Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 56

Morgunblaðið - 24.11.2006, Blaðsíða 56
56 FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Economist Intelligence Unit. x x x Víkverja fannstsömuleiðis skrýtið að sjá Friðrik Arn- grímsson, fram- kvæmdastjóra Lands- sambands íslenzkra útvegsmanna, halda því fram hér í blaðinu fyrr í vikunni, að Íslendingar hefðu aldrei gert út hentifánaskip. Friðrik orðaði það reyndar svo að hentifánaskip hefðu ekki verið gerð út til veiða í lögsögu annarra ríkja. Það er vafalaust rétt í þessum þrönga skilningi, enda eiga henti- fánaskip yfirleitt engan rétt til að veiða í efnahagslögsögu ríkja yf- irleitt. En það er staðreynd að t.d. í Smugu- og Svalbarðadeilunni um miðjan tíunda áratuginn gerðu Ís- lendingar út allmarga gamla togara undir hentifána, aðallega Mið- Ameríkuríkja. Sumir þeirra komu við sögu í átökum við norsku strand- gæzluna. Það var auðvitað enginn munur á þessum skipum og henti- fánaskipunum, sem nú eru kölluð sjóræningjaskip, þegar þau veiða úr fiskstofnum sem Íslendingar telja sig eiga á Reykjaneshrygg. Það stendur margtskrýtið í blöð- unum. Í Morg- unblaðinu í gær var frétt um að lýðræði væri næst mest í heim- inum á Íslandi, sam- kvæmt úttekt rann- sóknafyrirtækis brezka tímaritsins The Economist. Víkverja fannst sú niðurstaða út af fyrir sig geta geng- ið; hann er sannfærður um að hann býr í merku lýðræðisríki. Það, sem honum þótti hins vegar öllu skrýtn- ara, er að Ísland fékk einkunnina tíu af tíu mögulegum fyrir þáttinn „pólitísk menning“. Víkverji kemur því ekki alveg heim og saman í þessu landi, þar sem stjórnmálamenn segja nánast aldrei af sér, sama hversu vond mistök þeir gera, oft er gengið framhjá hæfasta fólkinu við stöðuveitingar af því að það er ekki með rétt flokksskírteini og fjármál stjórnmálaflokkanna eru enn í náttmyrkri leyndarinnar, þótt það standi reyndar til bóta bráðlega. Þetta þrennt og ýmislegt fleira finnst Víkverja ekki bera vott um þroskaða pólitíska menningu. Víkverji ályktar sem svo að dálkar hljóti að hafa víxlazt í excel-töflu        víkverji skrifar | vikverji@mbl.is MORGUNBLAÐIÐ, Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. SÍMI: 569 1100. SÍMBRÉF: ritstjórn: 569 1181, auglýsingar 569 1110, skrifstofa 569 1118, gjaldkeri 569 1115. NETFANG: ritstjorn@mbl.is, / Áskriftargjald 2.800 kr. á mánuði innanlands. Í lausasölu 220 kr. eintakið mánudaga til laugardaga. Sunnudaga 350 kr. dagbók Orð dagsins: Og eins og vér höfum borið mynd hins jarðneska, munum vér einnig bera mynd hins himneska. (I. Kor. 4, 16.) Í dag er föstudagur 24. nóvember, 328. dag- ur ársins 2006 Velvakandi Svarað í síma 5691100 frá 10–12 og 13–15 | velvakandi@mbl.is Trúmál VARÐANDI allar þær umræður og andstæð sjónarmið er eiga sér stað í skólum landsins milli fræðimanna og uppalanda varðandi trúfræðslu barna og unglinga, langar mig að benda á eina bók til kennslu sem er alveg kjörin til að slá á allan þann ágreining sem á sér stað og börnin munu fá uppfræðslu um hugmynda- heim mannsins frá öllum sjónar- hornum og geta sjálf dregið sínar ályktanir þar af. Það er lítið rit og höfundur er Jón Hnefill Aðalsteinsson, Hugmynda- saga frá sögnum til siðskipta. Einnig er tilvalin bókin eftir séra Sigur- björn Einarsson, Trúarbrögð mann- kyns. Leyfið börnunum að velja og lesa þessar tvær bækur í skólum lands- ins, sem eru kannske erfiðar litlum sálum en verða þá undir leiðsögn kennara nú eða foreldra og ræða innihaldið á málefnalegum for- sendum. Tel ég að úti verði um allan ágreining hvernig á að leiðbeina börnum um hin ólíku trúarbrögð og hugmyndafræði sem hafa mótað hugsun mannsins frá því að hann fór að gera sér grein fyrir tilveru sjálfs síns sem einstaklings hér á jörðu. Taki nú höndum saman allir um málið er skylt, leysið núverandi ágreining og leiðið börnin í allan sannleika um hina fjölbreytilegu og trúarlegu hugsanir mannsins. Sigurdís Egilsdóttir. Ekki trúverðugt ÉG VAR ákaflega hneyksluð þegar ég las grein Jónínu Benediktsdóttur í Blaðinu 22. nóvember. Þar segist hún m.a. hafa undir höndum tölvu- póst frá Jóni Ásgeiri Jóhannssyni til Arnþrúðar Karlsdóttur, útvarps- stjóra Útvarps Sögu, um hvernig hún eigi að fjalla um hann og fjöl- skyldu hans í Baugsmálinu. En hvers vegna birti hún þá ekki þennan tölvupóst í grein sinni? Fyrst hún gerir það ekki trúi ég henni ekki, hvorki hvað þetta varðar né um annað sem í greininni stend- ur. Ég hef fylgst með Útvarpi Sögu frá upphafi. Þetta er gott útvarp með frábært efni. Þetta er útvarp fólksins. Sigrún Reynisdóttir. Til skammar MÉR finnst til háborinnar skammar og síðasta sort að ætlast til þess að almenningur borgi fyrir skemmd- irnar á húsunum á Keflavíkurflug- velli. Finnst að alþingismennirnir geti sjálfir borgað fyrir þetta. Björg. Léleg þjónusta póstsins ÉG ER búin að hringja ótal sinnum í þjónustuver póstsins og ástæðan er að pósturinn hendir póstinum inn um lúguna, ósorteraðan, og hringir ekki bjöllunni til að komast í póst- kassa íbúanna. Þegar þessu er skilað svona er alltaf hætta á að póstur týn- ist. Það er alltaf einhver heima hér í húsinu en það virðist ekki vera gerð nein tilraun til að komast inn í húsið. Það virðist ekki skila neinu að kvarta hjá þjónustuveri póstsins. Íbúi við Neshaga 5. Árnað heilla ritstjorn@mbl.is 50 ára af-mæli. Í dag, 24. nóvem- ber, er fimm- tugur Haraldur Viggó Ólafsson, trommuleikari í Plútó og starfs- maður Olís, Lá- landi 23. Hann býður vinum og vandamönnum til veislu á morgun, laugardaginn 25. nóvember, í veislusal í Árskógum 4, Reykjavík, milli kl. 15– 18. 50 ára af-mæli. Í dag, 24. nóvem- ber, er fimm- tugur Jón Ágúst Aðalsteinsson, Kotárgerði 28, Akureyri. MORGUNBLAÐIÐ birtir til- kynningar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sín- um að kostnaðarlausu. Tilkynn- ingar þurfa að berast með tveggja daga fyrirvara virka daga og þriggja daga fyrirvara fyrir sunnudags- og mánudags- blað. Samþykki afmælisbarns þarf að fylgja afmælistilkynn- ingum og/eða nafn ábyrgðar- manns og símanúmer. Fólk get- ur hringt í síma 569-1100 eða sent á netfangið ritstjorn- @mbl.is. Einnig er hægt að skrifa: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. KVIKMYND EFTIR BALTASAR KORMÁK BÖRN eeee DV eeee Davíð Örn Jónsson – Kvikmyndir.com eeeee Jón Viðar – Ísafold eeeee Hallgrímur Helgason – Kastljósið eeee T.V. KVIKMYNDIR.IS eee H.J. MBL / AKUREYRI THE GRUDGE 2 kl. 8 - 10 B.I. 16 SANTA CLAUSE 3 kl. 6 - 8 LEYFÐ ADRIFT kl. 10 B.I. 12 JÓNAS: SAGA UM... m/ísl. tali kl. 6 LEYFÐ / KEFLAVÍK CASINO ROYALE kl. 7 - 10 B.I. 14 SANTA CLAUSE 3 kl. 5:45 - 8 LEYFÐ FLYBOYS kl. 10:10 B.I. 12 ÓTEX TUÐ eeee Empire kvikmyndir.is eeee H.J. Mbl. 5 Edduverðlaun besta mynd ársins, besti leikar ársins, besti leikstjórinn, besti aukaleikarinn og besta tónlistin (Mugison) Munið afs lá t t inn - ÍTÖLSK KVIKMYNDAHÁTÍÐ - 23. nóv - 3. des. THE DEPARTED kl. 6 - 9 B.i. 16 ára MÝRIN kl. 5:50 - 7 - 9 - 10:15 B.i. 12.ára BÖRN kl. 8 B.i.12.ára A SCANNER DARKLY ÓTEXTUÐ kl. 6 - 8 - 10:10 B.i. 16.ára THE QUEEN kl. 6 B.i. 12.ára Drottningin ROFIN PERSÓNUVERND FRÁFÖLLNUHINIR FRÁFÖLLNUHINIR Í SAATeeeeeV.J.V. TOPP5.IS the last kiss síðasti kossinn eeee EMPIRE MAGAZINE eee L.I.B. Topp5.is FESTA DI LAUREA (Útskriftarveislan) Sýnd kl. 8 DA ZERO A DIECI (Frá einum upp í tíu) Sýnd kl. 10:10 Sýningartímar “Besta Bond myndin í áraraðir.„ eeee V.J.V. Topp5.is “Besta Bond myndin frá upphafi...„ eeee Þ.Þ. Fbl. “Ein besta myndin frá upphafi... „ eeee S.V. Mbl. M.M.J. Kvikmyndir.com eeee Blaðið HAGATORGI • S. 530 1919 WWW.HASKOLABIO.IS
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.