Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 25 AUSTURLAND Fjarðabyggð | Fjárhagsáætlun 2007 hefur verið tekin til fyrri umræðu hjá bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Sagði Helga Jónsdóttir bæjarstjóri, er hún mælti fyrir frumvarpi að áætluninni, að sveitarfélagið hefði búið sig undir fjölgun íbúa og fyr- irtækja með margvíslegum hætti. „Fjárfest hefur verið fyrir meira en 4 milljarða króna. Mannvirki hafa verið endurnýjuð og ný byggð; skól- ar, leikskólar, íþrótta- og tómstunda- mannvirki og svo má áfram telja. Land hefur verið deiliskipulagt, lóð- um úthlutað og þær gerðar bygging- arhæfar. Segja má að allt hafi verið lagt undir til að ekki standi á nauð- synlegum innviðum af hálfu sveitar- félagsins.“ Helga segir lítið hand- bært fé úr að spila á næsta ári, þá verði ýmis mannvirki sem fjárfest hefur verið í komin í rekstur af full- um þunga og lán sem tekin voru komin á gjalddaga. 5.000 íbúar í Fjarðabyggð 2007 Áætlað er að tekjur Fjarðabyggð- ar og stofnana nemi um 3,5 milljörð- um króna en gjöld um 3,1 milljarði króna. Til reksturs aðalsjóðs fara 98% skatttekna. Þá er áætlað að um 550 milljónir króna fari til fram- kvæmda. Reiknað er með að íbúum Fjarðabyggðar fjölgi verulega á árinu 2007 og þeir verði yfir 5.000 í lok árs. Fjöldi starfsmanna sem vinnur að byggingu álvers Alcoa Fjarðaáls á Reyðarfirði hefur um- talsverð áhrif á útsvarstekjur ársins 2007 líkt og á árinu 2006. Áhrif þeirra starfa fara þó minnkandi enda gert ráð fyrir að byggingu álvers verði lokið á síðari hluta næsta árs. Áætlun um tekjur af fasteignagjöld- um miðast við 10% hækkun fast- eignamats og óbreyttar álagningar- reglur. Að þessu samanteknu munu skatttekjur lækka lítillega á árinu 2007. Hækkun rekstrarútgjalda má að mestu leyti rekja til fjölgunar starfa í takt við fjölgun íbúa. Hækk- un rekstrargjalda samstæðunnar frá árinu 2006 nemur 271 milljón króna, þar af eykst launakostnaður um nærfellt 214 milljónir króna. Rekstr- arniðurstaða er áætluð jákvæð um rúmlega 45 milljónir króna í A-hluta og ríflega 3 milljónir króna í sam- stæðu.Veltufé frá rekstri verður 406 milljónir, fjárfestingar samstæðu um 550 milljónir nettó og afborganir langtímalána um 310 milljónir. Rýnt í tölur næsta árs eftir miklar fjárfestingar Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Áhrifavaldur Bygging álversins í Reyðarfirði og rekstur þess frá og með næsta ári mun hafa mikil áhrif á allan efnahag Fjarðabyggðar. Í HNOTSKURN »Fjarðabyggð hefur fjár-fest fyrir um 4 milljarða króna að undanförnu. Lítið handbært fé verður úr að spila á næsta ári. »Tekjur eru áætlaðar 3,5milljarðar króna en gjöld 3,1 milljarður. »Bæjarstjóri Fjarðabyggð-ar segir allt hafa verið lagt undir til að ekki stæði á nauð- synlegum innviðum af hálfu sveitarfélagsins vegna álvers. Seyðisfjörður | Laugardaginn 2. desember opnaði myndlistamað- urinn Haraldur Jónsson sýninguna Framköllun í Skaftfelli á Seyð- isfirði. Sýningin er unnið með Seyð- isfjörð í vetrarham í huga og ber hún þess skýr merki. Þá er nýlokið árlegu rithöfundakvöldi í Skaftfelli. Þar fluttu höfundarnir Einar Kára- son, Eiríkur Guðmundsson, Halldór Guðmundsson, Ingunn Snædal og Þórunn Valdimarsdóttir brot úr verkum sínum. Bistró Skaftfells mun verða opið um helgar í vetur. Ljósmynd/Skaftfell Listamannaþing Halldór Guðmundsson og Haraldur Jónsson. Skaftfell í vetrarham Neskaupstaður | Nú eru tæplega tveir mánuðir í verklok við endur- byggingu og endurnýjun Fjórðungs- sjúkrahússins í Neskaupstað (FSA), en miðað er við 1. febrúar 2007. Þá taka við innréttingar og upp- setning á tækjum og búnaði, þættir sem ekki eru inni í verkinu sjálfu. Eru það m.a. tæki í eldhús og matsal á 1. hæð, sjúkrarúm og annar bún- aður á hjúkrunardeild aldraðra á 2. hæð og búnaður og tæki fyrir end- urhæfingardeild á 3. hæð. Í nýbygg- ingu verður nýtt anddyri með lyftu, ásamt fræðslu- og fundarherbergj- um, skrifstofum, setustofum o.fl. Gert er ráð fyrir að nýtt og endur- byggt FSA verði formlega tekið í notkun í mars eða apríl 2007, en í janúar 2007 verða 50 ár frá því Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaup- stað hóf starfsemi sína. Endurnýjun lokið á hálfrar aldar afmæli Kirkjubæjarklaustur | Málþing um veiðihlunnindi í Skaftárhreppi verður haldið á Hótel Kirkjubæj- arklaustri í dag, kl. 15. Markmið málþingsins er að auka umræðu um tekjumöguleika landeigenda í Skaftárhreppi af fisk- og skotveiði. Flutt verða erindi um nýtingu veiðihlunninda í hreppnum, um uppbyggingu vatnakerfa og um aukið hagrænt gildi skotveiði- hlunninda. Málþingið er haldið í samstarfi Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Atvinnumálanefndar Skaft- árhrepps. Halda málþing um veiðihlunnindi í Skaftárhreppi LANDIÐ Selfoss | Staða barna með geðrask- anir og úrræði fyrir þau verða rædd á opnum málfundi á vegum Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í Selinu á Selfossi í dag klukkan 20. Frummælendur verða tveir sál- fræðingar, móðir barns með geð- raskanir og Atli Gíslason frambjóð- andi VG í Suðurkjördæmi. Á eftir verða umræður. Málfundur um geðraskanir Blönduós | Lögreglan á Blönduósi fékk nætursjónauka að gjöf frá KB banka á Blönduósi. Þrír galvaskir lögreglumenn komu í útibúið til að veita þessari gjöf móttöku úr hendi Auðuns Steins Sigurðssonar útibús- stjóra. Bankinn vildi með þessu sýna stuðning sinn í verki við ötult starf lögreglunnar og er skemmst að minnast að fyrir skömmu fékk lög- reglan á Blönduósi Umferðaljósið 2006 fyrir störf að umferðarörygg- ismálum. Til að auka enn afköst Blöndu- ósslögreglunnar ákvað KB banki á Blönduósi að færa henni nætursjón- auka að gjöf. Tækið er hægt að festa á höfuðið og „sjá eins og kött- ur í myrkrinu“, sagði Auðunn. Morgunblaðið/Jón Sigurðsson Framfarir Kristján Þorbjörnsson yfirlögregluþjónn mátar sjónaukann, Gunnar Sigurðsson lögreglumaður fylgist með af áhuga. Lögreglumenn sjá nú eins og kettir í myrkri Mývatnssveit | Verk- takafyrirtækið Sniðill í Mývatnssveit hefur verið sameinað Malar- vinnslunni á Egilsstöð- um og hverfur nú Snið- ill af sviðinu eftir umsvif í 37 ára starfi. Malarvinnslan hyggst vera áfram með öfluga starfsemi í Mývatns- sveit. Á árinu 1969 stofn- uðu nokkrir Mývetn- ingar verktakafyrir- tækið Sniðil og var framan af einkum sinnt byggingarframkvæmd- um en fljótlega bættust við starf- ræksla vélaverkstæðis og síðar vöru- flutningar til og frá Húsavík og Akureyri. Kísilgúrflutningar voru umfangs- mikill þáttur í rekstrinum hin seinni ár Kísiliðjunnar. Fóru til starfa á Austurlandi Fyrir um það bil ári keypti Mal- arvinnslan á Egilsstöðum fyrirtæk- ið. Eftir að Kísiliðjan hætti starfsemi fengum margir Mývetningar vinnu hjá Malarvinnslunni og voru um tíma 15 menn við störf hjá þeim á Austurlandi. Stefna Malarvinnsl- unnar er sú að halda uppi öflugri starfsemi í Mývatnssveit eftir því sem aðstæður gefa tilefni til. Framkvæmdastjóri Malarvinnsl- unnar í Mývatnssveit er Gunnar Bergmann Salómonsson. Sniðill hverfur af sviðinu eftir 37 ár Morgunblaðið/Birkir Fanndal Haraldsson Verk Gunnar Bergmann Salómonsson stýrir rekstri Malarvinnslunnar í Mývatnssveit.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.