Morgunblaðið - 07.12.2006, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 07.12.2006, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR MEÐALLESTUR allra dagblað- anna minnkar um 1,7 til 3,3 pró- sentustig í nóvember, samkvæmt könnun Capacent Gallup á lestri dagblaðanna, frá fyrri könnun sem framkvæmd var í september í haust. Meðallestur á Fréttablaðinu er 66,2%, en var 68,9% í september í haust og 64,1% í október í fyrra- haust. Meðallestur Morgunblaðsins var 46,3% og minnkar úr 49,6% í september en er svipaður og hann var í október í fyrrahaust þegar hann var 46,1%. Meðallestur Blaðs- ins reyndist vera 43,9% og minnkar úr 45,6% í september eða um 1,7 pró- sentustig. Lestur Blaðsins eykst hins vegar verulega frá sama tíma í fyrra þegar hann mældist 27,4%. Þegar skoðaðar eru tölur um þá sem eitthvað lásu dagblöðin í athug- unarvikunni kemur í ljós að 92,5% lásu Fréttablaðið eitthvað, 70,2% lásu Morgunblaðið eitthvað og 68,8% Blaðið. Þegar einungis er horft á höfuð- borgarsvæðið kemur í ljós að með- allestur Fréttablaðsins er þar 70,8% í könnunarvikunni, 52,6% á Morgun- blaðinu og 52,7% á Blaðinu. Könnunin var framkvæmd vikuna 6.–12. nóvember og var á dagbókar- formi. Um var að ræða tilviljunar- úrtak úr þjóðskrá og náði það til 1.500 Íslendinga á aldrinum 12–80 ára. Endanlegt úrtak var 1.371 og var fjöldi svara 501, sem jafngildir 36,5% nettó svarhlutfalli.                                            Meðallestur allra dagblaðanna minni FJÁRLÖG næsta árs voru sam- þykkt á Alþingi í gær með 34 sam- hljóða atkvæðum stjórnarliða. 26 þingmenn stjórnarandstöðunnar sátu hjá. Skv. frumvarpinu verður rúmlega níu milljarða króna tekju- afgangur af rekstri ríkissjóðs á næsta ári. Tillögur stjórnarandstöðunnar um m.a. fimm milljarða aukafjár- veitingu til úrbóta í búsetu- og umönnunarmálum aldraðra, voru felldar. Árni M. Mathiesen fjármálaráð- herra sagði í atkvæðagreiðslum um frumvarpið að það markaðist af því mikla hagvaxtarskeiði sem verið hefði á Íslandi á undanförnum ár- um. Frumvarpið einkenndist af þremur þáttum. Í fyrsta lagi væri það síðasti áfanginn í mesta skatta- lækkunarferli sem lagt hefði verið upp með hér á landi. Í öðru lagi væri lagt upp með stærsta verkefni síðustu ára til að bæta kjör og að- stæður aldraðra og í þriðja lagi væri lagt upp með stærsta átak til að lækka matvælaverð með lækkun virðisaukaskatts á matvæli og veit- ingaþjónustu. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, for- maður Samfylkingarinnar, sagði m.a. að þetta væru kosningafjárlög, því útgjöld ykjust um 16,7% milli ára. Á sama tíma væru vanefndir gagnvart öryrkjum, öldruðum og verkalýðshreyfingunni. Hún sagði að ríkisstjórnin reri nú lífróður og að erindi hennar væri lokið. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs, sagði að þetta væru vonandi, og nokkuð örugg- lega, síðustu fjárlög ríkisstjórnar- innar. Hann sagði að fjárlögin bæru þess merki að kosningar væru á næsta ári. Þrátt fyrir það væru mikilvægir málaflokkar í heil- brigðis- og menntamálum fjársvelt- ir. Magnús Þór Hafsteinsson, þing- flokksformaður Frjálslynda flokks- ins, lýsti yfir vonbrigðum með að ríkisstjórnin skyldi ekki hafa haft manndóm í sér til að taka undir til- lögur stjórnarandstöðunnar um að hjálpa fólki til að hjálpa sér sjálft. Þá sagði Birkir J. Jónsson, for- maður fjárlaganefndar, að frum- varpið væri velferðarfrumvarp, þar sem stórauknum fjármunum væri varið til heilbrigðis-, mennta- og fé- lagsmála. Fjárlög samþykkt með um níu milljarða króna afgangi Stjórnarandstæðingar segja fjárlögin bera merki kosningaárs Í HNOTSKURN »Fjárlög næsta árs vorusamþykkt frá Alþingi í gær með rúmlega 9 milljarða króna tekjuafgangi. » Árni M. Mathiesen fjár-málaráðherra sagði að frumvarpið einkenndist af miklu hagvaxtarskeiði. MIKIL fundahöld hafa verið á Alþingi og stóð þing- fundur í gær fram á kvöld. Í dag verða m.a. utan- dagskrárumræður um aukið hlutfall skatttekna hins opinbera af landsframleiðslu. Málshefjandi er Ágúst Ólafur Ágústsson. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra verður til andsvara. Morgunblaðið/Kristinn Ströng fundahöld á Alþingi BROTTFALL úr framhaldsskólum landsins telst hafa verið um 16,4% meðal dagskólanemenda frá haust- inu 2004 til haustsins 2005. Þetta kemur fram í skriflegu svari menntamálaráðherra, Þorgerðar K. Gunnarsdóttur, við fyrirspurn frá Björgvini G. Sigurðssyni, þing- manni Samfylkingarinnar. Fram kemur í svarinu að brott- fall sé mismunandi eftir skólum. Hæst er hlutfallið í Iðnskólanum í Reykjavík, eða um 33%. Í svarinu segir að brottfall sé oft tímabundið og að margir hefji nám að nýju. Sveigjanlegt og opið skóla- kerfi hér á landi geri nemendum kleift að hverfa tímabundið frá námi. Brottfall um 16,4% Margir hefja nám að nýju TRYGGINGASTOFNUN ríkisins endurgreiddi alls 107 milljónir vegna tannlæknakostnaðar barna á aldrinum núll til sex ára á árinu 2005. Stofnunin greiddi 223 millj- ónir vegna tannlæknakostnaðar barna á aldrinum 7 til 12 ára á árinu 2005 og alls 199 milljónir vegna tannlæknakostnaðar barna og ung- linga á aldrinum 13 til 17 ára. Þetta kemur fram í skriflegu svari heilbrigðisráðherra, Sivjar Frið- leifsdóttur, við fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur, þingmanns Sam- fylkingarinnar. Tölurnar í svarinu vísa til al- mennra tannlækninga, en ekki tann- réttinga. Í því kemur fram að TR greiði um 60% af tannlæknakostnaði barna til 17 ára aldurs. Um 500 millj- ónir til baka IÐNAÐARNEFND Alþingis leggur til að breytingar verði gerðar á frumvarpi um tímabundnar endur- greiðslur vegna kvikmyndagerðar, á þá leið að hlutfall endurgreidds framleiðslukostnaðar verði hækkað úr 12% í 14%. Einnig vill nefndin að í bráðabirgðaákvæði komi fram að þeir sem fengið hafa endur- greiðsluvilyrði fyrir næstu áramót eigi þess kost að sækja aftur um endurgreiðslu framleiðslukostn- aðar eftir að endurgreiðsluhlut- fallið hefur verið hækkað. Þó skuli við það miðað að framleiðsla sé ekki hafin. Er í því sambandi miðað við fyrsta tökudag. Í frumvarpinu er lagt til að gild- istími laganna verði framlengdur til 31. desember 2011, eða um fimm ár. „Ljóst er að íslenskur kvik- myndaiðnaður hefur eflst gríð- arlega í kjölfar aðgerðanna. Jafn- framt hafa einstök landsvæði og ferðaþjónustan notið sérstaklega aukinna umsvifa erlendra aðila í kvikmyndagerð hér á landi,“ segir í nefndaráliti iðnaðarnefndar Al- þingis. Hærra hlut- fall endur- greiðslna ♦♦♦
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.