Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 29 Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Leiki grunur á að rakihafi komist í farsím-ann skal opna hann eins fljótt og unnt er, taka úr honum rafhlöðuna, leggja hann á handklæði ofan á ofni og láta liggja í sólar- hring. Þannig má minnka hættu á skemmdum af völdum rak- ans. Einnig er ráð að þurrka hann með hárblásara og jafnvel þó síminn hafi verið úrskurðaður ónýtur má reyna að hreinsa burt spanskgrænuna, sem mynd- ast við rakaskemmd, með hreinsuðu bensíni á eyrnap- inna, segir m.a. á vef Neyt- endasamtakanna þar sem rætt er um ráð gegn raka- skemmdum í símum. Höggskemmdir algengar Raka- og höggskemmdir eru langalgengasta bil- anaorsökin. Ábyrgðir ná hvorki yfir högg- né raka- skemmdir og því situr eig- andinn ávallt uppi með slíka skaða. Það sem gerist þegar raki kemst í símann er að það verður tæring í rafrásunum, en hún myndast ekki alltaf um leið og síminn hefur orð- ið fyrir raka heldur stund- um smátt og smátt. Þess vegna er alls ekki víst að eigandinn verði var við af- leiðingarnar fyrr en löngu seinna. Það er einmitt af þeirri sömu ástæðu að við- gerðarmenn mæla ekki með því að gert sé við síma sem hafa orðið fyrir raka- skemmdum. En hvers konar aðstæður geta þá helst valdið raka. Síminn getur orðið fyrir rakaskemmdum ef við tölum í hann þegar við erum:  nýkomin úr sturtu og hár- ið er rakt.  utandyra og það er smá rigningarúði  mjög sveitt í lófunum.  að elda eða vaska upp á meðan við tölum í símann. Stundum látum við símann liggja á stöðum þar sem raki á greiða leið að síman- um, eins og:  inni á baðherbergi.  úti í bíl yfir nótt.  við opinn glugga.  í grasinu við hliðina á okkur. Ónýtum farsímum ber að skila á endurvinnslustöð en þeir flokkast sem raf- eindabúnaður og eru sendir í efnamóttöku til eyðingar. Ábyrgðir ná ekki yfir högg- og rakaskemmdir Morgunblaðið/Þorkell Farsímar Öll rafmagnstæki eru viðkvæm fyrir raka. Misjafnt er hversu vel mismunandi tegundir farsíma eru varðar gegn raka. Desemberopnun: Virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 11-18, sunnud. kl. 13-17 Glæsilegt úrval jólagjafa fyrir dömur og herra Náttföt • Sloppar • Undirföt        Síðumúla 3, sími 553 7355 Nýtt kortatímabil FORSVARSMENN Hagkaupa hafa ákveðið að opna nýja tegund verslana í Borgarnesi og í Reykjanesbæ. Að sögn Gunnars Inga Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Hag- kaupa, munu verslanirnar bjóða upp á sér- vörur en engar matvörur. Verslanirnar eru milli 800 og 900 fermetrar að stærð. Gunnar Ingi segir að boðið verði upp á úrval af fatnaði, seld verði í verslununum leikföng, heimilisvara, skemmti- og afþrey- ingarefni. Með tilkomu þessara nýju Hag- kaupsverslana segir hann að framboð sér- vöru muni aukast til muna á Vesturlandi og í Reykjanesbæ. Framkvæmdir eru hafnar og stefnt er á að verslanirnar verði opnaðar með vorinu. Að sögn Gunnars Inga eru verslanirnar í þessum tilfellum við hliðina á Bónus. Gangi þessar nýju Hagkaupsversl- anir vel munu fleiri slíkar verða opnaðar í kjölfarið. Ný gerð Hagkaupsverslana Það er gaman að kaupa Gula línan hefur opnað nýj- an vef undir yfirskriftinni „Það er gaman að kaupa“. Á vefnum hafa neytendur að- gang að upp- lýsingum um vörur og þjón- ustu því eng- inn íslenskur gagna- grunnur hef- ur eins ítar- legar upp- lýsingar um vörur og þjón- ustu og Gula línan, segir í fréttatilkynningu. Á www.gulalinan.is er einnig að finna ráðleggingar um þjón- ustu og vörukaup. Gula línan á þá í samstarfi við leitarvél Google og býður samstarfs- aðilum sínum auglýsingar tengdar leitarniðurstöður. Textaauglýsing sem tengist vörum og þjónustu fyrirtækis birtist hægra megin á leit- arniðurstöðu með tengingu á heimasíðu fyrirtækisins. Hátíðarlamb Sláturfélag Suðurlands kynnir þessa dagana sérvalið og hálfúrbeinað hátíðarlamb sem tilvalið er á jóladiskinn. Um er að ræða léttsaltað og léttreykt lambalæri, sem er mar- inerað í sætri fimm- berjablöndu. Hún er sæt blanda sérvalinna berja, þar sem bláber eru í að- alhlutverki. Hátíðarlambið er komið í allar helstu mat- vöruverslanir og með því fylgir tillaga að hátíðlegu meðlæti og matreiðslu. NÝTT Dönsk jól í Nettó Dagana 7.–9. desember standa yfir danskir dagar í Nettó. Þar verða danskar matvörur sem eru á borðum í Danmörku á aðventu sér- staklega kynntar og þær eru einnig á tilboðsverði. Dagana 14.–17. desember verða svo íslenskir dagar í Nettó en þá verður íslenskur jólamatur kynntur og tilboð á hátíðarréttunum sem kynntir eru.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.