Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 4
4 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Örnu Schram arna@mbl.is GILDISTÖKU þrjú hundruð þúsund kr. frítekjumarks vegna atvinnu- tekna örorkulífeyrisþega verður flýtt, þannig að hún taki gildi hinn. 1. janúar nk. Þessi og fleiri breytingar voru kynntar í gær á sameiginlegum blaðamannafundi fjármálaráðherra, Árna M. Mathiesen og heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Sivjar Frið- leifsdóttur. Í síðasta mánuði kynntu ráðherrarnir breytingar á gildistöku 300 þúsund kr. frítekjumarks vegna atvinnutekna ellilífeyrisþega, þ.e. þeirri gildistöku verður einnig flýtt til 1. janúar nk. Að óbreyttu hefðu tillögur um frí- tekjumörkin tekið gildi á árinu 2009 og 2010, en um þær er fjallað í frum- varpi um almannatryggingar sem nú er til meðferðar á Alþingi. Tillögurn- ar sem ráðherrarnir kynntu í gær, og samþykktar hafa verið í ríkisstjórn, fela í sér breytingar á því frumvarpi. Ráðherrarnir leggja einnig til að elli- og örorkulífeyrisþegar geti dreift fjármagnstekjum og tekjum af séreignarlífeyrissparnaði sem greiddur er út í einu lagi, á allt að tíu ár, til þess að draga úr skerðingu bóta frá Tryggingastofnun ríkisins. Kostnaður allra þeirra tillagna, sem kynntar voru í gær, er um 1,5 milljarðar króna á næstu þremur ár- um, að því er fram kom á fundinum. Þar af falla um 273 milljónir á næsta ári. Að sögn fjármálaráðherra rúm- ast sú upphæð innan fjárlaga næsta árs, þ.e. innan þess ramma sem Tryggingastofnun ríkisins hefur til ráðstöfunar. Frumvarpið um almannatrygging- ar, sem er nú til meðferðar hjá heil- brigðis- og trygginganefnd þingsins, var lagt fram af Siv Friðleifsdóttur í haust, í framhaldi af samkomulagi stjórnvalda og Landssambands eldri borgara um breytingar á lífeyris- greiðslum elli- og örorkulífeyrisþega. Tillögurnar sem kynntar voru í gær eru ýmist viðbótartillögur við það frumvarp eða tillögur um að ein- stökum ákvæðum frumvarpsins verði flýtt. Auk fyrrgreindra tillagna leggja ráðherrarnir m.a. til að elli- og örorkulífeyrisþegar geti valið á milli 300 þúsund kr. frítekjumarks at- vinnutekna og þess að láta 60% at- vinnutekna koma til skerðingar við útreikning tekjutryggingar. Þá er lagt til að flýtt verði gild- istöku ákvæða um aðgreiningu á tekjum maka og lífeyrisþega um tvö ár, þ.e. hluti tekur gildi 1. janúar nk. og hluti árið á eftir. Þessi aðgreining miðast við að draga úr áhrifum tekna maka á bótagreiðslum lífeyr- isþega. Siv sagði að þessar tillögur, sem og þær tillögur sem fram koma í al- mannatryggingafrumvarpinu, feli í sér samtals 28 milljarða aukaútgjöld til lífeyrisþega á næstu fjórum árum. „Það mun líklega engin ríkisstjórn hafa burði til þess að gera þvílíkt og annað eins í þessum málaflokki á næstu árum. Ég er því mjög stolt af því að henni skuli takast það núna að færa þessar kjarabætur til þessara tveggja hópa,“ sagði Siv. Gildistöku frítekjumarks örorku- lífeyrisþega flýtt til 1. janúar nk. Lagt til að lífeyrisþegar geti dreift m.a. fjármagnstekjum á allt að tíu ár til þess að draga úr skerðingu bóta Morgunblaðið/RAX Nýjar tillögur Fjármálaráðherra og heilbrigðisráðherra kynntu breyt- ingar á almannatryggingafrumvarpinu í kringlu Alþingis í gær. UNGUR fálki settist að feng sínum á Lækjartorgi í gær og lét vegfarendur ekki spilla matarlystinni. Ólafur K. Nielsen, fuglafræðingur, sagði við mbl.is að þetta benti til þess að fálkinn hefði verið aðframkominn af hungri. Á veiðum í miðbænum Morgunblaðið/RAX „VIÐ fögnum þessari ákvörðun,“ sagði Sigursteinn Másson, formaður Öryrkjabandalags Íslands, um frum- varpið sem kynnt var í gær. Hann sagði að heilbrigðisráðherra hefði hringt í sig og kynnt sér frumvarpið. Sigursteinn taldi að í frumvarpinu væru tekin mjög mikilvæg skref í rétta átt. Hann nefndi t.d. hvata í al- mannatryggingakerfinu til atvinnu- þátttöku. Einnig að skilja ætti á milli tekna lífeyrisþega og maka, fyrr en áður var ætlunin. Þá nefndi hann að mikilvægt væri að öryrkjar fengju frítekjumark líkt og aldraðir. Sigursteinn sagði orðið mjög brýnt að endurskoða almannatrygg- ingakerfið með sérstöku tilliti til líf- eyrisgreiðslna. Þrátt fyrir þetta ánægjulega skref blasti við að kerfið yrði enn flóknara en það var og við stæðum frammi fyrir illskiljanlegu almannatryggingakerfi. ÖBÍ hefur ritað formönnum stjórnmálaflokka og óskað eftir að skipuð verði nefnd til að fara í það verkefni ásamt viðkomandi heildar- samtökum aldraðra og öryrkja. Jólagjafastíll á frumvarpinu Ólafur Ólafsson, formaður Lands- sambands eldri borgara, sagði að hann hefði aðeins heyrt af frumvarp- inu í gegnum fjölmiðla og síma. Af því að dæma sagði hann að sér sýnd- ist að hér væri um jólagjafir að ræða til aldraðra og öryrkja. „Við eigum eftir að skoða þetta betur. Okkur sýnist þetta vera í jóla- gjafastíl,“ sagði Ólafur. Hann nefndi að með þessu frumvarpi opnuðust ýmsir möguleikar. Það væri til bóta að skilja á milli tekna maka og lífeyr- isþega. Eins hefðu öryrkjar átt að eiga rétt á frítekjumarki, eins og nú væri viðurkennt. Mikilvæg skref að mati ÖBÍ Snertir eldri borgara og öryrkja AÐALATRIÐIÐ er að tryggja góða þjónustu Landspítalans, þar á meðal að taka inn þau lyf sem við teljum faglega rétt að taka inn,“ segir Siv Friðleifsdóttir heilbrigðisráðherra um fjögur ný og dýr krabbameinslyf hjá Landspítala – háskólasjúkra- húsi. Nú þegar hafa þrjú lyfjanna verið tekin í notkun að sögn Jóhann- esar Gunnarssonar lækningafor- stjóra og fjórða lyfið bíður af- greiðslu. Að sögn Sivjar þarf að meta ný og dýr lyf með tilliti til gagnsemi þeirra, aukaverkana og annarra slíkra at- riða. „Það er mjög mikilvægt að ný lyf séu öflug og án aukaverkana,“ segir hún. „Nú er staðið mun faglegar en áð- ur að notkun s-merktra lyfja, þ.e. hinna dýru og mikilvægu lyfja. Deild lyfjamála á LSH, þar sem starfa yf- irlæknir og lyfjafræðingur, yfirfara í samráði við lyfjanefnd spítalans allar nýjar beiðnir og umsóknir um ný lyf. Það er bæði eðlilegt og bráðnauð- synlegt að slíkt ferli sé til staðar. Við höfum náð framúrskarandi ár- angri í heilbrigðisþjónustunni á sviði krabbameinslækninga eins og öðru og við viljum viðhalda þeim góða ár- angri. Þess vegna er verið að taka þessi nýju lyf í notkun.“ Dýr lyf en mikil lífsgæði fást í staðinn Siv segir að lyfin muni kosta tölu- verða fjármuni, eða 350 milljónir króna á næsta ári, „en í staðinn fást auðvitað mikil lífsgæði fyrir ákveðna einstaklinga,“ segir Siv. Um er að ræða lyfin sunitinib og sorafenib til að halda nýrnakrabbameini í skefj- um og herseptin gegn brjósta- krabbameini en tekið skal fram að þar er um að ræða áður þekkt lyf en með breyttri ábendingu um notkun. Fjórða lyfið er erlotinib gegn vissri tegund lungnakrabbameins en það er fjórða nýja lyfið sem bíður af- greiðslu. Um fimm sjúklingar þurfa það lyf árlega. Ný krabbameinslyf á LSH fyrir 350 milljónir Í HNOTSKURN » Samkvæmt upplýsingumsem Landspítali – háskóla- sjúkrahús hefur látið heil- brigðisráðherra í té er fjöldi sjúklinga, sem lyfin eru ætluð, á bilinu 60–80. » Um er að ræða lyfin sun-itinib og sorafenib til að halda nýrnakrabbameini í skefjum og herseptin gegn brjóstakrabbameini auk er- lotinib sem notað er við smá- frumulungnakrabbameini. Kröfur 435 millj- ónir króna Gjaldþrot Frétta- blaðsins ehf. LOKIÐ er skiptum á þrotabúi Fréttablaðsins ehf., Seltjarnarnesi. Það var tekið til gjaldþrotaskipta í nóvember 2002. Samkvæmt frétt Viðskiptablaðsins lauk skiptum 21. nóvember síðastliðinn. Úr þrotabúinu greiddist tæplega 4,1 milljón króna upp í forgangs- kröfur og var sú fjárhæð greidd Ábyrgðasjóði launa 18. nóvember 2005. Ekkert greiddist upp í al- mennar kröfur. Lýstar kröfur námu samtals tæplega 435 milljónum króna. Þar af voru forgangskröfur tæpar 102 milljónir króna en almennar kröfur voru tæpar 333 milljónir, auk áfallinna vaxta og kostnaðar eftir úrskurðardag gjaldþrota- skipta.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.