Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 29

Morgunblaðið - 07.12.2006, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 29 Eftir Jóhönnu Ingvarsdóttur join@mbl.is Leiki grunur á að rakihafi komist í farsím-ann skal opna hann eins fljótt og unnt er, taka úr honum rafhlöðuna, leggja hann á handklæði ofan á ofni og láta liggja í sólar- hring. Þannig má minnka hættu á skemmdum af völdum rak- ans. Einnig er ráð að þurrka hann með hárblásara og jafnvel þó síminn hafi verið úrskurðaður ónýtur má reyna að hreinsa burt spanskgrænuna, sem mynd- ast við rakaskemmd, með hreinsuðu bensíni á eyrnap- inna, segir m.a. á vef Neyt- endasamtakanna þar sem rætt er um ráð gegn raka- skemmdum í símum. Höggskemmdir algengar Raka- og höggskemmdir eru langalgengasta bil- anaorsökin. Ábyrgðir ná hvorki yfir högg- né raka- skemmdir og því situr eig- andinn ávallt uppi með slíka skaða. Það sem gerist þegar raki kemst í símann er að það verður tæring í rafrásunum, en hún myndast ekki alltaf um leið og síminn hefur orð- ið fyrir raka heldur stund- um smátt og smátt. Þess vegna er alls ekki víst að eigandinn verði var við af- leiðingarnar fyrr en löngu seinna. Það er einmitt af þeirri sömu ástæðu að við- gerðarmenn mæla ekki með því að gert sé við síma sem hafa orðið fyrir raka- skemmdum. En hvers konar aðstæður geta þá helst valdið raka. Síminn getur orðið fyrir rakaskemmdum ef við tölum í hann þegar við erum:  nýkomin úr sturtu og hár- ið er rakt.  utandyra og það er smá rigningarúði  mjög sveitt í lófunum.  að elda eða vaska upp á meðan við tölum í símann. Stundum látum við símann liggja á stöðum þar sem raki á greiða leið að síman- um, eins og:  inni á baðherbergi.  úti í bíl yfir nótt.  við opinn glugga.  í grasinu við hliðina á okkur. Ónýtum farsímum ber að skila á endurvinnslustöð en þeir flokkast sem raf- eindabúnaður og eru sendir í efnamóttöku til eyðingar. Ábyrgðir ná ekki yfir högg- og rakaskemmdir Morgunblaðið/Þorkell Farsímar Öll rafmagnstæki eru viðkvæm fyrir raka. Misjafnt er hversu vel mismunandi tegundir farsíma eru varðar gegn raka. Desemberopnun: Virka daga kl. 10-18, laugard. kl. 11-18, sunnud. kl. 13-17 Glæsilegt úrval jólagjafa fyrir dömur og herra Náttföt • Sloppar • Undirföt        Síðumúla 3, sími 553 7355 Nýtt kortatímabil FORSVARSMENN Hagkaupa hafa ákveðið að opna nýja tegund verslana í Borgarnesi og í Reykjanesbæ. Að sögn Gunnars Inga Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Hag- kaupa, munu verslanirnar bjóða upp á sér- vörur en engar matvörur. Verslanirnar eru milli 800 og 900 fermetrar að stærð. Gunnar Ingi segir að boðið verði upp á úrval af fatnaði, seld verði í verslununum leikföng, heimilisvara, skemmti- og afþrey- ingarefni. Með tilkomu þessara nýju Hag- kaupsverslana segir hann að framboð sér- vöru muni aukast til muna á Vesturlandi og í Reykjanesbæ. Framkvæmdir eru hafnar og stefnt er á að verslanirnar verði opnaðar með vorinu. Að sögn Gunnars Inga eru verslanirnar í þessum tilfellum við hliðina á Bónus. Gangi þessar nýju Hagkaupsversl- anir vel munu fleiri slíkar verða opnaðar í kjölfarið. Ný gerð Hagkaupsverslana Það er gaman að kaupa Gula línan hefur opnað nýj- an vef undir yfirskriftinni „Það er gaman að kaupa“. Á vefnum hafa neytendur að- gang að upp- lýsingum um vörur og þjón- ustu því eng- inn íslenskur gagna- grunnur hef- ur eins ítar- legar upp- lýsingar um vörur og þjón- ustu og Gula línan, segir í fréttatilkynningu. Á www.gulalinan.is er einnig að finna ráðleggingar um þjón- ustu og vörukaup. Gula línan á þá í samstarfi við leitarvél Google og býður samstarfs- aðilum sínum auglýsingar tengdar leitarniðurstöður. Textaauglýsing sem tengist vörum og þjónustu fyrirtækis birtist hægra megin á leit- arniðurstöðu með tengingu á heimasíðu fyrirtækisins. Hátíðarlamb Sláturfélag Suðurlands kynnir þessa dagana sérvalið og hálfúrbeinað hátíðarlamb sem tilvalið er á jóladiskinn. Um er að ræða léttsaltað og léttreykt lambalæri, sem er mar- inerað í sætri fimm- berjablöndu. Hún er sæt blanda sérvalinna berja, þar sem bláber eru í að- alhlutverki. Hátíðarlambið er komið í allar helstu mat- vöruverslanir og með því fylgir tillaga að hátíðlegu meðlæti og matreiðslu. NÝTT Dönsk jól í Nettó Dagana 7.–9. desember standa yfir danskir dagar í Nettó. Þar verða danskar matvörur sem eru á borðum í Danmörku á aðventu sér- staklega kynntar og þær eru einnig á tilboðsverði. Dagana 14.–17. desember verða svo íslenskir dagar í Nettó en þá verður íslenskur jólamatur kynntur og tilboð á hátíðarréttunum sem kynntir eru.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.