Morgunblaðið - 07.12.2006, Side 53

Morgunblaðið - 07.12.2006, Side 53
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 53 menning Skóverslun - Kringlunni Sími 553 2888 Teg. 77323 Stærð 36-43 Litur Brúnt og Camel Verð 12.600 Teg. 68745 Stærð 36-41 Litur Grænt og brúnt Verð 14.995,- Teg. 77605 Stærð 36-41 Litur Brúnt Verð 14.995,- Teg. 77695 Stærð 36-41 Litur Brúnt og svart Verð 12.600 Teg. 77720 Stærð 36-41 Litur Svart, brúnt og Camel Verð 19.995,- Gæðaskór með gelpúða í hæl Opið til kl. 22.00 NÝTT KORTATÍMABIL SÍMI 545 2500 ::: WWW.SINFONIA.ISFyrsti konsert er frír í boði FL Group og Sinfóníuhljómsveitarinnar 21. aldarinnar Í KVÖLD, FIMMTUDAGSKVÖLD KL. 19.30 – UPPSELT LAUGARDAGINN 9. DESEMBER KL. 17.00 – LAUS SÆTI Hljómsveitarstjóri ::: Jonas Alber Einsöngvari ::: Denyce Graves hátíðartónleikar í háskólabíói Denyce Graves, mezzosópran, er ein mest spennandi söngstjarna heims um þessar mundir og því mikið fagnaðarefni að hún skuli koma fram á tvennum tón- leikum með Sinfóníuhljómsveit Íslands. Efnisskrá tónleikanna í Háskólabíói er víðfeðm og spennandi, enda Graves fjölhæfur og frábær flytjandi. Söngstjarna Óformlega könnun leiðir í ljósað tónleikahald á aðventuer enn í sókn, þrátt fyrir dá- lítinn afturkipp í fyrra. Fyrir að- ventu árið 2002 var farið að skrá sérstaklega hér á blaðinu inn- sendar fréttatilkynningar um að- ventu- og jólatónleika, til birtingar í jólablaði Morgunblaðsins sem kemur út í aðventubyrjun. Til að hafa listann yfir aðventu- og jóla- tónleika sem ítarlegastan fyrir les- endur jólablaðsins, hefur einnig verið send beiðni til tónlistarfólks og tónleikahaldara um að senda inn upplýsingar um slíka tónleika.    Einföld talning á fréttatilkynn-ingum um aðventu- og jóla- tónleika er þessi: Árið 2002, 29 tónleikar Árið 2003, 39 tónleikar Árið 2004, 58 tónleikar Árið 2005, 48 tónleikar Árið 2006, 66 tónleikar Í fyrsta lagi skal tekið fram að listi sem þessi getur aldrei orðið tæmandi af ýmsum ástæðum; ekki eru allir sem senda inn upplýs- ingar, einkum á landsbyggðinni, þar sem tilkynningar um slíka tón- leika rata ef til vill fremur í héraðs- blöð. Þá eru heldur ekki allir búnir að skipuleggja dagsetningar jóla- tónleika sinna þegar skilafrestur til blaðsins rennur út. Það er því ljóst að aðventu- og jólatónleikar eru talsvert fleiri en listinn gefur til kynna.    Það er augljóst að árið 2004 hef-ur haft nokkra sérstöðu, þar sem tónleikar á aðventu voru óvenju margir þá. Þegar upp var staðið það ár, um áramót, höfðu verið sendar inn tilkynningar um 87 aðventu- og jólatónleika, þótt að- eins 58 næðu í jólablaðið, sem þó var met. Í fyrra virtist tónleikum fækka eilítið, en þeim fjölgar aftur í ár. 66 aðventu- og jólatónleikar eru þegar skráðir, nokkrum fleiri en listinn í jólablaðinu telur; þar vant- ar bæði jólatónleika Kammerkórs Hafnarfjarðar í kvöld kl. 20 í Hásöl- um í Hafnarfirði og tónleika söng- hópsins Reykjavík 5, sem verða í Fríkirkjunni 16. desember kl. 20 og vitað er að fleiri munu bætast við.    En hvað getur þessi þróun geng-ið langt? Sú spurning hefur legið í loftinu síðustu ár, eða minnsta kosti frá árinu 2004, og á enn við þegar tónleikum á aðventu virðist enn vera að fjölga. Það ber að taka það með í reikn- inginn að svo virðist sem aðventus- iðir almennings séu að breytast og reynslan hefur verið sú að aðsókn og eftirspurn hafa haldist í hendur. Það er einfaldlega orðinn siður margra að sækja tónleika á þessum árstíma. Þá ber líka að hafa það í huga að á mörgum þessara tónleika syngja kórar og stórir hópar fólks koma fram. Alla jafna er þá hægt að ganga að því vísu að meðal tón- leikagesta sé hátt hlutfall aðstand- enda flytjenda. En þetta skýrir ekki allt.    Í árslok 2004 fengust þær upplýs-ingar í Hallgrímskirkju, þar sem fjölmargir tónleikar höfðu ver- ið haldnir í desember, að fullt hefði verið á alla tónleika þar á aðventu. Það er ljóst að vinsælir kórar sem koma fram með einsöngvurum og syngja hefðbundin jólalög, fylla jafn stór hús og Hallgrímskirkju allt að fjórum til fimm sinnum á að- ventu ár hvert. Aðstandendur eru ekki nema brot af þeim gestafjölda. Þeir sem gjalda þessa mikla áhuga almennings á aðventu- og jólatónleikum virðast helst vera þeir sem reyna að standa fyrir al- mennu tónleikahaldi á þessum árs- tíma; þeir sem efna til tónleika með tónlist sem ekki er sérstaklega helguð aðventunni. Reynslan síð- ustu ár hefur bent til þess að slíkir tónleikar séu fremur fásóttir, þótt gagnrýnendum Morgunblaðsins beri saman um að tónleikasókn síð- ustu daga og vikur hafi verið góð, með fáeinum undantekningum. Til dæmis var Háskólabíó fyllt þrisvar á þrennum Lennontónleikum í vik- unni.    Enn er ótalin viðbót við aðventu-og jólatónleika, sem líka hefur vaxið fiskur um hrygg síðustu árin. Það eru útgáfutónleikar. Nú er varla sú plata gefin út, að ekki séu haldnir sérstakir útgáfutónleikar. Og þar sem útgáfur eru flestar frá miðjum nóvember og til jóla, eru slíkir tónleikar margir á aðventu. Enn virðist toppnum ekki náð í tónleikahaldi á aðventu. Sé fyr- irbærið hrein og klár tískusveifla, þá er alltént ekki séð fyrir hvað tíska kemur til með að leysa tón- leikatískuna af hólmi. Þegar allt er með talið má áætla að tónleikar á aðventu slái hátt í annað hundraðið. Jólatónleikar ná að líkindum ríflega hundraðinu, en reikna má með um 50 tónleikum af öðrum toga, ef fram fer sem horfir. Þetta gerir um sjö tónleika á dag á Íslandi. Því verður bara að vona það besta fyrir allra hönd og óska landsmönnum gleðilegrar tónlistar á aðventu. begga@mbl.is Gleðilega tónlist Stemmning Stúlknakór Reykjavíkur syngur á jólatónleikum Domus Vox í Hallgrímskirkju á þriðjudagskvöldið. AF LISTUM Bergþóra Jónsdóttir » Gagnrýnendum Morgunblaðsins ber saman um að tónleika- sókn síðustu daga og vikur hafi verið góð, með fáeinum und- antekningum. STÍNA, nýtt tímarit um bókmenntir og listir, hóf göngu sína í gær. Það er gefið út af Bókmenntafélaginu Drápuhlíð og í ritstjórn eru Guð- bergur Bergsson, Kormákur Braga- son og Kristín Ómarsdóttir. Í formála tímaritsins skrifar Kor- mákur Bragason að það „… eigi að vera vettvangur frjálsrar og óþving- aðrar listsköpunar; fyrir rithöfunda og skáld, myndlistarmenn, tónlist- armenn og listdansara, fyrir lista- menn leikhúsa og kvikmyndahúsa, og fyrir hvern þann listamann sem getur á þessum vettvangi fundið far- veg til listsköpunar … Stína verður ekki boðberi stefnu eða kenninga, heldur opinn vettvangur fyr- ir listsköpun sem er laus við fordóma og þvinganir sið- ferðilegra mæli- kvarða og yf- irlýstra gilda samfélagsins.“ Meðal þeirra sem eiga efni í nýj- asta tölublaði auk ritstjórnar eru: Thor Vilhjálmsson, Hallgrímur Helgason, Kristín Eiríksdóttir, Gunnhildur Hauksdóttir, Þórdís Björnsdóttir og Didda. Stína er nýtt tímarit

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.