Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 42

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 42
42 FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR þennan vetur enda bæði vinalaus og mállaus. Landið er skógarlaust, kalt og tungumál þess erfitt, skrýtið og forneskjulegt. En sólarglæta átti eftir að skína. Að Hlíðargerði 6 í smáíbúðahverfinu bjó fjölskylda sem ég og mín fjölskylda áttum eftir að umgangast mikið í komandi framtíð. Sella frænka og mamma höfðu víst verið æskuvinkonur sem kom sér nú ákaflega vel fyrir okkur á þessum tímapunkti. Á því heimili máttum við finna vinahlýju og gestrisni slíka að ekki er hægt að lýsa með orðum. Enda gerðist ég heimalningur á þeim bæ. Guðmundur Kr., maður Sellu, skipaði strax stóran sess hjá mér. Hann var eini maðurinn á Ís- landi sem ég gat rætt við á ensku – eitthvað sem var gríðarlega mikil- vægt ungum manni sem átti eftir að fóta sig í nýju landi. Guðmundur Kr. var rafvirkjameistari að mennt. Við á Dunhaganum nutum góðs af því þegar hann breytti rússneskum per- um í draumfögur tekkljós frá Dan- mörku. Eftirminnilegast frá þessum tíma voru jú jólin. Fjölskyldurnar tvær sameinuðust í kringum jóla- tréð. Pabbi spilaði undir á nikku meðan aðrir, ungir sem aldnir, sungu dátt frá hjartans rótum í ein- lægni. „Göngum við í kringum“ ásamt fleiri góðum íslenskum jóla- lögum voru sungin sem ævinlega vekja hreina gleði. Það var upp úr því sem sálin í unga manninum fór að upplifa hlýju og hamingju á ný. Það má með sanni segja að ham- ingjusömustu ækuminningar mínar hafi tengst Guðmundi Kr. og hans fjölskyldu. Sella frænka er ein glæsilegasta kona Íslands bæði að fegurð og myndarskap. Þetta vissi Guðmundur Kr. vel, enda var hann með sællegri mönnum sem ég hef kynnst. Eitt sinn vorum að bera saman eiginkon- urnar okkar, „Geir Jón!“ sagði hann. „Við erum eins með það að við eigum báðir glæsilegar konur. Fyrir vikið erum við flottir við hliðina á þeim, ha?“ Svo hló hann sínum sérstaka hlátri sem aðeins lukkunnar pamfíl- ar skilja. Kaffiboðin hjá Sellu frænku voru með eindæmum flott. Ég minnist Guðmundar þar sem hann sat ánægður við veisluborðið. Ég mun aldrei gleyma góðu lagtert- unni brúnu sem ég sat einn að. Guðmundur Kristinn var guð- hræddur maður og bar þá gæfu að arfleiða trúna til barnanna sinna. Til að nefna stofnaði formaður banka- ráðs Seðlabanka, Helgi S., sonur hans, Norðurljósin svokölluðu sem af spruttu kyrrðarstundirnar góðu er ræktaðar eru í kirkjum landsins í dag. Einnig má nefna dóttur Guð- mundar, séra Sigríði, sem þjónaði prestakalli á Hvanneyri til margra ára. „Hvert tré þekkist af ávexti sín- um“ stendur í Lúkasarguðspjalli. Í Predikaranum stendur að „Betra er að ganga í sorgarhús en að ganga í veislusal“. Já, þó ég skilji ekki alveg til fulls þessa speki skynja ég samt að endalokin geti líka leitt til góðs. Ég er sannfærður um að tekið verður á móti Guðmundi Kr. með vinahlýju og gestrisni eins og hann sáði svo oft sjálfur í sínu lífi. Mér var eitt sinn orðavant er þú spurðir mig, Sella frænka; „Hvað segir Biblían?“ Hjarta þitt var kram- ið því Drottinn hafði tekið af ykkur soninn Jón Ólaf, aðeins 12 ára gaml- an. En Jesús segir: „Sælir eru sorg- bitnir, því að þeir munu huggaðir verða.“ Helgi, Stefanía, Kristín, Sig- ríður, Sella. Ég vil fyrir hönd fjöl- skyldu minnar þakka Guðmundi Kr. og ykkur öllum allt það sem hann og þið hafið fært okkur. Guð gefi ykkur náð og styrk í ykkar miklu sorg. Geir Jón Grettisson. Við fjölskyldan í Kanada og á Ís- landi kveðjum lífstíðarvin okkar Guðmund Kristinn Jónsson raf- virkjameistara, eiginmann elskaðrar frænku okkar, Sesselju Guðmundu Sigurðardóttur. Við höfum litið þau hjónin, frekar sem systkini okkar en náið frændfólk, því við bjuggum öll á sama svæði Njálsgötu og Vitastígs þegar við vorum ung, raunar frá því að við munum eftir okkur. Guð- mundur og Sella frænka kynntust sem börn þar sem þau bjuggu í næsta húsi við hvort annað og giftust ung að aldri. Þau voru einstaklega samrýnd allan sinn hjúskap og aldrei heyrði maður styggðarorð á heimili þeirra! Guðmundur var lengst af verk- stjóri hjá Rafveitu Reykjavíkur, mjög vinsæll og hæfur raftæknimað- ur, annálaður fyrir varkárni og ör- yggi í garð starfsmanna sinna, sem var mikið mál þar sem um var að ræða háspennu á rafstrengjum sem þurfti að tengja ásamt háspennu- stöðvum með sínum háspennutækj- um. Ég þekki þetta vel og virði hæfni Guðmundar, því mitt lífsstarf hefur verið hið sama erlendis. Guðmundur var prúður og vel kristinn maður og hélt upp á KFUM alla ævi. Hann var algjör bindind- ismaður og sérstaklega ábyggileg persóna, öruggur og geðgóður, sem vinir hans og vandamenn virtu mik- ils. Guðmundur var annálaður þjóð- rækinn Íslendingur sem ég tók per- sónulega fljótt til fyrirmyndar. Guðmundur Kr. Jónsson skilur eftir sig sína elskuðu fjölskyldu, eig- inkonu Sesselju, son sinn Helga Sig- urð, dæturnar Stefaníu Guðríði, Kristínu Helgu og Séra Sigríði. Einnig áttu þau hjónin efnilegan dreng Jón Ólaf, sem lést í umferð- arslysi tólf ára, en það var hið mesta sorgarslag fjölskyldunnar. Við vottum öllum vinum og vanda- mönnum Guðmundar Kr. Jónssonar okkar samúð, því þar fer góður drengur og tryggur vinur! Við vottum elsku Sellu frænku og hennar góðu börnum okkar samúð og aðstoð þar sem við getum komið að gagni! Við kveðjum þig Guðmundur, með ást og virðingu, og þökkum þér fyrir samveruna og samferðina. Systkinin í Kanada og á Íslandi ásamt börnum okkar, í nafni látinna foreldra okkar Geir Jóns Helgason- ar og Regínu Sigríðar Guðmunds- dóttur: Sigríður Árný, Erna Sæbjörg, Helgi, Sesselja, Karólína Borg, Geir Jón, Helga Kristín, og Regína Guðmundína. Ég vil með nokkrum orðum minn- ast látins vinnufélaga og vinar sem hefur kvatt eftir langvinn veikindi. Guðmundur Kr. eins og hann var jafnan nefndur af okkur samstarfs- mönnum hans, var raffræðingur að mennt og starfaði lengstan hluta æv- innar hjá Rafmagnsveitunni sálugu. Fyrir rúmlega hálfri öld hóf hann störf með vinnuflokki í Spennistöðv- ardeild sem þá hafði aðstöðu í fjósinu að Barónsstíg 4 sem er mörgum eldri Reykvíkingum kunnugt. Á þessum árum kynntumst við Guð- mundur Kr. vel því Spennistöðvar- deildin, sem við tilheyrðum, sá m.a. um uppsetningu rafbúnaðar og flutninga á þeim búnaði í nýju íbúða- hverfin í Reykjavík. Oft hafðist ekki undan á þessum tímum að byggja varanleg spenni- stöðvarhús úr steinsteypu. Þá var málið leyst með því að byggja timb- urhús sem rúmuðu allan rafbúnað- inn. Þá var einnig mikil vinna hjá okkur Guðmundi Kr. og starfsmönn- um vegna endurnýjunar tækja og innanhússbreytinga í spennistöðvar- húsum í eldri borgarhlutum. Eftir að Guðmundur Kr. tók við verkstjórastarfi í Jarðlínudeild hannaði hann einfaldan öryggisbún- að með sög, kústskafti og per- ustykki. Þessi öryggisbúnaður hefur að sögn tengingarmanna jafnvel bjargað mannslífi og afstýrt slysi. Sögin er nú varðveitt í Minjasafni Orkuveitunnar. Ekki get ég lokið við þessi minn- ingarbrot án þess að minnast á Smá- íbúðahverfið en þar höfðu margir starfsmenn Rafmagnsveitunnar fengið úthlutað lóð. Þegar vinnudegi lauk voru þessir menn mættir með verkfæri sín heima og unnu öll kvöld og helgar. Og það mátti líka sjá kon- ur og stálpuð börn þeirra rífa af steypumótum eða hreinsa timbur. Það voru því oft þreyttir starfsmenn sem mættu til vinnu á mánudögum. Vinnuskipti þóttu góður kostur á þessum árum til þess að geta komið sér upp húsnæði. Oft var flutt inn í húsin þótt innanhúss væri hvergi lokið. Þá voru líka einu byggingalán- in sem lausráðnir starfsmenn fengu um 30 þúsund krónur frá Húsnæðis- málastjórn og dugði skammt. Fast- ráðnir starfsmenn á þessum árum voru mun betur settir því þeir höfðu aðgang að lífeyrissjóði. Við Guðmundur höfðum vinnu- skipti sem leiddu til enn nánari kynna og mörgum árum síðar áttum við samleið í mannræktarfélagsskap sem okkur hefur verið kær og við áttum þar margar góðar stundir saman. Guðmundur Kr. var mikill greiðamaður og veit ég að hann hjálpaði oft fjölskyldum í Smáíbúða- hverfinu með raflagnir í hús sín. Þá var oft unnið fram á nótt. Þarna lýsti sér manngæska hans og skilningur á högum fólks sem átti í erfiðleikum. Oft voru loforð um greiðslur síðar sem því miður skiluðu sér ekki alltaf. Síðustu starfsárin vann Guðmund- ur Kr. á rafmagnsverkstæði Orku- veitunnar sem þá var til húsa í Ár- múla 31. Þar vann hann við margvísleg störf sem tengdust raf- magnstækjum, nýsmíði og viðhaldi þeirra, uns starfstíma hans lauk hjá fyrirtækinu. Við hjónin vottum eftirlifandi eig- inkonu, Sesselju, börnum þeirra, barnabörnum og ættingjum, dýpstu samúð okkar og biðjum Guð að styrkja þau á þessum erfiðu tímum. Blessuð sé minning góðs drengs. Guðmundur K. Egilsson. Við ferðarlok samferðamanna okkar úr lífsins hlaupi streyma fram minningarnar um samskipti og augnablik úr lífinu sem tengja okkur sem eftir stöndum við þá sem á brott eru kallaðir. Hinsta kveðja, söknuð- ur, engin frekari samskipti, minn- ingarnar einar eftir. Mummi frændi fór síðastur af systkinum mömmu, Svövu Ólafsdóttur Pjéturss, saddur lífsdaga sem hann nýtti vel og skóp sér orðstír sem aldrei deyr. Ég á góðar minningar um þennan frænda minn sem eins og Brandur bróðir orðaði það er ég bar honum fréttina af andlátinu „var alltaf svo góður við okkur bræðurna“. Mamma sagði að Mummi hefði verið það fallegasta barn sem hún hefði séð enda var hann augasteinn systra sinna, yngst- ur og sætastur. En hann var einnig ljúfmenni, blíðlegur í fasi en glettinn og ákveðinn. Mummi var einn af framsæknustu rafvirkjameisturum landsins á sínum tíma enda alinn upp við þá iðngrein hjá föður sínum sem einnig var rafvirkjameistari. Hann var lengi verkstjóri jarðstrengja- tenginga hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur. Ég var svo lánsamur að vinna þar undir hans stjórn bróð- urpart úr ári á unglingsárum sem aðstoðarmaður tengingamanna eins og Halla, Rabba, Dengsa og Hann- esar. Þetta voru vandasöm verkefni sem lengi skyldu standa. Mummi leiddi þarna hóp margra hæfra manna við vandasöm verk af mikilli prýði. Hann var einnig rafvirkja- meistari margra stórra bygginga á sínum tíma. Verkefnin voru stór og afköstin mikil. Ekkert vantaði upp á forystuhæfileika og skipulagsgáfu Mumma til að verkefnin gengju upp. Í einkalífi var Mummi lánsamur, giftur góðri konu Sesselíu Guð- mundu. Þau voru ætíð glæsihjón sem af sópaði hvar sem þau komu. Frá barnæsku minnist ég margra góðra heimsókna með mömmu á heimili þeirra í Smáíbúðahverfinu og góðra stunda með frænkum mínum Stefaníu, Kristínu og Sigríði. Ferm- ingarveisla Helga frænda var ein sú glæsilegasta sem ég man eftir, hald- in í Tjarnarbúð með mat og ball á eftir með hljómsveit Grettis Björns- sonar sem einnig fermdi son sinn þennan sama dag. Góðar minningar um gott frændfólk og um góðan mann, hann Mumma frænda. Far í friði, frændi, Guð varðveiti þig og blessi sem og allt þitt fólk. Ég þakka fyrir augnablikin sem við ferðuð- umst saman. Stefán Þórarinsson. Guðmundur Kristinn Jónsson ✝ Elskulegur sambýlismaður minn, faðir okkar, sonur, tengdasonur, bróðir og mágur, JÓN HELGASON (Jónsi), Hafnargötu 30, Vogum, verður jarðsunginn frá Keflavíkurkirkju föstudaginn 8. desember kl. 14.00. Jarðsett verður í Kálfatjarnarkirkjugarði. Blóm og kransar eru afþakkaðir en þeim sem vija minnast hans er bent á LAUF, landssamtök áhugafólks um flogaveiki. Selma Stefánsdóttir, Aníta Máney Jónsdóttir, Glóð Jónsdóttir, Helgi Ragnar Guðmundsson, Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, Stefán Dan Óskarsson, Rannveig Hestnes, Gunnar Júlíus Helgason, Logi Helgason, Sandra Helgadóttir, Sindri Snær Helgason, Harpa Stefánsdóttir, Helgi Dan Stefánsson, Ingi Þór Stefánsson, Guðbjörg Þóra Jakobsdóttir. ✝ Vinkona okkar, HULDA MAGNÚSDÓTTIR, Hornbrekku, Ólafsfirði, lést þriðjudaginn 28. nóvember. Jarðarförin hefur farið fram í kyrrþey að ósk hinnar látnu. Vinafólk. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og lang- amma, JÓHANNA GUÐRÚN GUÐMUNDSDÓTTIR, áður til heimilis á Laufásvegi 60, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 8. desember, kl. 13:00. Jarðsett verður í gamla kirkjugarðinum við Suður- götu. Sophia H. Osvaldsdóttir, Einar Kristinsson, Davíð H. Osvaldsson, Anna Guðfinna Osvaldsdóttir, Guðrún Osvaldsdóttir, Guðmundur Osvaldsson, Rut Jónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Útför eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður, afa og langafa, ÞÓRARINS ÓLAFSSONAR húsasmiðs, frá Laxárdal, Þistilfirði, til heimilis á Tunguvegi 10, Reykjavík, fer fram frá Fossvogskirkju föstudaginn 8. nóvem- ber kl. 15.00. Guðlaug Ólafsdóttir, Lára M. Gísladóttir, Halldór J. Guðmundsson, Dagný Gísladóttir, Ragnar Tómasson, Helga J. Gísladóttir, Sigurgeir Sigurjónsson, Guðrún G. Þórarinsdóttir, Kristján Þórðarson, Vilborg Þórarinsdóttir, Sigmundur Örn Arngrímsson, barnabörn og barnabarnabörn. ✝ Ástkær móðir okkar, tengdamóðir og amma, GYÐA WAAGE ÓLAFSDÓTTIR, sem lést á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð þriðjudag- inn 28. nóvember, verður jarðsungin frá Digranes- kirkju föstudaginn 8. desember kl. 15.00. Hafsteinn Sæmundsson, Ágústa Gísladóttir, Eygló Ragnarsdóttir, Jörundur A. Jónsson, Unnur Ragnarsdóttir, Ragnar Jóhannesson, Jóhann Ragnarsson, Sigríður J. Waage, Gylfi Ragnarsson, Elín Benediktsdóttir, Valgerður Ragnarsdóttir, Pálmi Ragnarsson, Ragnhildur Óskarsdóttir, Gyða Ragnarsdóttir, Gunnlaugur Ragnarsson, Sigríður Svansdóttir, barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabörn.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.