Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 58
58 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ Sjáðu eina ógnvænlegustu mynd ársins óklippta í bíó ...ef þú þorir! Þeir eru að fylgjast með þér Þeir eru að elta þig Horfðu í augun á þeim Og þú ert orðinn sýktur Sýnd með íslensku og ensku tali DÝRIN TAKA VÖLDIN! - Miðasala í Smárabíó og Regnbogann - Engar biðraðir Frábær fjölskyldu- og gamanmynd sem kemur öllum í gott jólaskap Sími - 564 0000Sími - 462 3500 M.M.J. Kvikmyndir.com eeee V.J.V. Topp5.is eeee Blaðið eeee Þ.Þ. Fbl. eeee S.V. Mbl. Jólamyndin 2006 3 VIKUR Á TOPPNUM! 40.000 MANNS! 38.000 MANNS! Saw 3 kl. 8 og 10.15 B.i. 16 ára Casino Royale kl. 10 B.i. 14 ára Deck the Halls kl. 6 og 8 Mýrin Síðasta sýning kl. 6 B.i. 12 ára Casino Royale kl. 5, 8 og 10.30 B.i. 14 ára Casino Royale LÚXUS kl. 5 og 8 Hátíð í bæ / Deck the halls kl. 3.40, 5.50 og 8 Pulse kl. 10.20 B.i. 16 ára Borat kl. 6, 8 og 10 B.i. 12 ára Mýrin kl. 5.40 og 8 B.i. 12 ára Open Season m.ensku.tali kl. 3.50 Skógarstríð m.ísl.tali kl. 4 Brot af því besta“. Hin vinsæluupplestrarkvöld eru nú haldin í fimmta skipti í anddyri Borgar- leikhússins og eru því orðin fastur liður á aðventunni. Rithöfundar lesa upp úr verkum sínum og tónlistarmenn leika léttan jóladjass. Eymundsson selur bækur höfundanna á góðum kjörum. Allir velkomnir, aðgangur ókeypis. Skráning viðburðar í Staður og stund er á heimasíðu Morgunblaðsins, www.mbl.is/sos Skráning viðburða Leiksýningunni Best í heimi íIðnó verður framlengt. Fyrsta sýning eftir áramót verður laugar- daginn 13. janúar. Síðasta sýning- arhelgi fyrir jól er í dag 7. des., 8. des. og 9. des. Best í heimi er háðs- ádeila á íslenskt samfélag í dag. Gert er grín að þjóðarstolti Íslend- inga og varpað ljósi á spaugilegar aðstæður útlendinga við að fóta sig í nýju landi. Freyjukórinn, ásamt ungufólki úr Borgarfirði, verður með jólatónleika og skemmtun í Reykholtskirkju föstudaginn 8. desember kl. 20. Freyjukórinn, sem nú sam- anstendur af um 25 konum undir stjórn Zsuzsönnu Budai, mun halda jólaskemmtunina – Kátt er um jólin. Fjöldi jólalaga verður á dagskrá, m.a. verður fluttur nýr íslenskur jólatexti „Eitt lítið jólatré“ eftir Ásdísi Ingimarsdóttur, kennara í Grunnskólanum í Borgarnesi, í útsetningu Gunnars Ringsted og nýlegur jólatexti „Vísa á jólakvöldi“ sem þýddur er af Bjarna Guðmundssyni á Hvanneyri. Undirleikari Freyjanna verður Ástríður Haraldsdóttir. Fjöldi ungs fólks mun auk þess spila og syngja með Freyjunum. Fluttar verða örsögur og verður bryddað upp á fjölbreyttum undirleik þar sem fiðlur, trommur og ekki síst steinharpa Páls á Húsafelli fá að óma. Unnur Halldórsdóttir, hótelrekandi og hagyrðingur, kynnir dagskrána. Tónlist Café Paris | DJ Lucky spilar Soul, Funk og Reggí á Café Paris kl. 21.30. DOMO Bar | Hið gítarlausa tríó Scott’s McLemore mun flytja sína túlkun á tónlist bandaríska gítarleikarans Bill Frisell á fimmtudagskvöld, 7. des. kl. 21 á Domo bar, Þingholtsstræti 5. Tríóið skartar auk Scott’s á trommum, þeim Róberti Þór- hallssyni á bassa og Sunnu Gunnlaugs á 30 ára Wurlitzer rafpíanó. Grensáskirkja | Kirkjukór Grensáskirkju ásamt strengjasveit heldur tónleika í Grensáskirkju sunnudaginn 10. desember kl. 17. Á efnisskránni er Missa Brevis í B- dúr eftir Joseph Haydn ásamt fleiri verk- um. Einsöng og tvísöng syngja Ingibjörg Ólafsdóttir og Hellen Helgadóttir. Stjórn- andi er Árni Arinbjarnarson. Hafnarborg | Jólaveðurspá, hádegistón- leikar í Hafnarborg 7. desember kl. 12. Kurt Kopechy og Antonia Hevesi leika fjórhent á píanó. Fyrsta fimmtudag hvers mánaðar frá september til maí eru haldnir tónleikar í hádegistónleikaröð Hafnarborgar, menn- ingar- og listastofnunar Hafnarfjarðar. Ég man þau jól – Jólatónleikar 7. og 13. desember kl. 20. Flutt verða gömlu góðu amerísku jólalögin sem þekkt eru með Frank Sinatra, Bing Crosby, Tony Bennet, Mahailiu Jackson o.fl. í djass- og swing- útsetningum. Lög eins og White Cristmas, Christmas Song, Have yourself a merry little Christmas og mörg fleiri. Hallgrímskirkja | Jólatónlistarhátíð Hall- grímskirkju heldur áfram þegar Sigurður Flosason og Gunnar Gunnarsson flytja spuna um þekkt jólalög og jólasálma á saxófón og orgel fimmtudag 7. des. kl. 20. Tónleikarnir marka upphaf sálmadagskrár á 8 tónleikum á 25. starfsári Listvinafélags Hallgrímskirkju. Miðar: 1.500 kr. Jólatónlistarhátíð Hallgrímskirkju heldur áfram sunnudaginn 10. desember kl. 17 með tónleikum kammerkórsins Schola cantorum og Björns Steinars Sólbergs- sonar orgelleikara sem flytja aðventu- og jólasálma og sálmaforleiki eftir Johann Sebastian Bach. Stjórnandi: Hörður Ás- kelsson. Miðaverð: 1.500 kr. Langholtskirkja | Jólatónleikar Tónskóla Þjóðkirkjunnar verða í Langholtskirkju föstudaginn 8. des. kl. 18 og laugardaginn 9. des. kl. 12.30. Á fyrri tónleikunum verður orgelleikur, kórsöngur og einsöngur og á þeim síðari orgelleikur. Norræna húsið | VOX BOREALIS – Raddir norðursins halda jólatónleika í anddyri Norræna hússins fimmtudag 7. desember kl. 12.15. Kórinn syngur jólalög úr ýmsum áttum. Engin aðgangseyrir. Seltjarnarneskirkja | Tónleikarnir fim. 7. des. kl. 20. „Perlur Valgeirs Guðjónssonar“ í flutningi Con Spirito ásamt hljómsveit og einsöngvurum (Valgeiri Guðjóns, Eyjólfi Kristjáns, Eiríki Hrafnssyni, Heru Björg Jörgensdóttur og Bjarna Daníel Þorvalds- syni). Stjórnandi er Bragi Þór Valsson. Myndlist Art-Iceland.com | Gunnar S. Magnússon og Álfheiður Ólafsdóttir sýna verk sín af hjartans list. Opið er frá 12–18 virka daga og 12–16 á laugardögum. Artótek Grófarhúsi | Anna Hallin mynd- listarmaður sýnir teikningar og myndband á Reykjavíkurtorgi í Borgarbókasafni Tryggvagötu 15. Til áramóta. Nánar á www.artotek.is Aurum | Soffía sýnir teikningar sem eru til- raun höfundar til að vinna úr sjónrænum upplýsingum frá umhverfi og náttúru. Til 15. desember Bananananas | Hye Joung Park opnar sýn- inguna Einskismannsland 9. des. kl. 18. Hye er frá Suður-Kóreu en býr og starfar í Reykjavík og London, hún hefur í verkum sínum fengist við skynjun á tíma, rými og upplifun einstaklingsins á hlutskipti sínu. Café 17 (verslunin 17) | Mæja sýnir 20 ný málverk, flest eru lítil en hver mynd er ævintýri út af fyrir sig. Allir velkomnir. Café Mílanó | Ingvar Þorvaldsson er með málverkasýningu. Sýnd eru 10 ný olíu- málverk. Sýningin stendur til áramóta. DaLí gallerí | Magdalena Margrét Kjart- ansdóttir með sýningu á grafíkverkum sín- um til 17. des. Opið föst. og laug. kl. 14–18. Gallerí 100° | Sýning á myndlist í eigu Orkuveitu Reykjavíkur. Opið virka daga kl. 8.30–16. Gallerí BOX | Rannveig Helgadóttir með sýninguna Musteri til 7. des. Opið fimmtud. og laugard. kl. 14–17. Gallerí Lind | Sigurrós Stefánsdóttir er listamaður desembermánaðar í Gallerí Lind, Bæjarlind 2, Kópavogi. Til 8. des. Gallerí Stígur | Nú stendur yfir myndlistar- sýning Auðar Ingu Ingvarsd. til 10. desem- ber og er opin þriðjud.–föstud. frá kl. 13–18 og laugardaga frá kl. 11–16. Gallerí Sævars Karls | Myndlistarmaður- inn Gunnar S. Magnússon sýnir ljósmyndir sem hann hefur tekið af fólki á ferð um miðborgina undanfarin ár. Sýningin stend- ur til 7. desember. Gallery Turpentine | Jólasýning Gallery Turpentine „… eitthvað fallegt“. er sam- sýning með listamönnum gallerísins auk gesta. Til 18. des. Opið er sem hér segir: þri.–fös. kl. 12–18, lau. kl. 12–16. Gerðuberg | Gerðuberg á í safni sínu um 1.000 listaverk eftir börn sem unnin voru í listsmiðjunum Gagn og Gaman sem starf- ræktar voru sumrin 1988–2004. Fyrirtæki og stofnanir geta fengið leigð verk úr safn- inu til lengri eða skemmri tíma. Sýning á myndskreytingum í íslenskum barnabókum 2006. Sýningin stendur til 21. janúar 2007. Tekið er á móti 8 ára skóla- börnum í samstarfi við Borgarbókasafnið. Gerðuberg | Hugarheimar – Guðrún Bergs- dóttir sýnir útsaum og tússteikningar. Ein allsherjar sinfónía fjölskrúðugra lita og for- ma; eins og íslensk brekka þakin berjum að hausti eða brúðarklæði frá Austurlöndum. Verk Guðrúnar vitna um hina óheftu tján- ingu sem sprettur fram úr hugarheimi hennar. Sýningarnar standa til 21. janúar. Sjá www.gerduberg.is. Hafnarborg | Ljósmyndarinn Spessi til 30. desember. Verkin eru úr væntanlegri bók sem mun bera titilinn „Locations“. Hafnarborg | Sigrún Guðjónsdóttir, Rúna, með sýningu í Sverrissal og Apóteki. Á sýningunni verða steinleirsmyndir og verk unnin á pappír með akrýl, olíukrít, pastel og bleki. Hjá Marlín | Birgir Breiðdal, Biggi, sýnir til 23. desember. Hrafnista Hafnarfirði | Ellen Bjarnadóttir sýnir í Menningarsal til 8. janúar. Jónas Viðar Gallerí | Kristinn G. Jóhanns- son sýnir grafík. Opið föstudaga og laugar- daga 13–18. Heimasíða www.jvs.is Kaffi Sólon | Elena Fitts sýnir málverk á Sólon. Verkin eru unnin með olíu á striga. Elena fæddist 1984 í Úkraínu, byrjaði að teikna mjög ung. Til 5. janúar. Listasafn Einars Jónssonar | Lokað í des- ember og janúar. Höggmyndagarðurinn við Freyjugötu er alltaf opinn. Listasafnið á Akureyri | Yfirlitssýning á verkum Drafnar Friðfinnsdóttur (1946– 2000). Sýningarlok 17. desember. Opið alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Listasafn Reykjavíkur, Hafnarhús | Bandarísk list á þriðja árþúsundinu. Margir af fremstu listamönnum Bandaríkjanna, sem fæddir eru eftir 1970, eiga verk á sýn- ingunni. Listasalur Mosfellsbæjar | Nú stendur yfir sýning á verkum Ólafar Oddgeirsdóttur í Listasal Mosfellsbæjar. Ber sýningin yf- irskriftina „Táknmyndir“ og stendur til 9. des. Opið er frá 12–19 virka daga og frá kl. 12–15 laugardaga. Norræna húsið | Sýningin Exercise in To- uching, Æfing í að snerta, er opin alla daga nema mánudaga kl. 12–17. Sýnd eru verk Borgny Svalastog sem eru unnin í ýmsa tækni. Sýningin stendur til 17. desember. Ófeigur listhús | Skólavörðustig 5. Mál- verkasýning Ómars Stefánssonar. Sýningin stendur til áramóta og er opin á verslunar- tíma. Skaftfell | Haraldur Jónsson sýnir í Skaft- felli, menningarmiðstöð á Seyðisfirði. Bjargey Ólafsdóttir sýnir vinnuteikningar; „ég misti næstum vitið“ á Vesturveggnum. Til 23. des. www.skaftfell.is Þjóðminjasafn Íslands | Á Veggnum í Þjóð- minjasafninu stendur yfir jólasýning með myndum tvíburabræðranna Ingimundar og Kristjáns Magnússona. Myndirnar fanga anda jólanna á sjöunda áratugnum. Margt í þeim ætti að koma börnum í jólaskap og fullorðna fólkið þekkir þar vafalaust hina sönnu jólastemningu bernsku sinnar. Í Myndasal Þjóðminjasafnsins eru til sýnis þjóðlífsmyndir úr safni hins þjóðþekkta Guðna Þórðarsonar í Sunnu, blaðamanns, ljósmyndara og ferðamálafrömuðar. Mynd- irnar tók hann við störf og ferðalög á tíma- bilinu 1946–60. Þær eru eins og tímasneið frá miklu umbrotaskeiði í sögu þjóðarinnar. Í Bogasal Þjóðminjasafnsins stendur yfir sýning á útsaumuðum handaverkum list- fengra kvenna frá fyrri öldum. Sýningin byggist á rannsóknum Elsu E. Guðjónsson textíl- og búningafræðings. Myndefni út- saumsins er fjölbreytt, m.a. sótt í Biblíuna og kynjadýraveröld fortíðarinnar. Söfn Borgarskjalasafn Reykjavíkur | Nú stend- ur yfir á Bókatorgi í Grófarhúsi, Tryggva- götu 15, 1. hæð, sýningin „… hér er hlið him- insins“ sem Borgarskjalasafn Reykjavíkur vann í tilefni af 20 ára vígsluafmæli Hall- grímskirkju. Sýningin er opin virka daga kl. 11–19 og um helgar kl. 13–17. Aðgangur ókeypis, allir velkomnir. Til 7. jan. Landsbókasafn Íslands, Háskólabókasafn | Í spegli Íslands er lítil sýning í forsal þjóð- deildar safnsins. Þar er sagt frá ferðasög- um til Íslands í gegnum aldirnar. Sú þrá að þekkja og nema … Sýning til heiðurs Jónas Jónassyni frá Hrafnagili – 150 ára minning. Jónas var prestur, rithöf- undur, þýðandi og fræðimaður, eins og verk hans Íslenskir þjóðhættir bera vott um. Sýningin spannar æviferil Jónasar. Upp á Sigurhæðir – Matthías Jochumsson var lykilmaður í þjóðbyggingu 19. aldar. Menn þekkja best sálmana, þjóðsönginn og Skugga-Svein, en skáldpresturinn sá eftir sig 28 bækur, þar af 15 frumsamdar. Sýn- ingin stendur yfir til 31. desember. Sjá heimasíðu safnsins www.landsbokasafn.is Myntsafn Seðlabanka og Þjóðminjasafns | Í húsnæði Seðlabankans að Kalkofnsvegi 1 hefur verið sett upp ný yfirlitssýning á ís- lenskum gjaldmiðli og öðru efni í eigu safnsins. Þar er einnig kynningarefni á margmiðlunarformi um hlutverk og starf- semi Seðlabanka Íslands. Gengið er inn um aðaldyr bankans frá Arnarhóli. Aðgangur er ókeypis. Sýningin er opin mán.–fös. kl. 13.30–15.30. Norska húsið í Stykkishólmi | Í Norska húsinu er jólastemningin allsráðandi og húsið er skreytt hátt og lágt. Heimsókn í Norska húsið á aðventunni er sannkallað ævintýri fyrir börn á öllum aldri og ógleym- anleg upplifun á aðventunni. Í krambúð hússins er jólakrambúðarstemning og boð- ið er upp á heitan epladrykk og piparkökur. Til 23. des. Þjóðminjasafn Íslands | Skoðunarferð um grunnsýningu Þjóðminjasafnsins er ævin- týralegt ferðalag gegnum 1200 ár sem hefst í skipi landnámsmanna og lýkur í flughöfn nútímans. Fjölbreyttar sýningar, fræðsla og leikir fyrir alla fjölskylduna. Skemmtileg safnbúð og notalegt kaffihúss. Opið alla daga nema mánudaga kl. 11–17. Bækur Borgarbókasafn Reykjavíkur – Kringlu- safn | Brot af því besta. Fimmtudags- kvöldið 7. des. kl. 20 í anddyri Borgarleik- hússins. Upplestur og léttur jóladjass. Rithöfundarnir Árni Björnsson, Ingunn Snædal, Óskar Árni Óskarsson, Stefán Máni, Steinar Bragi og Þórunn Erlu Valdi- marsdóttir lesa úr nýjum verkum sínum. Skemmtanir Reykholtskirkja | Freyjukórinn, ásamt ungu fólki úr Borgarfirði, verður með jóla- tónleika í Reykholtskirkju 8. des. kl. 20. Frumfluttur verður nýr jólatexti „Eitt lítið jólatré“ eftir Ásdísi Ingimarsdóttur í út- setningu Gunnars Ringsted og „Vísa á jóla- kvöldi“, texti þýddur af Bjarna Guðmunds- syni á Hvanneyri. staðurstund Leiklist Best í heimi í Iðnó Bækur Brot af því besta Tónlist Kátt er um jólin! – Freyjukórinn í Reykholtskirkju
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.