Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 57
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 57 dægradvöl Heppnir fá þá eitthvað fallegt... STAÐAN kom upp á helgarmóti sem fór fram fyrir skömmu í Wolvega í Hol- landi. Heimamaðurinn Jan Timman (2565) hafði hvítt gegn þýska stór- meistaranum Robert Huebner (2612). 14. Bxh6! gxh6 15. De5! hvítur hótar nú Hd4-g4+ og til að verjast því þarf svartur að eyða dýrmætum tíma. 15. … Db6 16. Hh4 Hd8 17. Hxh6 Kf8 18. Dg3! hvítur stendur nú til vinnings. 18. … Ke8 19. Re5 Dc7? 20. Bb5+ Kf8 og svartur gafst upp um leið enda verð- ur hann mát eftir 21. Hh8+. Lokastaða mótsins varð þessi: 1. Loek Van Wely (2676) 4½ vinning af 5 mögulegum. 2. Artúr Júsupov (2600) 3 v. 3.–4. Jan Timman (2565) og Robert Huebner (2612) 2½ v. 5. Vlastimil Hort 1½ v. (2501) 6. Jan Werle 1 v. (2551) SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Dularfullt spil. Norður ♠653 ♥G82 ♦KDG32 ♣73 Vestur Austur ♠KD84 ♠G97 ♥Á105 ♥D764 ♦1087 ♦95 ♣Á95 ♣D1064 Suður ♠Á102 ♥K93 ♦Á64 ♣KG82 Suður spilar 3G og fær út spaða- drottningu. Cohen og Berkowitz hafa oft spilað betri vörn. Þeir voru í AV gegn 3G Jón Baldurssonar í Keohane-keppninni á Hawaii. Cohen vakti á Precision-tígli í vestur, Berkowitz svaraði á einu hjarta og Jón doblaði. Cohen redoblaði til að sýna þrílit í hjarta og sú sögn gekk til Jóns, sem sagði 1G. Þorlákur Jónsson túlkaði grandið sem 18–19 punkta í stöðunni og stökk í 3G! Út kom spaða- drottning og Berkowitz lét gosann undir – reiknaði greinilega með KD10x hjá makker. Jón dúkkaði og fékk spaða upp í Á10 í næsta slag. Hann fór inn í borð á tígul og spilaði laufi á gosann, sem vestur drap með ás og hreinsaði spaðann. Átta slagir mættir og Jón fékk þann níunda í lokastöðunni með því að spila hjartagosa úr borði og „svína“ þegar austur lagði ekki á. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig Krossgáta Lárétt | 1 snjáldur, 4 knöttur, 7 minnast á, 8 sviku, 9 óhróður, 11 magurt, 13 hugboð, 14 nói, 15 gaffal, 17 at- laga, 20 blóm, 22 skóflar, 23 rík, 24 ljúka, 25 ljóma. Lóðrétt | 1 glatar, 2 ýl, 3 svelgurinn, 4 fjöl, 5 er til, 6 kona Braga, 10 urg, 12 verkur, 13 á litinn, 15 þegjandaleg, 16 votan, 18 dreg í efa, 19 seint, 20 dysja, 21 landspildu. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 hrákadall, 8 lúkan, 9 tefja, 10 nót, 11 merja, 13 unaðs, 15 glaða, 18 smátt, 21 lét, 22 grand, 23 arfur, 24 hlunnfara. Lóðrétt: 2 ríkur, 3 kenna, 4 duttu, 5 lyfta, 6 Glám, 7 rass, 12 jóð, 14 nem, 15 gagn, 16 aðall, 17 aldin, 18 starf, 19 álfur, 20 tóra. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 1 Jón Baldvin Hannibalsson hefurverið sæmdur gullorðu ákveðins ríkis. Hvað ríkis? 2 Vegagerðin er mjög til umræðuvegna nauðsynlegra endurbóta umferðarmannvirkja. Hver er vega- málastjóri? 3 Herinn hefur tekið völdin á eyríkisuður í höfum. Hvaða ríki er það? 4 Íslenskur banki hefur opnaðskrifstofu í Kína. Hvaða banki? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Ungur ökumaður á BMW á sumar- dekkjum hefur játað á sig ofsaakstur. Hversu hratt ók hann? Svar: 201 km á klst. 2. Sigríður B. Guðjónsdóttir hefur ver- ið skipuð aðstoðarríkislögreglustjóri. Við hvað starfaði hún áður? Svar: Sýslumaður á Ísafirði. 3. Á listaverkauppboði var boðin upp þrykkmynd eftir einn af meisturum síðustu aldar. Hver var hann? Svar: Pablo Picasso. 4. Vinstrihreyfingin – grænt fram- boð hefur ákveðið framboðslista sinn í Suðurlandskjördæmi. Atli Gíslason leiðir listann en við hvað starfar hann? Svar: Lögmaður. Spurt er … ritstjorn@mbl.is  ÞETTA eru ekki fyrstu Monk- tónleikarnir sem ég hlusta á í Reykjavík, en ég held ég geti fullyrt að þessir séu þeir sem heppnast hafi best. Að vísu lofaði byrjunin ekki góðu. Það var hálfgert andleysi ríkjandi á sviðinu þegar tríóið spilaði Eronel eða Lenore Monks frá 1951, en það fór af er fönkbjallan glumdi í San Francisco Holiday – ópus sem Monk samdi seint á ferlinum, en mikill meirihluti tónsmíða hans er saminn á árunum 1945–55. Þarna sló Andrés þann tón sem hæfði orgel- tríóinu best í Monktúlkuninni – blús- aðan, fönkaðan, kraftmikinn. Það hefur aldrei heppnast hjá nokkrum að leika Monk af viti nema losa sig við Monkáhrifin fyrst – nema auðvit- að Herbie Nicolas og Randy Weston. Þeir félagar léku 11 Monkópusa og voru þeir ekki allir jafnvel heppnaðir og þótt gaman væri að heyra Reflec- tions leikinn í valstakti var ekki mikil dýpt í túlkuninni. Monk samdi fleiri snilldarballöður en Round Midnight og ein þeirra var firnafallega leikin af þeim félögum: Ask Me Now frá 1951. Það var líka skemmtilegt að heyra annan ópus frá sama ári, Criss Cross, í hressilegri svíngútgáfu, en mestur fengur var að nýrri Monkó- pusunum, San Francisco Holiday sem áður er nefndur, Green Chim- neys og Raise Four frá 1967. Þetta eru ópusar sem maður heyrir sjaldn- ast með Monk sjálfum og sér í lagi var flutningur þeirra félaga á Raise Four magnaður. Firnasterk blúsriff ríktu þar öðru ofar og þessi eini ópus hefði nægt mér til að sjá ekki eftir að eyða kvöldi með orgeltríós-Monk. Vel heppnuð túlkun á Monk TÓNLIST Djass Tríó ASA Agnar Már Magnússon orgel, Andrés Þór Gunnlaugsson gítar og Scott McLemour trommur. 30. nóvember kl. 21:00. Múlinn á DOMO bar Vernharður Linnet Morgunblaðið/Kristinn Andrés Þór Gunnlaugsson Morgunblaðið/Jim Smart Agnar Már Magnússon
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.