Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 54

Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 54
54 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ staðurstund Kirkjustarf Aðventudagar SólheimaSkráning viðburðar í Staður og stund er áheimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Tónlist DOMO Bar | Balzamersveitin Bardukha heldur útgáfutónleika á DOMO, Þingholts- stræti 5. Bardukha skipa Hjörleifur Vals- son, Ástvaldur Traustason, Birgir Braga- son og Steingrímur Guðmundsson. Sérstakur gestur Tatu Kantomaa. Tónleik- arnir hefjast kl. 22. Aðgangseyrir kr. 1.000. Fella- og Hólakirkja | Kór kirkjunnar flytur Gloria og Magnificat eftir Antonio Vivaldi sunnudaginn 26. nóv. kl. 17. Einsöngvarar verða Viera Manasek sópran, Sólveig Sam- úelsdóttir messósópran, Guðrún Finn- bjarnardóttir alt og Stefán Ólafsson tenór. Miðaverð kr. 1000. Glerárkirkja | Kvennakórinn Embla verður með tónleika laugardaginn 25. nóv. kl. 17 þar sem flutt verða verk eftir Heitor Villa- Lobos, Gustav Mahler og Atla Heimi Sveinsson. Félagar úr kórnum syngja ein- söng og Aladár Rácz leikur með á píanó. Stjórnandi er Roar Kvam. Græni hatturinn | Silver eru amerísk/ íslenskir tónleikar með Védísi Hervöru og Seth Sharp í fararbroddi laugardag kl. 21. Silver samanstendur af bæði íslenskum og amerískum dægur- og þjóðlagaperlum sem tvinnast saman og segja sögu af von, ást og forvitni. Miðaverð er 1.500 kr. og miða- sala byrjar klukkutíma fyrir tónleika. Laugarborg í Eyjafirði | Karlakór Eyja- fjarðar verður með tónleika í kvöld kl. 20.30, í tilefni af tíu ára afmæli kórsins. Gestasöngvari Kristjana Arngrímsdóttir. Píanó Daníel Þorsteinsson. Stjórnandi Petra Björk Pálsdóttir. Léttar veitingar. Neskirkja | Í kvöld kl. 20 mun tríó Agnars Más Magnússonar spinna í kringum nokkur þjóðlög og sálma ásamt því að flytja frum- samið efni. Ásamt Agnari skipar tríóið Valdimar Kolbeinn Sigurjónsson bassaleik- ari og Einar Valur Scheving trommuleikari. Norræna húsið | Juri Fedorov harmoníku- leikari ásamt hljómsveit (Ásgeir Ásgeirs- son á gítar, Erik Quick á trommur og Þor- grímur Jónsson á bassa) leikar franska Variéte skemmtitónlist í sal Noræna Húss- ins í kvöld kl. 20. Miðaverð er 1.000 kr. Ekki er hægt að greiða með korti. Tónlistarskólinn í Reykjavík heldur nem- endatónleika laugardaginn 25. nóv. kl. 14. Flutt verða verk eftir Mozart. Enginn að- gangseyrir. Stúdentakjallarinn | Föstudagsdjamm kl. 16.30. Hljóðfæraleikarar koma saman og leika af fingrum fram. Atvinnu- og áhuga- menn hvattir til að mæta og taka rispu. „Stoðþjónustu“- eða hrynsveit leggur grunn. Hana skipa Snorri Sigurðarson, trompet, Erik Quick, trommur, Valdimar K. Sigurjónsson, kontrabassa og Egill B. Hreinsson, píanó. Aðgangur ókeypis. Myndlist Anima gallerí | Helgi Þorgils Friðjónsson og Einar Falur Ingólfsson Portrett af stað. Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd- listarmaður sýnir teikningar og myndband. Café 17 (verslunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er æv- intýri út af fyrir sig. Café Karólína | Hanna Hlíf Bjarnadóttir með sýninguna „Puntustykki“ til 1. des. DaLí gallerí | Margrét I. Lindquist sýnir til 25. nóv. Opið á föstud. og laugard. kl. 14-18. Gallerí 100° | Sýning á myndlist í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Opið virka daga kl. 8.30-16. Gallerí Stígur | Myndlistarsýning Auðar Ingu Ingvarsd til 10. des. Opið þriðjud.- föstud. kl. 13-18 og laugardaga kl. 11-16. Gallerí Úlfur | Baldursgötu 11. Dagný Sif Einarsdóttir sýnir. Opið virka daga kl. 14-18. Hafnarborg | Baski (Bjarni S. Ketilsson) með sýningu á olíumálverkum og teikn- ingum í neðri sölum til 27. nóv. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Hún og Hún | Skólavörðustíg 17b. Sigrid Österby sýnir grafik-mósaík og tréskurð. i8 | Sýning Katrínar Sigurðardóttur, Stig. Opið þri-fös frá kl. 11-17 og laug. kl. 13-17. Jónas Viðar Gallerí | Kristinn G. Jóhanns- son sýnir grafík. Opið föstudaga og laug- ardaga 13- 18. Heimasíða www.jvs.is Kaffi Sólon | Unnur Ýrr Helgadóttir með myndlistasýningu til 24. nóv. Karólína Restaurant | Snorri Ásmundsson sýnir óvenjuleg málverk. Kling og Bang gallerí | Helga Óskarsdóttir og Kristinn Már Pálmason sýna. Listasafn ASÍ | Ásmundarsalur: Kristinn Már Pálmason sýnir málverkainnsetningu byggða á samþættingu ólíkra aðferða. Gryfja: Þráðlaus tenging.Kristín Helga Káradóttir sýnir myndbands-sviðsetningu. Arinstofa: Óhlutbundin verk í eigu safnsins. Aðgangur ókeypis. Listasafn Einars Jónssonar | Opið dag- lega nema mánudaga kl. 14-17. Högg- myndagarðurinn er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á boðs. 42 verk eftir 36 listamenn af öllum stærðum og gerðum. sjá www.skaftfell.is Smiðjan-Listhús | Sýning á verkum eftir Tolla til 30. nóv. Opið alla virka daga kl. 10- 18 og laugardag kl. 12-16. Allir velkomnir. Suðsuðvestur | Sýning Hrafnkels Sigurðs- sonar, Athafnasvæði, til 26. nóv. VeggVerk | Verkið Heima er bezt er blanda af málverki og pólitísku innleggi í anda hefðbundins veggjakrots. Til 25. nóv. Vinnustofa Katrínar og Stefáns | Text- ilvinnustofa Katrínar og Stefáns, Hlaðbæ 9, Reykjavík, verður opin næstu fjórar helgar. Unnið er með vaxteikningu (batik) sem er útfært í myndverkum með þjóðlegu ívafi og fatnað. Borðdúkar í ýmsum stærð- um, vesti úr ull og silki sem þæft er saman. Þjóðminjasafn Íslands | Greiningarsýning á ljósmyndum sem varðveittar eru í Myndasafni Þjóðminjasafnsins og ekki hef- ur tekist að bera kennsl á. Söfn Árbæjarsafn | Leiðsögn á ensku mánu- daga, miðvikudaga og föstudaga kl. 13. Tek- ið á móti hópum eftir samkomulagi. Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hallgrímskirkju er sýning í forkirkjunni um tilurð og sögu kirkjunnar sem Borgarskjalasafn hefur sett saman með sóknarnefnd og Listvina- félagi Hallgrímskirkju. Til. 30. nóv. Gamli bærinn í Laufási | Bærinn er nú bú- inn húsmunum og áhöldum eins og tíðk- aðist í kringum aldamótin 1900. Gljúfrasteinn - Hús skáldsins | Opið alla daga nema mánudaga kl. 10-17. Hljóð- leiðsögn á íslensku, ensku, þýsku og sænsku. www.gljufrasteinn.is Landnámssýningin Reykjavík 871±2 | Sýning á rúst af landnámsskála frá 10. öld sem fannst við fornleifauppgröft í Reykja- vík 2001. Fróðleik er miðlað með marg- miðlunartækni. Opið alla daga kl. 10-17. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð- deildar safnsins. www.landsbokasafn.is Sú þrá að þekkja og nema ... Sýning til heiðurs Jónas Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein, en skáldpresturinn lét eftir sig 28 bækur. Til 31. des Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp ný yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um hlutverk og starf- semi Seðlabanka Íslands. Gengið er inn um verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946- 2000). Opið kl. 12-17 virka daga nema mánudaga. Listasafn Íslands | Sýningin Málverkið eft- ir 1980 í Listasafni Íslands rekur þróunina í málverkinu frá upphafi níunda áratugar tuttugustu aldar fram til dagsins í dag. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn | Kan- adísk menningarhátíð í Kópavogi – 3 sýn- ingar á nútímalist frumbyggja í Kanada. Kaffistofa og safnbúð. Til 10. desember. Listasafn Reykjanesbæjar | Sýning Sig- tryggs Bjarna Baldvinssonar á Listasafni Reykjanesbæjar. Sýningin nefnist Sog. Listasafn Reykjavíkur, Ásmundarsafn | Sýning á verkum úr safneign. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á 3. árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, fæddir eftir 1970, eiga verk á sýningunni. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar | Sýningu á verkum Hallsteins Sigurðssonar lýkur næsta sunnudag. Þann dag kl. 15 mun Jón Proppé heimspekingur og listgagnrýnandi leiða gesti um sýninguna. Listamaðurinn verður einnig á staðnum. Safnið og kaffi- stofan opin laugard. og sunnud. kl. 14-17. Listasalur Mosfellsbæjar | Sýning á verk- um Ólafar Oddgeirsdóttur „Táknmyndir“ til 9. des. Opið er frá 12-19 virka daga og frá kl. 12-15 laugardaga. Listasalurinn er stað- settur í Bókasafni Mosfellsbæjar, Kjarna. Lóuhreiður | Sýning Árna Björns í Lóu- hreiðrinu verður framlengd um óákveðin tíma. Árni sýnir olímálverk 70x100. Skaftfell | Sýning vegna Listmunaupp- Aðventudagar Sólheima hefjastnk. laugardag með fjölbreyttri dagskrá, en þetta er í fyrsta skipti sem þeir eru haldnir. Jólamarkaður Sólheima sem haldinn hefur verið undanfarin ár í Reykjavík, verður nú haldinn að Sólheimum í verslun- inni Völu – listhúsi þar sem öll fram- leiðsla íbúa er til sölu. Ýmsar uppá- komur verða á Sólheimum fram undir jól.Vinnustofur Sólheima verða opnar alla virka daga kl. 8–12 og kl. 13–17 og á laugardögum milli kl. 13– 18 á tímabilinu 25. nóvember til 16. desember. Verslunin Vala – listhús og kaffihúsið Græna kannan verða opin virka daga frá laugardeginum 25. nóv. til 17. des. nk. Boðið verður upp á fjölbreytta dagskrá. Má þar nefna kennslu í gerð að- ventuljósa, kvikmyndasýningar og tónleika Helga Vals Ásgeirssonar nk. laugardag. Á sunnudag mun Björgvin Franzson skemmta á Grænu könn- unni kl. 15.30. Laugardaginn 2. des. mun Samkór Selfoss leiða almenna söngskemmtun í Grænu könnunni klukkan 15.30. Laugardaginn 9. des. verður gestum boðið upp á að steypa kerti. Þá verður brúðuleikhús í íþróttahúsinu klukkan 13.30 og nefnist það „Pönnukakan hennar Grýlu“. Síðar um daginn klukkan 15.30 verða tónleikar og upplestur á Grænu könnunni. Þar koma fram Kristjana Stefánsdóttir söngkona, Andrés Þór Gunnlaugsson gítarleikari og Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson rithöfundur. Litlu jólin verða sunndaginn 10. desember undir tryggri stjórn Lions- klúbbsins Ægis. Hörpukórinn á Selfossi heldur aðventutónleika miðviku- daginn 13. des. í Sólheimakirkju klukkan 17.15. Laugardaginn 16. des. verða vinnustofur að vanda opnar milli kl. 13–18 og gestum boðið upp á að steypa kerti. Hera Björk söngkona verður síðan með tónleika á Grænu könnunni klukkan 15.30, þar sem hún syngur m.a. jólalög. Boðið verður upp sýningu í Ingustofu og tónlist meðan á aðventudögunum stendur. Sími - 564 0000Sími - 462 3500 MIÐASALA Í SMÁRABÍÓ OG DÝRIN TAKA VÖLDIN! Veiðitímabilið er hafið! Sýnd með íslensku og ensku tali Pulse kl. 8 og 10 B.i. 16 ára Casino Royale kl. 5, 8 og 11 B.i. 14 ára Casino Royale LÚXUS kl. 5, 8 og 11 Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.40, 8 og 10.20 B.i. 12 ára Open Season m.ensku.tali kl. 4 og 6 Skógarstríð m.ísl.tali kl. 4 Casino Royale kl. 8 og 11-KRAFTSÝNING B.i. 14 ára Borat kl. 10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 6 B.i. 12 ára Open Season m.ensku tali kl. 8 Skógarstríð m.ísl.tali kl. 6 “Besta Bond myndin í áraraðir.„ eeee V.J.V. Topp5.is “Besta Bond myndin frá upphafi...„ eeee Þ.Þ. Fbl. “Ein besta myndin frá upphafi... „ eeee S.V. Mbl. M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið Þeir eru að fylgjast með þér Þeir eru að elta þig Horfðu í augun á þeim Og þú ert orðinn sýktur Sjáðu eina ógnvænlegustu mynd ársins óklippta í bíó ...ef þú þorir!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.