Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 46

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 46
46 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Cavendish tvímenningurinn jafn og spennandi hjá BR Fyrir annað kvöldið í Cavendish tvímenning BR voru Guðmundur Sv. Hermannsson og Helgi Jó- hannsson með góða forystu en keppnisformið býður upp á miklar sveiflur og nú eru 3 pör nánast jöfn. Ómar Olgeirsson - Kristján Blöndal 1138 Guðm. Hermanns. - Helgi Jóhannss. 1101 Hermann Friðrikss. - Jón Ingþórsson 1026 Guðm. Baldurss. - Steinberg Ríkarðss. 865 Ljósbrá Baldursd. - Matthías /Magnús 794 Sveinn R. Eiríksson - Ísak Ö. Sigurðss. 397 Efstu pör föstudagskvöldið 2. des: Frímann Stefánss. - Rosemary Shaw 32 Eggert Bergsson - Eiríkur Sigurðsson 17 Gísli Steingrímss. - Sveinn Þorvaldss. 11 Bingó í kvöld Munið jólabingóið á fimmtudag, 7.des. Hefst í Síðumúla 37 kl. 19. Veglegir vinningar og boðið upp á malt og appelsín og piparkökur. Bingóstjóri Inda Hrönn Björns- dóttir Nánar: bridge.is/br Bridsfélag Borgarfjarðar Borgfirðingar héldu enn áfram með aðaltvímenninginn mánudag- inn 4. desember. Blómasalinn og bankastarfsmaðurinn tóku lífinu með ró þannig að e.t.v. verður síð- asta kvöldið spennuþrungið því for- ysta þeirra er nú aðeins 30 stig. Það bar helst til tíðinda þetta kvöldið að skólastjórarnir á Varma- landi fundu fjölina sína svo eftir var tekið. Nú voru góðu seturnar fleiri en þær slæmu og fengu ýmsir að kenna á þeim. Anna og Kristján halda áfram að mala inn og Hvann- eyringarnir Sveinbjörn og Lárus hafa heldur ekki gefið upp alla von. Fyrir síðustu setu voru þeir reynd- ar rétt búnir að jafna við Dóru og Unnstein en þá mættu þeir Sigga Má og Stebba og lutu verulega í gras. Úrslit kvöldsins urðu sem hér segir: Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 71 Flemming Jessen – Guðm.Þorsteinss. 65 Anna Einarsd. – Kristján Axelsson 61 Stefán Kalmanss. – Sigurður M. Einarss. 53 Staðan að loknum fimm kvöldum af sex er: Dóra –Rúnar – Unnsteinn 257 Sveinbjörn Eyjólfss. – Lárus Péturss. 227 Anna Einarsd. – Kristján Axelsson 207 Elín Þórisdóttir – Guðm. Jónsson 187 Sveinn Hallgríms. – Magnús Magnúss. 184 Hraðsveitakeppni Bridsfélags Akureyrar Nú er lokið tveimur kvöldum af þremur í hraðsveitakeppni Spari- sjóðs Norðlendinga en þátttaka var 8 sveitir. Pör voru dregin í sveitir með tilliti til árangurs í Akureyr- armótinu í tvímenningi sem er ný- lokið. 4 spil eru spiluð við hverja sveit þar sem hvert spil gefur frá 9–9 til 18–0 eftir ákveðnu kerfi. Besti árangur kvöldsins: Sv. Gissurs Jónassonar 288 Sv. Frímanns Stefánssonar 276 Sv. Soffíu Guðmundsd. 271 Efstu sveitir eru nú: Sv. Frímanns Stefánssonar 547 Sv. Soffíu Guðmundsd. 524 Sv. Gissurs Jónassonar 518 Með Frímanni spila Reynir Helgason, Valmar Valjoets og Pét- ur Gíslason Sunnudaginn 3.des fór svo í tví- menningnum: Brynja Friðfinnssd. - Sveinbj. Sigurðss. 10 Reynir Helgason - Sigurður Erlingss. 7 Víðir Jónss. - Stefán Sveinbjörnss. 3 Bridsfélag Hreyfils Lokið er þriggja kvölda tvímenn- ingi með sigri Birgis Sigurðarsonar og Sigurðar Ólafssonar sem voru með skorina 358. Jón Sigtryggsson og Skafti Björnsson voru í öðru sæti með 350 og Björn Stefánsson og Þórir Jóhannesson þriðju með 339. Það spiluðu 11 pör sl. mánudags- kvöld og þá urðu úrslitin þessi: Daníel Halldórss. - Ágúst Benediktss. 141 Birgir Sigurðarson - Sigurður Ólafss. 140 Björn Stefánss. - Þórir Jóhanness. 137 Síðasta keppnin fyrir jól verður nk. mánudagskvöld en þá verður spilaður jólatvímenningur. Spilað er í Hreyfilshúsinu og hefst spilamennskan kl. 19.30. Bridsfélag Hafnarfjarðar Þegar aðeins eitt kvöld er eftir af aðaltvímenningi BH hafa 3 pör slit- ið sig nokkuð frá hópnum og líklegt að sigurvegarinn komi úr þeirra hópi. Staða para með plús er þessi: Atli Hjartarson – Hafþór Kristjánsson 39 Gunnl. Sævarsson – Hermann Friðrikss. 35 Friðþj. Einarss. – Guðbr. Sigurbergss. 32 Guðlaugur Sveinss. – Halldór Þorvaldss. 6 Guðni Ingvarss. – Jón P. Sigurjónss. 4 Keppninni lýkur svo næsta mánudag en í millitíðinni taka Hafnfirðingar á móti góðum gest- um frá Bridsfélagi Akraness í ár- legri bæjarkeppni samkvæmt ára- tugalangri hefð. Spiluð verður sveitakeppni á 6 borðum. Bridsdeild FEB í Reykjavík Tvímenningskeppni spiluð í Ás- garði, Stangarhyl, mánudaginn 04.12. Spilað var á 10 borðum. Árangur N-S Gísli Víglundss. - Oliver Kristóferss. 283 Helgi Hallgrímss. - Jón Hallgrímss. 230 Ægir Ferdinandss. - Björn E. Péturss. 225 Árangur A-V Alda Hansen - Jón Lárusson 263 Ragnar Björnss. - Guðjón Kristjánss. 243 Þröstur Sveinss. - Bjarni Ásmunds 241 Meðalskor 216 stig. Gullsmárabrids Bridsdeild FEBK spilaði tví- menning á 12 borðum mánudaginn 4. desember. Miðlungur 220. Bezt- um árangri náðu í NS: Jón Stefánsson - Eysteinn Einarsson 326 Guðrún Gestsdóttir - Þorsteinn Laufdal 251 Bragi Bjarnason - Viðar Jónsson 241 Sigurður Gunnlaugss. - Sigurpáll Árnas. 236 AV Elís Kristjánsson - Páll Ólason 291 Hrafnhildur Skúlad. - Þórður Jörundss. 248 Heiður Gestsd. - Stefán Friðbjarnars. 233 Leifur Jóhanness. - Óli Gíslason 232 Síðustu spiladagar fyrir jól eru 7. og 11. desember. Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson. Bændabrids Bjarni H. Ansnes tekur við bikarnum úr hendi Bergs Pálssonar Síðan árið 1998 hafa spilafélagar í Hreppum og Rangárþingi komið saman og háð keppni, sitt hvort árið á Heimalandi og að Flúðum. Í síðustu viku var spilað á Heimalandi undir Eyjafjöllum. Keppnissveitir voru sex frá hvorum aðila og spiluð voru 28 spil. Illa leit út hjá Hreppamönnum í hálfleik en eftir veislukaffi hjá Rang- æingum fóru Hreppamenn að taka á árunum, einkum þeir sem voru í skutnum. Lauk viðureigninni með naumum sigri Hreppamanna, úrslitin 90 stig á móti 86. Hart barist á Heimalandi BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| norir@mbl.is MINNINGAR ✝ Kolbrún Björns-dóttir fæddist í Reykjavík 5. júní 1939. Hún lést 27. nóvember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar eru Sigríður Þor- bjarnardóttir, f. 1914, og Björn Tryggvason, f. 1911, d. 1962. Systkini Kolbrúnar sam- mæðra eru Kristín, Guðríður og Ægir. Og samfeðra eru Sigríður, Guð- mundur, Svanhildur, Tryggvi og Erla. Kolbrún ólst upp á Ísafirði frá eins árs aldri, hjá Láru Sigríði Bjarnadóttur, f. 25. nóvember 1912, d. 1996, og eiginmanni henn- ar Daníel Kristjánssyni, f. 10. júní 1910, d. 1995. Fóstursystir Kol- brúnar er Þórunn Daníelsdóttir, f. 1943, gift Ármanni Jóhannssyni, f. 1941, börn þeirra eru a) Gunnvant Baldur, f. 1963, sonur hans og Sonju Elídóttur er Brandur, f. 1996, og b) Edda Bryndís, f. 1967. Kolbrún flutti frá Ísafirði til Reykja- víkur tæplega tvítug að aldri. Fyrstu árin í Reykjavík starfaði hún í Melabúðinni og síðar í Gler- augnaverslun Ing- ólfs Gíslasonar. Hún starfaði einnig um tíma á leikskólanum Hagaborg. Kolbrún lærði til sjúkraliða og útskrifaðist í kringum 1970. Áður var hún einn vetur við nám á húsmæðraskóla Blönduóss. Sem sjúkraliði starfaði Kolbrún síðan á meðan heilsan leyfði. Hún starfaði á NLF í Hveragerði, á Reykjalundi um árabil og seinustu árin á Borg- arspítalanum. Kolbrún verður jarðsungin frá Garðakirkju í dag og hefst athöfn- in klukkan 13. Enn hefur þráðurinn slitnað og perlurnar dreifst. Enn hefur óvænta og óvelkomna sorg borið að okkar litlu fjölskyldu. Enn hafa veraldleg tengsl brostið og við að- skilin frá ástvini. Skyndilegt fráfall kærrar mág- konu minnir okkur á óstöðugleika lífsins og mikilvægi trúar okkar á æðri tilveru á Guðs vegum. Hugurinn reikar til þess tíma er ég kom fyrst til Íslands og hún bauð mig velkominn með björtu brosi sínu og lagði sig fram um að tala við mig á ensku. Seint gleymist alúð hennar og ást á börnum okkar þegar þau voru að vaxa úr grasi og gjafmildi hennar í okkar garð. Örlæti hennar var einstakt. Henni var unun að gefa. Oft gaf hún meira en hún gat með góðu móti. Gjafmildi var henni í blóð borin. Okkur þótti oft nóg um en erfðum það ekki lengi við hana. Margir hafa minnst á hversu „aldurslaus“ Kolla var. Hæfileiki hennar til að láta kynslóðabil hverfa gerði hana að góðum vini og trúnaðarmanni allra. Útgeislun hennar og lífskraftur voru smitandi, sérstaklega á yngri árum, og hún var þá ekki að íþyngja sér með áhyggjum af kom- andi dögum. Heilsu Kollu hafði hrakað smátt og smátt undanfarin ár en henni tókst að mestu að leyna því. En þeir sem þekktu hana vel sáu að lífsgleðin var ekki sú sama og áður. Missir okkar er mikill. Kona mín hefur ekki aðeins misst systur heldur líka vinkonu og börnin okk- ar ekki aðeins frænku heldur trún- aðarvin sem alltaf bar hag þeirra fyrir brjósti. Nú þegar við kveðjum elsku Kollu biðjum við henni friðar á Guðs vegum. Vertu sæl elsku Kolla, hvíl í friði. Ármann Jóhannsson. Elsku besta frænka mín Kolbrún Björnsdóttir er farin burt úr þess- um heimi. Það var reyndar ekkert fararsnið á henni, að mér fannst, í vikunni sem leið, þegar við fylgdum frænda okkar Kjartani Árnasyni til grafar. Eftir þá athöfn fórum við tvær heim til Kollu og tókum ákvörðun um að nú skyldum við frændsystkinin hittast næst án þess að tilefnið væri útför einhvers ættingja. Við skyldum hittast 9. des. nk. og gera okkur glaðan dag. Kolla frænka, var mér svo miklu meira en frænka hún var mér stóra systir, vinkona og mamma. Alveg frá því að ég man eftir mér á Ísa- firði og Kolla kom í heimsókn, skvísan frá Reykjavík. Það var allt- af eftirvænting eftir heimsóknum hennar, ekki bara hjá mér, heldur foreldrum mínum, ömmu og Nonna frænda. Hún var svo ræktarsöm við vini sína og vandamenn, hún Kolla. Hún var ekki eins dugleg við að þiggja umhyggjuna. Nú að leiðarlokum koma svo margar myndir upp í huga minn, fyrst frá því að ég var barn og Kolla í heimsókn hjá ömmu og Nonna. Þar mundaði hún krullu- járnið sitt og mitt hár varð líka krullað, síðan fórum við í göngutúr niður í bæ og Kolla keypti ís handa mér, bara svona á „virkum degi“. Síðan þegar ég varð eldri heimsótti ég Kollu í Reykjavík og þær mæðg- ur, fyrst á Ásvallagötuna, seinna á Ægissíðuna og í Þingholtsstræti þar sem hún leigði með vinkonum sínum, alltaf var pláss fyrir mig unglinginn, ég átti alltaf athvarf hjá Kollu frænku. Ég gat talað um allt við hana, jafnt gleði sem sorgir. En ekki síst höfðum við gaman af að spjalla um menn og málefni sem tengdust Ísafirði. Kolla ólst upp á Ísafirði hjá Láru Bjarnadóttir, móðursystir minni, og Daníel Krist- jánssyni, manni hennar. Hún flutti ung til Reykjavíkur en var alltaf mikill Ísfirðingur í sér og fylgdist með vinum sínum og ættingjum þar. Hún var örlagavaldur í mínu lífi hvað atvinnu varðaði, þegar hún sem ung kona vann í leikskólanum Hagaborg og ég þá 10 eða 12 ára fékk að fara með henni í vinnuna. Þá ákvað ég að þetta skyldi ég leggja fyrir mig þegar ég yrði stór, að vinna í leikskóla eins og Kolla frænka. Hún færði sig reyndar yfir í annars konar umönnun seinna, þegar hún lærði til sjúkraliða og starfaði við það á meðan heilsa hennar leyfði. Á seinni árum eftir að ég settist líka að hérna sunnanlands höfðum við mikið samband. Kolla fylgdist vel með mér og mínum börnum og barnabörnum. Henni varð sjálfri ekki barna auðið en þau voru ófá börnin sem nutu gæsku hennar í gegnum árin. Gunnvant og Eddu Bryndísi, systurbörnum sínum, var hún sem önnur móðir enda voru þær samrýndar, systurnar Þórunn og Kolla. Nú á leiðarenda, um leið og ég óska frænku minni góðrar ferðar, er mér efst í huga þakklæti fyrir að hafa átt svo elskulega frænku sem gaf mér svo mikið alla tíð. Minningin um hana mun lifa með okkur um ókomin ár. Orð í Spámanninum eftir Kahlil Gibran læt ég verða lokaorð mín eftir Kollu mína. Þegar þú ert sorgmæddur, skoðaðu þá aftur huga þinn, og þú munt sjá, að þú grætur vegna þess, sem var gleði þín. María Kristjánsdóttir. Minningar okkar bræðra um Kollu frænku eru margvíslegar og skemmtilegar. Það er nú oft svo með svona gott fólk eins og Kollu frænku að það eru bara góðar minningar sem maður á um það. Í kjölfar fráfalls Kollu frænku hafa jákvæðar minningar streymt inn og við bræður vorum að velta fyrir okkur að það gæti varla verið að það hefði alltaf verið gaman og allt- af notalegt en raunin er nú samt sú að þannig var sambandi okkar við Kollu frænku háttað. Við minnumst þess aldrei t.d. að hafa séð Kollu frænku öðruvísi en brosandi enda engin ástæða til annars í samveru- stundum okkar. Það sem er okkur minnisstæðast frá því vorum litlir strákar er t.d. fyrsta strætóferðin okkar bræðra sem var með Kollu frænku, 5 hæða spilahúsin sem við byggðum í stofunni hjá henni, gömlu Tomma og Jenna spólurnar sem Kolla frænka hafði tekið upp á úr sjónvarpinu, apadagatalið ódauðlega, ferðir að Tjörninni til að gefa öndunum, rafmagnspíanóið þar sem við bræður stigum okkar fyrstu spor í tónmenntinni (sem fór síðan aldrei mikið lengra) við að læra Bítlalögin, að ógleymdri lyft- unni í húsinu hennar sem er 8 hæð- ir! Sem þótti æði merkilegt á þess- um tíma og alltaf var nóg að gerast og Kolla frænka var ekki bara að „líta eftir börnunum“ eða „passa“ … Kolla frænka var alltaf með okkur bræðrum í öllu sem tek- ist var á við í samverustundum okkar. Þegar allt kemur til alls er Kolla „frænka“ sú eina í okkar fjölskyldu sem hefur ávallt borið viðskeytið „frænka“. Ekki að hún hafi verið okkar eina frænka, heldur var það bara þannig í tali. En það er með söknuði sem við kveðjum elskulega Kollu frænku, en sitjum þó eftir með minning- arnar og fyrirmynd. Viðmót hennar og atferli í mannlegum samskiptum er til eftirbreytni fyrir margan manninn í nútímasamfélagi. Með saknaðarkveðjum, Eyjólfur Vestmann og Kristján Snorri Ingólfssynir. Nú er hún Kolla okkar að kveðja og við sem eftir sitjum vitum eng- an veginn hvernig við eigum að vera án hennar, finnst við vera í reiðileysi og sárum, full söknuðar. Það mun líða hjá og lífið okkar hérna mun halda áfram og falla í einhverjar skorður þó að við eigum erfitt með að ímynda okkur það á þessari stundu. Ég þakka æðri máttarvöldum fyrir þau forréttindi að fá að kynn- ast þér, elsku Kolla og fyrir allt sem þú varst mér. Takk fyrir alla leikina og félagsskapinn. Takk fyr- ir öll fínu fötin sem þú saumaðir, ferðalögin sem þú tókst mig með í, öll skiptin sem við spiluðum, öll skiptin sem ég ætlaði bara að kíkja í heimsókn og endaði með að gista í sófanum, öll skiptin sem ekki var hægt að gera matarinnkaupin án þess að koma við á kaffihúsi, allan sönginn og hlátursköstin, allar sög- urnar. Takk fyrir að tala alltaf við mig og hlusta á mig sem jafningja, hvort sem ég var barn, unglingur eða fullorðin. Takk fyrir skilyrð- islausa ást og trúnað. Það tekur á að horfa á ljósið þitt fallega fjarlægjast en ég veit að það logar áfram og ég er full þakk- lætis fyrir þann tíma sem við feng- um notið þess. Hjartans kveðja. Edda Bryndís. Kolbrún Björnsdóttir Morgunblaðið birtir minning- argreinar alla útgáfudagana. Skil | Greinarnar skal senda í gegn- um vefsíðu Morgunblaðsins: mbl.is – smella á reitinn Senda efni til Morg- unblaðsins – þá birtist valkosturinn Minningargreinar ásamt frekari upplýsingum. Skilafrestur | Ef birta á minning- argrein á útfarardegi verður hún að berast fyrir hádegi tveimur virkum dögum fyrr (á föstudegi ef útför er á mánudegi eða þriðjudegi). Ef útför hefur farið fram eða grein berst ekki innan hins tiltekna skilafrests er ekki unnt að lofa ákveðnum birting- ardegi. Þar sem pláss er takmarkað getur birting dregist, enda þótt grein berist áður en skilafrestur rennur út. Lengd | Minningargreinar séu ekki lengri en 3.000 slög (stafir með bil- um - mælt í Tools/Word Count). Ekki er unnt að senda lengri grein. Minningargreinar
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.