Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 51

Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 51
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 51 menning Eftir Birtu Björnsdóttur birta@mbl.is NÝJASTA mynd danska leikstjór- ans Lars von Trier er gamanmynd, en hann hefur til þessa ekki verið þekktastur fyrir þá grein kvik- myndanna. Myndin nefnist Direktøren for det hele og er heimsfrumsýnd hér á landi og í Danmörku á föstudag- inn. Eigandi fyrirtækis hyggst selja það en vandinn er að kaupendurnir vilja skiljanlega fá að hitta yf- irmann fyrirtækisins. Sá er ekki til, eigandinn sagði starfsmönnum frá ímynduðum yfirmanni þegar fyr- irtækið var stofnað. Eigandinn ræður því vin sinn, sem er leikari að atvinnu, til að fara með hlutverk yfirmannsins, sem titill mynd- arinnar vísar til. Kaupendur fyrirtækisins ættu flestir Íslendingar að kannast við. Þar eru á ferðinni íslenskur kaup- sýslumaður og túlkurinn hans, sem leiknir eru af þeim Friðriki Þór Friðrikssyni og Benedikt Erlings- syni. Fjöldi annarra úrvalsleikara fer með hlutverk í myndinni, meðal annarra Peter Gantzler (I Kina Spi- ser de Hunde), Iben Hjejle (High Fidelity) og Sofie Gråbøl (Nicolaj og Julie) auk Jens Albinus, sem þekktastur er sem lögreglumað- urinn Hallgrímur Örn í sjónvarps- þættinum Örninn. Íslendingar hata Dani! Það er tæpast tilviljun að leik- stjórinn láti kaupsýslumanninn óg- urlega vera Íslending enda hefur mikið verið skrifað og skrafað um kaup Íslendinga á ýmsum dönskum fyrirtækjum undanfarin misseri. Ekki hafa allir Danir verið jafn- ánægðir með kaupgleði Íslending- anna og má lesa óánægju með mörg kaupanna milli línanna í um- fjöllunum fjölda blaða þar í landi. Lars von Trier tekur svo djúpt í árinni að segja Íslendinga hata Dani eftir áralanga kúgun þeirra síðarnefndu sem konungsþjóð yfir Íslandi í fjórar aldir. „Þeir hafa bölvað Dönum öldum saman og bera með réttu ör eftir þennan tíma,“ var haft eftir von Trier í við- tali í The Guardian fyrr á árinu. Þá segir hann húmor Dana vera allt að því masókískan, þeir elski að heyra hvað þeir séu vitlausir. „Danskir áhorfendur elska að heyra Íslendingana ausa óróðri yfir dönsku þjóðina í myndinni,“ sagði leikstjórinn einnig. Ný upptökutækni Lars von Trier notar ekki hefð- bundnar aðferðir við gerð Direkt- øren for det hele. Hann nefnir upp- tökutækni sína Automavision sem svipar að mörgu leyti til kvik- myndagerðar kenndrar við Dogma. Sú einkennist meðal annars af því að tæknileg úrvinnsla myndarinnar er í lágmarki og ekkert er átt við aðstæður á tökustað hverju sinni, meðal annars lýsingu. Von Trier er einn af upphafsmönnum Dogma- hreyfingarinnar ásamt Thomas Vinterberg, Kristian Levring og Søren Kragh-Jacobsen. Hina nýju tækni nefnir hann Au- tomavision en hún felur í sér að fyrst er valið besta sjónarhornið fyrir myndavélina og síðan er tölva látin ákveða hvenær vélinni er beint upp eða niður, til hliðar eða aðdráttarlinsa notuð. Takmarkið er að takmarka mannleg áhrif og fagna um leið öllum tilviljunum sem færa myndum ófullkomið yf- irbragð sem er laust við allar fastar venjur og fagurfræði,“ segir meðal annars í tilkynningu sem von Trier sendi frá sér í maí síðastliðnum. Direktøren for det hele er frum- sýnd í Háskólabíói á morgun, föstu- dag. Morgunblaðið/Halldór Kolbeins Leikstjórinn Lars von Trier beitir nýrri upptökutækni við gerð nýjustu myndar sinnar. Von Trier á léttum nótum um kaupgleði Íslendinga Leikarar Íslendingarnir Friðrik Þór Friðriksson og Benedikt Erlingsson fara með hlutverk í nýjustu mynd Lars von Trier. Leikarar Peter Gantzler og Jens Albinus sem eigandi og stjórnandi fyr- irtækisins í Direktøren for det hele. Í HNOTSKURN »Direktøren for det helenefnist nýjasta mynd Lars von Trier. »Myndin er gamanmynd ogsegir frá hræringum í dönsku fyrirtæki þegar ís- lenskir fjárfestar hyggjast kaupa það. » Leikstjórinn Friðrik ÞórFriðriksson fer með hlut- verk í myndinni auk Benedikts Erlingssonar Su›urlandsbraut 26 Reykjavík Sími: 510 0000 Brekkustíg 39 Njar›vík Sími: 420 0000 Mi›ási 7 Egilsstö›um Sími: 470 0000 Grundargötu 61 Grundarfir›i Sími: 430 0000 www.besta.is Sterling silfur fægihanski Me› flessum hanska er ekkert mál a› fægja silfri›. Unger Visa versa gluggaflvottaáhald, hvorttveggja í senn flvottaskinn og gluggaskafa. Au›velt a› festa á sköft til framlengingar. Ultra glerhreinsir Vinnur á fitublettum, kámi, bl‡antsförum, tússi og penna- strikum. Gufar hratt upp án fless a› skilja eftir skán e›a rákir. Sterling silfur hreinsiefni Hreinsar silfri› svo fla› ver›ur skínandi fínt. Norvex glerklútur Microfiber fægiklútur fyrir gler, spegla og skjái. Má setja í flvottavél. Unger Liquid Professional Gluggasápa sem gerir gluggana skínandi hreina a› utan. HREIN FAGMENNSKA FRAM Í FINGURGÓMA HJÁ BESTA * Tilbo› gildir til jóla e›a á me›an birg›ir endast. GLERFÍNT OG GLJÁANDI FYRIR JÓLIN

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.