Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 33 byggðu hús á stað er hann kallaði Húsavík. Garðar hafði vetursetu á Húsavík og nefndi landið þá Garðars- hólma. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sagðist í gær sannfærður um að Garðarshólmi ætti eftir að hafa mikil áhrif á atvinnu, ferðaþjónustu og menningarbrag auk þess að verða merkilegt alþjóðlegt setur sem myndi nýtast Íslendingum á marg- víslegan hátt. „Margir sérfræðingar hafa á það bent að tveir straumar muni sérstak- lega setja svip á 21. öldina,“ sagði for- setinn; annars vegar aukin ferðalög fólks á milli landa og heimshluta – og að ferðaþjónusta verði líklega helsti vaxtarbroddur í hagkerfi heimsins á komandi áratugum – og hins vegar umhverfismálin; „þessi brýna spurn- ing um það hvernig við getum aukið farsæld okkar, styrk efnahags og lífs- gæði fólksins án þess að stofna í hættu loftslaginu og lífríki jarðarinn- ar; án þess að fórna því sem afkom- endur okkar kunna að telja mikilvæg- ast; að geta lifað í álíka sátt við náttúruna eins og við og fyrri kyn- slóðir hafa í stórum dráttum gert“, sagði Ólafur Ragnar. Frumleiki og sóknarkraftur Forsetinn nefndi dæmi um þjóðir sem hefðu laðað að sér ferðamenn síðustu áratugi með því að leggja áherslu á menningu og sögu. Hann sagði Íslendinga heppna að eiga í fornsögunum frjóan arf sem hefði verið nýttur á margvíslegan hátt og kallaði Garðar Svavarsson auðlind, og ekki væri seinna vænna að Íslend- ingar og Svíar sýndu þessum arfi þá virðingu að klæða hann í búning þannig að hægt væri að sýna hann á nútímalegan hátt. Forsetinn sagðist vonast til þess að Garðarshólmi yrði áfangastaður fyrir þann gífurlega fjölda fólks í heimin- um sem í vaxandi mæli velti fyrir sér þeirri spurningu hvernig maðurinn færi með lífríki jarðarinnar og hvern- ig hægt væri að tryggja farsæla sam- búð manns og náttúru á nýrri öld. „Við höfum hér í héraðinu einstakt sýnishorn af því hvernig sambúð manns og náttúru hefur verið í þús- und ár. Hvergi á Vesturlöndum er að finna slíkt sýnishorn og mér er reyndar til efs, þótt ég þori ekki að fullyrða það, að nokkurs staðar á jörðinni sé að finna slíkt sýnishorn af sambúð manns og náttúru á síðustu þúsund árum; náttúru sem var al- gjörlega ónumin af manninum þegar Garðar Svavarsson kom hingað fyrst- ur manna, hvernig hún blasir við okk- ur í dag annars vegar vegna þess hvað við höfum gert en líka hvernig ýmislegt annað samspil hefur farið með gróðurfar og náttúru.“ Ólafur sagði þá hugmynd að gera Garðars- hólma að þekkingarmiðstöð fyrir um- ræðuna um samspil manns og nátt- úru bera vitni frumleika, sóknarkrafti og áræði heimamanna á Húsavík. rn um náttúru“ Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson bjarnarson frumkvöðull á Húsavík, Ólafur Ragnar gústsson, sveitarstjóri Norðurþings. vík og er Íslands nisins. l þess að ölda rningu ægt sé að n til að egur gunni er framt að vel efnt óð. „ÞAÐ Á ekki að vera ótryggara að fara í að- gerð á einkastofu úti í bæ heldur en á sjúkra- stofnun. Húsakynnin skipta ekki meginmáli. Aðalatriðið er hversu hæft starfsfólkið er og í langflestum tilvikum starfa þeir sem eru með einkastofu jafnframt á sjúkrahúsum sem styrkir bæði þjónustuformin. Auðvitað eru hins vegar fleiri hendur inni á spítölum sem geta komið fyrr til ef eitthvað fer úrskeiðis.“ Þetta segir Kristján Oddsson aðstoð- arlandlæknir þegar leitað var upplýsinga hjá honum í framhaldi af niðurstöðu Héraðsdóms Reykjavíkur sem sl. þriðjudag dæmdi 28 ára gamalli konu 23,3 milljónir króna vegna skaða sem hún varð fyrir þegar hjarta hennar stöðvaðist undir svæfingu í tengslum við lýta- aðgerð sem framkvæma átti á læknastofu stefndu læknanna tveggja í Læknahúsinu, Domus Medica, í maí 2001. Dómurinn komst að því að mistök hefðu verið gerð við svæf- ingu og endurlífgun konunnar. Að sögn Kristjáns er gott eftirlit hérlendis með öllum heilbrigðisstofnunum í landinu, hvort heldur það eru opinber sjúkrahús eða einkastofur og er það eftirlit í höndum Land- læknisembættisins. „Það er því alls ekki hægt að segja að áhættan sé meiri á einkastofum en sjúkrastofnunum. Vandamálið er að það getur alltaf eitthvað komið fyrir alls staðar. Það verður aldrei hægt að tryggja að ekkert komi upp á.“ Þess má geta að í álitsgerð landslæknis frá 5. mars 2002 komst Sigurður Guðmundsson að því að miðað við þær upplýsingar sem fengist hefðu úr sjúkraskrám og með við- tölum við þá sem að málinu komu yrði að telja að um slys eða óhapp hefði verið að ræða sem ekki hefði verið hægt að sjá fyrir. „Ekki er hægt að rekja þetta til vanrækslu eða kunnáttuleysis læknanna sem að málinu komu,“ segir í álitinu. Stuttu áður í sama áliti kemur fram að líklegt þykir að notkun hjartarits og koltvísíringsmælis hefði auð- veldað og flýtt fyrir greiningu á því ástandi sem leiddi til öndunar- og hjartastopps. „Lík- legt er einnig að notkun rafstuðstækis fyrr í ferlinu hefði getað flýtt fyrir meðferð. Ekki er þó skylt að nota áðurnefnd tæki við svæf- ingar á Íslandi að svo komnu máli. Rafstuð- stæki var til staðar á skurðstofunni en mat þeirra sem unnu að endurlífgun sjúklingsins var það að ekki væri tími til þess að ná í það og kveikja á því,“ segir í álitsgerðinni. Innan við mínútu tekur að kveikja á hjartarafstuðstæki Í samtali við Vilhjálm H. Vilhjálmsson, hrl. og lögmann konunnar, sagði hann álitsgerð landlæknis á sínum tíma hafa valdið konunni og aðstandendum hennar mikilli undrun og sorg. Vilhjálmur bendir á að niðurstaða dómsins og álit landlæknis byggist á sömu staðreyndum og gögnum, því sé afar fróðlegt að hversu ólíkum niðurstöðum dómurinn ann- ars vegar og landlæknir hins vegar hafi kom- ist. Tekur hann fram að niðurstaða dómsins sé að sínu mati mun betur rökstudd, en í dómnum sátu tveir sérfræðingar, annars veg- ar Alma Möller, sérfræðingur í svæfinga- og gjörgæslulækningum, og hins vegar Þor- steinn Blöndal, sérfræðingur í lungnalækn- ingum. Eitt af því sem gagnrýnt er harðlega í dómnum er að læknarnir tveir skuli ekki hafa látið sækja hjartarafstuðtæki sem var í grennd við skurðstofuna og notað það til þess að koma hjarta konunnar úr sleglatifi í réttan takt. Aðspurður hvort ástæða þyki til þess að hafa rafstuðstæki við höndina í svæf- ingaaðgerðum segir Kristján nauðsynlegt að hafa slík tæki nálægt og ætti það að vera auð- veld framkvæmd, oftast nær eru tækin á hjól- um og gangi fyrir rafhlöðum. Kristján bendir einnig á að í langflestum tilvikum taki innan við eina mínútu frá því kveikt er á rafstuðs- tæki þar til það sé tilbúið til notkunar. Telur ekki ótryggara að fara í aðgerð á einkastofu Héraðsdómur telur að mistök hafi verið gerð við svæfingu og endurlífgun Morgunblaðið/Golli Læknahúsið Dómurinn komst að því að mistök hefðu verið gerð við svæfingu og endurlífgun konunnar í lýtaaðgerð sem framkvæma átti á læknastofu í Læknahúsinu, Domus Medica. Í HNOTSKURN »Landlæknisembættið tekur við kvört-unum sjúklinga er varða faglega starf- semi innan heilbrigðisþjónustu, en þar er einkum átt við skoðun, rannsóknir, með- ferð og/eða eftirlit, auk brota á þagn- arskyldu, vottorðagjöf, meðferð trúnaðar- upplýsinga, upplýsingagjöf til sjúklings og aðgengi að sjúkraskrá. »Samtals bárust 290 kærur til land-læknis í fyrra frá almenningi og fjölg- aði þeim úr 244 kærum árið áður eða um 46. Flestar voru kærurnar vegna rangrar meðferðar eða 58 og vegna ófullnægjandi meðferðar 50. Flestar kærurnar voru vegna LSH eða 86, en næstmest var kvart- að undan einkastofum. »241 máli af þessum 290 var lokið í feb.2006 og höfðu þá 91 þeirra verið stað- fest að hluta eða að öllu leyti sem er hærra hlutfall en árið áður. 64 lauk með ábend- ingu. 18 með aðfinnslu, 3 með lögform- legri áminningu og 2 með leyfissviptingu. r, hefur rkefnisins ands. Ólaf- savík í ma voru ginkona r Svíakon- ði hann gmynd baki frum- Garð- m Svía og fólk og ningu um t- s að sýna sam- . Hann ingeyinga egar ss; „á nar segir það óta eitt- ðanna í ólma, til árið 870 iginlegri ensku. rnig löndin k og u Húsvík- ngjar di, hefðu stökum “ Sendi- njulegt að je Wilkens ík hátíð ð með til- sl Íslands aukast.“ eiri ferða- a Íslands.“ jöf og bað æsta ári í andanna. nga SAMKVÆMT dómi Héraðsdóms Reykjavíkur má ljóst vera að 28 ára gömul kona, sem fékk hjartastopp í svæfingu og hlaut af því alvarlegan heilaskaða, hafi orðið fyrir alvarlegum súrefn- isskorti í svæfingu í maí 2001 sem ekki hefði átt að eiga sér stað ef rétt hefði verið staðið að vöktun og framkvæmd svæf- ingar. „Svæfingin var óhjákvæmileg- ur þáttur í umræddri aðgerð. Bar [svæfingalæknirinn] ábyrgð á vöktun og framkvæmd svæf- ingar en endurlífgun var á ábyrgð beggja stefndu [þ.e. bæði svæfingalæknis og lýtalæknis]. Enda þótt sök stefndu á upphaf- legum mistökum í aðgerðinni sé þannig ekki jöfn er á það að líta að þeir stóðu sameiginlega að henni og bera því, eins og atvik- um er háttað, óskipta bóta- ábyrgð gagnvart stefnanda á af- leiðingum aðgerðarinnar,“ segir í dómnum. Tekið er fram í dómnum að loftskipti um barkarennu voru ófullnægjandi, en að konan hafi verið meðhöndluð með hjarta- hnoði og öndun með grímu. Að mati dómsins hefði verið réttara að beita fyrr sérhæfðri endur- lífgun með hjartastuði og er tek- ið fram að líklegt megi telja að tjón konunnar hefði orðið minna hefði rafstuði verið beitt fyrr í stað þess að bíða eftir neyð- arbílnum í að minnsta kosti sex mínútur. Í niðurstöðu dómsins kemur fram að telja verði ólíklegt að grönn barkarenna hafi skipt sköpum, en hún var grennri en venjulega er notuð hjá fullorðnu fólki í svæfingu. Hafi bark- arennan legið rétt með því að vera í barkanum hefði ekki átt að vera neinum vandkvæðum bundið að anda fyrir stefnanda. Vitnað er til álitsgerðar land- læknis frá 5. mars 2002 þar sem fram kemur að svæfingalækn- irinn hafi talið súrefnismettun og loftskipti ófullnægjandi vegna loftmótstöðu og mikils loftleka meðfram barkarennunni. Hann hafi því fjarlægt barkarennuna og andað fyrir sjúklinginn með andlitsgrímu og við það hafi súr- efnismettun batnað. Tekið er fram í dómnum að sú staðreynd að súrefnismettun lag- ig hefur að geyma slíkan sírita, var tiltækt í grennd við skurð- stofuna, en engin tilraun var gerð til að láta sækja og nota tækið þrátt fyrir að auk læknanna tveggja væru tveir hjúkrunarfræðingar á skurðstof- unni. Er ljóst af gögnum málsins að rafstuð, sem kom hjartanu úr sleglatifi í réttan takt, var ekki gefið fyrr en að minnsta kosti sex mínútum eftir að púlsleysi greindist. Vitað er að því fyrr, sem rafstuði er beitt við slegla- tifi, þeim mun betur farnast sjúklingi. Þar eð fjórir heilbrigð- isstarfsmenn voru á staðnum átti að vera unnt að sækja og virkja tækið og þau rök stefndu, að þeir hafi ekki viljað yfirgefa stefnanda til að sækja tækið, eru því haldlaus. Þá má og benda á að þegar svæfingalæknirinn var búinn að fjarlægja barkarennuna hefði hann átt að koma fyrir rennu í barka að nýju og þá frekar með þrýstingsbelg þar sem sú tilhögun tryggir loft- skipti betur en öndun um and- litsgrímu.“ aðist ekki þegar svæfingalækn- irinn andaði fyrir stefnanda með 100% súrefni áður en bark- arennan var fjarlægð og að súr- efnismettunin lagaðist eftir að barkarennan var tekin og andað á andlitsgrímu þykir veita líkur fyrir því að lega barkarennu hafi á þeim tímapunkti verið röng og hún verið í vélinda í stað barka en það gæti skýrt það sem aflaga fór. Er því mögulegt að lega barkarennu hafi annað tveggja getað verið röng frá upphafi eða rennan hafi færst til síðar. Ekki notast við rafstuðstæki Fram kemur í dómnum að við- brögð stefndu, eftir að púlsleysi var staðfest, voru þau að fram- kvæma hjartahnoð og öndun um andlitsgrímu þar til neyðarbílsá- höfn kom. Tekið er fram að rétt var að kalla þegar í stað til neyð- arbíl og leggja áherslu á hjarta- hnoð auk öndunarhjálpar. „Hins vegar verður að geta þess að venjan er við slíkar aðstæður, þegar fagfólk á í hlut, að greina ástæður púlsleysis með því að tengja hjartalínuritssírita. Hjartarafstuðstæki, sem einn- Minnka hefði mátt tjón með rafstuði  Meira á mbl.is/ítarefni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.