Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 40

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 40
40 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GuðmundurKristinn Jónsson fæddist í Reykjavík 5. maí 1928. Hann andaðist á Líknar- deild Landakotsspít- ala föstudaginn 1. desember síðastlið- inn. Foreldrar hans voru hjónin Jón Ólafsson, stein- smiður og rafvirkja- meistari í Reykja- vík, f. á Syðri- Hömrum í Ása- hreppi í Rangár- vallasýslu 17. apríl 1886, d. 1957 og Stefanía Pálsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. í Neðridal í Biskups- tungnahreppi í Árnessýslu 1. júní 1886, d. 1953. Guðmundur var yngsta barn foreldra sinna. For- eldrar hans giftust eftir að þau bæði höfðu verið ekkja og ekkill í nokkur ár og áttu bæði stóran barnahóp. Systkini Guðmundar sammæðra voru: Stefán Svanur Ólafsson, f. 1908, dó í barnæsku 1909; Ísleifur Ólafsson stýrimaður í Reykjavík, f. 1909, d. 1999; Vilborg Ólafsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. 1912, d. 1991; Auður Svava Ólafsdóttir Pjeturss húsmóðir í Reykjavík, f. 1914, d. 1993; Guðríður Stefanía Ólafsdóttir, f. 1915, d. úr berklum 1942; Guðmundur Steinar Ólafs- son, f. 1918, d. af slysförum 1923; og Ólafur Ísleifs Ólafsson vélvirki í Reykjavík, f. 1924, d. 1972. Systkini Guðmundar samfeðra voru: Viggó bóndi í Rauðanesi á Mýrum, f. 1908, d. 1999; Ragnhild- ur Ágústa verslunarstjóri í Reykja- vík, f. 1912, d. 1989; Ingibjörg vef- ari í Reykjavík, f. 1913, d. 1966; og þeirra er Helgi Sigurður, f. 2005. 2) Stefanía Guðríður húsmóðir, f. 1951, gift Arnóri Hannessyni, f. 1951, þau skildu. Börn þeirra eru Guðlaug kennari, f. 1977, og Hann- es viðskiptafræðingur, f. 1982, unnusta Auður Brynjólfsdóttir framhaldsskólanemi, f. 1987. 3) Kristín Helga menntunarfræðing- ur, f. 1953, gift Vilhjálmi Geir Sig- geirssyni viðskiptafræðingi, f. 1951. Börn þeirra eru: a) Siggeir tölvunarfræðingur, f. 1975, kvænt- ur Örnu Guðrúnu Jónsdóttur, BA- sálfræði, f. 1976, dóttir þeirra er Esja Kristín, f. 2004. b) Sesselja Guðmunda háskólanemi, f. 1985. Melkorka Þöll framhaldsskóla- nemi, f. 1990. 4) Sigríður fyrrver- andi sóknarprestur í Hvanneyrar- prestakalli, f. 1963. 5) Jón Ólafur, f. 17. apríl 1972, d. af slysförum 1. júní 1984. Guðmundur stundaði nám við Iðnskólann í Reykjavík, lærði raf- virkjun hjá föður sínum Jóni Ólafs- syni rafvirkjameistara, lauk sveinsprófi 1949. Stundaði nám við rafmagnsdeild Vélskólans og lauk þaðan prófum sem rafiðn- fræðingur 1951. Guðmundur öðl- aðist landslöggildingu við lág- spennu 1951, löggildingu við háspennu 1962 og meistararéttindi 1962. Hann hóf störf hjá Rafmagns- veitu Reykjavíkur 1951, vann fyrst á háspennuverkstæði Rafmagns- veitunnar í tvö ár en var síðan verkstjóri við jarðkapaltengingar í sautján ár. Guðmundur vann í fimmtán ár við uppsetningu og tengingar á spennustöðvum og að- veitustöðvum og vann síðustu þrettán ár við viðgerðir á spennu- breytum og rafbúnaðarsmíði. Guðmundur var félagi í reglu Musterisriddara í áratugi. Þá starfaði hann í KFUM á sínum yngri árum og í seinni tíð. Útför Guðmundar Kristins verð- ur gerð frá Háteigskirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. Ólafur Þórir raf- virkjameistari, f. 1914, d. 1996. Guðmundur kvæntist hinn 3. mars 1948 lífsförunaut sín- um Sesselju Guð- mundu Sigurðar- dóttur húsmóður, f. 4. september 1930. Guð- mundur og Sesselja kynntust ung að ár- um í miðbæ Reykja- víkur, þar sem þau ól- ust upp. Þau voru óaðskiljanleg alla sína samtíð, studdu hvort annað, voru sérlega gestrisin og hjálpleg öllum þeim sem til þeirra leituðu. Foreldrar Sesselju voru hjónin Sigurður Sigurðsson bátsmaður í Reykjavík, f. 1909, d. 1971 og Helga Kristín Guðmundsdóttir húsmóðir í Reykjavík, f. í Garði 1913 , d. 1947. Börn Guðmundar og Sesselju eru: 1) Helgi Sigurður fram- kvæmdastjóri, f. 1948, kvæntur er Sigrúnu Sjöfn Helgadóttur banka- starfsmanni, f. 1948. Börn þeirra eru: a) Anna María verðbréfaráð- gjafi, f. 1968, gift Benedikt Hálf- dánarsyni markaðsfræðingi, f. 1965, börn þeirra eru Benedikt, f. 1994 og Sigrún Erla, f. 2002. b) Eva Rakel bankastarfsmaður, f. 1969, gift Höskuldi Ólafssyni flugvirkja, f. 1965. Sonur hennar og Inga Björgvins Karlssonar, f. 1968 er Daníel Helgi, f. 1992 og dætur hennar og Höskuldar eru Agnes Líf, f. 1995 og Sunneva Sjöfn, f. 1998. c) Guðmundur Anton tölvu- rekstrarfræðingur, f. 1977, kvænt- ur Helgu Valdísi Árnadóttur graf- ískum hönnuði, f. 1979, sonur Elsku pabbi, besti pabbi. Þú varst alltaf svo einstaklega ljúfur og góður við mig. Þegar ég var yngri gafst þú þér alltaf tíma til að keyra mig í skól- ann á morgnana þó svo að þú hafir verið í tveimur vinnum. Það sem gerði þessar morgunferðir svo eft- irminnilegar var að þú söngst alltaf svo fallega fyrir mig. Fimmtudags- kvöldin heima í Hlíðagerðinu eru mér mjög minnisstæð, þar sem við lágum til fóta uppi í rúminu ykkar mömmu og hlustuðum á þig lesa fyr- ir okkur Sölvabækur og Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Ég hlakkaði alltaf til þess að heyra þig lesa fyrir okkur. Þú kenndir mér sálma og fórst með bænirnar með mér áður en ég sofn- aði. Þú varst besti pabbi sem hægt er að hugsa sér, alltaf svo þolinmóður og rólegur. Þú varst líkt og klettur í mínu lífi og alltaf gat ég leitað til þín með hvað sem var. Alltaf varst þú til staðar. Þú varst mín stoð og stytta. Ég hef ávallt lítið upp til þín, þinnar góðmennsku og kærleiks. Aldrei hef ég heyrt þig hallmæla nokkrum og hefur þú ávallt komið fram við fólk á einstaklega virðulegan máta. Ég á yndislegar minningar um þig, ein af þeim fjölmörgu er frá ferðinni til Edinborgar sem ég, þú, mamma, Sigríður og Guðlaug fórum í. Ferðin var í alla staði skemmtileg, en eftirminnalegast úr ferðinni var leikhúsferðin, eftir að við komum heim þurfti aðeins að minnast á hana og byrjuðum við þá að brosa og hlæja. Elsku pabbi minn, nú hefur þú fengið hvíldina, laus úr fjötrum þíns þjakaða líkama. Ég vona að þér líði betur núna, þar sem síðustu mánuðir hafa verið þér erfiðir. Þú ert ef til vill glaður að sjá Jón Óla og ættingjana alla, þar sem þeir hafa tekið á móti þér. Nú legg ég augun aftur, ó, Guð, þinn náðarkraftur mín veri vörn í nótt. Æ, virst mig að þér taka, mér yfir láttu vaka þinn engil, svo ég sofi rótt. (Þýð. Sveinbjörn Egilsson.) Að lokum vil ég þakka þér, pabbi minn, fyrir allt sem þú hefur gert fyrir mig og bið Guð að varðveita þig. Elsku pabbi, ég mun sakna þín og hlýleika þíns. Hvíl í friði. Þín dóttir, Stefanía Guðríður. Það er kuldi úti og skammdegið í hámarki. Aðventan er að hefjast með þeim erli og eftirvæntingu sem fylgir þessum árstíma. Við þessar aðstæð- ur kvaddi pabbi minn þennan heim, 1. desember. Þegar ég heimsótti pabba á líkn- ardeild Landakotsspítala þar sem hann lá í nokkra mánuði ræddum við iðulega um veðrið og hið fagra útsýni sem hann hafði út á Landakots- kirkju og Reykjanesfjallgarðinn. Það var á slíkum stundum sem ég rifjaði upp með honum minningar- brot frá því þegar ég var að alast upp og ég fann að hann hafði ánægju af því að hlusta á þær minningar. Við eldri systkinin vorum þrjú saman í herbergi í fáein ár þegar við bjuggum í Hlíðagerði. Ég man eftir ánægjulegum stundum með pabba þegar hann kom inn til okkar í litla herbergið á kvöldin, settist á eina stólinn í herberginu og raulaði fyrir okkur vísur sem hann hafði lært af mömmu sinni. Það er ekki hægt að segja að pabbi hafi verið mjög lagvís en það skipti ekki öllu máli heldur að vera í návist hans og hlusta á blíða raulið hans enda sofnuðum við systk- inin iðulega fljótt. Þegar við vorum að alast upp vann pabbi mikið til að framfleyta fjöl- skyldunni. Hann vann sem verk- stjóri hjá Rafmagnsveitu Reykjavík- ur og á tímabili vann hann einnig á kvöldin sem rafverktaki. Hann sagði mér eitt sinn þegar ég var orðin full- orðin að hann hefði misst 10–15 ár úr ævi sinni vegna þess að hann vann svo mikið. Þrátt fyrir mikla vinnu var hann virkur þátttakandi og mik- ilvæg persóna í mínu lífi. Ég bar ætíð mikla virðingu fyrir honum. Hann var traustur, bóngóður, reglu- maður á vín og tóbak, trúaður maður og lifði í samræmi við það. Hann hafði sem barn og unglingur verið virkur í KFUM og miðlaði okkur af trú sinni með framkomu sinni og líf- erni en hann féll aldrei í þá gryfju að predika yfir okkur. Mér er sérstaklega minnisstæð jólin þegar ég var barn. Ég sé fyrir mér litla herbergið okkar systkin- anna. Það eru frostrósir á gluggan- um og við systurnar sitjum við gluggann og horfum út í myrkrið og hlustum á jólalög í útvarpinu og borðum rauð jólaepli. Það er ilmandi matarlykt í húsinu og við bíðum eftir pabba. Hann er að vinna á aðfanga- dag og kemur ekki heim fyrr en seint um kvöldið. Við systkinin erum dálítið óþreyjufull þegar jólamessan hefst í útvarpinu á slaginu klukkan sex, en engum dettur í hug að byrja að borða fyrr en pabbi er kominn heim. Við fáum að taka upp einn pakka til að stytta biðina. Pabba er fagnað þegar hann kemur þreyttur heim um kvöldið og mikil er gleðin þegar við setjumst loksins við jóla- borðið, tökum síðan upp pakkana og pabbi les fyrir okkur jólaguðspjallið. Fyrir tíma sjónvarpsins héldum við kvöldvökur einu sinni í viku og þá voru bókmenntir lesnar upphátt. Við sátum í stássstofunni og pabbi las fyrir okkur bækur eins og Sölva eftir Friðrik Friðriksson og fleiri góðar bækur. Við systkinin vorum stund- um fengin til að lesa upphátt á móti pabba en það var ekki eins varið í þann upplestur að mati áheyrenda. Ég man líka eftir útvarpsleikritum á laugardagskvöldum. Allir komu saman í stofunni og hlustuðu á fram- haldsleikrit. Stundum var búið að poppa eða að pabbi hafði keypt súkkulaðipoka í sælgætisverksmiðju og við gæddum okkur á góðgætinu meðan við hlustuðum á útvarpið og drukkum Sinalco með. Það var oft glatt á hjalla í Hlíða- gerði. Pabbi var hrókur alls fagnað- ar og gat verið mjög fyndinn. Hann gat alltaf komið okkur í gott skap. Hann og mamma tóku oft dansspor á eldhúsgólfinu og þegar pabbi vildi koma okkur í sérstaklega gott skap dansaði hann sólódans fyrir okkur sem vakti mikla kátínu og við velt- umst um af hlátri. Hann sagði okkur sögur frá barnæsku sinni og þannig kynntumst við afa okkar og ömmu í gegnum minningar hans. Þegar pabbi sagði sögur var hlustað með mikilli eftirtekt. Hann sagði skemmtilega frá, hafði fjölbreyttan orðaforða og ríka kímni. Kaflaskipti urðu í lífi okkar þegar við fluttum niður á Barónsstíg. For- eldrar mínir seldu húsið í Hlíðar- gerði og hófu að byggja einbýlishús í Skriðustekk, þar sem þau bjuggu síðan í rúmlega þrjá áratugi með tvö yngstu systkinunum. Á Barónsstígn- um var margt í heimili. Sigríður hafði bæst í systkinahópinn þegar við bjuggum í Hlíðargerði og þegar við fluttum á Barónsstíginn fæddist Jón Ólafur. Meðan við bjuggum á Barónsstíg fór pabbi flesta daga eft- ir kvöldmatinn með strætisvagni upp í Skriðustekk að byggja. Þau mamma voru þrautseig og byggðu sitt einbýlishús saman. Foreldrar mínir voru dugleg að ferðast um landið. Um árabil var far- ið í tjaldferðalag um landið og tjald- að á sléttlendi við læk. Oft var tjald- að á Laugarvatni og dvalið í vikutíma í senn. Leigðu þau oft sum- arbústað víða um land um páska og á sumrin, settu farangur í skottið á bílnum og brunuðu af stað. Þetta voru skemmtilegar ferðir og eftir- minnilegar. Foreldrum mínum leið vel í Skrið- ustekk, í húsinu sem þau byggðu á fallegum stað með útsýni yfir Faxa- flóa og Esjuna. Í einum af heimsókn- um mínum á líknardeildina spurði ég pabba hvar honum hefði liðið best á ævi sinni og nefndi hann þá Skrið- ustekk, þar átti hann bæði góðar og slæmar minningar. Í Skriðustekk urðu foreldrar mínir fyrir mestu sorginni í lífi sínu þegar Jón Ólafur dó af slysförum 12 ára gamall. Þau urðu fyrir miklu áfalli þegar Sigríður systir lenti ítrekað í slysi sem hafði þær afleiðingar að hún lét af prests- embætti. Þrátt fyrir þessa atburði átti pabbi bestu ár ævi sinnar í Skriðustekknum. Síðustu árin heimsóttu foreldrar mínir og Sigríður okkur hjónin í Birkihlíð á sunnudagskvöldum. Þau mættu uppábúin ásamt börnum, tengdadóttur og barnabarni okkar og voru tilbúin að smakka allan þann mat sem framreiddur var í tilrauna- eldhúsinu í Birkihlíðinni. Við sátum þannig oft tíu til borðs og hlustuðum á góða tónlist, ræddum saman um allt milli himins og jarðar meðan við snæddum ýmsa rétti sem voru á borðum. Það voru góðar stundir sem munu seint gleymast. Nú er lífshlaup pabba á enda. Hann hefur skilað sínu lífsstarfi með sóma og eiga afkomendur hans og venslafólk eftir að minnast hans með gleði og hlýju í hjarta. Kristín Helga Guðmundsdóttir. Mér er efst í huga innilegt þakk- læti, þegar ég kveð tengdaföður minn Guðmund Kr. Jónsson. Tengdaföður mínum kynntist ég fyrir rétt liðlega 41 ári, þegar mað- urinn minn Helgi bauð mér heim til sín aðeins þremur dögum eftir að við kynntumst. Sautján ára feimin stúlka, kom ég á heimili þeirra í Smáíbúðahverfinu og hitti þar verð- andi tengdaforeldra mína, Guðmund Kr. og Sesselju sem þá voru aðeins 37 og 35 ára, ung og glæsileg hjón sem umvöfðu mig frá fyrstu stundu og hafa alla tíð síðan litið á mig sem dóttur sína. Mér varð fljótlega ljóst hversu mikill ljúflingur tengdapabbi var og af hve mikilli ró hann tók öllu í lífinu, bæði meðlæti og mótlæti. Konuna sína bar hann á höndum sér, enda dekraði hún við hann á móti og ástfangnari hjón voru vandfundin. Mér er minnisstætt hversu þolin- móður hann tengdapabbi var og til marks um það er þegar við Helgi byggðum okkar fyrstu íbúð og tengdapabbi, rafvirkjameistarinn, var að hjálpa okkur að tengja öll ljós. Ég stóð hjá honum þar sem hann var að tengja saman víra og reyndi af öll- um mætti að segja honum til um hvernig tengja ætti vírana. Tengda- pabbi sagði ekki styggðarorð, en spurði hvort ég gæti ekki lagað smá kaffidreitil handa honum og þannig losnaði hann við mig sem allt þóttist kunna best á þeim árum og þá jafn- vel rafmagnstengingar betur en meistarinn. Árið 1984, kynntust tengdaforeldrar mínir og við öll sorginni af miklum þunga, þegar Jón Ólafur, yngsta barn þeirra lét lífið í hörmulegu bílslysi. Enginn getur sett sig í spor foreldra sem missa barn, nema þeir sem slíkt reyna sjálfir en ég sá þá hversu sterkur hann tengdapabbi var, því hann lagði allt sitt þrek í að styðja konuna sína og börn. Við hjónin höfum haft þann heim- ilissið vikulega í nær 30 ár að borða saman sérstaka pizzu sem maðurinn minn bakar af mikilli innlifun. Pizzu- boð þetta var ætíð á laugardögum og eftir að börnin okkar fluttu að heim- an og eignuðust maka og börn hefur þetta boð verið sú stund þegar allir koma saman og ræða málin, matur- inn er kannski aukaatriði. Til margra ára tóku tengdaforeldrar mínir oftast þátt í þessum stundum eða allt þar til heilsan fór að bila og það varð þeim ofraun að komast upp allar tröppurnar sem eru upp að hús- inu okkar. Alla tíð síðan hefur Helgi passað upp á að fara með hluta af pizzunni til foreldra sinna um leið og hann er búinn að borða svo þau gætu notið matarins sem pabbi hans naut svo vel að borða og hrósaði í hvert sinn. Þessara yndislegu stunda minnast börnin okkar og barnabörn sem einhverra bestu stunda í lífi sínu og þarna náðu þau að rabba við afa sinn og ömmu, langafa og langömmu í næstum hverri viku árum saman og kynnast þeim vel sem kannske er af- rek nú á tímum hraðans. Elsku tengdapabbi, ég kveð þig með söknuði en er samt í hjarta mínu glöð yfir að Guð hafi leyst þig frá þjáningum líkama þíns sem þú varst orðinn of veikur til að stjórna sjálfur. Ég veit að þú ert nú á betri stað hjá syni þínum Jóni Ólafi og öðrum ættingjum í Guðs faðmi. Minning þín lifir. Þín tengdadóttir Sigrún Sjöfn. Ég kynnist Guðmundi fyrst á Bar- ónsstígnum árið 1974 er ég kom í heimsókn til Kristínar dóttur hans en hún átti síðar eftir að verða eig- inkona mín. Á þessum árum man ég eftir hon- um í vinnufötum með skegg, kom- andi úr húsbyggingu þeirra hjóna í Skriðustekk. Guðmundur var búinn ríkum mannkostum, var ætíð léttur í lund og tilbúinn til viðræðna, enda bjó hann yfir ríkri frásagnargáfu og fylgdist vel með þjóðmálum. Kynni okkar áttu síðan alla tíð eftir að vera farsæl, því hér var dugmikill maður á ferð sem bar með sér höfðingsskap og mikla virðingu fyrir fólki og lífinu. Við byggingu húsins í Skriðustekk áttaði maður sig á hvers konar þús- undþjalasmiður Guðmundur var og ekki vílaði hann fyrir sér að ganga í öll verk á hvaða sviði húsagerðar sem var. Guðmundur sýndi mikla út- sjónarsemi og þrautseigju við að koma upp húsinu með eigin vinnu eftir vinnudag og um helgar. Ég minnist oft orða Guðmundar á þeim árum, að hann sagði að þeir sem lykju sínum húsbyggingum of fljótt væru um leið komnir í viðhaldsvinnu og mátti það til sanns vegar færa. Síðan átti ég oft eftir að koma í Skriðustekkinn til tengdaforeldra minna, en þar var jafnan tekið vel á móti mér af miklum myndarbrag og í hvert sinn fannst manni maður vera að koma í stórveislu þar sem matar- og kökuborð héldu vart kræsingun- um, en þar höfðu þær mægður Sella og Sigríður lagt hönd á plóginn til að enginn færi ómettur úr húsi. Allt fram streymir endalaust og árin hafa verið fljót að líða. Mig lang- ar að minnast sérstaklega ferðar er við hjónin og Melkorka Þöll dóttir okkar ásamt Guðmundi, Sesselju og Sigríði fórum til Danmerkur sumar- ið 2003. Guðmundur var þá kominn af léttasta skeiði og gekk við staf og Sigríður dóttir þeirra hafði lent í slysi og var bundin við hjólastól. Þannig kom það í minn hlut að finna skutbíl þar sem hægt var að koma fyrir tveimur hjólastólum og öllu ferðafólkinu. Við höfðum tvær íbúðir á stúdentagarði. Á hverjum morgni gæddum við okkur á nýbökuðu með- læti og kaffi og ræddum ferðaáform- in og jafnan var eftirvæntingin mikil hvað gert yrði á hverjum degi. Við ferðuðumst um alla Kaupmannahöfn Guðmundur Kristinn Jónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.