Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 41
með tvo hjólastóla og notuðum jafnt almenningssamgöngur sem og við ókum í nærliggjandi bæi og sveitir. Ekki var nokkurt mál að fara um á tíu gíra spítthjólastól. Þessi ferð er mér eftirminnileg fyrir þær sakir hvað hún var skemmtileg og hversu Guðmundur naut þess að vera á ferðalagi og kom þá oft í ljós hin ríka kímnigáfa hans. Leiðsöguferð um fornar Íslendingaslóðir var farin og danskur matur snæddur. Eftir ferð- ina var síðan sett saman myndband sem hjálpar okkur að rifja upp ferða- lagið. Með Guðmundi er genginn heil- steyptur maður sem var traustur, áreiðanlegur og mikið ljúfmenni sem tók þátt í að byggja upp íslenskt þjóðfélag og viðhalda þeirri þjóðlegu menningararfleifð sem yngri kyn- slóðir eru nú að njóta. Hann er kvaddur með söknuði og þökkum og ég bið Guðs blessunar Sesselju og börnum þeirra sem nú sjá á eftir honum. Megi góðar minningar um hann lifa. Vilhjálmur Siggeirsson. Elsku hjartans afi, nú hefur þú kvatt þetta líf. Á föstudaginn 1. des. hringdi pabbi í okkur og sagði að afi væri sennilega að yfirgefa okkur. Við náðum því öll að kveðja elsku afa og verður það okkur ómetanlegt að hafa fengið að vera með honum til hinstu stundar. Við minnumst afa sem glaðlynds sælkera sem sagði aldrei styggðaryrði um nokkurn mann. Þær eru ófáar veislurnar sem við mættum í gegnum tíðina til ömmu og afa. Alltaf var mikið líf og fjör og veislurnar voru hinar stór- glæsilegustu hjá þeim hjónum. Við munum eftir afa á Baróns- stígnum í bláa vinnusloppnum, alltaf að bardúsa eitthvað með rafmagn og fleiri lagfæringar. Hann var þá að vinna hjá Rafmagnsveitu Rvk. og hafði stóran appelsínugulan vinnubíl til umráða. Við systurnar fengum oft að rúnta með afa í þessum vinnubíl þegar við vorum litlar. Alltaf var afi að dunda sér við eitthvað og ein- hvern veginn fannst okkur hann aldrei slaka á, hann var alltaf á fullu. Eitt af því sem stendur mest upp úr eru laugardagarnir. Til fjölda ára áttum við fjölskyldan góðar stundir þar sem við borðuðum ljúffenga pizzu sem pabbi bakaði af sinni al- kunnu snilld og gerir enn. Pizzurnar voru eitt af því besta sem afi fékk og var þessi stund okkar saman alger- lega ómissandi fyrir okkur öll. Gam- an var að fylgjast með afa sem gat aldrei stillt sig um að byrja fyrstur að borða og endaði ávallt síðastur. Hann kunni svo sannarlega að njóta hvers einasta munnbita. Þarna var margt spjallað og margar hugmynd- ir kviknuðu. Þessar stundir sem við áttum með ömmu og afa í hverri viku voru okk- ur ómetanlegar, því í okkar nútíma- þjóðfélagi þá gefa ekki allir sér tíma tilað heimsækja og rækta sambandið við þá sem eldri eru. Elsku afi, við munum ávallt sakna þín og minnast þeirra góðu stunda sem við áttum með þér. Elsku amma Sella, megi guð styrkja þig í sorg- inni. Elsku amma, pabbi, Stefanía, Kristín og Sigríður við sendum ykk- ur okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Þín sonarbörn. Anna María, Eva Rakel og Guðmundur Anton. Elsku hjartans afi. Við höfum notið þeirra forréttinda að hafa kynnst einstaklega elskuleg- um manni sem við viljum minnast með nokkrum orðum – sá maður er Guðmundur Kristinn Jónsson, elskulegur afi okkar. Það er undarlegt að hugsa til þess að við munum aldrei sjá þig aftur í þessu lifanda lífi. Þó þú sért ekki lengur meðal vor, munt þú þó ávallt verða meðal okkar í hugsun og minn- ingu. Góðri minningu. Minningin um þennan glæsilega, ljúfa og skemmti- lega mann. Við eigum þér margt að þakka og svo margar yndislegar minningar um þig að það þyrfti heila bók til – nokkur bindi að segja frá þeim öllum. Þú sýndir alltaf mikið frumkvæði, dugnað og ósérhlífni við að láta góða hluti gerast. Varst ró- legur og yfirvegaður maður, einstak- lega barngóður og gafst þér alltaf mikinn tíma til að spjalla við okkur systkinin þegar við komum í heim- sókn. Þú varst mikill reglumaður og góð fyrirmynd, sannkristinn í hreinu hjarta þínu og baðst fyrir öllum í þín- um bænum og mundir eftir öllum nöfnum í þeirri upptalningu. Það er ekki oft sem maður kynnist fólki jafn góðhjörtuðu, duglegu, kláru, hlýju og elskulegu og þér. Þau eru ekki til öll þau jákvæðu lýsingarorð sem fá lýst þér og persónuleika þínum. Aldrei hallmæltir þú nokkrum og passaðir upp á að öllum liði vel í kringum þig. Allir hafa talað vel um þig og þú látið gott af þér leiða. Það er alltaf gott að hafa sterkan og traustan aðila sér við hlið, líkt og klettur væri – þú varst svo sannar- lega slíkur aðili. Alveg frá því við munum eftir okk- ur hefur verið stutt á milli Skrið- ustekksins og Blöndubakkans. Það skipti engu hvað erindið var – alltaf varst þú til staðar og tilbúinn til að hjálpa. Það skipti engum togum hvort verkefnin voru stór eða smá – alltaf varst þú til staðar. Skipti þá engu hversu mikið var að gera hjá þér – þú gafst þér alltaf tíma. Hand- laginn varstu einnig með eindæmum og mun því minningin um þig koma upp í hugann þegar við horfum á þau verk sem þú hefur komið nálægt – sem eru fjölmörg. Fyrsti desember mun lifa í minningunni lengur en aðrir dagar – röð atvika á undan og undarlegar tilviljanir áttu sér stað sem gerðu það að verkum að við þrjú fengum að kveðja þig, kveðja þig hinni hinstu kveðju, fyrir nóttina löngu sem við öll munum ganga í gegnum – fyrr eða síðar. Við þurfum þó ekki að kvíða þeirri nótt, þar sem við vitum að þú munt taka á móti okkur með þínum breiða og hlýja faðmi þegar við munum fara yfir móðuna miklu. Vissulega hefðum við viljað hafa þig lengur hjá okkur og sérstaklega yfir jólin og á nýársdag þar sem við öll, við systkinin, mamma, amma, þú og Sigríður áttum góðar stundir. Það verður því erfitt að venjast því að hefja ekki nýja árið með þig meðal okkar. Þér líður vonandi betur þar sem þú ert núna þar sem Faðirinn hefur tekið sérstaklega á móti þér ásamt elskulegum syni þínum Jóni Ólafi, öðrum skyldmönnum, vinum og kunningjum. Hann hefur svo sann- arlega verið stór hópurinn þar. Þér hefur verið sérstaklega vel tekið og komu þinni fagnað. Við vonum að þú hafir farið sáttur – sáttur með lífið og tilveruna. Við erum þakklát fyrir að hafa átt jafn frábæran afa og eigum við eftir að sakna þín sárt. Við viljum þakka þér fyrir allt sem þú hefur gefið okk- ur með návist þinni, kennt af visku þinni og veitt af ást þinni. Amma og afi voru mjög samhent hjón sem höfðu verið gift í 58 ár og er missirinn mikill. Elsku amma, Guð gefi þér styrk til að takast á við sorgina sem fylgir því að missa lífs- förunautinn. Afi sá ekki sólina fyrir þér. Þið voruð stoð hvers annars og styrkur alla tíð. Elsku mamma, Sigríður, Kristín, Helgi og aðrir ættingjar. Guð styrki okkur öll því missirinn er sannarlega mikill. Minningin um góðan mann, elskulegan mann, um þig, Guðmund Kristinn Jónsson, mun lifa með okk- ur um ókomna tíð, aldur og ævi. Hvíl í friði, elskulegur afi okkar. Þín barnabörn, Guðlaug og Hannes. Elsku afi minn, ég sé lífið sem varðaða gönguleið. Nú stend ég við vörðu og lít til baka um farinn veg. Andlát þitt var búið að vera yfirvof- andi um nokkurt skeið. Þrátt fyrir að líkaminn væri farinn að gefa eftir sýndir þú úr hverju þú varst gerður. Ástin á konu þinni og fjölskyldu hélt í þér lífinu lengur en nokkur átti von á. Ég ætla í nokkrum línum að rekja hvernig maður Mummi afi minn var og hvaða áhrif hann hafði á mig. Hann var mikill fjölskyldumaður, fjölskyldan hafði algjöran forgang í hans lífi. Hann gaf sér alltaf tíma til að hlusta á mann og spjalla um hlut- ina. Hann var dugnaðarforkur, nat- inn og fylginn sér. Hann var hjálpsamur og um- hyggjusamur. Hús þeirra hjóna stóð ávallt opið þeim sem vildu koma til þeirra. Reyndar fannst mér eins og heimili þeirra væri oft líkt umferð- armiðstöð miðað við alla þá umferð af fjölskyldu og vinum sem heimsótti þau á degi hverjum. Mummi afi minn hallmælti aldrei nokkrum manni, hann bar virðingu fyrir sjálfum sér, þeim sem hann umgekkst og um- hverfi sínu. Hann gekk hinn svo kall- aða gullna meðalveg í lífinu. Mummi afi var maður sem ég leit upp til og ég mun alltaf hafa hans líf sem leið- arljós í mínu. Ég á margar skemmtilegar minn- ingar um afa minn. Ég man vel eftir honum þegar hann sótti mig stund- um í leikskólann á appelsínugula trukknum frá Rafmagnsveitunni. Mér hlýnar um hjartaræturnar þeg- ar ég minnist þess að horfa á kúreka- myndir með honum og Jóni Ólafi frænda. Hann var maður árrisull og hann átti það til að dotta í fjölskyldu- boðum, þá helst þegar hann sat á milli bræðra sinna. Hann var alltaf fyrstur að matarborðinu og seinast- ur frá því. Ekki það að hann borðaði svo mikið, heldur borðaði hann hægt. Í seinni tíð held ég reyndar að ástæðan fyrir þessu hafi verið að hann naut þess svo að sitja til borðs með sínu heimafólki sem lengst að hann vildi ekki skilja við. Elsku afi minn, þar sem ég geng nú aftur af stað í átt að næstu vörðu hugsa ég, hvað ég sakna þín og á eft- ir að gera það um ókomna framtíð. Guð geymi þig. Siggeir Vilhjálmsson. Afi hafði unun af James Bond. Í mínum huga var afi James Bond. Hann var ávallt pollrólegur, fínpúss- aður og mikið góðmenni í alla staði. Afi var þó ólíkur Bond að því leytinu til að hann gæti aldrei gert flugu mein, smakkaði ekki áfengi og drakk þar af leiðandi ekki Dry Martini og var giftur sömu konunni, Sesselju ömmu, í 58 ár sem var jafnframt eina konan í hans lífi. Ég man einhvern veginn alltaf eft- ir afa við stýrið, sitjandi virðulega í hvíta Subarunum sem flutti hann og fylgdarlið á milli staða, ólíkt Bond, ávallt á löglegum hraða. Hann sótti mig oft á mínum verstu gelgjuárum í skólann til að fara með mér og ömmu í Kringluna, þar sem hann rakti hverja búðina á fætur annarri með okkur, án þess að kvarta. Í dagslok fengum við okkur ávallt eitthvað gott bakkelsi enda áttum við afi það sameiginlegt að vera miklir sælker- ar. Ég minnist þess að þegar ég var yngri, voru ég og vinkona mín vanar að þreyta Ármúlann á Öskudaginn og syngja til að fá nammi að launum. Ármúlinn var óuppgötvuð gullkista, meðan aðrir voru að rífast upp nokkra hlaupkalla uppi í Kringlu, sátum við einar að góssinu í Ármúl- anum. Hápunkturinn í þessari skipu- lögðu nammisöfnun okkar var þegar við lögðum leið okkar að Rafmagns- veitunni á ári hverju, þar sem afi var að vinna. Hann var alltaf búinn að safna öllum vinnufélögunum saman sem neyddust til að hlusta á tvíradd- aðan söng okkar vinkvennanna og punga út nokkrum aurum og súkku- laðimolum. Rétt eins og góðum útsendara prýðir þá áttum við afi leynimerki. Það var sérstakt handtak þar sem nokkrum mismunandi handahreyf- ingum var smekklega raðað saman. Þó að afi hafi verið upp á það síðasta dálítið veikur, mundi hann ennþá leynilega handamerkið okkar og mun mér ávallt þykja vænt um það. Elsku afi, hvíldu í friði. Sesselja Guðmunda Vilhjálmsdóttir. Árið er 1960. Fjölskyldan mín er nýflutt frá Kanada til Íslands, nánar tiltekið að Dunhaga 18 í vesturbæ Reykjavíkur. Tilveran er köld og snauð hjá 10 ára gömlum dreng SJÁ SÍÐU 42 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 41 ✝ EDDA S. GEIRDAL, Miðvangi 41, Hafnarfirði, áður Jaðri, Bæjarsveit, andaðist á hjúkrunarheimilinu Sólvangi, Hafnarfirði, aðfaranótt þriðju- dagsins 5. nóvember. Útförin verður auglýst síðar. Aðstandendur. ✝ Eiginmaður minn, GUÐJÓN GUÐMUNDSSON, dvalarheimilinu Höfða, Akranesi, áður til heimilis í Stekkjarholti 5, er látinn. Útförin fer fram frá Akraneskirkju þriðjudaginn 12. desember kl. 14:00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Sjöfn Jóhannesdóttir og fjölskylda. ✝ Elskulegur faðir, tengdafaðir, afi og langafi, GÍSLI ÓLAFSSON fv. yfirlögregluþjónn á Akureyri, lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri mánudag- inn 4. desember. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju föstudaginn 15. desember kl. 13:30. Sigríður Gísladóttir, Einar S. Bjarnason, Eva Hrund Einarsdóttir, Árni Kár Torfason, Tinna Rún Einarsdóttir, Viðar Helgason, langafadóttir Hildur Sigríður Árnadóttir. ✝ Dóttir okkar, systir og barnabarn, SVANDÍS ÞULA ÁSGEIRSDÓTTIR, andaðist laugardaginn 2. desember. Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minn- ast Svandísar Þulu er bent á Barnaspítalasjóð Hringsins í síma 543 3724, í von um bata Nóna Sæs. Hrefna Björk Sigurðardóttir, Ásgeir Ingvi Jónsson, Nóni Sær Ásgeirsson, Pálmi Freyr Steingrímsson, Sigurður J. Pálmason, Auður Eysteinsdóttir, Sigríður Jónsdóttir, Hjalti Svanberg Hafsteinsson, Þóra Kristjánsdóttir, Jón Guðmundsson og aðrir aðstandendur. ✝ Ástkær bróðir minn, KARL VALUR ANDREASSON frá Hróbergi, Vestmannaeyjum, lést í Kaupmannahöfn að morgni þriðjudagsins 28. nóvember. Jarðsett verður í Danmörku. Rafn Andreasson. ✝ Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, STEFÁN V. ÞORSTEINSSON fyrrv. rafiðnfræðingur og kennari, Herjólfsgötu 40, Hafnarfirði, andaðist á gjörgæsludeild Landspítalans í Foss- vogi mánudaginn 4. desember. Erla Guðmundsdóttir, Inga Þóra Stefánsdóttir, Helga Björg Stefánsdóttir, Rögnvaldur Guðmundsson, Elfa Stefánsdóttir, Haraldur J. Baldursson, Víðir Stefánsson, Elín R. Sigurðardóttir, Magnús Hjörleifsson, barnabörn og barnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.