Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 43 ✝ Guðríður Þór-unn Jónsdóttir Boatwright fæddist í Reykjavík 13. maí 1939. Hún andaðist á hjúkrunarheimil- inu Víðinesi 30. nóv- ember síðastliðinn. Þórunn átti síðast heimili í Hulduhlíð 11 í Mosfellsbæ. Foreldrar hennar voru sr. Jón M. Guð- jónsson, sóknar- prestur og prófast- ur á Akranesi, og kona hans, Lilja Pálsdóttir. Guð- ríður var sú sjöunda í aldursröð 11 barna þeirra hjóna. Elsta systirin, Ást, lést á fyrsta ári. Hin níu eru öll á lífi. Pétur Guðjón vélsmiður, býr í Kópavogi, kvæntur Margréti Veturliðadóttur, Margrét iðju- þjálfi, búsett á Akranesi, hennar maður var Einar Helgason læknir (d. 1974), Sjöfn Pálfríður, hús- móðir á Akranesi, gift Birni Jóns- Björgvinssyni starfsmanni á Grundartanga. Þórunn ólst upp á Akranesi hjá foreldrum sínum og vann þar mest við verslunarstörf. Hún fluttist 19 ára til Keflavíkur og var þar versl- unar- og bankastarfsmaður um fjögurra ára skeið. Hún fluttist til Bandaríkjanna og giftist þar Dav- id Earl Boatwright. Þau eiga fjög- ur börn. Þau eru: 1) Helen Dag- mar, f. 1959, gift Brad Kuszmaul. Þau eiga þrjú börn. 2) Kathryn Jónína, f. 1963, gift Jon Chamber- lain. Þau eiga tvo syn. 3) Sigrún Hope, f. 1964, gift Halldóri Inga Haraldssyni. 4) David Jóhann, f. 1975, kvæntur Elenna Boat- wright. Sigrún býr í Mosfellsbæ, en hin öll í Bandaríkjunum. Þórunn og David bjuggu á ýms- um stöðum í Bandaríkjunum, síð- ast í Willington Ct. David var lengst af við verslunarstörf en Þórunn fékkst við fatahönnun. Á síðasta vori fluttu þau hjónin hing- að til Íslands og bjuggu í íbúð sem þau áttu í Hulduhlíð 11 í Mosfell- bæ. Útför Þórunnar verður gerð frá Akraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 14. Sálumessa verður í Kristskirkju í Landakoti sama dag klukkan 10.30. syni, fyrrv. sóknar- presti þar, Ólafur Ágúst vélsmiður, til heimilis á Akranesi, kona hans var Svan- hildur Jakobsdóttir (d. 2001), Helga Gyða húsmóðir, býr í Omaha í Nebraska í Bandaríkjunum, gift Ralph Hutchinson ríkisstarfsmanni, næstur Þórunni er Valdimar Óskar, fyrrv. loftskeytamað- ur, kvæntur Jónu Margréti Guðmundsdóttur, hús- móður og bókaverði, þau búa í Mosfellsbæ, Gyða Guðbjörg mynd- listarmaður, býr á Akranesi, hún var gift David Wells, bankastarfs- manni í London, Edda Sigríður starfsstúlka, sambýlismaður henn- ar er Eyjólfur Halldórs, þau búa í Portúgal, yngst er Jóhanna hús- móðir og forstöðumaður Lista- safns Akraness, gift Valdimar Hver vegur að heiman, er vegurinn heim … Nú er elskuleg systir okkar komin aftur heim eftir langa útivist og mun hvíla við hlið foreldra okkar á Akra- nesi, heimabæ okkar. Tóta var heitin í höfuðið á þeim heiðurskonum Guð- ríði og Þórunni frá Hvassahrauni á Vatnsleysuströnd, afasystrum okk- ar. Æskuheimili okkar var byggt upp á kærleika til allra manna. Það var ekki aðeins venjulegt heimili heldur einnig safnaðarheimili þess tíma og flestar athafnir svo sem skírnir og giftingar fóru þar fram. Eftir að stórfjölskyldan fluttist á Akranes árið 1946 var tekið til við að raða börnunum, sem þá voru orðin níu, niður í þau herbergi sem voru fyrir hendi. Systurnar tvær og tvær saman í rúmi, en bræðurnir, sem voru aðeins þrír, fengu hver sitt rúm. Í kjallaranum bjuggu þau Sallý og Ari rakari ásamt börnunum Sig- rúnu, Halldóri og Helga. Milli fjöl- skyldnanna myndaðist ævarandi vinátta. Tóku þau systkinin þátt í öllum okkar uppátækjum. Barnaskólinn var við hliðina á Kirkjuhvoli. Í frímínútum var börn- unum stillt upp í fallegar raðir og sungin voru ættjarðarlög undir stjórn Friðriks Hjartar skólastjóra. Fólk sem leið átti fram hjá staldraði við og hlustaði með andakt á söng barnanna. Umhverfis Kirkjuhvol voru miklir kartöflugarðar. Það kostaði mikla vinnu að setja niður og taka upp. Til að gleyma tímanum var einhverju barnanna falið að segja sögur, því þetta verk var nú ekki það skemmtilegasta sem við gerðum. Ógleymanlegt er, þegar pabbi var úti í garði með klóruna, hreinsandi arfa af sinni listrænu snilld. Fyrir kom að haldnar voru veislur í geimnum uppi á lofti. (Tekið skal fram að þá voru foreldrar okkar ekki heima). Tekin voru fram fínustu föt og sjöl. Bræðurnir útbjuggu hengi- rúm, sem gert var á þann hátt að fest voru reipi í bitana, síðan var hermannabeddi settur á milli. Útbú- in voru borð og stólar settir við. Ein- hver stelpnanna hitaði kakó. Inn- gangseyrir var ein tala. Hvert kvöld las mamma bænir með okkur og aldrei máttum við sofna ósátt. Senn líður að jólum og því reikar hugurinn aftur í tímann, til jólanna okkar á Kirkjuhvoli. Þau voru á margan hátt öðruvísi en jólin hjá öðrum. Á aðfangadag var jólatréð skreytt. Það gerði mamma og elstu systurnar. Stranglega var bannað að koma inn í stofu. Oft var því legið á skráargatinu í þeirri von að sjá dýrðina. Um kvöldið gekk hátíð í garð og ljósin voru tendruð. Farið var í kirkju og pabbi leiddi hópinn sinn í Nýhöfn, þar sem amma bjó, áður en heim var haldið. Jólin okkar voru fyrst og fremst helguð fæðingu frelsarans og ávallt ríkti mikill frið- ur. Á jóladag var matur borinn fram í stofunni, en yfirleitt var tíminn naumur, þar sem dagurinn fór í skírnir og giftingar. Oft var þá tiplað á tánum og bannað var að skrúfa frá vatninu, þar sem of mikið heyrðist í pípunum. Öll litum við á þetta sem sjálfsagðan hlut. Í þessu umhverfi ólst Tóta okkar upp. Hún var af- bragð annarra kvenna, falleg, tign- arleg og hljóðlát, var ekki allra, en lék á als oddi í góðra vina hópi. List- ræn var hún með afbrigðum, allt lék í höndum hennar. Á unglingsárun- um var hún send í sveit eins og við flest hinna. Vann síðan bæði á sjúkrahúsinu og í Þórðarbúð þar sem hún tók mikilli tryggð við, m.a. Gerðu á Arnarstað og Grundarfólk- ið, að ógleymdri Eddu Þórarins, bestu vinkonu hennar. Nítján ára gömul kvaddi hún heimaslóðir og hélt til Keflavíkur þar sem hún stundaði vinnu. Þar kynntist hún manni sínum David Boatwright og hélt til Bandaríkj- anna. Þar bjó hún í 44 ár og eign- aðist fjögur mannvænleg börn. Aldr- ei gleymdi hún sínum uppruna. Hún kom heim eins oft og kostur var. Nú er höggvið skarð í systkina- hópinn á Kirkjuhvoli, en í hugum okkar er fyrst og fremst þakklæti fyrir öll árin okkar saman. Elskulega Tóta okkar, þjáningum þínum, sem þú mættir með fádæma æðruleysi og hugarró, er nú lokið. Nú breiða þau mamma og pabbi faðminn móti þér. Hafðu hjartans þökk fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Blómin falla fölskva slær á flestan ljóma. Aldrei fellur angan sumra blóma. Þannig varstu vinur mér sem vorið bjarta. Það sem gafstu geymist mér í hjarta. Ilma sprotar anga lauf, sem aldrei falla. Drottinn launi elskuna þína alla. (Sigurbjörn Einarsson) Þín systkini. Nú hefur þú kvatt okkur um sinn, elsku Tóta mín, en við vitum og trú- um að við eigum öll eftir að hittast seinna. Þinni tilvist hér í þessum heimi er lokið og þín er sárt saknað af svo mörgum. Davíð sem saknar ástkærar eiginkonu, börnin þín sem sakna yndislegrar móður, barna- börnin þín sem sakna umhyggju- samrar ömmu og systkini þín sem sjá á eftir góðri systur. Stórt skarð er höggvið í systkinahópinn frá Kirkjuhvoli sem alla tíð var svo sam- rýndur. Nú ertu komin til ömmu og afa sem voru þér svo innilega kær og þau breiða faðminn á móti þér, elsku Tóta mín. Nú hefur þú líka hitt elsku Palla okkar sem við öll söknum svo sárt og þú fékkst í afmælisgjöf árið 1960 þegar þú varst 21 árs. Þegar ég lít yfir farinn veg koma fjölmargar myndir upp í huga mér. Myndir af ungum systrum sem voru hver annarri fegurri. Ein þeirra varst þú – systir pabba. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að fá að alast upp í návígi við heimili afa og ömmu á Kirkjuhvoli. Þar sem pabbi er elstur í systkinahópnum og ég elsta barnabarnið voruð þið syst- ur enn í foreldrahúsum þegar ég var barn. Oft var glatt á hjalla og alltaf var jafngaman að fá að vera sam- vistum við ykkur. Síðan fóruð þið hver af annarri að heiman og þú fórst til Ameríku. Það hefur ekki verið auðvelt fyrir unga stúlku frá Akranesi að fara svona langt í burtu frá ástvinum sínum út í hið óþekkta. En þú varst ekki ein. Þú hafðir kynnst frábærum manni, honum Davíð, og síðan eignuðust þið gull- molana ykkar – börnin ykkar. Þú varst hamingjusöm og því fékk ég að kynnast þegar ég 17 ára unglingur- inn ákvað að fara í vist til Ameríku. Foreldrar mínir leyfðu mér að fara með einu skilyrði þó. Þau báðu ykk- ur Davíð að taka á móti mér og koma mér í örugga höfn. Þið tókuð á móti mér opnum örmum og ég varð ein af fjölskyldunni ykkar. Mér fannst ég vera komin í ævintýra- heim. Heimili ykkar var það falleg- asta sem ég hafði séð og þar nutu sín þínir listrænu hæfileikar. Þú leyfðir mér að taka þátt í flestu því sem þú tókst þér fyrir hendur á þeim tíma sem ég dvaldi á heimili ykkar. Þú kenndir mér að sauma, elda mat, þvo þvott og strauja, og svo margt fleira. Að þessu hef ég búið alla tíð síðan og komið áfram til minna dætra. Síðan kom ég til ykkur um jólin og var það í fyrsta sinn sem ég dvaldi fjarri mínum ástkæru foreldr- um og bræðrum yfir jólahátíðina. Þið voruð mér eins og bestu for- eldrar og ekkert var sparað til þess að mér liði sem best. – Mörgum ár- um seinna heimsótti ég ykkur aftur og þá var Magga Palla með í för. Það var ógleymanleg ferð sem er okkur mæðgum ómetanlegur fjársjóður. Elsku Tóta frænka mín. Hafðu innilega þökk fyrir að hafa verið sá örlagavaldur í mínu lífi sem þú varst. Þú varst gleðigjafi svo margra. Heimili ykkar hjónanna stóð ætíð opið og allir voru svo inni- lega velkomnir. Ég votta Davíð, börnunum þínum, tengdabörnum, barnabörnum og öðrum ástvinum mína dýpstu sam- úð. Hvíl þú í friði. Þín Jóna Lilja. Ein af mínum uppáhaldsfrænkum hefur nú yfirgefið þetta líf. Það var mikið lán að þekkja og kynnast manneskju sem bjó yfir þeim mann- kostum sem henni voru gefnir. Guð gaf henni fyrst og fremst feg- urð, jafnt að utan sem innan. Einnig gaf hann henni ótrúlega listræna hæfileika, dásamlegan húmor, manngæsku og kærleika. Ég nýt þess að sjá hana fyrir mér brosandi, með sinn dillandi hlátur, nýbúin að elda guðdómlega máltíð og sauma eitthvað ótrúlega flott og hennar bíður áreiðanlega á himnum flott- asta turbo-saumavél sem nokkurn tímann hefur verið framleidd. Elsku David, þú hefur verið klett- urinn stóri og sterki í þessum miklu veikindum. Guð gefi þér og börn- unum Helenu, Jónínu, Sigrúnu og David yngri, styrk til þess að takast á við sorgina. Hanna María. Guðríður Þórunn Jónsdóttir Boatwright ✝ Maðurinn minn, faðir okkar og tengdafaðir, ERLINGUR ARNÓRSSON bóndi á Þverá í Dalsmynni, sem lést á dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri, sunnudag- inn 26. nóvember, verður jarðsunginn frá Laufás- kirkju laugardaginn 9. desember kl. 13:30. Friðrika Jónsdóttir, Helga Arnheiður Erlingsdóttir, Þórhallur Bragason, Arnór Erlingsson, Elín Eydal, Hólmfríður Erlingsdóttir, Ragna Erlingsdóttir, Jón Aðalsteinn Illugason og fjölskyldur þeirra. ✝ Útför elskulegs eiginmanns míns, föður, tengda- föður og afa, KRISTINS GUÐMUNDSSONAR bifreiðarstjóra, Grenigrund 11, Akranesi, sem andaðist á heimili sínu mánudaginn 27. nóv- ember, verður gerð frá Akraneskirkju föstudaginn 8. desember kl. 14.00. Kirstín Benediktsdóttir, Rúnar Helgi Kristinsson, Ruth Jakobsdóttir Petra Kristín Kristinsdóttir, Einar Guðni Þorsteinsson, Guðmundur Kristinn Kristinsson,Kristín Brynja Gústafsdóttir, Guðlaugur Guðjón Kristinsson, Sylvía Clothier Rúdolfsdóttir og barnabörn. ✝ Minn elskulegi faðir, tengdafaðir og afi, ÞORKELL GUNNAR SIGURBJÖRNSSON, Sigtúni 29, Reykjavík, sem borinn var af englum himins inn til dýrðar Drott- ins, þegar hann andaðist á líknardeild Landakots- spítala þriðjudagsmorguninn 28. nóvember, verður jarðsunginn í Hallgrímskirkju á morgun, föstudaginn 8. desember kl. 13:00. Þeir sem vilja heiðra minningu hans eru hvattir til að láta Biblíusjóð Gídeonfélagsins, sími 562 1870, og uppbyggingu æskulýðsmiðstöðvar KFUM í Vatnaskógi, sími 588 8899, njóta þess. Sigurbjörn Þorkelsson, Laufey G. Geirlaugsdóttir, Þorkell Gunnar Sigurbjörnsson, Geirlaugur Ingi Sigurbjörnsson, Páll Steinar Sigurbjörnsson. ✝ Þökkum innilega hlýhug, samúð og vináttu við andlát eiginkonu minnar, móður okkar, tengda- móður, ömmu og langömmu, BÁRU JÓHANNSDÓTTUR, Blómsturvöllum 27, Neskaupstað. Starfsfólki Fjórðungssjúkrahússins í Neskaupstað færum við sérstakar þakkir fyrir einstaka umönnun, hlýju og stuðning. Kristinn V. Jóhannsson, Jóhann Gunnar Kristinsson, Gyða Hjartardóttir, Eysteinn Þór Kristinsson, Lilja Jóhannesdóttir, barnabörn og barnabarnabarn. ✝ Ástkær mágkona og frænka okkar, HELGA G. ÁSMUNDSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Fossvogskapellu föstudaginn 8. desember og hefst athöfnin kl. 11.00. Hanna Helgadóttir og systkinabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.