Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ menning SPENNANDI BÆKUR • SPENNANDI BÆKUR • ENNANDI BÆKUR • Súperamma í sumarfríiLangar þig á gíraffabak? Spennandi ferðalag Skemmtileg bók fyrir yngstu börnin þar sem ímyndunaraflið fer á flug. Glæsilegar myndir eftir Brian Pilkington og smellnar vísur eftir Þórarin Eldjárn. Amma og Óli lenda í æsi- spennandi eltingarleik við vasaþjófa í fríinu sínu. Sólrík saga fyrir upprennandi leynilöggur. Rissu rituunga langar að sjá ísbirni og því leggur hún upp í langferð norður eftir ströndum Grænlands. Spennandi saga eftir verðlauna- höfunda. (88). Þetta er spurning sem endur- ómar í huga lesanda. Annar sam- bærilegur taugaveiklunarkippur sög- unnar á sér stað þegar óvænt að- koma aukapersónu afstýrir naum- lega því að illa fari fyrir Arnari, en þá hugsar hann með sér: „Eitt augna- blik fannst mér þessi óvænta inn- koma hans nánast fáránleg. Hún minnti mig á ódýra vendingu í amer- ískri hasarmynd“ (206). Þessi sjálfs- vitund textans bætir ekki fyrir stirð- busalega framvinduna heldur beinir sjónum að því að á köflum bókstaf- lega ískrar í hjólum söguþráðarins. Þá er ónefnt það atriði sem pirraði mig hvað mest en það tengist með- förum höfunda á fyrstu persónu frá- sagnaraðferðinni. Þegar fram líða stundir kemur í ljós að sögumaður hefur leynt lesendur mikilvægri vitn- eskju. Svona taktar virka ef sögu- maður á að vera óáreiðanlegur en í þessu tilviki virðist nokkuð ljóst að höfundar ætlast ekki til að lesendur vantreysti Arnari (nema eftir á, og þá í þessu eina atriði). Hér er frekar um að ræða klaufalega aðferð við að við- halda og skapa spennu og leggja drög að óvæntri uppljóstrun og er skýrt merki um að höfundar hafa verið í vandræðum með hvernig átti að miðla sakamálaplottinu. LEIGUBÍLSTJÓRI tekur upp far- þega á nýársdag og fram undan er allsérkennilegur túr. Farþeginn virð- ist efnaður mjög en er drukkinn og lætur bílinn hendast um bæinn fyrir sig. Farið er í stuttar heimsóknir á ólík heimili en bílstjórinn, sem heitir Arnar, öðlast kannski fyrst sýn á hversu furðulegur kúnninn er þegar sá síðarnefndi heimtar að þeir fari í bíó til að drepa tímann. Síðan er keyrt á Þingvelli þar sem farþeginn býður bílstjóranum á nýársfögnuð ís- lenskra fjármanna og kvöldið er sannarlega orðið það einkennilegasta sem Arnar hefur upplifað í sínu starfi. Arnar fær vel greitt fyrir tíma sinn og leiðir skilur að lokum en þó ekki fyrr en hann hefur lent í handa- lögmálum við farþegann við bakka Öxarár. Það er því slæm bylta morg- uninn eftir þegar Arnar kemst að því að lík manns hafi fundist á Þingvöll- um, einmitt þar sem leiðir hans og farþegans skildi og að sjálfsögðu reynist fórnarlambið vera furðufugl- inn sem hann hafði hringsólað með daginn og kvöldið áður. Arnar er kominn á kaf í morðmál og það sem verra er, hann er efstur á lista yfir hina grunuðu. Í grófum dráttum er þetta inngangurinn að nýrri saka- málasögu eftir þá Árna Þórarinsson og Pál Kristin Pálsson sem nefnist Farþeginn, en áður hafa þeir skrifað saman bókina Í upphafi var morðið en auk þess er Árni þekktur fyrir sakamálaröð sína um Einar blaða- mann. Áðurnefndur Einar kemur reynd- ar allmikið við sögu hér sem auka- persóna en aðalhlutverk verksins skipar Arnar leigubílstjóri og sagan er sögð í fyrstu persónu frá hans sjónarhorni. Fram- vindan er hröð enda á sagan sér stað á örfáum dögum í upphafi nýs árs og óhætt er að segja að atburðarásin sé nægi- lega straumlínulöguð til að halda flestum les- endum við efnið. Bókin er hins vegar langt í frá gallalaus og má í því samhengi nefna nokkur ólík atriði. Eftir að Arnar upp- götvar að hann er flæktur í ljótt mál og liggur sjálfur undir grun tekur hann ein- kennilega ákvörðun sem virðist alls ekki eiga sér rót í sálarlífi eða hegð- unarmynstri venjulegs manns (sem í þessu tilviki er þrítugur uppgjafa- bókaútgefandi) en það er að rann- saka málið upp á eigin spýtur. Hvat- inn að atburðarásinni er sú stað- reynd að Arnar tekur upp á því að sækja heim ókunnugt fólk og yfir- heyra það, hálfpartinn út í bláinn en að nafninu til um störf og aðstæður farþegans. Það kemur líka í ljós að bókin er meðvituð um fjarstæðuna að baki þessari hegðun, enda spyr einn þeirra sem Arnar fer á fund við hvað hann þykist eiginlega vera að gera með þessu rannsóknarbrölti sínu Morð við Öxará BÆKUR Skáldsaga Eftir Árna Þórarinsson og Pál Kristin Pálsson. JPV útgáfa. Reykjavík. 2006. 239 bls. Farþeginn Björn Þór Vilhjálmsson Árni Þórarinsson Páll Kristinn Pálsson ÚT ER komin önnur saga um máfasysturnar Rissu og Skeglu. Þetta er sjálfstætt framhald af sögunni um Rissu sem ekki vildi fljúga. Hér eru systurnar og for- eldrar þeirra stödd á hafinu úti fyrir vesturströnd Grænlands og bíða vors þegar ætlunin er að fljúga heim til Íslands á ný. Syst- urnar leggja í leyfisleysi í ævintýraför til Grænlands í leit að ísbjörnum og er för þeirra meginefni sögunnar. Texti Kristínar er látlaus og rennur vel í lestri, Halla Sólveig gefur honum líf með myndum sínum. Halla hefur bókina á því að varpa Rissu bókstaflega inn í söguna með krafti sem hún heldur í gegnum allar mynd- irnar sem iðulega ná yfir alla síðuna en text- anum er jafnan komið fyrir í jafnvægi við þær og öfugt. Persónur eru auðkenndar á sama máta og í fyrri bókinni, ljúfa Rissa er með fal- legt hálsskraut eins og mamma hennar en herskáa Skegla sem er ekki eins varkár er með mynstur við augun. Öll er fjölskyldan nokkuð bústin og blómleg sem gerir hana hlýlega og vingjarnlega. Í textanum eru ýmis heim- skautadýr kynnt til sögunnar, selir, rostungar, hnísur, náhvalir og ísbirnir, dýr sem gott er að ungir lesendur á norðurslóðum þekki, því þau eru okkar dýr ef svo má segja. Halla Sólveig fylgir textanum en velur sínar eigin áherslur. Hún skapar risastóran rostung með stingandi augnaráð, undirleita hákarla undir yfirborð- inu, forvitnilega náhvali. Hún birtir líka ýmis smáatriði sem ekki er að finna í texta, td. fugla sem renna sér salíbunu niður ísjaka, hlæjandi seli ofl. og það gæðir samlesturinn með börn- um meira lífi. Síður þykir mér ganga upp sú tilraun að innlima texta beint í myndirnar. Halla býr til drama í myndum sínum, ekki síst með vali á sjónarhorni, en hún nýtir sér vel sjónarhorn fuglsaugans, og mikilli hreyfingu td. þar sem sleðahundur virðist ætla að stökkva út úr bókinni og glefsa í Rissu. Viðfangsefni þessarar sögu með sitt for- vitnilega nafn er óhjákvæmileg hringrás nátt- úrunnar, dýr éta dýr til að lifa og það gerir þau ekki vond, þau fylgja bara sinni eðlishvöt. Það er síðan lesandans að svara spurningunni um ísbjarnaátið. Ef til vill hefði að ósekju mátt rifja örlítið skarpar upp persónusköpun úr fyrri bókinni, ég held að nýfengið hugrekki Rissu komist frekar til skila til þeirra sem fylgdust með henni þegar hún þorði ekki að fljúga. Í texta og myndum skilar sér þó nokkur fróðleikur um íslenska náttúru og dýralíf, allt á eðlilegan og leikandi máta. Án þess að börnin átti sig á því læra þau sitthvað um farfugla, dýr í norðurhafi og búskaparhætti á Grænlandi. Ævintýri í norðurhafi BÆKUR Barnabók Eftir Kristínu Steinsdóttur og Höllu Sólveigu Þor- geirsdóttur, Vaka-Helgafell 2006, 32. bls. Hver étur ísbirni? Ragna Sigurðardóttir Kristín Steinsdóttir Í SVÖRTUM fötum er nú orðin ansi ráðsett hljómsveit. Þeir eru hér á ferð með plötuna Orð en á henni eru lög eftir þá sjálfa. Það heyrist glöggt á þessari plötu hve vel spilandi hljóm- sveit Í svörtum fötum er orðin. Það er eins og þeir hafi ekkert fyrir því að skella í eina plötu eða svo, með hverjum slagaranum á fætur öðrum. Ég ímynda mér þó alls ekki að sköpunarferli þeirra sé auðveldara en hjá öðrum, útkoman hljómar bara svo fjandi fyrirhafnarlaus. Lögin þeirra eru flest mjög góð. Þeir kunna að leggja fram efniviðinn og vinna úr honum í takt við þann stíl sem þeir hafa til- einkað sér fyrir löngu. Þeir leika sér að forminu og brydda aðeins upp á nýjungum. Gott dæmi um þetta eru lög á borð við „Ekkert mál“, þar sem krakkar úr Kárs- nesskóla syngja með og þeir notast við brot úr „Öxar við ána“. Kannski svolítið væmið á köflum en Í svörtum fötum er afar fjöl- skylduvæn hljómsveit. Þeir eru kunna líka að láta frá sér stórbrotna popp-slagara, „Þessa nótt“ er gott dæmi um það – lagið hefði gjarnan mátt vera örlítið lengra, þann- ig hefði það líklega notið sín enn betur. Lokalag plötunnar, „Dag einn“, er skemmti- legur blágresis-smellur sem sýnir skemmti- lega hlið á hljómsveitinni. Það sem truflaði mig einna mest við hlustun plötunnar voru útsetningarnar. Þær eru ágætar en mér fannst að þær hefðu get- að verið miklu betri. Mér finnst líka Jónsi oft hafa sungið miklu betur en hann gerir hér. Hann er frábær dægurlagasöngvari en mér fannst röddin ekki njóta sín fyllilega á plötunni. Stundum fannst mér eins og hann væri að reyna of mikið á sig. Á plötunni sem hann gaf út sjálfur fyrir síðustu jól fann ég betur fyrir hæfileikum hans og getu. Það er eins og rólyndi dragi fram það besta í hon- um því að í rólegri lögunum, eins og til dæmis „Þessa nótt“, syngur hann eins og engill. Þrátt fyrir góða plötu þykir mér Í svört- um fötum í rauninni ekki bæta mjög miklu við það sem þeir hafa áður gert. Samt finnst mér eins og þeir eigi í sér nokkrar góðar plötur í viðbót, sérstaklega ef þeir þora að vera ævintýragjarnir og festast ekki um of í viðjum þess sem þeir þekkja vel. Þeir eru nefnilega mjög góð hljómsveit en þær, eins og allir, geta lengi batnað. Vandað að vanda TÓNLIST Geisladiskur Geisladiskur hljómsveitarinnar Í svörtum fötum nefndur Orð. Í svörtum fötum eru Áki Sveinsson á bassa, Einar Örn Jónsson á hljómborð, Jón Jósep Snæbjörnsson syngur, Hrafnkell Pálmarsson á gítar og Páll Sveinsson á trommur. Lög og textar eru eftir þá sjálfa. Í svörtum fötum sáu um upptökustjórn og útsetningar. Hljóðblöndun og lokavinnsla var í hönd- um Axels Árnasonar. Sena gefur út. Í svörtum fötum – Orð  Helga Þórey Jónsdóttir Þýska fyrir-sætan Heidi Klum og banda- ríski söngvarinn Seal eignuðust son í gær. Dreng- urinn, sem vó tæpar 16 merkur, hefur fengið nafnið Johan Riley Fyodor Taiwo Samuel. „Hann er heil- brigður og fal- legur og er alveg eins og móðirin,“ segir í tilkynningu á heimasíðu Seal. Þau Klum, sem er 33 ára, og Seal, sem er 43 ára, giftu sig á síðasta ári. Þau eiga fyrir ársgamlan son, Henry Guenther Ademola Dashtu Samuel. Klum á einnig dótturina Leni með Ítalanum Flavio Briatore, fram- kvæmdastjóra kappakstursliðs Renault.    Fólk folk@mbl.is Hljómsveitin Noise sendir frá sérí dag sína aðra breiðskífu, Wic- ked. Til að fagna þeirri útgáfu held- ur hún útgáfuhóf á Dillon á morgun. Þar hyggst sveitin leika nokkur lög fyrir gesti og skemmta sér síðan með þeim að því loknu. Gamanið hefst kl. 21 og er ókeypis inn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.