkingur. Vigdís ólst upp í Reykjavík og var elst sjö systkina og eina stúlkan. Hún var sjö ára þegar sjötta systkinið fæddist. Það gefur auga leið að umönnun og uppeldi bræðranna lenti mjög á Vigdísi sem var elst og eina systirin. Fjölskyldutengsl voru sterk og móðurbræður Vigdísar dvöldust oft á heimili foreldra hennar þegar þeir voru í bænum. Eins og geta má nærri héldu þeir mikið upp á þessa, glaðlegu og greindu frænku sína. Vigdís lauk prófi frá Verslunar- skólanum 1939. Hún var alla ævi list- hneigð og skemmti á verslunarskóla- árunum stundum sem eftirherma, Vigdís eftirherma stóð á auglýsing- um skemmtikvölda í skólanum. Guð- irnir höfðu fært þessari ungu stúlku sínar eftirsóknarverðustu gjafir, fal- legan líkama, glaðværa lund, góðar gáfur, öryggi og hlýju í foreldrahús- um og umhyggjusama fjölskyldu. Árið 1941 kynntist Vigdís, tvítug að aldri, bandarískum lækni af frönskum ættum Harvey Georg Tou- signant og hafði það mikil áhrif á lífs- hlaup hennar, örlögin tóku framtíð hennar í sínar hendur. Þau Vigdís trúlofuðust en fengu ekki að giftast. Harvey læknir var kallaður til Evr- ópu, áður en Harvey sonur þeirra fæddist, þar sem mikil þörf var fyrir lækna á stríðsárunum. Erfiðara var með samgöngur á þeim tíma en nú er en samt reyndu þau að halda sam- bandi. Þegar stríðinu lauk ákváðu þau að hittast í Washington DC og höfðu áform um að gerast lífsföru- nautar, en lentu í alvarlegu bílslysi. Bæði misstu meðvitund en skjöl sýndu að Harvey var herlæknir og var því sendur á hersjúkrahús en Vigdís var útlendingur sem lítil deili var vitað á og því send á almennt sjúkrahús. Að lokinni sjúkrahúslegu var Vigdís send heim til Íslands og leiðir skildu. Þau héldu þó alla ævi tengslum og læknirinn reyndist Vig- dísi vel. Sonur þeirra Harvey Georgsson er einn af mínum bestu vinum. Um tíma var hann einn af sterkustu skák- mönnum Íslendinga og varð t.d. Reykjavíkurmeistari 1972, tefldi í landsliðsflokki og tók þátt í alþjóð- legum skákmótum. Jóhann Þórir, rit- stjóri skákblaðsins, sagði í grein um skák að Harvey væri vinsælasti skák- maður Íslands. Harvey reyndist móður sinni hjálparhella en örlögin höguðu því þannig að uppvaxtarár hans urðu bæði honum og móður hans erfið. Þriggja ára gamall smitaðist Har- vey sonur Vigdísar og læknisins af berklum, fyrst í rist. Sex ára gamall fékk hann berkla í mjaðmargrind og var þá lagður inn á sjúkrahús. Í tvö ár lá hann á sjúkrahúsinu í gipsi á hægri fæti frá tám upp að mitti. Síðar tóku berklarnir sig aftur upp og lá Harvey aftur í gipsi í tvö ár á sjúkrahúsi frá tíu ára til tólf ára aldurs. Þetta hafði áhrif á vöxt hægri fótarins og um 17 ára aldur réðst Harvey í að láta lengja fótinn. Ekki voru allir sam- mála um að það væri ráðlegt, en það heppnaðist svo vel að líf hans allt breyttist, hann losnaði við sérsmíð- aðan skó og hreyfigetan varð bæri- leg. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það að þessi ár hafa ekki verið þeim mæðginum auðveld. Vigdís var einstæð móðir og vann úti og aðstoð þjóðfélagsins var minni en nú er. Veikindi sonarins voru henni þung- bær. Ég kynntist Vigdísi best þegar hún var orðin öldruð kona um sjötugt. Í rúman áratug bjó ég í sama húsi og Vigdís og Harvey. Ég hafði ekki verið þar lengi þegar ég áttaði mig á því að húsfélagið í stigahúsinu var Vigdís. Hún var allt í öllu, skipulagði fram- kvæmdir og viðhald, tók ákvarðanir og sá um hússjóðinn. Ófá kvöld skaust ég niður á hæðina fyrir neðan og tók skák við Harvey. Alltaf var mér tekið jafnvel og Vigdís hitaði æv- inlega handa mér kaffi, þó stundum væri orðið áliðið. Þessar ánægju- stundir koma oft upp í huga mér og vel skynjaði ég að þarna átti ég góða vini. Ævinlega hafði Vigdís eitthvað að segja um ástand þjóðmála eða helstu atburði líðandi stundar. Vigdís hafði sterka réttlætiskennd og skoð- anir sínar sagði hún óhikað og oftast umbúðalaust. Hún var margfróð og minnið sterkt. Minnisstætt er mér er ég reyndi að rifja upp gamla vísu sem við lærðum í skóla en rak upp á sker: „Í Dóná falla Ísar, Inn,“ en Vigdís kom óðara með framhaldið. Hún var trygglynd og tók óhikað málstað vina sinna. Þessi heiðvirða og góða kona tókst á við erfiðleika og mótvind án þess að láta það buga sig. Hún hafði lengst af ævinnar haft vindinn í fangið en hin síðari ár voru henni léttari meðan heilsan entist, þó varla sé hægt að tala um meðvind. Ég minnist með þakklæti ánægju- stunda í Gnoðarvoginum með kaffi- bollann í hendinni, taflmennina fyrir framan mig hlustandi á Vigdísi rifja upp liðna tíma af glöggskyggni og fróðleik. Minnisstætt er mér er ég kom þar eitt kvöld og Harvey eldri var þar staddur, þá um áttrætt. Vel mátti þá skynja þá hlýju sem ylur endurminninganna veitti þeim Vig- dísi. Mér finnst ég sjá fyrir mér glað- væra unga stúlku, dökkhærða og brúneyga hlaupa um stræti borgar- innar með eftirvæntingu í augum, framtíðin blasir við. Ég velti fyrir mér hvað hefði getað orðið. Ég hristi þær hugsanir af mér. Það segir í forn- um sögum að ekki er sama gæfa og gjörvileiki. Hún innti sitt erfiða hlut- verk vel af hendi, skilaði sínu ævi- starfi, eignaðist marga vini sem meta hana mikils. Mínum góða vini, Har- vey, sendi ég mínar samúðarkveðjur sem og öðrum sonum hennar og ætt- ingjum. Guðm. G. Þórarinsson. Vigdís Ferdinandsdóttir ✝ Eiginmaður minn og faðir okkar, SIGURGEIR HELGASON (frá Eskifirði), Hólabraut 1a, Höfn í Hornafirði, verður jarðsunginn frá Eskifjarðarkirkju laugar- daginn 25. nóvember kl. 14.00. Ragnhildur Hafliðadóttir og fjölskylda, Sigríður Sigurgeirsdóttir, Kjartan Sigurgeirsson, Helgi Geir Sigurgeirsson og fjölskyldur. ✝ Innilegar þakkir sendum við öllum sem sýndu okkur samúð, hlýhug og vináttu við andlát og útför okkar elskulega sonar, EGILS SIGURÐAR ÞORKELSSONAR. Guð blessi ykkur öll. Rakel Egilsdóttir, Þorkell S. Árnason og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir og afi, ÁRNI SIGURÐSSON, Þrastargötu 8, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju mánudaginn 27. nóvember kl. 13.00. Ingigerður R. Árnadóttir, Árni Ragnar Árnason, Elmar Freyr Árnason. ✝ Þökkum innilega samúð, hlýhug og vináttu við andlát og jarðarför okkar ástkæru móður, tengda- móður, ömmu og langömmu, GUÐNÝJAR THEÓDÓRSDÓTTUR BJARNAR, Suðurhlíð 38d, Reykjavík. Bestu þakkir færum við starfsfólki á lungnadeild Landspítala Fossvogi fyrir góða umönnun. Vilborg Sigríður Árnadóttir, Kristín Árnadóttir, Ásgeir Þór Ólafsson, Björn Theódór Árnason, Sigurlín Einarsdóttir Scheving, Einar Sveinn Árnason, Margrét Þorvarðardóttir, Árni Árnason, Vilhjálmur Jens Árnason, Hanna Birna Kristjánsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Morgunblaðið birtir minningargreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegnum vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morgunblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minningargrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins til- tekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birtingardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skila- frestur rennur út. Undirskrift | | Minningargreinahöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Minningargreinar

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.