Morgunblaðið - 24.11.2006, Qupperneq 57
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 24. NÓVEMBER 2006 57
Hrútur
(21. mars - 19. apríl)
Hrúturinn er fyrsta merki dýrahrings-
ins og vill vera fyrstur í öllu sem hann
tekur sér fyrir hendur. Reyndu að vinna
bug á álaginu sem fylgir því að hafa ein-
hvern ávallt á hælum sér. Búðu til fjar-
lægð milli þín og þeirra sem þú ert að
keppa við.
Naut
(20. apríl - 20. maí)
Nautið gleymir því oft að gera áætlanir
og trúir því að næsta skref komi af sjálfu
sér. Taktu frá nokkra klukkutíma fyrir
hádegi og legðu á ráðin, þannig nærðu
árangri. Þér gefst kostur á því að njóta
alls sem þú gefur öðrum á móti.
Tvíburar
(21. maí - 20. júní)
Nýtt fólk gefur tvíburanum tækifæri til
þess að sjá sjálfan sig í nýju ljósi. Hann
sýnir hugsanlega á sér hlið sem jafnvel
kemur honum sjálfum á óvart. Ómeð-
vituð þrá kemst upp á yfirborðið. Taktu
frá tíma og hvíldu þig um helgina.
Krabbi
(21. júní - 22. júlí)
Skemmtu þér eins vel og þú getur. Ekki
láta nokkurn beita þig þrýstingi. Er út-
koman þess virði að þú sért svona harð-
ur við sjálfan þig? Kannski, en taktu þér
alla vega frí í einn dag.
Ljón
(23. júlí - 22. ágúst)
Ljónið þarf hugsanlega á björgun á ell-
eftu stundu að halda. Það vermir hjarta
bjargvættarins. Ekki spá í það hvort ein-
hver eigi inni hjá þér. Líklega þarftu að
greiða fyrirfram í einhverjum tilvikum.
Nýttu þér það sem þú hefur, meira er í
vændum.
Meyja
(23. ágúst - 22. sept.)
Meyjunni er sama hvað aðrir halda. Lík-
lega er gáfulegast að beina orku sinni
þangað sem hennar er mest þörf.
Ímyndaðu þér að allir vilji leggja þér lið,
sama hvort það er rétt eða ekki.
Vog
(23. sept. - 22. okt.)
Jarðarmerki á borð við nautið geta lið-
sinnt voginni við að koma hugmyndum í
áþreifanlega mynd. Til þess að skapa
þarf maður fyrst að trúa því að það sé
hægt. Skrifaðu áætlun á blað svo þú get-
ir lagað hana áður en þú hefst handa.
Sporðdreki
(23. okt. - 21. nóv.)
Hvernig ferðu með tímann þinn? Það er
hægt að vera kurteis og setja öðrum
mörk. Ef þú takmarkar þig ekki er
hætta á því að þú farir út af sporinu og
að þér takist ekki það sem þú ætlar þér.
Draumar um mikilfengleika einkenna
daginn.
Bogmaður
(22. nóv. - 21. des.)
Orka umbreytinga er í kringum þig. Ef
hjarta þitt er hreint og þú hefur velferð
allra að leiðarljósi verða breytingarnar
nánast sársaukalausar. Leggðu mat á
framfarirnar sem þú hefur tekið.
Steingeit
(22. des. - 19. janúar)
Umhverfi steingeitarinnar á stærstan
þátt í að breiða út velvilja. Undirbún-
ingstíminn er lykilatriði. Gakktu úr
skugga um að lýsingin og tækjabúnaður-
inn sé réttur. Þá verður þér rórra. Næmi
steingeitarinnar er með mesta móti um
þessar mundir.
Vatnsberi
(20. jan. - 18. febr.)
Ekki hætta núna. Þú ert fáránlega nærri
því himnaríki á jörð sem þú hefur barist
fyrir upp á síðkastið. Dragðu djúpt and-
ann og hlauptu í mark. Adrenalínið
hjálpar þér að komast alla leið.
Fiskar
(19. feb. - 20. mars)
Allir vilja vera nærri fisknum. Láttu það
ekki á þig fá. Veldu eitt verkefni og haltu
þig við það þangað til það klárast. Ein-
hver reynir að láta þig halda að vanda-
mál hans sé þitt, hlauptu í hina áttina.
Sendiför sólarinnar í bog-
manni er hafin. Sérhvert
merki dýrahringsins hefur
sitt orðtak og það sem til-
heyrir bogmanninum er, ég
skynja. Nú er rétti tíminn
til þess að opna sig fyrir nýjum skynj-
unum, opna hugann og baða sig í þeim.
Það eykur framleiðni þína, enda er
ómögulegt að endurvarpa því sem aldrei
var meðtekið.
Stjörnuspá
Holiday Mathis
NÚ ER KOMIÐ AÐ
FRAMHALDI BÖLVUNARINNAR…
ÞORIR ÞÚ AFTUR?
THE GRUDGE 2
ÚR SMIÐJU SAM RAIMI (Spider-Man myndirnar)
BÖLVUNIN 2
AMBÍÓUNUM KRINGLUNNI
SÝND MEÐATH! NÝJU DIGITAL TÆKNINNI
e
eee
Þ.D.B.KVIKMYNDIR.IS
STÓRAR HUGMYNDIR
EINGÖNGU SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
GÓMSÆT OG HOLL TEIKNIMYND
FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA
MÖGNUÐ SPENNUMYND SEM
BYGGÐ ER Á SÖNNUM ATBURÐUM.
eeee
Kvikmyndir.is
flugstrákar
eee
V.J.V. Topp5.is
INNIHELDUR MAGNAÐAR
ÁTAKASENUR Í HÁLOFTUNUM SEM
OG FRÁBÆRAR TÆKNIBRELLUR.
/ ÁLFABAKKA
THE GRUDGE 2 kl. 5:50 - 8 - 9:10 - 10:20 - 11:30 B.i.16 ára
CASINO ROYALE kl. 4:30 - 7:30 - 10:30 B.i.14 ára
CASINO ROYALE VIP kl. 4:30 - 7:30 - 10:30
JÓNAS: SAGA UM... m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
FLY BOYS kl. 5:30 - 8 - 10:30 B.I. 12 ára
SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 - 5:50 - 8 - 10:10 LEYFÐ
THE DEPARTED kl. 6 B.i. 16 ára
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 3:40 LEYFÐ
JACKASS NUMBER TWO kl. 4 B.i. 12 ára
/ KRINGLUNNI
SANTA CLAUSE 3 kl. 3:40 - 5:50 - 8 LEYFÐ
ADRIFT kl. 10:10 B.I.12
THE LAST KISS kl. 8 LEYFÐ
THE GRUDGE 2 kl. 5:50 - 8:15 - 10:30 B.i. 16
THE DEPARTED kl. 10:10 B.I. 16 DIGITAL
JÓNAS: SAGA UM... m/ísl. tali kl. 4 - 6 LEYFÐ
BÆJARHLAÐIÐ m/ísl. tali kl. 4 LEYFÐ
BARÁTTAN UM
JÓLIN ER HAFIN
NÚNA ÞARF JÓLASVEINNINN (T. ALLEN) AÐ TAKA Á STÓRA SÍNUM ENDA HYGGST
JACK FROST (M. SHORT) EIGNA SÉR JÓLIN OG VERÐA NÝR OG BETRI JÓLASVEINN!
JÓLASVEININN 3
Martin ShortTim Allen
Viðtalstímarnir verða:
www.utflutningsrad.is og www.vur.is
í nóvember
Viðtalstímar
viðskiptafulltrúanna
Viðtalstímar viðskiptafulltrúa sem starfa fyrir íslensk
fyrirtæki í sendiráðum okkar erlendis verða vikuna
27. nóvember til 1. desember 2006.
Fara viðtölin fram í húsnæði Útflutningsráðs, Borgartúni 35. Fyrirtæki sem óska liðsinnis í
viðskiptamálum sínum eru hvött til að bóka tíma sem fyrst í síma 511 4000 eða með því að
senda tölvupóst á netfangið utflutningsrad@utflutningsrad.is.
Unnur O. Ramette sendiráðinu í París
27. nóvember og 1. desember
Auk Frakklands eru umdæmislönd sendiráðsins
Andorra, Ítalía, Portúgal, San Marínó og Spánn.
Rut Bobrich sendiráðinu í Berlín
28. nóvember og 1. desember
Auk Þýskalands eru umdæmislönd sendiráðsins
Króatía, Pólland og Sviss.
Yury Korolev sendiráðinu í Moskvu
28. nóvember og 1. desember
Auk Rússlands eru umdæmislönd sendiráðsins
Armenía, Aserbaídsjan, Georgía, Hvíta-Rússland,
Kasakstan, Kirgisía, Moldóva, Tadsjikistan,
Túrkmenistan og Úsbekistan.
Pétur Yang Li og Isis Cai sendiráðinu í Peking
28. nóvember
Auk Kína eru umdæmislönd sendiráðsins Ástralía,
Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-
Kórea og Víetnam.
Eyrún Hafsteinsdóttir sendiráðinu í London
1. desember
Auk Bretlands eru umdæmislönd sendiráðsins
Grikkland, Holland, Írland, Líbanon, Malta og Nígería.
Hlynur Guðjónsson aðalræðisskrifstofunni
í New York, 1. desember
Í samstarfi við sendiráð Íslands í Washington DC og
Ottawa sinnir aðalræðisskrifstofan viðskiptamálum
í Bandaríkjunum og Kanada sem og í ríkjum Mið- og
Suður-Ameríku og í Karíbahafi.
Anshul Jain sendiráðinu í Nýju-Delhi
1. desember
Auk Indlands eru umdæmislönd sendiráðsins
Bangladesh, Indónesía, Srí Lanka, Maldíveyjar,
Nepal og Seychelles-eyjar.
P
IP
A
R
S
ÍA
60822