Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 57
dægradvöl
Heppnir fá þá eitthvað fallegt...
STAÐAN kom upp á helgarmóti sem
fór fram fyrir skömmu í Wolvega í Hol-
landi. Heimamaðurinn Jan Timman
(2565) hafði hvítt gegn þýska stór-
meistaranum Robert Huebner (2612).
14. Bxh6! gxh6 15. De5! hvítur hótar
nú Hd4-g4+ og til að verjast því þarf
svartur að eyða dýrmætum tíma.
15. … Db6 16. Hh4 Hd8 17. Hxh6 Kf8
18. Dg3! hvítur stendur nú til vinnings.
18. … Ke8 19. Re5 Dc7? 20. Bb5+ Kf8
og svartur gafst upp um leið enda verð-
ur hann mát eftir 21. Hh8+.
Lokastaða mótsins varð þessi:
1. Loek Van Wely (2676) 4½ vinning
af 5 mögulegum.
2. Artúr Júsupov (2600) 3 v.
3.–4. Jan Timman (2565) og
Robert Huebner (2612) 2½ v.
5. Vlastimil Hort 1½ v. (2501)
6. Jan Werle 1 v. (2551)
SKÁK
Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is
Hvítur á leik.
Dularfullt spil.
Norður
♠653
♥G82
♦KDG32
♣73
Vestur Austur
♠KD84 ♠G97
♥Á105 ♥D764
♦1087 ♦95
♣Á95 ♣D1064
Suður
♠Á102
♥K93
♦Á64
♣KG82
Suður spilar 3G og fær út spaða-
drottningu.
Cohen og Berkowitz hafa oft spilað
betri vörn. Þeir voru í AV gegn 3G Jón
Baldurssonar í Keohane-keppninni á
Hawaii. Cohen vakti á Precision-tígli í
vestur, Berkowitz svaraði á einu hjarta
og Jón doblaði. Cohen redoblaði til að
sýna þrílit í hjarta og sú sögn gekk til
Jóns, sem sagði 1G. Þorlákur Jónsson
túlkaði grandið sem 18–19 punkta í
stöðunni og stökk í 3G! Út kom spaða-
drottning og Berkowitz lét gosann
undir – reiknaði greinilega með KD10x
hjá makker. Jón dúkkaði og fékk spaða
upp í Á10 í næsta slag. Hann fór inn í
borð á tígul og spilaði laufi á gosann,
sem vestur drap með ás og hreinsaði
spaðann. Átta slagir mættir og Jón
fékk þann níunda í lokastöðunni með
því að spila hjartagosa úr borði og
„svína“ þegar austur lagði ekki á.
BRIDS
Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is
Sudoku
Miðstig
Lausnir síðustu Sudoku
Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com
Frumstig Miðstig Efstastig
Frumstig
© Puzzles by Pappocom
Þrautin felst í því að fylla út í reitina
þannig að í hverjum 3x3-reit birtist
tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig
að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt
birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má
tvítaka neina tölu í röðinni.
Efstastig
Krossgáta
Lárétt | 1 snjáldur,
4 knöttur, 7 minnast á,
8 sviku, 9 óhróður,
11 magurt, 13 hugboð,
14 nói, 15 gaffal, 17 at-
laga, 20 blóm, 22 skóflar,
23 rík, 24 ljúka, 25 ljóma.
Lóðrétt | 1 glatar, 2 ýl,
3 svelgurinn, 4 fjöl, 5 er
til, 6 kona Braga, 10 urg,
12 verkur, 13 á litinn,
15 þegjandaleg, 16 votan,
18 dreg í efa, 19 seint,
20 dysja, 21 landspildu.
Lausn síðustu krossgátu
Lárétt: 1 hrákadall, 8 lúkan, 9 tefja, 10 nót, 11 merja,
13 unaðs, 15 glaða, 18 smátt, 21 lét, 22 grand, 23 arfur,
24 hlunnfara.
Lóðrétt: 2 ríkur, 3 kenna, 4 duttu, 5 lyfta, 6 Glám, 7 rass,
12 jóð, 14 nem, 15 gagn, 16 aðall, 17 aldin, 18 starf,
19 álfur, 20 tóra.
1
7
11
15
22
24
12
14
3
9
20
10
4
8
21
23
25
13
17
5
18
6
19
2
16
1 Jón Baldvin Hannibalsson hefurverið sæmdur gullorðu ákveðins
ríkis. Hvað ríkis?
2 Vegagerðin er mjög til umræðuvegna nauðsynlegra endurbóta
umferðarmannvirkja. Hver er vega-
málastjóri?
3 Herinn hefur tekið völdin á eyríkisuður í höfum. Hvaða ríki er
það?
4 Íslenskur banki hefur opnaðskrifstofu í Kína. Hvaða banki?
Svör við spurningum gærdagsins:
1. Ungur ökumaður á BMW á sumar-
dekkjum hefur játað á sig ofsaakstur.
Hversu hratt ók hann? Svar: 201 km á
klst. 2. Sigríður B. Guðjónsdóttir hefur ver-
ið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri. Við
hvað starfaði hún áður? Svar: Sýslumaður
á Ísafirði. 3. Á listaverkauppboði var boðin
upp þrykkmynd eftir einn af meisturum
síðustu aldar. Hver var hann? Svar: Pablo
Picasso. 4. Vinstrihreyfingin – grænt fram-
boð hefur ákveðið framboðslista sinn í
Suðurlandskjördæmi. Atli Gíslason leiðir
listann en við hvað starfar hann? Svar:
Lögmaður.
Spurt er …
ritstjorn@mbl.is
ÞETTA eru ekki fyrstu Monk-
tónleikarnir sem ég hlusta á í
Reykjavík, en ég held ég geti fullyrt
að þessir séu þeir sem heppnast hafi
best. Að vísu lofaði byrjunin ekki
góðu. Það var hálfgert andleysi
ríkjandi á sviðinu þegar tríóið spilaði
Eronel eða Lenore Monks frá 1951,
en það fór af er fönkbjallan glumdi í
San Francisco Holiday – ópus sem
Monk samdi seint á ferlinum, en
mikill meirihluti tónsmíða hans er
saminn á árunum 1945–55. Þarna sló
Andrés þann tón sem hæfði orgel-
tríóinu best í Monktúlkuninni – blús-
aðan, fönkaðan, kraftmikinn. Það
hefur aldrei heppnast hjá nokkrum
að leika Monk af viti nema losa sig
við Monkáhrifin fyrst – nema auðvit-
að Herbie Nicolas og Randy Weston.
Þeir félagar léku 11 Monkópusa og
voru þeir ekki allir jafnvel heppnaðir
og þótt gaman væri að heyra Reflec-
tions leikinn í valstakti var ekki mikil
dýpt í túlkuninni. Monk samdi fleiri
snilldarballöður en Round Midnight
og ein þeirra var firnafallega leikin
af þeim félögum: Ask Me Now frá
1951. Það var líka skemmtilegt að
heyra annan ópus frá sama ári, Criss
Cross, í hressilegri svíngútgáfu, en
mestur fengur var að nýrri Monkó-
pusunum, San Francisco Holiday
sem áður er nefndur, Green Chim-
neys og Raise Four frá 1967. Þetta
eru ópusar sem maður heyrir sjaldn-
ast með Monk sjálfum og sér í lagi
var flutningur þeirra félaga á Raise
Four magnaður. Firnasterk blúsriff
ríktu þar öðru ofar og þessi eini ópus
hefði nægt mér til að sjá ekki eftir að
eyða kvöldi með orgeltríós-Monk.
Vel heppnuð túlkun á Monk
TÓNLIST
Djass
Tríó ASA
Agnar Már Magnússon orgel, Andrés Þór
Gunnlaugsson gítar og Scott McLemour
trommur.
30. nóvember kl. 21:00.
Múlinn á DOMO bar
Vernharður Linnet
Morgunblaðið/Kristinn
Andrés Þór Gunnlaugsson
Morgunblaðið/Jim Smart
Agnar Már Magnússon