Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 63

Morgunblaðið - 07.12.2006, Blaðsíða 63
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 7. DESEMBER 2006 63 Pamela Anderson segir þrefaltbrúðkaup sitt og rokkarans Kid Rock hafa verið mistök og að sam- band þeirra hafi ekki verið annað en sumarævintýri. „Nú þegar hlutirnir eru komnir í eðlilegt horf á ný vil ég bara segja að það er frábært að snúa aftur til raunveruleikans. Okkur líður vel. Takk fyrir allan stuðninginn. Giftið ykkur ekki þegar þið eruð í sum- arfríi,“ segir Anderson sem fyrst giftist Rock í St. Tropez í Frakk- landi í júlí og síðan tvisvar í Banda- ríkjunum. Anderson sótti um skilnað í síðustu viku en hún er sögð hafa misst fóstur í nóvember. Hún var áður gift trommaranum Tommy Lee, sem hún giftist eftir nokkurra daga kynni og eiga þau tvo syni.    Bandaríski leikarinn EddieMurphy lýsti því nýlega yfir í sjónvarpsviðtali sem sýnt var í hol- lenska sjónvarpsþættinum RTL Boulevard að sambandi hans og fyrrum kryddpíunnar Mel B væri lokið. Murphy var spurður að því í viðtalinu hvernig samband þeirra gengi og svaraði hann því til að spurningin væri byggð á röngum ályktunum og að þau væru ekki lengur saman. Þetta kemur fram á fréttavef Ananova. Þá kvaðst leikarinn ekki hafa hug- mynd um það hver væri faðir barns- ins sem Mel ber undir belti. „Ég veit það ekki fyrr en barnið er fætt og blóðrannsókn hefur farið fram,“ sagði hann. „Þú ættir því ekki að hrapa að ályktunum, herra minn.“ Murphy og Mel eru sögð hafa kynnst í júní á þessu ári tveimur mánuðum eftir að skilnaður Murphy og Nicole, fyrrum eiginkonu hans, gekk í gegn. Fjölmiðlafulltrúi hans hefur neitað að tjá sig um málið en nýlega var haft eftir kvikmynda- framleiðandanum Tracey Edmonds í tímaritinu People að þau Murphy hefðu átt í ástarsambandi undanfar- inn einn og hálfan mánuð.    Max, gælusvín bandaríska kvik-myndaleikarans George Cloo- ney, er allur. Að sögn fréttavefjarins TMZ.com kvaddi Max þennan heim á föstudag, 18 ára og saddur lífdaga en hann þjáðist af liðagigt og var orðinn sjóndapur. Clooney, sem er 45 ára og af mörgum talinn einn kynþokkafyllsti karlmaður heims, sagði oft að sam- band þeirra Max væri það lengsta sem hann hefði átt í. Þeir Clooney og Max náðu saman þegar leikarinn hætti með leikkon- unni Kelly Preston. Árið 2001 varð Max fyrir bíl, sem vinur Clooneys ók.    Fjölmiðlafulltrúar kvikmynda-leikaranna Jennifer Aniston og Vince Vaughn hafa staðfest að þau hafi slitið sambandi sínu en í október hótaði Vaughn breskum og banda- rískum blöðum lögsókn vegna stað- hæfinga þeirra um að sambandinu væri lokið. Fjölmiðlafulltrúarnir Stephen Huvane og John Pisani segja það hafa verið sameiginlega ákvörðun þeirra að slíta sambandinu og að þau séu enn bestu vinir. Þá segja þeir að ákvörðun þess efnis hafi verið tekin eftir að Aniston heimsótti Vaughn til London í október þar sem hann var við kvikmyndatökur. Aniston og Vaughn kynntust er þau léku saman í myndinni The Break-Up árið 2005 en þau stað- hæfðu lengi að þau væru bara vinir. Þau staðfestu síðan fyrr á þessu ári að þau ættu í ástarsambandi og skömmu síðar var hann sagður hafa beðið hennar. Þau neituðu því hins vegar að þau væru trúlofuð og skömmu síðar fóru að breiðast út sögusagnir um sambandsslit þeirra.    Söngkonan Olivia Newton-Johnhefur höfðað mál gegn tónlist- ardeild framleiðslurisans Universal vegna vangoldinna launa. Að sögn hennar hefur láðst að greiða henni umsamin laun af ágóða á sölu plöt- unnar Grease sem inniheldur lögin úr samnefndri kvikmynd. Sem kunnugt er fór Newton-John þar með hlutverk Sandy og lék á móti John Travolta í einni vinsæl- ustu dans- og söngvamynd allra tíma, Grease. Newton-John fer fram á 1 milljón Bandaríkjadala í skaðabætur. Fólk folk@mbl.is edda.is "Það er ekki algengt að fá í hendur ung- lingasögu sem er ekki hægt að leggja frá sér fyrr en hún er fulllesin. ... Embla er ein- staklega skemmtilegur sögumaður. ... Að sjálfsögðu hefur hún verið nokkuð óheppin með foreldra. Hún hefur fengið svona eintök sem gera henni allt til óþægðar og leggja sig í líma við að vinna gegn henni. En ekki hvað? ... Ég er ekki dramadrottning er einhver skemmti- legasta unglingasaga sem ég hef lesið um langa hríð. ... Sagan lýsir engri smá gelgju, er lipurlega skrifuð og fyndin. ... Ég bíð spennt eftir næstu Emblu bók." Súsanna Svavarsdóttir, Fréttablaðinu Dramadrotting! FJÖGRA STJÖRNU Taktu þátt í laufléttri getraun á www.dramadrottning.com og þú getur unnið I-pod
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.