Morgunblaðið - 07.12.2006, Síða 24

Morgunblaðið - 07.12.2006, Síða 24
24 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ HÖFUÐBORGARSVÆÐIÐ Laugarneshverfi | Ný viðbygging Laugarnesskóla var tekin í notkun við athöfn í gær, en að sögn Vilborg- ar Runólfsdóttur skólastjóra bætir hún úr brýnni þörf fyrir húsnæði við skólann. Um 400 börn á aldrinum 6– 11 ára stunda nám í Laugarnes- skóla, en tvö ár eru liðin frá því skóflustunga að viðbyggingunni var tekin. Vilborg segir að bygging- arsaga Laugarnesskóla sé orðin löng, en elsti hluti skólans er frá árinu 1935. Þróun í kennsluháttum og þjóðfélagsbreytingar kalli á breytingar í skólastarfinu. „Þó að nemendur hafi verið á ann- að þúsund þegar þeir voru flestir þá er nýbyggingin þáttur í þessum breytingum og þess vegna kærkom- in úrlausn,“ segir Vilborg. Nýja hús- ið tengist mjög vel eldra húsnæðinu og sé starfsfólk skólans ánægt með hvernig til hefur tekist. „Þetta er mjög bjart og fallegt húsnæði og mun þjóna okkur vel,“ segir hún. Með nýja húsinu batni til að mynda til muna aðstaða til list- og verknáms, en byggingin er um 1.700 fermetrar. Samkeppni var haldin um teikningu á viðbyggingunni og fóru arkitektarnir Dennis Davíð Jóhann- esson og Hjördís Sigurgísladóttir með sigur af hólmi. Þau unnu teikn- ingar út frá hugmyndum foreldra og starfsfólks. Við opnunina í gær flutti Vil- hjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri ávarp og afhenti nýbygg- inguna formlega. Skólalúðrasveit Austurbæjar lék fyrir gesti og nem- endur fluttu frumsamin ljóð. Morgunblaðið/G.Rúnar Stemning Við opnun hinnar nýju viðbyggingar Laugarnesskóla lék Skólalúðrasveit Austurbæjar fyrir gesti og nemendur fluttu frumsamin ljóð. Ný bygging við Laugarnesskóla Vel heppnað Tenging nýja hússins við eldra húsnæðið tókst mjög vel. Í HNOTSKURN »Ný viðbygging Laugarnes-skóla var tekin í notkun í gær, en tvö ár hefur tekið að reisa hana. »Byggingin mun m.a. bætaverulega aðstöðu til verk- og listnáms hjá nemendum skólans, sem eru á aldrinum 6–11 ára. Morgunblaðið/ÞÖK Morgunblaðið/G.Rúnar Grafarvogur | Stefán Finnsson, deildarstjóri hjá framkvæmdasviði borgarinnar, kveðst ekki telja að umferðaröryggi sé ógnað með nýju hringtorgi sem byggt hefur verið á Víkurvegi, skammt frá Egilshöll. Fram kom í Morgunblaðinu í gær að Hreggviður Jóns- son, fyrrv. alþing- ismaður, hafi sent borgarstjóranum í Reykjavík bréf, þar sem óskað er eftir að hring- torgið verði fjar- lægt áður en slys hljótist af. Stefán segir að hringtorgið hafi verið reist í samræmi við samþykkt deiliskipulag. Hringtorg sem tengipunktar á gatnamótum hafi verið talin öruggari en aðrar gerðir gatnamóta. Hringtorginu hafi verið komið fyrir á þessum stað til þess að bæta aðkomu að Egilshöll og sá hafi fyrst og fremst verið tilgangurinn með því að reisa það. Hann kveðst telja að torgið muni draga úr hraða á hringveginum og auka öryggi gang- andi vegfarenda. Stefán segir að í dag séu umferð- arljós skammt frá eina tengingin að Egilshöll. Nú sé verið að bæta við tengingu norðar sem opni þægilegri leið frá höllinni. Þegar fjölsóttir við- burðir eigi sér stað í Egilshöll eigi menn, eftir tilkomu hringtorgsins, fleiri leiðir út af lóðinni. Gagnrýnt hafi verið að hringtorgið sé lítið, en ekki sé úr miklu rými að spila, auk þess sem lítil torg dragi meira úr hraða en stærri torg. Ekki minna öryggi Nýja hringtorgið við Víkurveg. AKUREYRI KRISTJÁN Þór Júlíusson, bæjar- stjóri á Akureyri, mun þiggja bið- laun sem hann á rétt á samkvæmt ráðningarsamningi er hann lætur af störfum hinn 9. janúar nk. Hann segir að Samfylkingin, samstarfs- flokkur Sjálfstæðisflokksins í bæj- arstjórn, hafi gert þá kröfu að hann léti af störfum sem bæjarstjóri eftir að hann sigraði í prófkjöri Sjálf- stæðisflokksins í Norðausturkjör- dæmi á dögunum. Oddur Helgi Halldórsson, odd- viti L-listans í bæjarstjórn Akur- eyrar, gagnrýndi Kristján Þór harðlega í fréttum Stöðvar 2 á dög- unum fyrir að ætla að þiggja bið- laun. Kristján sagðist í framhaldi þess ekki hafa ákveðið sig en greindi frá ákvörðuninni á heima- síðu sinni í gær. Hluti af samningi Kristján segir að biðlaun séu hluti af ráðningarsamningi flestra ef ekki allra framkvæmdastjóra sveitarfélaga í landinu og ef ein- hver undantekning frá þeirri reglu kunni að finnast þá sé honum ekki kunnugt um hana. Réttur til bið- launa sé og hafi verið hluti ráðning- arsamnings bæjarstjórans á Akur- eyri í allmörg ár og víst sé að fyrrverandi bæjarstjórar hafi notið biðlauna þegar þeir hafi látið af störfum. „Það að ég hætti störfum sem bæjarstjóri fyrr en samningurinn um meirihlutasamstarfið kveður á um er sameiginleg ákvörðun meiri- hlutaflokkanna í bæjarstjórn Akur- eyrar. Samstarfsflokkur okkar sjálfstæðismanna gerði þá kröfu að ég léti af starfi bæjarstjóra Akur- eyrar í kjölfar þess að ég hefði sig- ur í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. Samfylkingunni fannst það ekki ásættanlegt að ég gegndi starfi bæjarstjóra á sama tíma og ég leiddi lista sjálfstæðismanna í kosn- ingabaráttu fyrir alþingiskosning- arnar á komandi vori. Ég varð með öðrum orðum að afsala mér starf- inu sem fyrst í kjölfar prófkjörsins svo að meirihlutinn héldi, í stað þess að gegna starfinu lengur,“ segir Kristján á vefsíðu sinni. „Þegar ég nú hyggst láta af störfum, eftir tæp 9 ár í embætti á Akureyri, er rétt að árétta að samningur minn um kaup og kjör, og þar með talin biðlaun, byggist á samningi sem var undirritaður árið 1998 en framlengdur tvívegis, 2002 og 2006. Slíkur samningur var fyrst undirritaður á Akureyri fyrir meira en 20 árum og ég fæ síst meira í minn hlut en forverar mínir í emb- ætti eða aðrir einstaklingar sem gegnt hafa hliðstæðu embætti í öðrum lykilsveitarfélögum lands- ins.“ Kristján Þór segist hafa uppfyllt öll ákvæði ráðningarsamnings síns og viti að vinnuveitandi sinn, Ak- ureyrarbær, muni gera slíkt hið sama gagnvart sér, „eins og hann hefur undantekningarlaust gert gagnvart forverum mínum í starfi svo og öllum öðrum starfsmönnum sínum sem rétt hafa átt til bið- launa“. Halldór fékk ekki biðlaun Halldór Jónsson, sem var bæj- arstjóri á Akureyri árin 1990 til 1994, þegar Sjálfstæðisflokkur og Alþýðubandalag mynduðu meiri- hluta í bæjarstjórn, vildi koma því á framfæri í gær, í tilefni ummæla Kristjáns, að í starfssamningi sín- um hefðu ekki verið ákvæði um bið- laun á sínum tíma. Samfylkingin fór fram á að Kristján Þór Júlíusson hætti sem bæjarstjóri Fráfarandi bæjarstjóri ætlar að þiggja biðlaun í hálft ár Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Bæjarstjórar Kristján Þór ásamt Sigrúnu Björk Jakobsdóttur þegar til- kynnt var á dögunum að hún tæki við starfi bæjarstjóra af honum. Í HNOTSKURN »Bæjarstjórinn á Akureyri,Kristján Þór Júlíusson, greindi frá því í gær að hann mundi þiggja biðlaun í sex mánuði, eins og hann á rétt á skv. ráðningarsamningi þegar hann lætur af starfi í janúar. »Samfylkingin, samstarfs-flokkur Sjálfstæðisflokks- ins í bæjarstjórn, fór fram á að hann léti af störfum sem bæj- arstjóri eftir að hann sigraði í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi. »Kristján segir biðlaun hlutaaf ráðningarsamningi flestra ef ekki allra fram- kvæmdastjóra sveitarfélaga. BIKARMÓTI krulludeildar SA lauk með sigri Garpa í Skautahöllinni í vikunni. Mikil dramatík var í lok leiksins gegn liði Norðan 12. Framan af úrslitaleiknum hafði Norðan 12 yfirhöndina, skorið var þó ekki hátt því hver umferð vannst aðeins með einu stigi og staðan var 4–0 þegar tveimur umferðum var ólokið. Þrátt fyrir að hafa hitt fremur illa og ekki haft heppnina með sér í fyrri hluta leiksins gáfust Garpar ekki upp, skoruðu þrjú stig í næstsíðustu umferð og mun- urinn þá aðeins eitt stig. Þrátt fyrir að Norðan 12 ætti síðasta stein í lokaumferðinni tókst liðinu ekki að skora til að tryggja sér bikarinn. Það voru Garpar sem unnu lokaumferðina með einu stigi og jöfnuðu þar með leikinn. Því kom til framlengingar, þ.e. spiluð var aukaum- ferð. Þar átti Norðan 12 aftur lokasteininn en tókst ekki að skjóta út stein Garpanna. Garpar skoruðu 2 stig í aukaumferðinni og tryggðu sér bikarinn með 6:4 sigri. Þetta er í annað sinn sem Garpar sigra á bikarmótinu en þó er aðeins einn liðs- maður sem unnið hefur bikarinn í bæði skiptin, fyrirliðinn Hallgrímur Valsson. Bikarmeistarar 2006 eru Albert Hann- esson, Ásgrímur Ágústsson, Hallgrímur, Sigurður Aðils og Yngvar Björskol. Þrír þeirra eru á fyrsta ári í krullunni. Dramatík í úrslita- leik bikarmóts krulludeildar SA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.