Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 51

Morgunblaðið - 24.11.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 51 menning AÐ taka höfundarverk annarra og gera því skil upp á nýtt hefur alla tíð verið umdeild iðja. Sum- ir kasta til höndum og raka inn auðfengnu fé á meðan aðrir leggja metnað í gjörðina, vanda til verka og nálgast viðfangsefnið af fagmennsku og virðingu. Út eru komnar þrjár nýjar íslenskar plötur sem falla kirfilega undir síðari skilgrein- inguna. Að virkja fólkið Plata Sniglabandsins, Rúvtops, er tvöföld og fer nokkurn veginn í bága við tökulagahugmynd- ina. Sniglabandið er ekki að flytja lög eftir aðra í eiginlegum skilningi, heldur byggir á forskrift sem fólk úti í bæ leggur því í hendur. Lögin eru sem sagt samin af Sniglabandinu eftir pöntun. „Þannig er mál með vexti að við höfum verið að keyra þennan útvarpsþátt okkar um langa hríð á Rás 2,“ útskýrir Pálmi Sigurhjartarson, einn af meðlimum Sniglabandsins. „Þar spilum við það sem fólk vill heyra, fólk kemur með uppástungu að lagbút, umfjöllunarefni, texta eða hvaðeina og við spinnum svo við það á staðnum.“ Efni plötunnar er frá sumrunum 2003 og 2004. Fyrri diskurinn inniheldur lög sem Sniglabandið tók sér viku í að semja. Síðasti hlustandinn sem hringdi inn fékk að velja form lagsins og voru þau ýmist frumflutt í þættinum og látin standa þannig eða þá að þau voru unnin í hljóðveri. Síð- ari diskurinn inniheldur hins vegar upptökur úr þættinum og er öllu frjálslegri, gamansamir lagabútar eru þar í bland við grín og glens með- lima sjálfra. „Þetta er að mörgu leyti ágæt leið til að búa til tónlist,“ segir Pálmi. „Maður kemur efni á fram- færi með hjálp fólksins í landinu. Fólkið er með í þessu og ég tel að það útskýri vinsældir þessara þátta.“ Pálmi segir að eftir allan þennan tíma séu meðlimir farnir að þekkja vel inn á hver annan, bæði tónlistarlega og á öðrum sviðum. „Maður mætir í tveggja tíma þátt með tómt blað og þá er um að gera að kunna að láta bolt- ann rúlla og svo að kasta honum á milli.“ Tólf laga plata, sem fylgir svipuðum lögmálum og Rúvtops, er svo væntanleg næsta vor. Erfitt að velja úr Sjöunda hljóðversplata Sixties kallast Hvað er hvað verður og inniheldur lög Jóhanns G. Jó- hannssonar. Að sögn Rúnars Arnar Friðriks- sonar söngvara voru þeir félagar í eitt og hálft ár að fullgera plötuna, enda nóg að gera í spila- mennskunni. „Okkur langaði til að gera plötu, sem snerist bara um einn höfund. Við fórum því að líta í kringum og skoða hvað myndi henta okkur. Við duttum svo niður á Jóa G. sem á ótrú- leg lög í tonnatali.“ Meðlimir settu sig í samband við Jóhann sem var ánægður með tiltækið, og lét þeim meira að segja í té þrjú lög sem ekki hafa heyrst áður, en tvö þeirra voru samin árið 1963 á Bifröst. Jóhanni var svo haldið upplýstum um gang mála og honum voru reglulega sendar prufuupptökur. Rúnar segir að sveitin sé nú tek- in að blanda saman böllum og tónleikum, hún byrji á því að renna í gegnum þessa lagaskrá Jó- hanns, enda sé mjög gaman að spila þetta efni. Það er viss list að nálgast efni annarra og Rúnar segir að krafan sé ætíð að „bæta“ það sem fyrir er. „Svo fara sumir í fýlu þegar uppáhaldslögin þeirra eru „skemmd“ og það er skiljanlegt, mað- ur þekkir þá tilfinningu sjálfur. En svo eru aðrir sem eru himinlifandi. Eðli málsins samkvæmt tekur fólk þessu misjafnlega.“ Rúnar segir vinn- una við plötuna hafa verið mikla áskorun en um leið hafi þetta verið mjög skemmtilegt. Erfiðast hafi verið að velja úr því ógrynni af frábærum lögum sem Jóhann hefur samið, og platan hafi auðveldlega getað verið tvöföld. „Seventies“-sóttin Þeir Stefán Hilmarsson og Eyjólfur Krist- jánsson hafa þá gefið út plötuna Nokkrar nota- legur ábreiður. Koma þeir fram sem Stebbi og Eyfi en þeir hafa troðið upp á tónleikum um ára- bil þó að fyrst nú sé einhverju þrykkt á plast. Tónlistin er ljúft popp, ættað frá Ameríku, og lögin vel flest frá áttunda áratugnum. Meðal ann- ars eru nokkur laganna runnin undan rifjum hljómsveitarinnar Bread. Stefán lýsti því í viðtali við Bylgjuna að hann og Eyfi hefðu tekið mikla „Seventies“-sótt á dögunum, og í kjölfarið hafi loks verið ákveðið að kýla á plötu. Tónlist | Þrjár ólíkar tökulagaplötur eru komnar út Sniðugir Sniglabandið sendi á dögunum frá sér tvöföldu gleðiplötuna Rúvtops. Heiðursmenn Sjöunda hljóðversplata hljóm- sveitarinnar Sixties kallast Hvað er hvað verður. Notalegir Þeir félagar Stebbi og Eyfi vita sitt- hvað um ábreiður frá áttunda áratugnum. Vélað um annarra verk Eftir Arnar Eggert Thoroddsen arnart@mbl.is Bor›apantanir í síma 444 5050 e›a vox@vox.is Jólamatse›ill me› íslenskri villigæs í a›alrétt frá 1. des. & villigæs Jól GÓÐ HEILSA GULLI BETRI Lið-a-mót FRÁ www.nowfoods.com APÓTEK OG HEILSUBÚÐIR H á g æ ð a fr a m le ið sl a A ll ta f ó d ýr ir NNFA QUALITY No. 1 í Ameríku Bókin sem allir eru að tala um - og þú verður að lesa! Einlæg og átakamikil ævisaga sem lætur engan ósnortin. EINS og greint var frá fyrr í mán- uðinum hlaut Dagur Kári Pét- ursson kvikmyndaverðlaun kennd við Peter Emil Refn en verðlaunin voru veitt í Kaupmannahöfn síðast- liðinn miðvikudag. Þetta er í fimmta sinn sem verð- launin eru afhent en þeir sem hlotið hafa þessa viðurkenningu á undan Degi Kára eru ekki ómerkari leik- stjórar en Lars von Trier, Lukas Moodysson, Nicolas Winding Refn og Natasha Arthy. Morgunblaðið náði tali af Degi Kára í gær og var hann að vonum ánægður með verðlaunin, sem að hans sögn felast í „milljón krónum og miklum heiðri“. Fyrr á árinu hlaut Dagur jafn- framt Carl Th. Dreyer-kvikmynda- verðlaunin í Danmörku. Hversu miklu máli skipta verðlaun af þessu tagi kvikmyndagerðarmanninn? „Þau skipta mig ótrúlega miklu máli. Ég gerði bíómynd í Danmörku sem ég tel að hafi skipt miklu máli fyrir danskan kvikmyndaiðnað en það sáu hana kannski ekki margir. Því þykir mér vænt um að tvenn af stærstu kvikmyndaverðlaunum Danmerkur hafi fallið mér í skaut á árinu. Það segir mér að fólk meti myndina að verðleikum,“ sagði Dagur Kári en umrædd mynd er að sjálfsögðu Voksne mennesker. Verðlaunin eru að sögn Dags veitt í tilefni af Voksne mennesker þótt vissulega sé jafnframt verið að verðlauna fyrir önnur unnin störf. Dagur er þessa dagana á fullu í undirbúningi fyrir gerð næstu myndar sinnar, sem hefur fengið nafnið Good Heart, en áætlað er að tökur á henni hefjist í mars á næsta ári. Mikill heiður Dagur Kári Pétursson hefur hlotið tvenn dönsk kvikmynda- verðlaun á árinu og vinnur nú að gerð næstu myndar sinnar Morgunblaðið/ÞÖKMargverðlaunaður Dagur Kári.                 

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.