Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 22
22 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MENNING Stofnfjárútboð SPRON A RG U S / 06 -0 68 0 Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis býður út 4.500.000.000 nýja stofnfjárhluti. Farið er með útboðið skv. reglum um almennt útboð verðbréfa, þótt núverandi stofnfjáreigendur eigi forgangsrétt til áskriftar að hinum nýju stofnfjárhlutum. Útboðstímabilið er 7. - 21. desember 2006 og fellur áskrift í eindaga 28. desember 2006. Verð hvers stofnfjárhlutar er kr. 2,04699 og er heildarverðmæti útboðsins því kr. 9.211.455.000. Heildarnafnverð stofnfjár fyrir hækkunina er kr. 5.000.000.000 og verður eftir hækkunina kr. 9.500.000.000 að því gefnu að allt seljist. Nafnverð nýrra stofnfjárbréfa er kr. 4.500.000.000. Umsjónaraðili útboðsins er Sparisjóður Reykjavíkur og nágrennis og má nálgast útboðslýsingu og önnur gögn sem útboðinu tengjast á heimasíðu SPRON www.spron.is og í útibúum hans frá og með 7. desember 2006. Sparisjóðsstjórn Í KVÖLD klukkan 20 verða haldnir tónleikar í Seltjarnar- neskirkju undir heitinu „Perlur Valgeirs Guðjónssonar“. Þar flytja Con Spirito ásamt hljóm- sveit og einsöngvurum tónlist Valgeirs frá ýmsum tímabilum: Stuðmannalög, kvikmynda- tónlist, lög af sólóplötum tón- skáldsins og síðast en ekki síst tónlist sem Valgeir samdi við ljóð Jóhannesar úr Kötlum. Valgeir syngur sjálfur nokkur lög á tónleik- unum en aðrir einsöngvarar eru Eyjólfur Krist- jánsson, Eiríkur Hrafnsson, Hera Björg Jörg- ensdóttir og Bjarni Daníel Þorvaldsson. Tónleikar Perlur Valgeirs í Seltjarnarneskirkju Valgeir Guðjónsson KURT Kopechy og Antonia Hevesi leika fjórhent á píanó á hádegistónleikum Hafnar- borgar klukkan 12 í dag. Nefn- ast tónleikarnir því forvitnilega nafni „Náttúran og fjármál“. Kurt Kopecky hefur skipað sér fastan sess í íslensku tón- listarlífi auk þess að vera eftir- sóttur undirleikari og söng- kennari. Hann er fæddur í Austurríki og stundaði nám í píanóleik frá unga aldri. Antonia Hevesi hefur verið listrænn stjórnandi og umsjónarmaður hádegistónleikanna frá upp- hafi. Hádegistónleikar Fjórhent í Hafnarborg Kurt Kopecky SÍÐARI aðventu- og jóla- tónleikar Kammerkórs Hafnarfjarðar verða haldnir í kvöld klukkan 20 í Hásölum. Líkt og undanfarin ár verður sköpuð afslappandi og róleg kaffihúsastemning með kerta- ljósum og hátíðlegum söng. Í hléi munu kórfélagar svo bjóða tónleikagestum upp á kaffi og konfekt. Gestir Kammerkórsins á að- ventu- og jólatónleikunum að þessu sinni eru Giss- ur Páll Gissurarson tenór og Ástríður Alda Sig- urðardóttir píanóleikari. Stjórnandi kórsins er Helgi Bragason. Kórtónleikar Kórtónlist, kaffi og konfekt í Hásölum Gissur Páll Gissurarson SÖNGKONAN Mary J. Blige vann alls til níu verðlauna á ný- afstaðinni Bill- board-verðlauna- hátíð, sem hald- in var í Banda- ríkjunum síðast- liðið mánudags- kvöld. Hún fékk meðal annars verð- laun sem besta r&b söngkonan auk þess sem plata hennar The Breaktrough og lagið „Be Without You“ þóttu skara fram úr á sviði r&b tónlistar. Hinn ungi Chris Brown var bæði valinn nýliði ársins sem og listamaður ársins og söngvari árs- ins. Plata ársins var Some Hearts með Carrie Underwood, sem sigr- aði í American Idol á sínum tíma, en platan var einnig valin kántrý- plata ársins. Heiðursverðlaunahafi hátíðar- innar að þessu sinni var söngv- arinn Tony Bennett. Hinn áttræði söngvari gaf á dögunum út safn- plötu sem inniheldur marga af hans þekktustu dúettum í gegnum tíðina og er platan þegar orðin sú mest selda á ferli hans. Á plötunni syngur hann meðal annars með Börbru Streisand og Stevie Wonder. Mary J. Blige sigursæl Billboard-tónlistar- verðlaunin afhent Mary J. Blige GALLERÍ i8 í Reykjavík tekur öðru sinni þátt í liststefnunni Art Basel Miami Beach sem fer fram 7.–10. desember. Það þykir hverju galleríi mikill vegsauki að komast inn á þessa frægu liststefnu og þar geta opnast ómetanleg tækifæri fyrir listamenn sem galleríin hafa á sínum snærum. Guðný Magnúsdóttir hjá i8 segir að hin alþjóðlega liststefna á Miami Beach í Flórída sé systur- stefna Art Basel liststefnunnar í samnefndri borg í Sviss. Hún er tal- in mikilvægasta liststefna heimsins síðastliðin 37 ár. Art Basel Miami Beach er sögð ný gerð menningar- viðburðar þar sem saman fer alþjóð- leg listsýning ásamt ýmsum sér- hæfðari sýningum, veisluhöldum og laustengdum menningarviðburðum eins og t.d. tónlistaruppákomum, kvikmyndum, arkitektúr og hönnun. Sýningarstaðurinn er í hinu fagra Art Deco-hverfi borgarinnar skammt frá sjálfri ströndinni og helsta hótel- og veitingastaðahverfi borgarinnar. Á Art Basel Miami Beach er 200 af fremstu listagallerí- um frá Norður-Ameríku, Suður- Ameríku, Evrópu, Afríku og Asíu boðið og kynnt eru verk eftir yfir 1.500 listamenn sem gerð eru á 20. og 21. öldinni. Bæði er um að ræða verk þekktra listamanna sem og verk listamanna sem hafa vakið athygli upp á síð- kastið. Þriðja liststefnan á árinu „i8 hefur tekið þátt í liststefnum síðastliðin átta ár. Aðallega hefur verið farið á listmessuna í Brussel og einu sinni hefur i8 tekið þátt í list- stefnunni í Basel, sem er aðalvett- vangur listkynningar í heiminum. Það er afar erfitt að komast inn á þá liststefnu því það eru líklega öll gall- erí í heiminum sem taka sig alvar- lega sem reynast að komast þar inn. Art Basel á Miami Beach er eins konar útibú frá Art Basel í Sviss og þetta er í annað sinn sem i8 tekur þátt í þeirri liststefnu,“ segir Guðný. Guðný segir að þetta sé þriðja liststefnan sem i8 tekur þátt í á þessu ári. Hinar voru liststefnan í Brussel og Paris Photo, ljósmynda- stefnan. Hún segir að þarna fari fram sala á verkum viðkomandi listamanna og tengslamyndun. „Inn- kaupastjórar safna og safnarar hvaðanæva úr heiminum mæta á liststefnurnar og leita eftir lista- mönnum og skoða það sem nýtt er. Að þessu leyti til eru liststefnurnar mjög mikilvægar fyrir listamennina og galleríin og í sjálfu sér einnig listalífið í heild sinni því þetta er sá vettvangur þar sem listamenn eru gjarnan uppgötvaðir. Það hefur til að mynda reynst íslenskum lista- mönnum mjög vel að vera þátttak- endur í liststefnunum í gegnum gall- erí i8.“ Þeir sem i8 kynnir í Art Basel Miami eru Ragnar Kjartansson, Katrín Sigurðardóttir, Hreinn Frið- finnsson, Birgir Andrésson, Hrafn- kell Sigurðsson, Gabríela Friðriks- dóttir, Roni Horn frá Bandaríkjun- um, Þjóðverjinn Karin Sander og Bretinn Hannes Fulton. Myndlist | Art Basel Miami i8 tekur þátt í liststefnunni Í HNOTSKURN »Gallerí i8 tók þátt í ParisPhoto liststefnunni fyrir rúmri viku. »Á Paris Photo var sérstökáhersla lögð á ljósmyndir norrænna ljósmyndara. »Gallerí i8 kynnti þar ljós-myndarann Hrafnkel Sig- urðsson. Liststefna Verkið Scandinavian Pain eftir Ragnar Kjartansson. Eftir Guðjón Guðmundsson gugu@mbl.is AÐSTANDENDUR Stúdentakjall- arans eru þessa dagana áhyggju- fullir yfir framtíð staðarins sem á síðustu misserum hefur fest sig rækilega í sessi hvað tónleikahald og aðrar viðlíka uppákomur varðar. Í fréttatilkynningu, sem barst frá rekstraraðilum, segir að skuggi óvissu liggi nú yfir rekstrinum í ljósi fyrirhugaðrar starfsemi Háskóla Ís- lands á svonefndu Háskólatorgi sem nú er verið að byggja en svo virðist sem í nýju skipulagi sé ekki reiknað með Stúdentakjallaranum. „Það rými sem hefur verið skapað innan lágra veggja Stúdentakjallarans er þrungið sögu, merkingu og mik- ilvægi. Tónlistarmenn, ljóðskáld, rit- höfundar og aðrir listamenn hafa einmitt á þessum stað getað átt óformlegar sam- ræður við Há- skólasamfélagið og þá sem hafa viljað taka þátt í samræðunni. Það menningartorg sem Stúdentakjallarinn hefur verið í gegnum árin er ekki á nokkurn hátt lítilvægara en hið væntanlega Há- skólatorg.“ Er skorað á hlutaðeig- andi aðila til að virða nauðsyn þess að Stúdentakjallarinn geti haldið starfsemi sinni áfram. Stúdentakjallaranum mögulega lokað Biðla til Háskólans Stúdentakjallarinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.